Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 15. maí 1997 4Dagm-(Eímmn HANDBOLTI Reynir Þór skoraði sigur- markið gegn Portúgai Reynir Reynisson tryggði íslenska landsliðinu sigur gegn Portúgal í vináttu- leik liðanna í Japan í gærmorg- un. íslendingar höfðu þriggja marka forskot í leikhléi, 11:8 en staðan var jöfn 20:20 á loka- mínútunni, þegar Reynir Þór skoraði sigurmarkið með því að fleygja knettinum yfir endilang- an völlinn og í markið. Allir leikmenn íslenska hóps- ins spreyttu sig í leiknum og léku að minnsta kosti í tuttugu mínútur hver. Mörkin skiptust nokkuð bróðurlega á milli leikmanna, en Valdimar Grímsson var markahæstur með fjögur mörk. Fyrirhugað var að liðið mundi leika við Ungverjaland í dag, en ekki var ljóst í gær hvort af þeim leik yrði. íslenska liðið leikur sem kunnugt er opnunarleikinn á HM á laugardaginn, þegar liðið mætir gestgjöfunum, Japan. Japönum gekk misjafnlega að eiga við spænska landslið- ið í æf- inga- leikjum, fyrr í vikunni. Fyrri leiknum lyktaði með tveggja marka sigri Spánar, en þann síðari unnu Spánverjar með fimmtán marka mun. Vaidimar Grímsson - markahæstur gegn Portúgal. KNATTSPYRNA Leiftursmenn / vandræðum Llmsóknir Judith Estergal, Petr Baumruk og Alexei Trufan um íslenskan ríkisborgararétt voru samþykktar, en synjun á beiðni Harjurdin Cardaklija, kann að reynast Leiftursliðinu dýrkeypt. KARFA • NBA Umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt voru afgreiddar frá Allsherjar- nefnd Alþingis í gær. Nokkrir Chicago og Utaháfram Urslitakeppni NBA deildar- innar er nú vel á veg komin. Chicago hefur þegar tryggt sér sæti í úrslita- leikjum Austurdeildarinnar og það sama hefur Utah Jazz gert í Vesturdeildinni. Það þarf ekki að koma á óvart meistararnir frá Chicago séu enn í toppbar- áttunni. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að leika eins vel í vet- ur og á síðasta ári var Atlanta engin hindrun fyrir Jordan og félaga. Chicago vann einvígið 4- 1, rak síðasta naglann í kistu Atlanta á þriðjudagskvöldið með 107-92 sigri sínum. Það er at- hyglisvert hve liðið leikur ævin- lega mun betur með Dennis Rodman en án hans. Annars fóru viðureignir liðanna sem hér segir: Chicago-Atlanta Atlanta-Chicago Chicago-Atlanta Chicago-Atianta Chicago-Atlanta Bestu menn: Chicago: Stig: Jordan, Fráköst: Jordan, Stoðs.: Pippen, Atlanta: Stig: Blaylock, Fráköst: Mutombo, Stoðs.: Blaylock, 100-97 103-95 100-80 89-80 107-92 26.6 10.2 5.6 20.6 11.8 6.4 unnið 3 leiki af 4 og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér réttinn til að leika við Chicago í úrslitunum um hvorir fái tækifærið til að berj- ast um meistaratignina við sig- urvegara Vesturdeildarinnar. Sú rimma getur farið á hvorn veg- inn sem er því Patrick Ewing hefur sjaldan eða aldrei leikið betur en hann gerir nú og þá er fátt sem stöðvar N.Y. Knicks Utah hefur heldur betur látið andstæðinga sína finna til te- vatnsins í úrslitakeppninni. Lið- ið hefur leikið feikna vel upp á síðkastið og fátt virðist geta stöðvað Póstinn og hans menn. Lakers áttu aldrei möguleika gegn firnasterku Jazz liðinu og urðu að sætta sig við 4-1 tap. Það verður að virða hinu unga liðið Lakers það til vorkunnar að það er enn ungt, efnilegt og ómótað. Annars urðu úrslit lið- anna þessi: í viðureign New York Knicks og Miami Heat stendur Knicks með pálmann í höndunum og hefur Utah-Lakers Utah-Lakers Lakers-Utah Utah-Lakers Utah-Lakers Bestu menn: Utah: Stig: Malone, Fráköst: Malone, Stoðs. Stockton, Lakers: Stig: O’Neal, Fráköst: O’Neal, Stoðs.: Van Exel, 93- 77 103- 101 104- 84 110- 95 98- 93 28.6 12.6 8.4 22.0 11.6 6.4 Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Ham'ri, laugardaginn 17. maí kl. 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Von Seattle Super Sonics glæddist lítillega í fyrrinótt þeg- ar liðið vann Houston á útivelli, 100-94. Hersey Hawkins fór á kostum í liði Sonics og skoraði 21 stig. Annars er það Gary Payton sem hefur verið að skora mest fyrir Sonics það sem af er, 22.4 stig í leik. Shawn Kemp er allur að braggast eftir að launa- deila hans við forráðamenn fé- lagsins hefur verið leyst í bili. Það er því enn spenna í undan- úrslitunum og ekkert öruggt enn sem komið er. Dagur-Tíminn spjallaði við Einar Bollason, körfugúrú Stöðvar 2, og spurði hann fyrst hvort eitthvað hefði komið hon- um á óvart til þessa. Utah Jazz þykir ekki leika áferðarfallegan körfuknattleik en hann er árangursríkur. Karl Malone sem hér sést hefur leikið mjög vel með liðinu að undanförnu. „Já. Það sem kom mér mest á óvart var góð frammistaða Phoenix Suns sem náði að velgja Seattle verulega undir uggum. Þá kom mér líka á óvart óstöðugleiki Chicago Bulls sem hafa alls ekki náð að sýna sama styrk og í fyrra. Annað hefur ekki komið mér á óvart. Ég reiknaði alltaf með öruggum sigri Utah á hinu efnilega La- kersliði. Aðdáendur þeirra verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru ennþá bara efnileg- ir. Þeir eru ekki orðnir góðir. Shaquille 0’Neal er sér kafli. Það er ekki nóg að hann skori 40 stig í einhverjum 30 stiga sigri Lakers gegn lélegra liði. O’Neal er ekki enn búinn að sýna að hann standist þá pressu sem úrslitakeppninni er sam- fara. Menn hafa ekki gleymt út- reiðinni sem hann fékk fyrir 2 árum á móti Houston. Þá pakk- aði Draumurinn honum ger- samlega saman.“ Um möguleika Seattle sagði Einar: „Ég var búinn að spá Utah sigri í Vesturdeildinni og það hefur ekkert komið fram sem breytir því. Að mínum dómi er aðeins eitt lið sem getur ógn- að þeim í Vesturdeildinni og það er Houston. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við lappirnar á gömlu mönnunum í Houston, hvort þær héldu þetta út. Nú held ég að langvarandi meiðsli þeirra Barkley og Drexlers séu að bjarga þeim núna. Þeir hafa fengið langar hvíldir í vetur og eru því óþreyttir. Ef þeir ná að sigra Seattle getur orðið veru- lega heitt í kolunum þegar þeir leika við Utah.“ Telur Einar þá að Utah og Houston séu bestu liðin í Vestur- deildinni? „Að mínum dómi eru þau það. Ég tel að Seattle eigi ekki möguleika í Utah. Það er alveg greinilegt að þar eru þessar innbyrðis deilur í vetur að taka sinn toll. Shawn Kemp liefur verið svo lágt launaður að hann hefur illa getað sætt sig við þau laun sem honum hafa verið boðin í samanburði við hvítan staurakall, sem kom til þeirra og ekkert getur. Það er svívirða að borga honum miklu hærri laun en Shawn Kemp. En svo er það náttúrlega það sem maður saknar úr úrslita- keppninni. Það er náttúrlega Boston, með stóru Béi,“ voru lokaorð Einars Bollasonar. gþö þekktir íþróttamenn eins og Judith Estergal, handknattleiks- kona úr Haukum, og handbolta- mennirnir Petr Baumruk úr Haukum og Alexei Trufan úr Víkingi fengu vilyrði fyrir ríkis- borgararétti þegar þau hafa náð sjö ára búsetu hér á landi, sem er á næstu vikum og mánuðum. Umsókn Júgóslavans Harj- urdin Cardaklija, markvarðar Leifturs, sem áður lék með Breiðablik, var hins vegar hafn- að og heyra mátti að sú ákvörð- un allsherjarnefndarinnar kom á óvart og olli mönnum von- brigðum í Ólafsíirði í gær. Ástæðan fyrir því er sú að Leift- ursliðið hefur innan sinna her- búða þrjá erlenda leikmenn, auk Cardaklija, þá Rastoslav Lazorik frá Slóvakíu og Slobod- an Milosevic frá Júgóslavíu og ljóst er að samkvæmt reglum KSÍ mega aðeins tveir þeirra leika hverju sinni, með liðinu í sumar. „Þetta er mikið reiðarslag. Við vorum búnir að leita álits lögfræðinga og þeir töldu flest benda til þess að umsóknin yrði samþykkt, þar sem Cardaklija uppfyllti þau skilyrði sem sett voru. Hann kemur frá stríðs- hrjáðu landi og hefur búið hér á landi með Ijölskyldu sinni í fimm ár,“ sagði Ægir Ólafsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Leifturs, í gærdag. „Svo virðist sem mikill fjöldi um- sókna hafi orðið til þess að ákveðið var að taka mjög strangt á öllum umsóknum,” sagði Ægir. Umdeildar reglur Reglur KSÍ kveða á um að lið geti aðeins teflt fram tveimur erlendum leikmönnum í einu, en undantekningar eru þó til frá þeirri reglu. Þeir leikmenn sem tilheyra löndum sem eru með aðild að Evrópusambandinu teljast ekki með, vegna reglna sambandsins um frjálsa atvinnu á milli landanna. Til að mynda tefla íslandsmeistarar Akraness fram þremur leikmönnum sem eru af júgóslavnesku bergi brotnir í sumar. Einn þeirra er hins vegar með ítalskt vegabréf og þess vegna verða þeir allir löglegir með ÍA í sumar. Reynd- ar gætu íslensk lið teflt fram ell- efu manna liði ítala og Englend- inga, það væri löglegt sam- kvæmt núverandi reglum. Það er hins vegar ekki leyfilegt fyrir þá að tefla fram þremur erlend- um leikmönnum eins og staðan er hjá þeim í dag, þar sem fyrr- um heimalönd þeirra eiga ekki aðild að ESB og þar við situr. Mörgum kann að þykja sem þessar reglur séu ekki sanngjarnar, en reglur Evr- ópusambandsins um atvinnu- frelsi, eru æðri þeim reglum sem einstök sérsambönd setja, eins og körfuknattleiksáhuga- menn þekkja frá sl. vetri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.