Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Föstudagur 16. maí 1997 JDiigur-Œtttrimt Húsavík-Lágey Ábyrgir feður Neyðarskýli á faraldsfæti Hús og hýbýli eru yfirleitt ekki á veru- legum faraldsfæti. En nýtt björgunarskýli í eigu Slysavarnadeildar kvenna á Húsavík gerði víðreist á dögunum og fór land- leið, sjóleið og loftleið frá Húsa- vík til Lágeyjar fyrir skömmu. í eynni, sem er út af Tjörnesi og hvar skammt frá er systur- eyjan Háey, var fyrir gamalt neyðarskýli, mjög úr sér gengið og lengi staðið til að endurnýja það. Nýtt skýli var smíðað og fyrirhugað að flytja það út í eyju sl. haust en frá því var horfið vegna veðurs og einnig þar sem björgunarþyrlan TF LÍF var kölluð út þegar flutningarnir stóðu fyrir dyrum. 3. maí sl. var gerð önnur til- raun og nú gekk allt vel, að sögn Jóns Einarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Garðars, en sveitarmenn unnu að flutn- ingunum. Neyðarskýlinu var ek- ið niður á bryggju á Húsavík og komið um borð í Grímseyjarferj- una Sæfara, sem sigldi með það langleiðina til Lágeyjar. Þar mætti TF LÍF á staðinn og lyfti skýhnu frá borði og flaug með það til cyjarinnar þar sem frá því var gengið. Jón sagði að ýmsir aðilar hefðu lagt þessu framntaki lið og vildi hann koma á framfæri sérstöku þakklæti til Landhelgis- gæslunnar, Flutningamiðstöðvar Norðurlands og Samskipa. js TF LIF lyftir skýlinu frá borði. Lágey í baksýn. Fyrsta spölinn var landleiðin farin. Neyðarskýlið komið um borð í Sæfara við Húsavíkur- höfn. „Aðeins46 rúmlega 24 milljóna kr. hagnaður Rekstrarhagnaður út- gerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins Borgeyjar á Hornafirði nam 24,2 milljónum króna á síð- asta ári sem er helmingi minni hagnaður en árið 1995 þrátt fyrir verulega veltuaukningu milli ára. Rekstrartekjur samstæð- unnar námu 2,3 milljörðum króna og rekstrargjöld 2,0 milljörðum króna og skilaði reksturinn því tæpum 300 milljónum króna upp í af- skriftir og íjármagnskostnað. Skuldir nema alls 1,8 millj- arði króna en verulega var íjárfest á síðasta ári, eða fyr- ir liðlega 1 milljarð króna. Á árinu réðist Borgey í tölu- verðar breytingar á land- vinnslu félagsins, m.a. nýjar vinnslulínur fyrir kola, sfld og loðnu og fest var kaup á Húnaröst ehf. (100%), sem er með 2,5% af loðnukvótanum, -4,55% af sfldarkvótanum og liðlega 100 þorskígildatonna kvóta, og 40% hlut í loðnu- verksmiðjunni Óslandi hf., og jókst hlutur Borgeyjar við það í 80%. Sfldar- og kola- kvótar voru keyptir og greiddir með peningum að hluta en einnig að hluta með þorskkvóta. Eigið fé nam 567 milljónum króna, eiginijár- hlutfail 22,8% en veltufjár- hlutfall 1,68. Hlutafé var aukið um 60 milljónir króna á árinu, í 426 milljónir króna og er stærsti hluthafinn Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga með 47,1%. Félagið Áætlanir gerðu ráð fyrir 90 milljóna króna hagnaði en vegna rekstrar- stöðvunar í frysti- húsi vegna galla í frystikerfi og minni síldarafla í nót gekk það ekki eftir. Gerðar verða viðeigandi ráðstaf- anir segir Halldór Árnason, fram- kvæmdastjóri. er skráð á Opna tilboðs- markaðnum og fór gengi hlutabréfa hæst 3,85 en var 3,50 í árslok. Borgey gerir út bátinn Hvanney SF-51, en dótturfyr- irtækið gerir út loðnu- og síldarskipið Húnaröst SF-550 en auk þess aflaði Grindvík- ingur GK hráefnis fyrir loðnuverksmiðjuna. Halldór Árnason, fram- kvæmdastjóri Borgeyjar, seg- ir afkomuna á síðasta ári ekki ásættanlega, gerðar hafi verið áætlanir um að skila um 90 milljóna króna hagn- aði, en brugðist verði við vandanum og gerðar verði ráðstafanir á þessu ári til að laga stöðuna. Halldór segir skýringarnar af ýmsum toga og nefna megi að rekstrar- stöðvun varð er frystingin í frystihúsinu datt niður í hálf- an mánuð á miðri sfldarver- tíð vegna galla er kom upp við þrýstiprófun á frystikerf- inu og mjög illa gekk að veiða sfldina í nót í október- og nóvembermánuði. Sfldar- aflinn varð því aðeins 2.287 tonn á móti 4.265 tonnum árið 1995, en sfldarsöltun jókst um 14 þúsund tunnur, varð 40.050 tunnur og loðnu- frysting nam 4.454 tonnum, jókst um 1.860 tonn. GG Tugir karla í vanda Félagið Ábyrgir feður er orðið að veruleika. Þeir eru með fundi á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20.00 við Skeljanes f Reykjavík merkt Miðstöð Nýbúa. Að mati aðstandenda fé- lagsins er full þörf á félagi sem þessu, þar sem hátt í sjötíu einstaklingar (stærsti hlutinn karlmenn) hafa haft samband við það og segja farir sínar ekki slétt- ar við meðferð og úrskurði yfirvalda í forsjár- og um- gengismálum. Feðrum á íslandi og börnum þeirra er tryggðm réttur samkvæmt íslensku barnalögunum og barna- sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um umgengnisrétt ef þeir hafa ekki forsjá barns síns. Samkvæmt upplýsing- um frá Ábyrgum feðrum hafa margir feður, þrátt fyrir þennan rétt, fengið mjög ósanngjarna meðferð og úrskurði hjá þartilbær- um yfirvöldum. Stefna fé- lagsins er að knýja fram réttlátari meðferð og úr- skmði hjá úrskurðaraðilum um land allt, þar sem barnalög og sáttmálar eru látnir gilda en ekki hefðir sem viðkomandi embætti hafa komið sér upp. Auk þess vill félagið aðstoða og leiðbeina þeim sem standa frammi fyrir skilnaði, for- sjármissi og skyldum mál- um. Símanúmer hjá Ábyrg- um feðrum er 466-3166. Suðurland Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkur í sókn Niðurstöður úr skoðana- könnun Gallup á íslandi um fylgi stjórnamála- flokka á Suðurlandi í alþingis- kosningum var birt í Sunn- lenska fréttablaðinu fyrir skömmu. Þar kemur fram að alþýðubandalagsmenn og sjálf- stæðismenn sækja í sig veðrið frá síðustu kosningum. Sjálfstæðismenn misstu þriðja þingmann sinn til Al- þýðuflokksmanna í síðustu kosningum. Þá bauð Eggert Haukdal, þingmaður sjálfstæð- ismanna um árabil, fram sér- lista, S-hstann. Samkvæmt könnuninni fá önnur framboð en fimmflokkarnir einungis 1% atkvæða. Þeir listar, S-listi, Þjóðvaki og Náttúrulagaflokk- urinn fengu samtals 12,9% í síðustu kosningum, S-listi sýnu mest. G-listinn fær samkvæmt Gall- up 22,6%, fékk 15,8% í kosn- ingunum en D-listi 37% var með 33,2% og á möguleika á þriðja þingmanni sínum. Fram- sóknarmenn fá nánast sama fylgi og í kosningunum 1995 eða 28,9% atkvæða. Alþýðu- flokkurinn fær ekki kjördæma- kjörinn þingmann samkvæmt þessu, flokkurinn fær 8,3% í könnuninni en fékk 6,8% og uppbótarþingmann 1995. Kvennalistinn er með 2,2%, svipað og í kosningunum. Tekið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá, 800 manns voru spurðir og 412 svöruðu. Könn- unin fór fram í gegnum síma. -hþ./Selfossi Hagstofan Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,2% frá aprfl 1997. Lækkun á ávöxtum um 19,2% olli 0,2% vísitölulækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað rnn 0,5%, sem jafngildir 2,0% verðbólgu á ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án vísitölu án húsnæðis svarar til 2,2% verðbólgu á ári. Verðbólgan í EES ríkjum frá mars 1996 til mars 1997 var 1,7% að meðaltali. í Finnlandi var 0,8% verðbólga og 1,0% í Sví- þjóð. Verðbólgan á íslandi var á sama tímabili 1,7% og í helstu viðskiptalöndum íslendinga 1,8%.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.