Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 3
ÍDagur-'CEmtmrt Laugardagur 17. maí 1997 - 3 Akureyri S-'-' • i Almannatryggingar „Halló Akureyri“ verði með breyttu sniði Frá „Halló Akureyri" í fyrra. Akureyrarbær hvetji til aukins lista-, íþrótta- og tómstundastarfs á hátíðinni. Bæjarráð Akureyrar skip- aði í febrúarmánuði sl. starfshóp til þess að móta tillögur um það á hvern hátt Akureyrarbær eigi að koma að hátíðarhaldi líkt og „Halló Ak- ureyri“. í starfshópnum sátu Valgerður Magnúsdóttir félags- málastjóri, Eiríkur Björn Björg- vinsson íþrótta- og tómstunda- fulltrúi og Ólafur Hergill Odds- son héraðslæknir. Hópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla og styrkja jákvæða ímynd bæjarins gagnvart heimamönnum og gestum og styðja þannig þá margvíslegu ferðaþjónustu sem byggð hefur verið upp. Ætla megi að áfram verði haldin hátíð um verslun- armannahelgina og gengið út frá því að um Qölskylduhátíð verði að ræða, en lagt er til að nafnið „Halló Akureyri" verði lagt niður og annað tekið upp. Lagt er til að þátttaka bæjar- ins í undirbúningi og fram- kvæmd einkennist í hvívetna af einfaldleika, skilvirkni og möguleikum á skjótum við- brögðum. Stofnanir bæjarins undirbúi sig sem best undir að sinna þjónustuhlutverki sínu með sóma og geri ráð fyrir að álag geti orðið mikið. Stjórnstöð með góðu boðskiptakerfi verði sett upp meðan á hátíðinni stendur, til að auðvelda samráð og sameiginlegar ákvarðanir. Samráðsfundir þjónustuaðila á vegum bæjarins, sýslumanns, FSA og annarra aðila verði haldnir reglulega með forsvars- mönnum hátíðarinnar. Starfs- hópurinn hvetur til að félög og stofnanir í bænum aukni íjöl- breytni hvers konar lista- og menningarlífs, íþrótta- og tóm- stundastarfs um verslunar- mannahelgina með því að taka virkan þátt í hátíðinni og nýta sér möguleika hennar til sjálf- stæðrar tekjuöflunar. Bæjaryfir- völd veiti einnig beinan stuðn- ing til að standa straum af kostnaði við auglýsingar og kynningar á því hvað er um að vera og hvar. Notkun tjald- svæða verði stýrt á markvissan hátt. GG Eftir bókinni að var alltaf gengið út frá því að tryggingar- bætur hækkuðu með sama hætti og í kjarasamn- ingum. Þetta er ekki minni hækkun en samið var um, meira að segja aðeins ríflega. Þetta eru 13,8 prósent á samn- ingstímanum," segir Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra, um hækkun bóta almanntrygg- inga sem greint var frá í gær. Helgi Seljan, framkvæmdstjóri Öryrkjabandalagsins, gagn- rýndi það í Degi-Tímanum í gær, að bæturnar eigi ekki að hækka eins og lægstu laun og bilið sé að breikka. Páll bendir hins vegar á að menn hafi verið að færa taxta að greiddu kaupi, svo breyting- in sé í raun engin. Það hafi aldrei staðið til að hækka bætur almannatrygginga þannig að þær yrðu jafnháar lægstu töxt- um. „Það var aldrei um það tal- að,“ segir Páll. Hann segir að bæturnar þurfi ekki vera jafn- háar lægstu töxtum og það geti verið kostur t.d. að atvinnuleys- isbætur séu nokkru lægri. „Ég tel að það sé ákveðinn kostur að atvinnuleysisbætur séu ekki nákvæmlega eins og lægstu taxtarnir, vegna þess að það þarf að vera einhver hvati til þess að taka fremur vinnu held- ur en að vera á bótum.“ -vj Páll Pétursson. Akureyri Stundvísir í pizzuveislu Kennarar og starfsmenn Gagnfræðaskóla Akureyrar tóku upp í fyrra þann skemmtilega sið að bjóða þeim nemendum skólans, sem aldrei koma of seint allan veturinn, til pizzuveislu. Þessi veisla var í hádeginu í gær, síðasta kennsludag vetrarins, og voru það 140 nemendur af 390 sem fengu boð um að sitja veisluna, og skoluðu pizzunni niður með Frissa fríska. Gestgjafarnir sáu um að þjóna nemendum til borðs, og það leiddist þeim ekki. í þakklætis- skyni sungu nemendur m.a.: „í skólanum, í skólanum; við skemmtun okkur saman.; Við lærum þar að lesa á bók; og líka fá- um pizzu og kók.; f skólanum, í skólanum; er skuggalega gaman! GG /mynd:JHF Austurvöllur Mótmælendur handteknir Við upptökur á Good Morning America í gær- morgun í miðbæ Reykja- víkur voru átta ungmenni handtekin og ijarlægð af lög- reglu. Þau voru að mótmæla valdstjórnum og veru hersins á landinu. Að sögn lögreglu varð trufl- un að mótmælendunum við upptökurnar og var m.a. óttast um dýr tæki sem voru x gangi. Lögreglan bað þau að fara en þau hlýddu því ekki fyrr en eftir fortölur. Ekki kom til átaka og gengu ungmenmn um síðir í lögreglufylgd að lögreglubíl en eitt þeirra „varð fótalaust" og lét bera sig í bílinn. Krakkarnir voru síðan skrifaðir niður og spjöldin gerð upptæk til að sag- an endurtæki sig ekki. BÞ Reykjavik Líkamsárás og hrotta- legt dráp á hundi Áragamlar erjur í Neðstaleiti fá dramatískan endi. Maður á áttræðisaldri veittist að nágranna- konu sinni í íjölbýlis- húsi í gær, sló hana í magann og fór með púðluhund sem var f fylgd með henni inn í íbúð sína. Hann er síðan talinn hafa hengt hxmdinn eftir að hafa misþyrmt honum. Konan var flutt á slysa- deild. Atburðurinn gerðist í Neðstaleiti 1 en þar hafa verið áralangar erjur vegna hunds sem mæðgur hafa haft á heimili sínu. Nágrannar hafa verið ósáttir við veru hvutta en eig- andinn er fullorðin kona sem gengur ekki heil til skógar hk- amlega. í gærmorgun var svo dóttir hennar á ferð í stiga- ganginum þegar sjötugur karl- maður, nágranni sem býr á neðri hæð, sló hana í magann, að hennar sögn, með krepptum hnefa. Átök upphófust sem lykt- aði með því að maðurinn reif af henrú hundinn og læsti inni í eigin íbúð. Það næsta sem gerðist var að konan heyrði hundinn hljóða af kvölum en eftir drykklanga stund þagnaði hann. Þegar lög- reglan kom á staðinn var hund- urinn fastur á hurðarhún og hafði hengst í óhnni. Blóð var á gólfi og vegg sem bendir til að þundinum hafi verið misþyrmt. Maðurinn var tekinn til yfir- heyrslu og játaði að hafa lent í ryskingum við stúlkuna og tekið hundinn. Hann bar því hins vegar við að hundurinn hefði veitt sér áverka sína sjálfur með því að láta eins og vitlaus væri - hlaupa á veggi og þvíum- líkt. Hann hafi í kjölfarið fest hundinn á hurðarhún en hann síðan drepist. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur og reyndist hann ekki undir áhrifum. Lögreglan telur málið einstætt og sérlega hrottafengið og ógeðfellt. Hundshræið var flutt að Keld- um þar sem það verður krufið, en konan fór í skoðun á slysa- deild. BÞ Sultartangavirkjun Mjög hagstæð tilboð Landsvirkjun getur unað vel við tilboðin sem bárust í vél- og rafbúnað Sultar- tangavirkjunar. Tilboðin 9 voru opnuð í stjórnstöð fyrirtækisins í gær. Lægsta tilboðið er 835 mihj- ón krónum lægra en kostnaðar- áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Erfitt er að segja með vissu hvert tilboðanna er best. Eftir er að yfirfara og meta þau, en að því loknu tekur stjórn Lands- virkjunar ákvörðun um stórinn- kaup. Lægsta tilboðið við fyrstu sýn er frá Sultzer Hydro Gmbh í Þýskalandi, 3.274,650,535 krón- ur, eða 79,68% af kostnaðar- áætlun sem hljóðaði upp á rúm- lega 4,1 milljarð króna. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.