Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 7
JDiigur-CEtmiim Laugardagur 17. maí 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Baksvið Dagur Þorleifsson IHollandi eru nú 2,4% dauðsfalla lögleg sjálfsvíg. Þau eru framkvæmd með aðstoð lækna. Flest það fólk, sem deyr á þennan hátt, er með ólæknandi sjúkdóma, sem í sumum tilvik- um valda þjáningum. Um margt af því er orðið ljóst, að það geti hvort eð er aðeins lifað skamma hríð enn, jafnvel ekki nema nokkrar vikur eða nokkra daga. Eign Guðs Tveir læknar fæst þurfa að gefa samþykki sitt til þess að maður skilji við lffið með þessu móti og eftir á sker dómstóll úr um það, hvort að öllu hafi verið farið að lögum viðvíkjandi andlátinu. Málaferli nokkur um líknar- dauðann áttu sór stað áður en hann var lögleyfður í Hollandi. Meðal ástæðna til þess að svo fór má nefna, að þarlendis standa frjálslyndisstefna og virðing fyrir sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarrétti einstakhngsins djúpum rótum. Líknardauði mun einnig vera orðinn leyfllegur, lögum sam- kvæmt, í einhverjum af fylkjum Ástralíu. Eftirtektarvert er að hugtök eins og heiður og virðing hafa komið mjög við sögu í umræð- unni um þetta í Hollandi, sem hefur verið og ________________ er enn mikil og allheit. Er þá geflð í skyn, að virðing per- sónu bíði hnekki, í henn- ar augum og annarra, ef hún hfir lengi ósjálfbjarga með öllu og e.t.v. mikið til komin út úr heiminum, eins og það er ..................... stundum orð- að. Hafi maður því siðrænan rétt á að flýta fyrir dauða sín- um, virðingar sinnar vegna. Þetta minnir á það þekkta við- horf germana til forna, að heið- urinn sé mikilvægari en lífið. En andstaðan við líknar- dauða er áfram mikil, bæði í Hohandi og fjölmörgum löndum öðrum. Það andóf er víða tengt harðri andstöðu kristninnar við sjálfsvíg yfirleitt. Á bak við þetta er að líkindum það forn- semíska viðhorf, að maðurinn, og þar með líf hans, sé eign Guðs. Sá sem svipti sig lffi taki það því ófrjálsri hendi frá Guði. Andstaðan við sjálfsvíg er ekki eins eindregin í ýmsum öðrum trúarbrögðum og menningar- heildum. oft talað með virðingu sem and- lega sterkt fólk og sjálfstætt. í bandaríska blaðinu Boston Globe er í þessu samhengi getið konu í Haarlem, er Elizabeth Myer hét. Hún hafði horft upp á mann sinn deyja úr alzheimers- sjúkdómi og son sinn af völdum æxlis í heha. Sjálf fékk hún ólæknandi krabbamein, þá orð- in 75 ára. Hún ákvað að deyja ekki „eins og jurt“ og eftir lang- ar viðræður við lækna og að- standendur var ákveðið að látið yrði að óskum hennar um líkn- ardauða. Dóttir hennar var hjá henni og hélt um hönd hennar eftir að læknir hafði gefið henni banvæna sprautu. Elizabeth, sem kölluð var Dop, sagði þá við dóttur sína að hún og eigin- maður hennar skyldu reynast hvort öðru vel. Og síðustu orð Dop voru álíka og Manfreds Byrons lávarðar: „Það er þá ei svo erfið þraut að deyja.“ Áður hafði Dop sagt við dótt- ur sína: „Ég vil ekki deyja rugl- uð, sem fáviti. Ég er hugsandi persóna og hef hugsað mér að vera það þar til yfir lýkur.“ Og dóttir hennar, Annelies van het Nederend, segir: „Að verða ósjálfbjarga og komin upp á aðra, það var nokkuð sem hefði alls ekki átt við hana. Ég er eins og myndi gera hið sama í henn- ar sporum." Spurt um áhrif á samfélagið Þekktur athafnamaður í flug- vélaiðnaði Hollands fékk einnig ólæknandi krabbamein og réð sér bana á löglegan hátt. Hann kvaðst vilja deyja „sem heiðurs- ______________ manni sæmdi“ Líknardauði er nú leyfður í Hollandi, en umdeildur þar sem annars staðar. Sumir óttast að þessu fylgi að lagt sé óbeint að fólki að deyja fremur en að verða öðrum til byrði. og ráða eigin örlögum sjálf- ur. Að sögn hollenskra lækna er fólk það, sem ósk- ar eftir líknar- dauða, yfirleitt blátt áfram, kemur vel fyrir sig orði og leggur mikla áherslu á ......— virðuleika og það að hafa fullt vald á eigin hugsimum og hreyfingum. Élse Borst-Eilers, heilbrigðismálaráðherra Hol- lands, sagði fyrir skömmu að hún vildi ekki lifa það að þekkja ekki barnabörn sín lengur. En mörgum, í Hollandi og annars staðar, finnst þetta vera Bandaríkjamaður, sem er sárþjáður af sjúkdómi og vill ekki bíða dauðans lengur. í Hollandi eru nú 2,4% dauðsfalla lögleg sjáifsvíg. merki þess, að menning Vestur- landa hafi síðustu áratugi orðið um of þrungin einstaklings- hyggju. Henk Ten Have, sið- fræðingur við kaþólska háskól- ann í Nijmegen, spyr: „Verði líknardauði tahn skynsamleg- asta og ákjósanlegasta aðferðin til þess að deyja, hvaða áhrif hefur það á samfélagið?" í Bandaríkjunum sem víðar hefur þetta verið mjög til um- ræðu og menn ekki á eitt sáttir um það. Þar hefur því verið haldið fram, að með hliðsjón af virðingu fyrir sjálfræði einstak- hngsins ætti að leyfa líknar- dauða. Aðrir, eins og Michael Sandel, heimspekingur í Har- vard, óttast að á bak við mál- flutning þeirra, sem leyfa vilja líknardauða, kunni að leynast ósk af samfélagsins hálfu þess efxús, að fólk deyi heldur en að verða öðrum til byrði. Þetta tengist því að um þessar mund- ir fer öldruðu fólki hraðíjölg- andi hlutfallslega í iðnvæddum löndum. „Ég vil ekki deyja rugluð ...“ Eugene Sutorius, hollenskur lögfræðingur sem beitti sér fyrir því að líknardauði væri leyfður, segir hann byggjast á tvennu: miskunnsemi og sjálfstæði ein- staklingsins. Og um þá, sem kjósa líknardauða, er þarlendis AKUREYRARBÆR Hff Ráögjafardeild Aukavinna Ráögjafardeild Akureyrar óskar eftir að ráða fólk sem stuðningsfjölskyldu/foreldri. Um er að ræða stuðning við börn og unglinga, er sá stuðningur fólginn í því að leysa foreldra af 2-3 sól- arhringa í mánuði. Vinnutími er fyrst og fremst um helgar. Nánari upplýsingar hvað varðar laun og vinnutíma gefur Vilborg á Ráðgjafardeild í síma 460 1433. Jörðin Lindarbrekka, Keiduhverfi, Þingeyjarsýsiu, til sölu Um er að ræða jöriðna ásamt góðu 130 fm, 5 her- bergja íbúðarhúsi, útihúsum, veiðirétti í Skjálftavatni og eignarhlut í Litlá. Jöriðn hefur ekki verið í ábúð undanfarin ár og er án fullvirðisréttar. Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fyrir kl. 15.00, mánudaginn 2. júní 1997. Nánari upplýsingar gefur Ragnar Guðjónsson á skrif- stofu sjóðsins í síma 588 9100. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. „ Myndi gera hið sama“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.