Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 11
=4=*- jOagutÆmróm Laugardagur 17. maí 1997 - 11 PJOÐMAL J öfn tækifæri í sanngj ömu samfélagi Einar Karl Haraldsson skrifar Sigur Nýja Verkamann- flokksins í Bretlandi er mikilvægur vegna þess að hann sýnir að það er ekkert bogið við jafnaðarstefnuna og ekkert heldur að kjósendum. Eftir 16 ára eyðimerk- urgöngu í Bretlandi og nær jafnlanga í Þýskalandi voru margir farnir að halda það að hægri og miðjuflokkar í Evrópu væru búnir að finna upp póli- tíska eilífðarvél og að þeir myndu halda áfram að sigra jafnaðarmannahreyfingar með því að safna um sig pólitískri miðju og efnahagslegum mið- stéttum. Sigur Verkamannaflokksins í Bretlandi sýndi að það er heimavinnan sem ræður úrslit- um. Sé jafnaðarmannahreyfing- in nægilega vel undir það búin að taka við stjórnartaumum þá stendur ekki á kjósendum að leggja þá í hendur henni. „Við höfðum þor og getu til þess að endurnýja flokkinn. Þessvegna getið þið treyst því að við höfum þor og getu til að endurnýja þjóðfélagið," segir Tony Blair í bókinni: Hvers- vegna að kjósa Verkamanna- flokkinn? Að vera fær um að stjórna Jafnaðarmannahreyfing sem deilir innbyrðis, er fangi utan- aðkomandi þrýstihópa, er fyrst og fremst fulltrúi framleiðenda, er í vörn fyrir óbreytt ástand, er í viðjum úreltrar hugmynda- fræði og er með stefnuskrá sem snýst aðallega um meiri ríkisaf- skipti og hærri skatta er ekki aðlaðandi fyrir kjósendur og ekki heldur fær um að stjórna landi. Jafnaðarmannahreyfing sem fylkir sér að baki foringja, er málsvari almannahagsmuna gegn sérhagsmunum, fylgir fast eftir sjónarmiðum neytenda, undirbýr efnahagstilhögun morgundagsins, er uppspretta framsækinna hugmynda og ger- ir skýra grein fyrir forgangs- málum og fjármögnun þeirra fær brautargengi í kosningum og getur stjórnað landi. Endurnýjun, grunngildi, eindrægni Þetta voru kjósendur í Bret- landi búnir að segja Verka- mannaflokknum í fernum kosn- ingum. Og það kom loksins að því að flokkurinn lagði við eyru og brást við með grundvallar- endurskoðun á allri stefnu sinni Við mótun bresks samfélags hefur samhyggjuviðmið leyst gamla frjáls- hyggjuviðmiðið af hólmi. Sú kerfisbreyting getur haft víðtæk pólitísk áhrif, segir Einar Karl Haraldsson í grein um sigur Verkamannaflokksins í Bret- landi. og starfsháttum. Endurnýjun, trúmennska við grunngildi og eindrægni að baki forystu voru lykilorðin. Kannski hefði Verkamanna- flokkurinn slampast á að vinna sigur enda þótt hann hefði ekki farið fram sem NÝR VERKA- MANNAFLOKKUR. Kannski hefðu Bretar skipt um stjórn af hreinni lýðræðisást eða vegna síþreytu með valdatíð íhaldsins. En sigur Verkamannaflokksins hefði ekki orðið svona stór eins og raun bar vitni og flokkurinn ekki verið eins fær um að grípa stjórnartaumana af viðlíka ör- yggi og hann hefur gert, ef end- urskoðunin hefði ekki átt sér stað. Svo mikið er hægt að full- yrða. Leitað á vit upprunans En er nokkuð blóð eftir í kúnni? Hefur ekki jafnaðarkrafan vikið fyrir kröfum markaðsþjóðfé- lagsins í stefnu Nýja Verka- mannaflokksins? Ég held ekki. Að minnsta kosti tek ég eftir því að orðfæri forkólfa flokksins Fjármálastjóri Náttúruvernd ríkisins óskar eftir viðskiptafræðingi eða starfsmanni með sambærilega menntun í starf fjármálastjóra. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu eða þekkingu á bókhalds- og áætl- anakerfi ríkisins (BÁR) og geti hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Náttúruvernd ríkisins, Hlemmi 3, 105 Reykjavík, fyrir 9. júní nk. Náttúruvernd ríkisins. Víðtæk áhrif af breyttu viðmiði Svona tala þeir breskir jafnað- armenn: Einstaklingurinn blómstar í samfélagi sem sinnir um hann. Réttindi haldast í hendur við skyldur. Öflugt efna- hagsh'f og sanngjarnt samfélag fara saman. Einstaklingsfram- tak og félagshyggja eiga sam- leið. Það skiptir verulegu máli að samhyggjuviðmið mótar nú stjórn eins af helstu löndum Evrópu. Það getur haft áhrif langt út fyrir svið stjórnmál- anna eins og raunin varð á með frjálshyggjuviðmiðið sem hafþi áhrif á hagfræðinga og félags- vísindamenn um allan heim. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig Nýja Verkamannaflokknum í Bret- landi tekst að móta breskt sam- félag á tímum efnahagsupp- sveiflu í anda nýrrar hug- myndafræði. Það er nokkuð til í því sem kaldhæðnir breskir blaðamenn hafa bent á að að næstu fimm árin hafa Tony Bla- ir og félagar pólitískan meiri- hluta til þess að gera það sem þeir vilja hvort sem þeir vilja það eða ekki. mótast mjög af þeirri hug- myndafræði sem kölluð hefur verið samhyggja eða samfélags- hyggja communitarismi og hef- ur haft talsverð áhrif á orðræðu jafnaðarmanna í Evrópu og demókrata í Bandarikjunum. Samhyggjan er andsvar við róttækri einstaklingshyggju, ný- frjálshyggjunni, sem öllu hefur tröllriðið síðustu tvo áratugina. Hún beinir sjónum að fjölskyld- unni, vinnu- og skólafélögun- um, frístunda- og íþróttafélög- um, klúbbum, kirkjufélögum og sveitarfélögum og kennir að innan vébanda slíkra samfélaga mótist einstaklingurinn og verði sterkur, séu þau heilbrigð og fr amfarasinnuð. Einmitt þarna í félagseining- um og félagshreyfingum fólks- ins er uppruna breska Verka- mannaflokksins að leita. Kjarni málsins er sá að Nýi Verka- mannaflokkurinn er nær upp- runa sínum en sá gamli var. Nýi Verkamannaflokkurinn berst gegn þjóðfélagi forréttinda og aðgreiningar. Hann berst fyrir sanngjörnu samfélagi jafnra tækifæra. HÁSKÓUNN AAKUREYRI Starf fram- kvæmdastjóra Laust er til umsóknar starf framkvacmda- stjóra Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Stofnunin starfar að verkefnum er tengjast kennslusviðum Háskólans á Akureyri, a) heil- brigðissvið, b) kennslusvið, c) rekstrarsvið, d) sjávarútvegssvið/matvælasvið. Hjá stofnuninni störfuðu að meðaltali 4 starfsmenn á s.l. ári. Umsóknir skulu berast stofnunni í síðasta lagi 3. júní nk. og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eftir þann tíma. Umsóknir sendist RHA, pósthólf 224, 602 Akureyri, merktar „umsókn-framkvæmdastjóri,,. Nánari upplýsingar veita núverandi fram- kvæmdastjóri, Gunnlaugur Sighvatsson, og stjórnarforðmaður, Jón Þórðarson, í síma 463 0900. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. . Gigtarfelagiö a Norðurlandi eystra boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 22. maí nk. Fundurinn verður haldinn á Fiðlaranum, 4. hæð og hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1) Kristjana Baldursdóttir, fulltrúi frá Tryggingastofn- un ríkisins, ræðir um tryggingamál gigtsjúkra. 2) Fulltrúi frá Verkalýðsfélaginu Einingu ræðir um málefni sjúkrasjóðs Einingar. Kaffihlé. 3) Brynja Óskarsdóttir, félagsráðgjafi, ræðir um rétt- indi gigtsjúkra gagnvart ríki og bæ. 4) Pallborðsumræður með fyrirspurnum úr sal. Kaffiveitingar verða seldar við vægu verði á fundinum. Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá stofnun Gigtarfé- lagins á Norðurlandi eystra (GNE). Mætum öll til stuðnings afmælisbarninu og tökum með okkur gesti. Stjórn GNE.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.