Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. maí 1997 - 3 jDitgur-OItintim F R E T T I R Vestfirðir Verkfallshiti á kajanum Verkfallsverðir fengu góðan viðurgerning, samúðarkaffi og brauð með, frá stuðningsmönnum. Myndirs Verkfallsverðir gera víðreist. Sjómenn draga lappirnar. Ósamstaða í Dagsbrún. Lögbrot leyfð í Hafnarfirði. Fimmta vika verkfalls Al- þýðusambands Vestfjaröa hófst með verkfallsvörslu félagsmanna gegn löndun vest- firskra togara á Hvammstanga, í Hafnarfirði og Reykjavík. Alls tóku um tveir tugir verkfalls- mann þátt í þessum aðgerðum í fyrradag og í gær. Sumir komu akandi suður með viðkomu á Hvammstanga en aðrir flugu á kostnað ASV. Samúðarverkföll Dagsbrúnar og Hlífar koma til framkvæmda á miðnætti í nótt. Sigurður Ólafsson, formaður Sjómannafélags ísfirðinga, seg- ir tæknilega örðugleika á því að fá heimild félagsmanna fyrir boðun samúðarverkfalls með landverkafólkinu vegna fjar- veru þeirra. Þá tekur slíkt verk- fall ekki gildi fyrr en þremur vikum eftir að það er boðað. Þrátt fyrir að stjórn Dags- brúnar hafði bannað félags- mönnum að ganga í störf verk- fallsmanna, hófst löndun úr ís- fisktogaranum Páli Pálssyni frá Hnífsdal í Reykjavíkurhöfn í gær. Hluti verkfallsvarða hélt þá þegar frá Hafnarfirði til Reykjavíkur til að reyna að stöðva löndunina. Sömuleiðis ræddu forystumenn Dagsbrún- ar við sína menn. Alvarlegt mál „Við lítum þetta mjög alvarleg- um augum," sagði Trausti Ágústsson, talsmaður verkfalls- manna, um löndunina úr Páli. Hins vegar tókst verkfalls- mönnum að koma í veg fyrir að landað yrði úr Bessa ÍS frá Súðavík í Hafnarfjarðarhöfn með því að leggja bflum sínum við athafnasvæði löndunar- manna. Þar fengu þeir mór- alskan stuðning frá kennurum og öðrum sem fjölmenntu niður á höfn til að láta í ljós stuðning við verkfallsmenn. „Það er leyfilegt að brjóta af sér í Hafnarfirði," sagði Ingi- mar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Frosta hf. í Súðavík, í gær. Þá lá ljóst fyrir að sýslumaður- Sigurður í Hlíf var mættur á vett- vang baráttunnar. inn í Firðinum, sem jafnframt er bróðir fjármálaráðherra, ætlaði ekki að beita valdi sínu til að hægt yrði að landa úr Bessanum sem er með rúmlega 200 tonn af frystri rækju. Ingi- mar sagði að VSÍ hefði óskað eftir rökstuddu áliti sýslu- manns, enda líta atvinnurek- endur svo á að aðgerðir verk- fallsmanna í Hafnarfirði séu með öllu ólöglegar. -grh Glerárdalur Holtavörðuheidi Úti að aka Þessi furðu lostni ökumaður var staddur 40 metra úti í móa á Holtavörðuheiði á kvöldi annars Hvítasunnudags. Og bíllinn rislág- ur eins og eigandinn. Leiðin frá Hofsósi til Reykjavíkur er hlykkj- óttari en margur hyggur - sem minnir menn á að ferðast varlega á vegum úti í sumar. Myn&.Gs. Alvarlegt slys varð annan í hvítasunnu þegar vélsleðamaður fór fram af snjóhengju í Glerárdal og lenti undir sleðanum. Félagar hans komu skilaboðum til lögreglu með því að hringja frá Skíða- stöðum og náðu í teppi í skálann Lamba til að hlú að manninum á meðan beðið var aðstoðar björgunarsveitarmanna. Var í kjölfarið ákveðið að senda hinn slasaða með þyrlu sem lenti um kl. 20.00 í fyrrakvöld við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Maðurinn mun ekki í lífshættu en hann hlaut opið fótbrot og handleggsbrot auk annarra áverka. BÞ/Mynd: jhf Alvarlegt vélsleðaslys Fríhöfnin Enginn vinnufriður vegna snyrtivörukynninga? Heildsalar hissa á bréfi Fríhafnarstjóra. Innflytjendur ilmvatns og snyrtivara eru hissa á bréfi sem Guðmundur Karl Jóns- son, forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, sendi í byrj- un mánaðarins. Þar segir að allar snyrtivörukynningar verði framvegis bannaðar og er orða- lag bréfsins mjög afgerandi. „Það sem þið kallið „kynn- ingar“ hefur verið misnotað á þann hátt sem frekast má vera. Þess eru dæmi að sprautað hafi verið á konur sem ganga fram- hjá kynningarborði. Ég er með þaulæft fólk í vinnu sem stjórn- ar afgreiðslu á snyrtivörum. Ég FRÍH<I>FN KEFLAVÍKURFLl GVELLl DUTY FI2EE fJTOHE • KF.FIAVIK AIWW RT KTRt-AND OWNrií ANDOÞGrtATBP PT Ttifc QOVBANMB ITOT lCítANO KðllavlkurflugvAilur2. Mfli IW ync.lnaar A iímvfknum oy xnyrlivOmm t hitóllt wn ðSur vnr. Þoltfl vor Hiondvullu/ hel'ur þrónsi úi 1 bcinu i'Olumcnn.iki rkurll «i|t MjAmitn siurfKtmmnri Frflwlnivr Hluti úr bréfi forstjóra Fríhafnar- innar til innflytjenda snyrtivara. kæri mig ekki um aukafólk í af- greiðslu frá heildsölufyrirtækj- um. Mér er alveg sama hvort ég sel frá þessu fyrirtækinu eða hinu, bara að viðskiptavinurinn fái þægilega þjónustu sem ekki sé mjög uppáþrengjandi. Ágangurinn og vitleysan til þess að komast í þessar kynningar hafa verið með slíkum fádæm- um að varla er vinnufriður í fyrirtækinu,“ segir m.a. í bréf- inu. Einnig kemur fram að for- stjórinn segist vera í svipaðri afstöðu hvað þetta mál varðar og VSÍ gagnvart Dagsbrún... „þegar ekki varð við „Úlfahjörð- ina“ ráðið. Því eru allar kynn- ingar afturkallaðar og verða ekki teknar aftur upp að óbreyttu og sitja þá allir við sama „tafl“-borðið, bæði kóng- ur og peð og allt þar á milli. Verði ykkur að góðu,“ segir í niðurlagi bréfsins. Heildsali hafði samband við blaðið og sagði snyrtivörusala ekki vita hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna þessa bréfs. Hitt væri sammerkt að menn væru forviða. BÞ Dómsmál Þorsteinn þegir Dagur-Tíminn hefur ítrekað reynt að fá svör hjá Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra vegna mála sem tengjast Roy Shannon barnaníðingi. Ekkert hefur heyrst frá ráðherra þrátt fyrir skilaboð og bréflegar beiðnir blaðsins þessu að lútandi. Nú síðast er það rannsókn á því hvort Shannon hafi barnaklám innan veggja fangelsisins sem Dagur-Tíminn vill fá svör við, en áður hefur blaðið m.a. spurt hvort ástæða sé til að kanna sérstak- lega hvers vegna sak- sóknari vísaði máh frá árið 1991 þar sem Shannon var grun- aður um kynferðisafbrot gagnvart stúlk- um í Húsafelli. Hann var nýlega dæmdur fyrir þetta sex ára gamla sakamál auk annarra af- brota nýverið og afplánar nú 4ra ára fangelsisdóm á Akur- eyri. Að gefnu tilefni skal einnig tekið fram að barnaklámefnið sem reyndist á tölvudiski Roys Shannon og fór vegna mistaka út úr fangelsinu á Akureyri ný- lega, er ekki aðeins á ensku heldur er drjúgur hluti textans á íslensku. í útvarpsviðtali á Bylgjunni í gær var fullyrt að umrætt efni í fórum fangans væri aðeins á ensku. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.