Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 21. maí 1997 ^Dagur-'ðKmmtt Flateyri Hverfasamtök stofnuð Flateyri við Önundarfjörð. Þar hafa nú verið stofnuð sérstök hverfasamtök innan ísafjarðarbaejar. Þeir ráðherrar sem gengu hér um snjó- skafla eftir snjóflóð, börðu sér á brjóst og sögðust gera allt sem hægt væri okkur til hjálpar, hafa ekki staðið við stóru orðin. ✓ Akveðið hefur verið að stofha hverfasamtök á Flateyri og á undirbún- ingsfundi 12. maí sl., sem 43 Önfirðingar sóttu, var kosinn 10 manna undirbúningshópur. Rökin fyrir stofnun hverfasam- taka eru m.a. þau að þjappa Flateyringum betur saman eftir þau áföll sem þeir urðu fyrir er snjóflóð féil á þorpið í október 1995. Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ön- firðinga, segir að við stofnun nýs sveitarfélags hafi stjórn- valdið færst svolítið íjær fólk- inu, þ.e. til ísafjarðar, og það sé ofur eðlilegt að hverfasamtök taki á málum sem varða bæði ríkisvald og bæjarstjórn. Félag- ið sé ekki stofnað til þess að bæjarstjórnin sinni Önfirðing- um frekar en hefur verið, og umfram aðra þegna, en auðvit- að líka. Því sé hins vegar ekki að leyna að félagið geti virkað sem þrýstihópur gagnvart stjórn bæjarfélagsins en félagið er hugsað sem breiðfylking íbú- anna. Eruð þið með þessu að lýsa yfir vantrausti á varaforseta bæjarstjórnar, Magneu Guð- mundsdóttir, sem kemur frá Flateyri? „Því fer íjarri. Það væri frekar að við lýstum yfir stuðningi við það sem hún er að gera í bæjarstjórn. Mér finnst hins vegar að bæjarstjórn hafi eldd gert nóg hér á Flateyri eft- ir snjóflóð, en það er ekki einhverjum einum bæjarfull- trúa að kenna. Það eru hér enn óleyst ýmis vandamál þessa samfélags hér á Flateyri og við getum ekki beðið lengur eftir úrlausn. Vegna þess er fólk að flosna hér upp og flytja búferl- um þar sem mál þeirra eru í uppnámi og vandinn ólýsanleg- ur. Þessir stóru herrar í ríkis- stjórninni sem gengu hér um snjóskafla eftir snjóflóð, börðu sér á brjóst og sögðust gera allt sem hægt væri okkur til hjálpar, hafa ekki staðið við stóru orðin. En þeir hafa enn tækifæri," sagði Eiríkur Finnur Greipsson. Margir ibúar utan ísafjarðar telja að í bæjarstjórninni ríki viss „rasismi" gagnvart þeim sem búi „handan" Vest- fjarðaganganna og þeir eigi ekki rétt á sömu þjónustu. Sú skoðun hefur vakið upp tog- streitu í þessu nýja sveitarfé- lagi. Til gamans má geta þess að þegar sýslumaðurinn á ís- firði meinaði Grænlendingum um löndum fyrir allnokkru síð- an eftir að landar þeirra höfðu lent í ryskingum í bænum, var hann vændur um rasisma. Hug- takið er því ekki óþekkt fyrir vestan. GG Þjöðminjasafn Allt sama tóbakið Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins fýsir að fræðast um tóbaks- notkun íslendinga fyrr á öldum og allt sem henni tengdist. Þjóðháttadeildin hefur sent frá sér spurn- ingaskrá „Þetta er allt sama tóbakið" og er þar leitað eftir upplýsingum um venjur, vinnubrögð og hluti sem tengdust tóbaki í daglegu lífi fólks. Þeir sem búa yfir einhverjum fróð- leik eru beðnir að hafa samband við Þjóðhátta- deildina í síma 552-8888. Hallgrímur Pétursson orti vísu um tóbakið, en fullvíst má telja að Krabbameins- félagið myndi ekki skrifa upp á svona kveðskap: Tóbakið hreint fœ ég gjörla greint gjörir höfðinu létta, skerpir vel sýn svefhbót er fín, sorg hugarins dvín; sannprófað hef ég þetta. Borgarsjóður Heildarskuldir lækka Raunvextir heildar- skulda hafa lækkað. Tímafrekt að kljást við óráðsíu D-lista í fjár- málum borgarinnar. Heildarskuldir borgarsjóðs lækkuðu um fjórar millj- ónir króna á milli áranna 1995 og 1996, eða úr 14.242 milljónum króna í 14.238 millj- ónir króna. Hinsvegar versnaði peningaleg staða borgarsjóðs að raungildi um 181 milljón króna og er neikvæð um 10.262 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikn- ingum Reykjavíkurborgar sem lagðir voru fram til fyrri um- ræðu í borgarstjórn í fyrri viku. Pétur Jónsson borgarfulltrúi segir að það sé árangur út af fyrir sig að hafa getað lækkað skuldir borgarsjóðs eftir óráð- síu sjálfstæðismanna. Það tekur hinsvegar tíma að draga úr þeim hraða sem einkenndi skuldasöfnun fyrri meirihluta þótt vel sé stigið á bremsuna. Með því að koma böndum á fjármál borgarinnar með mark- vissri stjórnun og sölu eigna hafa raunvextir heildarskulda lækkað úr 5,17% í 4,13%. Sömuleiðis hafa vextir á yfir- dráttarreikningi borgarsjóðs í Landsbanka lækkað umtalsvert. Helstu niðurstöður ársreikn- ingsins eru þær að skatttekjur sl. árs námu 12.760 milljónum króna í stað 11.566 milljóna eins og áætlað var. Mismunur- inn stafar einkum af framlagi ríkissjóðs vegna yfirtöku borgar á grunnskólum sl. haust. Gjöld að frádregnum sértekjum voru 10.593 milljónir kr., nettó greiðslubyrði lána var 1.082 milljónir kr„ ljárfest- ingar námu 2.553 milljónum, og sala á húsum og eignum skilaði 154 milljónum. Þá batnaði peningaleg staða borgarsjóðs vegna sölu hlutabréfa og breytinga á rekstr- arformum fyrirtækja 957 milljónum króna. í bók sjálfstæðis- manna var ijármála- stjórn borgarinnar gagnrýnd og meirihlutinn sakaður um að ástunda bókhalds- og feluleiki til að fá betri útkomu en ella. -grh Pétur Jónsson borgarfulltrúi Markviss Jjármála- stjóm hefur skilað árangrl 1 ) 7 7 Kirkjan Veitingahúsin Lítri af öli á 1.650 kr. að er ekki sama hvar, menn kaupa sprúttið. Veitingahúsin, sem hafa fullt álagningarfrelsi, nota það á ýmsa vegu. Þannig getur tvö- faldur vodki í gosi kostað 500 krónur - en það má líka fá fyrir 850 krónur. Eitt ölglas kostar allt upp í 550 krónur á Píanóbarnum í Reykjavík, 1.650 krónur lítrinn, en samskonar bjór kostar þó ekki nema 350 krónur á Aski, Café Jensen, Pítunni og Café Royal. í Evrópu kostar glas af slíku ca. 70 krónur á veitinga- húsi. Samkeppnisstofnun kannaði verð á áfengi á 127 veitinga- húsum á höfuðborgarsvæðinu. Verðlagið er ærið mismunandi, og að flestra dómi allt of hátt. Venjulegur gosdrykkur kost- ar frá 100 krónum og upp í 210. Baileys líkjör kostar frá 170 og uppí 400 krónur eftir því hvar keypt er. Samkeppnisstofnun segir að bak við þessi verð leynist mis- munandi þjónusta, en könnun sem þessi leiði til virkrar sam- keppni. -JBP Frá fundi þjóðmálanefndar vegna útkomu ritsins um sjálfsvíg. Mynd: Hilmar Trúin gegn sjálfsvígum Sjálfsmorð tíð meðal karia um tvítugt og kvenna á aldrinum 50-65 ára. Einangrun og miklar kröfur. Kirkjan bindur vonir við að aukin kristindómsfræðsla í grunn- og framhalds- skólum muni draga úr tíðni sjálfsvíga. í menntamálaráðu- neytinu er vilji fyrir því að taka tillit til þessara óska kirkjunnar. Þar vonast menn einnig til þess að sem flestir láti sér þetta mál einhverju varða og geri sitt besta til að koma í veg fyrir að fólki svipti sig lífi. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi sem haldinn var í tilefni af útgáfu Þjóðmálanefnd- ar Þjóðkirkjunnar á riti um sjálfsvíg. í ritinu kemur m.a. fram trúarleg og siðferðileg af- staða kirkjunnar til sjálfvíga og um hlutverk hennar gagnvart þeim. Þar er lögð rík áhersla á að reyna vernda og fyrirbyggja að fólk svipti sig lífi. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur og formaður Þjóðmálanefndar Þjóðkirkjunn- ar, segir að samfélagsleg ein- angrun og miklar kröfur séu einna helstu ástæður fyrir sjálfsvígum. Af einstökum hóp- um eru karlmenn um tvítugt og konur á aldrinum 50-65 ára sem öðrum fremur hafa svipt sig lífi. Þá hefur það vakið at- hygli að þegar einn sviptir sig lífi fylgja gjarnan fleiri á eftir. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.