Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. maí 1997 - 5 \PP\ inm iiinnHM-í'mMW — t Bankar Bankafólki hef- ^ ur fækkað úr Þ’ 3800 í rúmlega 3000 á 6-7 árum, að sögn Friðberts Trausta- Kerfísbimdin fækk- un starfsmanna Starfsfólki Landsbanka og Búnaðar- banka fækkar um nokkra tugi í ár. Pama er ekki um beinar uppsagnir að ræða heldur eru gerðir starfsloka- samningar við starfsmenn 67 ára og eldri. Samhliða þessari fækkun er nánast ekkert um nýráðningar í venju- leg bankastörf. Fækkun starfsmanna á þennan hátt átti sér einnig stað í fyrra. „Það er bara verið að halda áfram þessari fækkun bankastarfsmanna sem er búin að vera undanfarin 6-7 ár,“ segir Friðbert Traustason, for- maður Sambands ísl. bankamarma. Hann segir að sambandið hveti frekar til þess að gerðir séu starfslokasamn- ingar við þá eldri í stað þess að segja upp þeim yngri. Það er þó háð því að þessir samningar séu gerðir með samþykki við- komandi starfsmanna sem margir hafa áunnið sér full eftirlaunaréttindi. Samkvæmt þessum samningum eru starfslok ýmist í næsta mánuði og í haust. Samkvæmt lögum getur fólk unnið til sjötugs. Formaður SÍB bendir á að þessi kerfis- bundna fækkun starfsmanna í þessum tveimur bönkum sé óháð þeirri ákvörðun að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Óvíst er hvaða áhrif það muni hafa á starfsmannahaldið þegar hlutafélags- formið kemur til framkvæmda. Með sameiningu banka og kerfis- bundinni fækkun starfsmanna á þess- um áratug hefur bankamönnum fækk- að um 100 á ári eða um 700 í það heila. Þessi þróun hefur leitt til þess að félagsmenn í SÍB eru rétt rúmlega 3 þúsund en voru áður 3800. Þessi fækkun starfsmanna og óvissa annarra um framtíð sína hefur leitt til þess að andrúmsloftið meðal banka- manna er ansi spennuþrungið og þarf ekki mikið til að gára vatnið. Sem dæmi þá olli prentun 120 uppsagnar- eyðublaða fyrir sumarafleysingafólk sögusögnum um að Qöldauppsagnir væru framundan í Lands- banka. Hið rétta er að sumarafleysingafólk, sem er fær aðeins tímabundna ráðningu, er gert að skrifa riöfn sín á þessi uppsagnareyðublöð sam- hhða því að það er ráðið til vinnu. -grh Starfsloka- samningar gerðir við nokkra tugi eldri starfs- manna í Landsbanka og Búnaðar- banka. Nær ekkert um ný ráðningar. Borgarfjörður Lögreglan of fámenn Lögreglan í Borgar- nesi er ekki í stakk búin til að takast á við óvæntar fjölda- samkomur vegna liðsfæðar. Víð erum ekki í stakk bún- ir til að afgreiða það með viðhlítandi hætti,“ svar- aði Þórður Sigurðsson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, að- spurður hvernig lögreglan í Borgarnesi sé í stakk búin til að afgreiða uppákomur sem þá er var í Hreðavatnsskála um helg- ina, en þar söfnuðust saman hundruð ungmenna á dansleik. Skortur á bílastæðum og að- stöðu varð þess valdandi að umferð tepptist um hringveginn í Norðurárdal um tíma. Þórður segir lögregluna ekki hafa get- að annað en látið samkom- una hafa sinn gang, „því við vorum með allt héraðið undir,“ sagði hann. Sjö stöðu- gildi eru hjá lögreglunni í Borgarnesi og þar af ganga fimm lögreglu- menn vaktir. „Það eru þrískiptar vaktir, tveir á tveimur vöktum og einn á einni.“ Svæðið sem þetta lög- reglulið vaktar er allt Borgar- fjarðarhérað og markast af Hvalfjarðarbotni að sunnan, Kaldadal, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku að austan og norðan og Hítará að vestan. „Ég hef nú sagt sem svo; Hvers eiga íbú- ar þessa hér- aðs að gjalda að lögreglulið- ið sé svona fá- liðað. Mér er ekkert kapps- mál að hafa hundrað lög- reglumenn en fólkinu ætti að vera kappsmál að hafa sömu þjónustu og önnur lögsagnar- umdæmi,“ segir Þórður. -ohr „Mér er ekkert kappsmál að hafa hundrað lögreglu- menn en fólkinu ætti að vera kappsmál að hafa sömu þjónustu og önnur lögsagnar- umdæmi,“ segir Þórður. Stutt & laggott Nýr sparisjóður á ísafirði Sameining ljögurra sparisjóða við norðanverða Vestfirði er enn í „vinnslu" en unnið er að úttekt á kostum og göllum sameiningar sparisjóðanna af Gísla Arasyni, hagfræðingi, og er að vænta niðurstöðu á næstu vikum. Um er að ræða sparisjóðina í Súðavík, Bolungarvík, Þingeyri og Flateyri. Stefnt er að því að þessi nýi „Sparisjóður ísfirðinga“ verði með aðalstöðvar á ísafirði að Aðalstræti 17, en áfram verða afgreiðslur í núverandi starfsaðstöðu sparisjóðanna. Ljóst er nú þegar að það er meira peningalegt hagræði að því að sameina sparisjóðina en að þeir starfi hver í sínu lagi. GG Ný hraðverslun Skeljungur hefur opnað nýja hraðverslun í Shellstöðinni við Suðurfell í Breiðholti. Þetta er önnur Select-hraðverslunin sem opnuð er hér á landi, en sú fyrsta var opnuð við Vestur- landsveg í mars síðastliðnum. Þetta eru í senn hraðverslanir og skyndiréttastaðir, þar sem hægt er að kaupa ýmsa heim- ilsvöru og brauð- og pylsurétti. Þar eru einnig á boðstólnum nýbökuð brauð og kökur. Verslanir af þessu tagi eru algeng- ar víða í nágrannalöndunum, en nýjung hér á landi. Maður borinn um borð í þyrlu. Mynd: ohr Þyrla sótti mann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti á nýjum íþrótta- velli í Borgarnesi á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags- ins til að sækja veikan mann. Skúli Bjarnason, læknir í Borgarnesi, staðfesti að um hefði verið að ræða eftirköst af slysi en vildi ekki tjá sig frekar um líðan mannsins. Fleiri lækna á Selfoss Bæjarráð Selfoss vill að heilbrigðisráðherra tryggi að fjár- veitingar fáist til þess að ráðinn verði svæfingalæknir til starfa við Sjúkrahús Suðurlands, og að einn læknir til við- bótar verði ráðinn að heilsugæslunni á Selfossi, en þar er nú allt að viku bið eftir viðtali við lækni. „Sú þjónusta sem Sunnlendingar vilja sækja til Sjúkra- húss Suðurlands er alls ekki fullnægjandi, án þess að við sjúkrahúsið starfi svæfingalæknir. I því sambandi vegur fæðingarhjálpin, og almennar aðgerðir sem sjúkrahúsið getur veitt, mjög þungt,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Hvað varðar heilsugæslustöðina segir að á upptökusvæði Heilsugæslustöðvar Selfoss búi um 6.000 manns, auk þess sem veruleg ásókn sé annarsstaðar frá eftir þjónustu - með- al annars frá íbúum í sumarhúsum í uppsveitum Árnes- sýslu. Því sé núverandi ástand í málefnum heilsugæslunnar óviðunandi og það verði fjárveitingavaldið að taka til já- kvæðrar skoðunar. -sbs. Atvinnulausum fjölgaði Skráðir atvinnuleysisdagar voru 5 þúsund fleiri í apríl sl. en í mánuðinum þar á undan, eða alls 136 þúsund. Það jafn- gildir um 4,7% atvinnuleysi. Búist er við að það verði 4,1- 4,5% í yfirstandandi mánuði. í yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins um atvinnuástandið kemur fram að atvinnuleysi kvenna jókst um 6,3% og karla um 1,3%. Þannig fjölgaði atvinnulausum konum að meðaltali um 217 og körlum um 36. Samtals voru 984 í hlutastörfum í lok aprfl sl. eða 15,2% þeirra sem voru skráðir atvinnulausir. Alls voru veitt 128 atvinnuleyfi í sl. mánuði en þá voru 68 störf skráð laus hjá vinnumiðlunum. Af einstökum Iandsvæðum jókst atvinnuleysið hlutfalls- lega mest á Suðurnesjum en fjöldi atvinnulausra er sem fyrr mestur á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnulausum fækkaði mest á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Eins og áður er at- vinnuleysið hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra. -grh Launavísitalan hækkar Hagstofan hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðal- laun í apríl 1997. Er vísitalan 154,1 og hækkar um 3,1% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við út- reikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3370 stig í júní 1997. Þá hefur vísitala byggingakostnaðar verið reiknuð eftir verðlagi um miðjan maí. Hún reyndist vera 223,2 stig og hafði hækkað um 1,9% frá því í apríl.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.