Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Miðvikudagur 21. maí 1997 iDagur-'3lTOmm FRÉTTASKÝRING Það er stórbrotin sjón að sjá hið mikla skip liggjandi í fjörunni. Eins og sjá má er byrjað að brenna framan af stefni skipsins og eru menn komnir lengra áleiðis með það verk en þessi mynd sýnir, sem var tekin á sunnudag. Næst verður brú skipsins fjarlægð. Af strandstað verður skipið farið fyrir haustið. /wyn* -sigurdurBogi. ígildi sjöfalds graðhestamóts Sigurður Bogi Sævarsson skrifar S föstudag verður væntanlega gengið frá samningum milli ís- lenskra stjórnvalda annars veg- ar og eigenda og tryggingafé- lags flutningaskipsins Vikar- tinds, um að ijarlægja skipið af strandstað í Háfsfjöru í Þykkva- bæ. Að sögn Friðjóns Guðröðar- sonar, sýslumanns Rangæinga, er miðað við að skipið verði far- ið af strandstað um mánaðamót ágúst og september næstkom- andi. í gær gerðu starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands úttekt á hreinsun fjörunnar. Því verkefni lýkur endanlega í þessari viku. l'östudagirin 23. maí verður Lílið í landinu lielgað umljöllun um Augl ysendur alliugið að panta auglýsingar tímanlega o£ að skil á auglýsingaeini er ltl. 1 1.00 íinnntuclaóinn '2'2. maí. Byrjað á stefni og brúin er næst „Við erum byrjaðir að brenna (logskera) skipið niður. Núna er búið að taka framan af stefni skipsins og ég reikna með að á morgun byrjum við að brenna burt brúna. Núna eru í það heila talið 23 starfsmenn í þessu verkefni og það er sá ijöldi sem verð- ur. Já, við mun- um nota krana skipsins við þetta verkefni, eins lengi og það er hægt,“ sagði Eiríkur Ormur Víg- lundsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði, í samtali við Dag-Tímann. Það eru björgunarfyrir- tækin Títan frá Bandaríkjunum og Vaijsmuller í Holllandi sem sjá um að fjarlægja skipið af strandstað, ásamt Vélsmiðju Orms og Víglundar, sem kemur að þessu verkefni sem undir- verktaki. - Hefur vélsmiðjan nú keypt brú skipsins og hyggst flytja hana á athafnasvæði sitt í Hafnarfirði. Hreinsun fjöru að Ijúka „Við vorum búin að hreinsa hér alla fjöruna, þegar gerði mikinn sandbyl hér í síðustu viku. Þá fauk ofan af rusli sem hér hafði grafist í sandinn þannig að þurft hefur að fara aðra umferð yfir þetta. Ég reikna með að þessu verkefni verði lokið núna síðar í vikunni," sagði Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Vökavéla hf. á Egilsstöðum, en það fyrirtæki hefur annast alla hreinsun fjörunnar. Að sögn Guð- jóns hafa um það bil þrjátíu hópar ýmissa félagasamtaka tekið að sér að hreinsa einstök svæði í Háfs- ijöru. „Hingað hafa verið að koma til dæmis íþróttafólög, lionsklúbbar, karlakórar, stúdentsefni úr framhaldsskól- um og ýmsir fleiri. Hér á lista hjá mér er ég enn með um tuttugu hópa sem vilja kom- ast að en fá ekki. Þessu fólki vantar bara annað skip hingað upp í fjöruna. Hingað austur hefur komið fullt af skemmtilegu fólki í hreinsun- arstarf," bætir hann við. Gæsla að gefnu tilefni Friðjón Guðröðarson, sýslu- maður Rangæinga, segir að frá því Vikartindur strandaði í marsbyrjun hafi lögregla verið með stöðuga gæslu á strand- stað. Að jafnaði hafi tveir lög- reglumenn verið á staðnum yfir nóttina, en einn á daginn, en þá með tollvörð sér til aðstoðar. Gæslu þessari muni hinsvegar verða hætt í lok þessarar viku, þegar teknar verða upp sólar- hringsvaktir þeirra manna sem sjá um að brenna hið mikla skip niður. „Við höfum haft þessa gæslu af gefnu tilefni. Það hefur verið allskonar lið á sveimi í fjörunni. En núna höfum við ekki lengur tök á því að vera með lögreglu- menn þarna allan sólarhring- inn, við þurfum að fara að sinna öðrum verkefnum í hér- aðinu. Það er einnig minni ástæða til þess að vera með lög- gæslu þarna, þegar að staðaldri verða menn að vinna í skipinu,“ segir Friðjón. Skerðir ekki rfirvinnukvóta það heila talið hafa lögreglu- menn verið 2.200 klukkustund- ir á vakt á strandstað Vikar- tinds. Sá stundaijöldi mun þó ekki skerða yfirvinnukvóta lög- reglunnar í sýslunni, né koma niður á starfsemi hennar að öðru leyti. „Við fáum þetta allt endurgreitt frá tryggingafélagi skipsins, og þetta kemur inn sem sértekjur embættisins. Þetta er líkt og þegar haldin eru hestamót á Hellu, þá fáum við greitt fyrir alla löggæslu þar. En vinna lögreglunnar vegna Vikartinds er hinsvegar mun meiri og hefur staðið leng- ur yfir - og mér sýnist þetta ekki vera ijarri því að vera sjö- falt graðhestamót hvað lög- gæslu varðar," sagði sýslumað- ur Rangæinga. Samningar milli stjórnvalda og eigenda og trygginga- félags Vikartinds í burðarliðnum. Byrjað er að logskera skipið niður og á því að verða lokið fyrir haustið. Hreinsun fjöru að Ijúka. Lög- regla hefur verið á þriðja þúsund stundir á vakt á strandstað.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.