Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Miðvikudagur 21. maí 1997 rnov iDagur-tLímimt wmtftiR.vt 'r?tf r !»• ÞJOÐMAL JDagur-Œtmttm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./(safoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 UW Sameining I og II f í fyrsta lagi Víða um land er mikill sameiningarhugur í vinstri félagshyggju- og kvennalistafólki vegna sveitar- stjórnarkosninganna eftir eitt ár. Það væri sögu- legt ef í nánast ÖLLUM stærstu bæjum kæmu fram Regnbogasamtök - eða tilbrigði þar við - með Reykjavíkurbsta í höfuðborginni sem lýsandi fyrir- mynd. Samfylking um grenndarstjórnmál er rök- réttari og auðveldari en þegar boðið er fram til Alþingis og ætti að njóta forgangs næsta árið. í öðru lagi Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Þjóðvaki eru fyrst um sinn þeir sem líklegastir eru til að ná saman á landsvísu. Áhugi á slíkri landsfylkingu er mjög mismunandi meðal þeirra sem hugsanlega koma að samframboði til sveitarstjórna: Fram- sókn stendur einfaldlega ógn af henni, hluta Kvennabsta Uka, og sú óþekkta, en mikilvæga stærð sem nefnist óflokksbundnir, þurfa meira en bara fögur fyrirheit til að slást í hópinn. Fyrsta og brýnasta verkefni er sigur vinstri- manna- og félagshyggjufólks í sveitarstjórnar- kosningum: þar þarf að virða sérstöðu flokka þar sem hana er að finna, þjappa saman fylkingum þar sem sigur er óhugsandi án samstöðu. Er ástæða til að fyrirtæki verði í auknum mæli opin ferðamönnum, líkt og til stendur hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur? Guðmundur Birgir Heiðarsson forstöðum. Upplýsingamiðst. á Akureyri Já, fyrir alla muni. Þetta hefur verið rætt við nokkur fyrirtæki hér á Eyjafjarðarsvæðinu, en þarf að vinnast á þann hátt að ferðaþjónusta og fyrirtæki sjái sér sameigin- legan hag í þessari opnun. Hjá útlendingum er mikil eftirspurn eftir því að skoða fyrirtæki, vegna þess að þeir vilja jafnframt því að kynnast sögu og náttúru íslands, kynnast fslending- um einsog við lifum í dag. Magnús Oddsson ferðamálastjóri Ja, það er æskilegt. Við verðum vör við áhuga innlendra og erlendra ferðamanna á því að kynna sér atvinnulífið í landinu og því er það af hinu góða að fyrirtæki séu opin fyrir gestum og gangandi. Brynjólfur Bjarnason forsljóri Granda Þar sem hægt er að koma því við, og starfsfólk er sam- þykkt því er ástæða til þess. Hér hjá Granda er gríðarlega mikil ásókn að fá að skoða fyrirtækið, en ef til vill er staðan önnur úti á landi og þá viðráðan- legri. Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar Mér finnst það alveg sjálfsagt í þeim til- vikum þar sem hægt er að styrkja ímynd þjóðarinnar með því að sýna hvað hún hefur uppá að bjóða til dæmis í at- vinnulífinu. Ég væri alveg tilbúinn að opna Mjólkur- samsöluna, enda fáum við hingað fleiri þúsund manns í heimsókn á hverju ári. þriðja lagi Þótt sameiningaróþreyjan sé knýjandi í lands- málapólitíkinni má hún ekki trufla baráttuna sem nú er hafin fyrir sveitarstjórnarkosningar. Eitt skref í einu dugir. Sérstaklega ef um er að ræða afdrifaríkt stórskref eins og kosningarnar að ári. Víðtækur sigur Regnbogaafianna næsta ár er al- veg yfirdrifið verkefni fyrir jafnvel þá sem mesta orku eiga til að leggja í samfylkingarpólitíkina. Sigur að ári er kafli I. Síðan tekur við kafli II. Við skulum ekki botna söguna áður en hún byrjar. Stefán Jón Hafstein. lyrknesk dýravernd „Þegar ég kom upp úr gryfjunni stoppaði einn stjórnarmanna liðs- ins mig og hélt mér fostum. Þá teymdi annar lifandi rollu fyrir framan mig, skar hana á háls og lét blóðið renna í skál. Ég vissi ekki hvað var að gerast og var mjög brugðið. Þá fór hann með puttana ofan í skálina og sagðist ætla að smyrja mig í framan. Ég leyfði honum það, varpaði öndinni lóttar því ég hélt að ég ætti að drekka blóðið.“ - segir Eyjólfur Sverrisson í skemmti- legu DV-viðtali, þar sem hann segir frá kynnum sínum af tyrknesku knattspyrn- unni forðum. Leiðin á tindinn „En í stað þess að finna leynda stað- inn þar sem hans er að leita, fer maðurinn á toppinn - þar sem ekk- ert er. Leið mannsins á tind Everest er leið mannsins frá sjálfum sér,“ - segir Stefán Jón Hafstein í fróðlegri og skemmtilegri grein í sínu blaði um leið- ina til Everest og dalinn fagra, Chomol- ungma. Hann hugleiðir hvort hann sé eini maðurinn sem ekkert sé um það gefið að menn klffl Everest. Þau sem málið varðar „Það er svekkjandi að hugsa til þess að þegar vinir manns sem eru einu ári eldri en maður sjálfur, hafi fullt frelsi 17 ára, en maður gæti alveg eins verið 8 ára, þvílíkur er réttur manns,“ - unglingarnir sem „frelsissvipting" 16 ára varðar, láta nú í sér heyra í les- endadálkum. Sigríður og Heiðdís Anna á Egilsstöðum skrifuðu skýrt og skorin- ort í Moggann og það gerði Guðbjörg Halla líka. Er Dimmblá kona? „Eftir sigurinn hlýtur að liggja í augum uppi að „Deep Blue“ er kvenkyns." - Guðfri'ður Lilja Grétarsdóttir í einum af sínum líflegu skákpistlum í Degi- Tímanum. Gróðalind mannúðarstefnu Ahöld eru um hvort landið, sem okkur er talin trú um að við eig- um, sé of stórt fyrir þjóðina sem það byggir eða þjóðin of fámenn fyrir landið. Þótt sjaldan sé á það minnst er bersýnilegt að landið passar engan veginn þjóðinni, sem ræður hvergi nærri við að aðlagast landinu og þess aðskiljanlegu náttúrum. Kvótar, byggðastefnur og jöfnunar- tilburðir af ótrúlegasta tagi eru þær hundakúnstir sem æskilegastar þykja til að fella landshætti að meira og minna ímynduðum þörfum mannfólks- ins. Gengur allt þetta undir samheitinu „jafnvægi í byggð landsins", sem er álíka loðið og teygjanlegt hugtak og „samræmd stafsetning forn“, sem þótti góð íslenska á Alþingi fyrir miðbik ald- arinnar og skipti þjóðinni í fylkingar í hörðum deilum sem einkenndust af misskilningi og vankunnáttu. Negldir niður Nú er fundin ný leið til að viðhalda byggðajafnvægi, sem gefur svo góða raun að bæjarfélög öðlast nýtt líf og sveitarstjórarnir sjá fram á bjarta fram- tíð með þau launakjör sem þeim hæfír. Slegnar eru margar flugur í einu höggi með hinum nýja afréttara byggðajafnvægis. Staðið er við samn- inga um viðtöku flóttamanna. Gott vinnuafl fæst í láglaunastörfin. Offjár- festingar í byggingum hverfa eins og dögg fyrir sólu og grandalausir nýbúar létta undir með bæjarsjóðum og eru búnir að „eignast" félagslega íbúð áður en þeir vita af og er búseta þeirra og vinnuafl veðsett næstu áratugina til að byrja með. Það besta er að allt er þetta útspekúl- erað undir yfirskyni kærleika og virðingar fyrir mannréttindum. í hugum okkar er flóttamaður ekki umkomulaust, slasað og fatlað barn eða sjúk kona, komin af besta aldri, sem misst hefur alla sína, eða uppflosnaður bóndi sem ekkert kann nema yrkja sinn akur og annast bústofn sem ekki er lengur til. Flóttafólk eru ungar og hraustar og vel starfhæfar fjölskyldur, sem líklegar eru til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með því að taka sér búfestu þar sem þörfln er brýnust fyrir ódýrt vinnu- afl og gangast undir þá bagga bæjar- sjóðanna sem skammsýnir frekjudallar og atkvæðaveiðarar hafa lagt á þá. Skipulagt jafnvægi Reynslan af skipulagðri móttöku flótta- manna er góð og fleiri bæjarstjórnir ígrunda nú að rétta mannréttindunum lið og taka við duglegu flóttafólki til að fylla í skörðin, sem fólksflótti síðustu ára lætur eftir sig. Ef vel er að unnið og nóg fólk fæst væri jafnvel hægt að hækka fast- eignaverð þar sem það hefur hrapað hvað mest og félags- legu íbúðirnar geta gengið út. Víða bjargar útlent vinnuaíl fyrirtækj- um og byggðarlögum þar sem innfæddi starfskrafturinn er fluttur, ýmist suður eða úr landi. Með því að skipuleggja móttöku flóttamanna með það fyrir aug- um að fylla í skörð þeirra brottfluttu verður hægt að viðhalda blessuðu jafn- væginu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Einhverjum kann að detta í hug að það beri keim af átthagafjötrum, að gera það að skilyrði að flóttamenn setjist að og starfi í tilteknum byggðar- lögum. En þeir verða fjandakornið ekkert ver settir en þeir sem fyrir eru og eru hnepptir í fasteignafjötra. Ljóst er að eitthvað verður að gera í málunum. íbúum fækkar í byggðum sem skipulagðar eru við mikinn vöxt og sífellt flytja fleiri úr landi en til baka aftur. Og þar sem íslendingar eru helst til fáir fyrir til að standa undir öllum sínum byggðabáknum og fram- tíðarskipulögum, er upplagt að fá út- valda flóttamenn til að freista þess að halda landinu í æskilegri byggð, eða hvernig á annars að manna öll fram- leiðslufyrirtækin og fá fólk til að setjast að í umframíbúðum? Það ætti að liggja í augum uppi að ísland passar hvergi nærri fyrir íslend- inga, sem eru sem fyrr fáir, fátækir, smáir. En það getur orðið kærkominn griðastaður fyrir hrakningsfólk utan úr heimi. Og best af öllu er, að með því að sýna yfirborðskennda mannúð getum við grætt á því. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.