Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 9
Jlagur-ÍEttttttm MmBBSBB Miðvikudagur 21. maí 1997 - 9 ÞJÓÐMÁL Valgerður Jóhannsdóttir skrifar Það var annasamt en held- ur friðsælt 121. löggjafar- þingið sem frestað var fyrir helgi. Það var þó um margt merkilegt, meðal annars fyrir það að í fyrsta skipti í manna minnum tókst að ljúka þingstörfum svo til á tilsettum tíma. Samkvæmt starfsáætlun, sem samþykkt var síðastliðið haust, átti að fresta þinginu 16. maí, en það var gert sólarhring síðar. Það er mun betri frammi- staða en undanfarin þing, t.d. Iauk vorþinginu í fyrra ekki fyrr en 5. júní, þótt starfsáætlun segði 15. maí. Það voru lögð fram 218 laga- frumvörp og þar af voru 132 stjórnarfrumvörp. Það er mjög svipað og í fyrra, þegar stjórn- arfrumvörpin voru 131 og þing- mannafrumvörp 76, eða sam- tals 207 lagafrumvörp. Eins og öll þing þar á undan voru langflest stjórnarfrum- vörpin samþykkt, eða 106 af 132, en fæst frumvarpanna, sem óbreyttir þingmenn lögðu fram, komust alla leið. Sextíu og fjögur biðu enn afgreiðslu þegar yfir lauk, en 17 urðu að lögum og 4 var vísað til ríkis- stjórnar. Rólegt og gott þing „Ég er ákaflega sæl með þetta þing,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við höf- um verið vinnusöm og mörg og mikilvæg lög verið sett.“ Valgerður nefnir álver á Grundartanga, stækkun Járn- blendisins, bankamálin og breytingar á lögum um Lands- virkjun. Einnig ný lög um Lána- sjóðinn, um tryggingarsjóð sjálfstætt starfandi manna, skipulag þjóðkirkjunnar, fæð- ingarorlof og réttindi sjúklinga, að ógleymdu frumvarpinu um samningsveð, sem tókst að gera að lögum í fimmtu tilraun. Valgerði þykir þingið hafa verið heldur friðsælt og rólegt. Það hafi ekki verið nein stór- kostleg átök við stjórnarand- stöðuna. „Þetta hefur gengið stórslysalaust og ég held að það hafi mikið að segja í þeim efn- um að ríkisstjórnarsamstarfið er gott. Við sýnum gott fordæmi með því að vera ekki að rífast innbyrðis. Svo hefur það sýnt sig að stjórnarandstaðan er ekki samstíga í sínum málflutn- ingi. Við erum smátt og smátt að temja okkur vitlegri vinnubrögð í þinginu og þessi upphlaup sem voru oft á tíðum, eru orðin mjög sjaldgæf. Þetta sést einnig á umræðunni, sem var mál- efnalegri en oft áður. Svo getur verið að það hafi eitthvað að segja að það er sjónvarpað frá þinginu og menn vita að þeir eru ekki í felum með sín ræðu- höld.“ Sigur þingræðisins „Það sem mér finnst merkifeg- ast við þetta þing er að þing- ræðið hefur unnið talsverðan sigur,“ segir Svavar Gestsson, þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins. „f fyrsta lagi er Alþingi var frestað á laugardag til haustsins. Þetta var í fyrsta skipti í mjög langan tíma, sem tókst að Ijúka þingstörfum á tilsettum tíma. Alþingi var frestað fyrir helgi og var það í fyrsta sinn í mörg ár sem tókst að Ijúka þingstörf- um á tilsettum tíma. Þingið er sagt hafa verið anna- samt og friðsælt. hafi verið heldur rólegt. Það stafi að hluta af skipulagðari vinnubrögðum en fleira komi til. „Rxkisstjórnin hefur verið með mál í milliþungavigt, frem- ur en þungavigt í pólitískum skilningi. Það voru engin mál tekin hér í gegnum þingið, sem líkja má við t.d. frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur sem afgreitt var í fyrra. Ríkisstjórnin gugnaði á því að láta afgreiða lífeyrissjóðamálið og einnig þetta makalausa frumvarp um Háskólann. Þau mál sem kannski helst snertu pólitísk breytingar á sveitastjórnarlög- um.“ Þetta og fleira gerði það að verkum að hægt var að ljúka þingstörfunum fyrir helgi, segir Krístín og nefnir einnig, eins og Svavar, að hart hafi verið geng- ið eftir því að nefndir lykju um- fjöllun sinni á réttum tíma. „Þetta var auðvitað mjög hörð keyrsla þarna undir lokin, en það var sameiginlegur vilji manna að reyna að ljúka þessu einu sinni á réttum tíma. Enginn sunnudagaskóli Kristínu þykir umræða um um- hverfismál einkum hafa sett mark sitt á vorþingið. „Það markast auðvitað af mínum áhuga og baráttu í þeim efnum, en aðrir nefna sjálfsagt banka- málin eða eitthvað annað. Ég vil líka nefna skipulags- og byggingarlög, sem fáir settu sig inn í nema umhverfisnefndin, en er stórt mál sem mun skipta miklu upp á framtíðina. Það voru gerðar breytingar á lögun- um um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem auðvitað bættu þá stöðu þótt of skammt væri gengið. Lögin um lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins eru einnig tímamótalög, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kristín og bætir við að hún sé sjálf mjög kát yfir því að tillaga hennar um ósnortin víðerni skyldi sam- þykkt. Skipuð verður nefnd til að skilgreina ósnortin víðerni og móta stefnu um varðveiðslu þeirra. Kistín segir að vissulega hafi verið meiri átök á Alþingi í fyrra, einkum um vinnumark- aðsmálin, en það hafi einnig verið tekist hart á um ýmis mál í vetur. „En það hafa kannski ekki verið jafn sýnileg átök. Mér finnst það reyndar af hinu góða ef það tekst að ræða mál- efnalega um hlutina en ekki í alltof miklum hasar. Þetta þing gekk að mörgu leyti mjög þokkalega, en þetta hefur ekki verið neinn sunnudagaskóli." það sigur fyrir þingræðið að það tókst að halda starfsáætl- un. Ríkisstjórnir hafa alltaf leik- ið þann leik að koma með mál inn í þingið á síðustu stundu, jafnvel fram á síðasta dag. Núna voru því sett ströng tíma- mörk og nefndunum var einnig gert að skila af sér viku fyrir þinglok. Þetta agar stjórnarráð- ið og ríkisstjórnina. í öðru lagi voru samþykkt lög um fjárreiður ríkisins, sem hafa verið í undirbúningi í 6-7 ár. Þessi lög eru mjög merkileg af því þau setja ríkistjórninni mjög strangar skorður um það að virða fjárveitingarvald Alþingis, í stað þess að taka sér það sjálf. Alþingi ræður líka núna sínum flárlögum, en þingið hefur orðið að senda sínar tillögur til fjár- málaráðuneytisins eins og hver önnur ríkisstofnunun. Þetta er liður í að staðfesta sjálfstæði þingsins," segir Svavar og nefn- ir einnig breytingar á lögum um Umboðsmann alþingis og Ríkis- endurskoðun. „Það hafa verið heilmikil átök um þessi mál á bak við tjöldin milli forsætisnefndar Al- Valgerður: „Ég er ákaflega sæl með þetta þing.“ þingis og formanna þingflokka annars vegar og ríkisstjórnar- innar. Þetta er mikil ávinningur fyrir þingræðið og þar af leið- andi fyrir lýðræði." stöðuflokkunum, t.d. um frum- varpið um samningsveð." Mikilvægustu störfin Kristín Halldórsdóttir, þing- flokksformaður Kvennahstans, segir það merkileg tímamót að það tækist að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma. „Það hefur verið unnið talsvert að því að breyta vinnulagi í þinginu og það hefur skilað sér mjög vel. Það er mjög mikils virði að fá þingfundahlé öðru hverju til nefndarstarfa, en þau eru að flestra mati mikilvægustu störf þingins og það er verið að velta því fyrir sér að auka þann þátt í þinghaldinu. Ég held að það hafi líka átt sinn þátt að á loka- sprettinum sættust ráðherrar á að láta nokkur mál bíða,“ segir Kristín og er einkum að vísa til lífeyrissjóðafrumvarpins og há- skólafrumvarps menntamála- ráðherra, sem hafi í upphafi verið þrýst á um að fá afgreitt. „Það varð ekki Ijóst fyrr en mjög seint að ekki ætti að af- greiða þessi tvö mál og það breytti miklu. Ráðherrar vildu Kristín: „Það hefur verið unnið talsvert að því að breyta vinnulagi í þinginu og það hefur skilað sér mjög vel.“ einnig gjarnan fá fyrstu um- ræðu um nokkur mál, sem vitað var að yrðu ekki endalega afgreidd, en menn hafa miklar skoðanir á. Það átti við t.d. um frumvarpið um þjóðlendur og Milliþungavigt Svavar er á því að þingið í vetur Svavar: „Þingræðið hefur unnið talsverðan sigur.“ grundavallaratriði voru tekin út af borðinu. í lokatörninni voru þetta færri mál en oftar áður sem tekist var á um og ágrein- ingurinn um þau ekki alltaf á milli stjórn- og stjórnarand- stöðu, heldur í stjórnarflokkun- um sjálfum og í stjórnarand-

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.