Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 21. maí 1997 jDngitr-ÍHtmmn KNATTSPYFtNA . íslandsmótið Ævintýrín gerast enn Það var fátt um fína drætti í leik Vais og Grindvíkinga á Hlíðarenda síðastliðinn sunnudag. Fá góð sóknarfæri sköpuðu leikmenn liðanna sér, þannig að lítið annað var hægt að gera en að dansa létt í kringum knöttinn. KNATTSPYRNA Hermann meiddist Hermann Arason, harðjaxl- inn í Stjörnuliðinu, meiddist illa í andliti í leiknum við KR. Hann lenti í slæmu samstuði við samherja, sem sparkaði í höf- uðið á honum þegar hann reyndi að skalla boltann frá vítateignum og var fluttur með- vitundarlítill á sjúkrahús. Að sögn forráðamanna Stjörnunn- ar verður hann frá æfingum og keppni í langan tíma, jafnvel allt tímabilið. gþö Greitt fyrir þrennurnar * Islenskar getraunir munu halda áfram að greiða þeim leikmönnum sem skora þrennu, eitt hundrað þúsund krónur fyrir afrekið, en hafa ákveðið að greiða eitt hundrað þúsund krónur fyrir hvert mark sem leikmaður skorar umfram það. Þeir leikmenn sem skora fjögur mörk í leik geta því orðið 200 þúsund krónum ríkari. Næsta umferðá fimmtudaginn • • Onnur umferðin í Sjóvá-Al- mennra deildinni verður leikin nk. fimmtudagskvöld. Þá mætast LA-Leiftur, Skallagrím- ur-Valur, Grindavík-KR, Stjarn- an-Keflavík og Fram- ÍBV. Eric Cantona hættur að leika knattspyrnu. Chelsea fagnaði sigri í ensku bikarkeppninni á laugardag en það var franski „kóngurinn" Eric Cantona sem stal athyglinni um helgina þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna fyrir fullt og allt í sumar. Chelsea átti ekki í miklum erfiðleikum með Middlesbrough í slökum úrslitaleik á Wembley. Segja má að úrslitin hafi ráðist strax á fyrstu mínútu þegar ítalinn Roberto Di Matteo skor- aði eftir aðeins 42,4 sekúndur með glæsilegu langskoti. Þetta er sneggsta mark sem skorað hefur verið í úrslitaleik FA bik- arsins síðan byrjað var að leika á Wembley. Þetta er þó ekki tal- ið vera sneggsta mark sem skorað hefur verið í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þann heiður á leikmaður Aston Villa, sem skoraði eftir innan við 40 sekúndur í úrslitaleiknum við West Bromwich Albion árið 1895 eða fyrir 102 árum. Raun- ar ber heimildum ekki saman um hver skoraði markið þó svo Stóra stundin er rimnin upp. íslandsmótið í knattspyrnu er hafið og það hófst með ævintýrinu um Öskubusku. Skallagrímur, sem flestir spáðu falli áður en mótið hófst, tóku gullkálfana frá Ólafsfirði í kennslustund í sigurvilja, komu, sáu og sigruðu eftir að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hafði sett mótið. Skallagrímur - Leiftur 3-0 Mörk Skallagríms: Valdimar Sigurðsson á 53. mín og Sindri Grétarsson á 76. og 83. mín. Skallagrímsmenn stigu sín fyrstu spor í deild hinna bestu, Sjóvá-Almennradeildinni, með því að valta yfir Leiftur frá Ól- afsfirði, lið sem margir telja að gera muni tilkall tU íslands- meistaratignar að mótinu loknu. Það tók Borgnesinga nokkurn tíma að átta sig á því að þeir voru ekki lakari aðiUnn í leikn- um. Þjálfari þeirra, Ólafur Jó- hannesson, hefur væntanlega talið þeim trú um hvað þeir gætu í leikhléinu því séinni hálf- leikurinn var þeirra frá upphafi til enda. Valdimar og Sindri léku mjög vel fyrir Skallagrím. Ann- ars er erfitt að velja bestu menn liðsins. Vörnin er fljót og góð, miðjan vinnur vel saman og framherjarnir standa vel fyrir sínu. Leiftursstjörnurnar voru frosnar nánast allan leikinn og léku hreinlega illa. Leikmenn eins og Arnar Grétarsson, sem er með fleiri Ieiki í deildinni heldur en aUt Skallagrímsliðið til samans, féllu algerlega í skuggann af nýliðunum og það allir séu á eitt sáttir um að markið hafi verið skorað áður en 40 sekúndur voru Uðnar. Markið sem Di Matteo skor- aði er ekki það sneggsta sem skorað hefur verið á Wembley því Bryan Robson, núverandi framkvæmdastjóri Middlesbro- ugh, skoraði eftir 38 sekúndur í vináttuleik Englands og Júgó- slavíu fyrir átta árum. Chelsea sigraði í leUcnum 2:0 en síðara markið skoraði Eddie Newton sjö mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning frá Gianfranco Zola. Þetta er fyrsti bikarsigur Chelsea síðan 1970 en Middles- brough kórónaði hrikalegt tímabil með tapinu. Félagið féll í 1. deUd auk þess sem liðið tapaði í úrslitum í báðum bik- arkeppnunum í ár. Tíðindin um að Eric Cantona hafi lagt skóna á hilluna komu eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir aðdáendur Manchester United. Cantona er sennilega orðinn þreyttur á að lyfta bik- urum og hefur ákveðið að snúa sér að öðru. Úr herbúðum Liverpool er það að frétta að stjórn liðsins reynir nú að fá franska þjálfar- ann Gerard Houllier til að stjórna uppbyggingarstarfinu á Anfield og starfa samhliða framkvæmdastjóranum, Roy Evans. sama má segja um allt Leifturs- liðið. Þeir verða að gera mun betur ef þeir ætla spjara sig í deildinni í sumar. Valur-Grindavík 0-0 Það var ekki rismikill fótbolti sem boðið var upp á á Hh'ðar- enda í leik Vals og UMFG. Grindvíkingar, sem eins og Borgnesingum er spáð í fallbar- áttu, sóttu stig í Valsklærnar og það er betri byrjun hjá þeim en áður í deildinni. Þeir verða þó að leika betur ef fallbaráttan á ekki að fylgja þeim og það geta þeir gert. Lið Grindvíkinga er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum sem mæta nú reynslunni ríkari til leiks eftir erfiðleika síðasta sumars. Vals- menn virka mjög þungir um þessar mundir og þarf liðið að losa sig við mörg kíló áður en það getur talist frambærilegt í efstu deild. KR - Stjarnan 0-0 Stuðningsmenn KR-inga voru niðurlútir er þeir héldu heim eftir að hafa séð sína menn í vandræðum á móti Stjörnunni. Stjörnumenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Leikur þeirra var vel skipulagður og agaður og greinilegt að þeir voru mættir til að standa sig. KR-ingar fengu nóg svæði á miðjunni en náðu aldrei neinum tökum á leiknum. Heimir Guð- jónsson náði sér ekki á strik og valdi venjulega erfiðustu leiðina til að senda boltann sem hafn- aði oftar en ekki hjá andstæð- ingunum. Vilhjálmur Vilhjálms- son, ungur leikmaður á miðj- unni í KR-liðinu, átti í miklum erfiðleikum allan tímann og skortir tilfinnanlega þá reynslu sem þarf í Sjóvá-Almennra- deildinni. Sama má segja um Bjarna Þorsteinsson, sem núna lék í stöðu vinstri bakvarðar, hann var oft sárt leikinn af Stjörnumönnum. Bæði lið fengu nokkur færi til að skora sem ekki nýttust. Árni Gautur bjarg- aði Stjörnunni með glæsilegri markvörslu er hann varði skot Sigþórs Júlússonar úr dauða færi eftir góða sókn KR. Það er alveg ljóst að KR brást vonum sinna manna að þessu sinni. Kantspilið, sem ein- kennt hefur KR sást ekki oft í þessum leik einfaldlega vegna þess að boltinn rataði sjaldnast rétta leið. Það er kominn tími til að þeir vakni upp af sínum væra blundi því það gæti verið of seint þegar mótið er hálfnað. Keflavík - Fram 1-0 Mark Keflavíkur: Haukur Ingi Guðnason á 29. mín. Keflvíkingar gerðu það sem enginn bjóst við nema þeir sjálf- ir. Þeir unnu Fram, sem spáð hefur verið mikilli velgengni í sumar. Enn og aftur kom í ljós hvað vilji Keflvíkinganna er mikill. Þeir búa vel af reynsl- unni frá síðasta ári, eins og ná- grannar þeirra í Grindavík, og geta hæglega strítt stóru liðun- um með baráttu sinni. Ungu strákarnir, Haukur Ingi og Jó- hann Guðmundsson, eru að skipa sér á bekk með þeim bestu í deildinni og eiga eftir að reynast liði sínu vel í sumar. ÍBV - ÍA 3 - 1 Mörk ÍBV: Tryggvi Guðmundsson á 57. og 72. mín. og Ingi Sigurðsson á 60. mín. Mark ÍA: Sigursteinn Gíslason úr vítaspymu á 90. mín. Arnór Guðjohsen skoraði eitt af fimm mörkum Örebro, sem sigraði Vest- eras 5:0 í sænsku úrvalsdeild- inni um helgina og Stefán Þórð- arson lék fyrstu sjötíu mínút- urnar með Öster og skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið í sigri Mynd: BG Skagamenn áttu aldrei mögu- leika gegn mjög góðu liði Eyja- manna. Þrátt fyrir litlar manna- breytingar í Uði íslandsmeistar- anna er ekki hægt að sjá að þar séu meistararnir á ferð. Er- lendu leikmennirnir virðast vera arfa slakir og óskiljanlegt hvers vegna þeir eiga sæti í lið- inu. Þá virðist Uð ÍA alls ekki vera í eins góðu úthaldi og þeir hafa verið undanfarin ár og leikskipulagið brotakennt. Þjálf- ari þeirra, Ivan Golac, verður í miklum vandamálum í sumar haldi liðið áfram á þessari braut. Má vera að hann sjálfur sé vandamálið. Alla vega benda ummæli hans í DV, þar sem hann segist vinna alla 17 leikina sem eftir eru, ekki til mikillar ábyrgðar eða skilnings á íþrótt- inni. Hann hefur sjálfur sett upp sína eigin snöru og hengir sig í henni með næsta tapi. Eyjamenn, sem fengið hafa háttvísiverðlaun Visa síðast liðin 2 ár, sýndu ekki mikla háttvísi þegar Tryggvi Guðmundsson, náði með einstökum leikara- skap að næla sér í vítaspyrnu út á akkúrat ekki neitt. Sennilega hefur hann skammast sín of mikið til að geta einbeitt sér að vítaspyrnunni sem Þórður Þórð- arson varði glæsilega. Eyjaliðið er of gott til að beita jafn lúaleg- um brögðum og Tryggvi leyfir sér alltof oft. Skemmtanagildi fótboltans felst ekki í leikara- skap og loddarahætti. gþö þess á Degerfors, 3:2. Nýliðarnir Elfsburg, sem Kristján Jónsson leikur með, máttu játa sig sigraða gegn Örgryte 0:2. Kristján lék í vörn Elfsburg, en Rúnar Kristinsson var ekki í liði Örgryte vegna meiðsla. KNATTSPYRNA • England Cheisea meistari KNATTSPYRNA . Svíþjóð Amór og Stefán Þórðar- son voru á skotskónum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.