Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 11
íDagur-'ÍEímtnn Miðvikudagur 21. maí 1997 -11 H E S T A R Gott iþrótta- máthjáSöria s þróttadeild Sörla í Hafnar- firði hélt íþróttamót sitt á Sörlavöllum um síðustu helgi. Góð þátttaka var í þessu móti. í fjórgangi í meist- araflokki sigraði Adolf Snæ- björnsson á Síak, en Hafsteinn Sveinsson sigraði í 1. flokki karla á Toppi og Rakel Sigurð- ardóttir í 1. flokki kvenna á Kveik. Sveinn Jónsson sigraði í tölt- inu og fimmgangi á sama hesti, Bassa frá Stokkseyri. Bassi er undan Ófeigi frá Flugumýri og Perlu frá Stokkseyri, sem er dóttir Hrafns frá Holtsmúla. Það er sjaldgæft að sami hestur vinni bæði tölt og fimmgang. Sveinn og Bassi voru kjörnir glæsilegasta par mótsins. I 1. flokki í tölti sigraði Pálmi Adolfsson á Glóa en Jón Páll Sveinsson sigraði í íslenskri tví- keppni. í 1. flokki kvenna sigr- aði Elsa Magnúsdóttir á Rómi. Atli Guðmundsson og Jörvi sigr- uðu í gæðingaskeiði. Sigríður Pjetursdóttir var stigahæsti knapinn í ungmennaflokki á Pöll en töltið í þeim flokki vann Ragnar Ágústsson á Minningu. Daníel Smárason var stiga hæstur í flokki unglinga á Seið en hann vann Qórgang, tölt og íslenska tvíkeppni. Hinrik Sig- urðsson sigraði í fimmgangi. í barnaflokki vann Ómar Á. Theodórsson tölt, Qórgang og íslenska tvíkeppni, en Bryndís H. Sigurðardóttir var stigahæsti knapinn. Sveinn Jónsson kominn með framtíðar keppnishest, Bassa frá Stokkseyri. Myndir: EJ Bæklingur um mat og skipulag hrossabeitar Idag kemur út bækhngur á vegum Landgræðslunnar og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins til leiðbeiningar um mat á hrossahögum. Þróuð hefur verið einföld aðferð til að meta ástand hagans. Þessi bæklingur er htprentaður og verður dreift til sem flestra hestamanna. í sýningarskrá Stóðhesta- stöðvarinnar í Gunnarsholti í vor fylgdu eftirfarandi aðvörun- arorð: „Á vorin er gróður og jarð- vegur viðkvæmastur fyrir beit og öðru álagi. Því er nauðsyn- legt að huga betur að beitar- stjórnun á vorin en nokkrum öðrum árstíma. Sé vorbeit hafin áður en gróður nær að spretta að marki verður aldrei teljandi uppskera af landinu, hún er bitin jafnóð- um og rótarkerfi rýrnar. Fái gróður hins vegar forskot í sprettu að vori getur vöxturinn haft við beitinni framan af sumri og uppskeran nýtist betur. Beit í brattlendi eða á landi sem viðkvæmt er fyrir beit vegna rýrs jarðvegs getur vald- ið miklum skemmdum á stutt- um txma. Þess vegna getur þurft að friða slík svæði á vorin og í vætutíð og sumt brattlendi ætti aldrei að nýta th hrossa- beitar. Nauðsynlegt getur verið að girða slík svæði frá með ein- földum rafmagnsgirðingum. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til Ieigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 STÓÐHESTAR FYRIR NORÐAN Ekki rismikU sýning Ljósvaki alltaf á uppleið. Knapi Baldvin Ari Guðiaugsson. HESTA- MÓT Kári Arnórsson Stóðhestasýning Norðlend- inga fór fram á Hhðar- holtsvelli á Akureyri um síðustu helgi. Þetta var ekki ris- mikil sýning og athygli vakti að engir stóðhestar komu til dóms úr Húnaþingi og ekki var held- ur komið með hesta úr Skaga- firði en þrír hestar úr Skaga- firði sem voru í þjálfun á Akur- eyri komu í dóm. Rétt er að geta þess að þrír húnvetnskir stóðhestar voru dæmdir í Gunn- arsholti í vor og fengu allir góð- ar einkunnir og sömuleiðis voru þar skagfirskir hestar á ferð. Á þessari sýningu fengu 13 hestar fullnaðardóm og Qórir voru byggingadæmdir. Þetta var byrjun á því að skapa Norð- lenska stóðhestasýningu og sjálfsagt að halda því áfram og sýningin á Ljósvaka sýndi t.d. að ekki er endilega nauðsynlegt að láta dæma hestana fyrir sunnan. Það er vonandi að úr- valið verði meira á næsta ári enda landsmót þá í Eyjafirði. Hæsti byggingar- dómur í vor Af 6 vetra hestum og eldi fór aðeins einn yfir áttamarkið. Það var Dumbur frá Skriðu, sem er undan Hirti frá Tjörn og Hremmsu frá Hvassafelli. Dumbur fékk hæstu byggingar- einkunn ársins til þessa 8,35. Þar af 9 fyrir háls og herðar og 9 fyrir hófa. Þetta er snjall, vak- ur hestur með 9 fyrir skeið en töltið er tæpt. Vonandi á það fyrir sér að batna. Hæfileika- einkunn var 7,67; aðaleinkunn 8,01. Annar í röð var Kolbeinn frá Vallanesi orðinn 10 vetra gamall og enn verið að streðast við að koma honum yfir 8. Hann fékk í að- aleinkunn 7,90 og kannski er nú fullreynt. Aðrir hestar í þessum flokki náðu ekki gamla ættbókarviðmið- inu. Ljósvaki kominn í röð þeirra bestu í 5 vetra flokkn- um stóð Ljós- vaki frá Akur- eyri efstur. Ljós- vaki var sýndur í Gunnarsholti í vor og nú end- ursýndur. Hann hækkaði veru- lega í einkunn. Munar þar mestu að hann fær nú 9 fyrir tölt. Fyrir byggingu fékk Ljós- vaki 8,08 og fyrir hæfileika fékk hann 8,33; aðaleinkunn 8,20, sem er sú næst hæsta í þessum flokki það sem af er sumri. Ljósvaki er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Kviku frá Brún/Akureyri. Haft var til orðs að Eyfirðingum/Þingeyingum hafi verið boðinn til kaups hlut- ur í þessum hesti en kaup hefðu ekki farið fram. Annar í þessum flokki var Ofsi frá Engimýri undan Safír frá Viðvík og Pólstjörnu frá Nesi. Ofsi er klárhestur með 9 fyrir tölt. Fyrir byggingu fékk hann 8,08 og fyrir hæfileika 7,86; aðaleinkunn 7,94. Næstur var Galsi frá Garðsá undan Geysi frá Garðsá og Kolskör frá Garðsá. Aðaleinkunn hans var 7.68. Grani frá Árbakka í Eyja- firði undan Garð frá Litla-Garði og Golu frá Árbakka hlaut í að- aleinkunn 7,63. Aðrir hestar náðu ekki yfir 7,60. í flokki 4ra vetra hesta stóð efstur Geisli frá Ási í Rípur- hreppi undan Vafa frá Kýrholti og Vöku frá Ási. Vafi faðir hans var mjög umdeildur hestur og var seldur til Danmerkur sem frægt var. Hann hefur ekki skil- að fögrum hesti á móti gæð- ingshryssunni Vöku frá Ási, því byggingin er aðeins upp á 7,53. Talsverðir hæfileikar eru hins vegar í Geisla. Þar fær hann 7,83; aðaleinkunn 7,68. Það var sem sé hæsta einkunn í þessum flokki. Næsti hestur Matti frá Gerði undan Höldi frá Brún og Blökk frá Gerði var með 7,60 í byggingu og 7,21 fýrir hæfileika og í þriðja sæti kom Svarti- Galdur frá Hraukbæ undan Galdri frá Sauðárkróki og Toppu frá Hraukbæ með 7,15 fyrir byggingu og 7,34 fyrir hæfileika. Fleiri 4ra vetra hestar fengu ekki fullnaðardóm en íjórir til viðbótar voru byggingdæmdir. Þrándur frá Litla- Hvammi undan Stíg frá Kjartansstöðum og Vöku frá llömrum sem var þekkt hryssa á sinni tíð, fékk 8,28 fyrir byggingu, þar af 9,5 fyrir hófa. Þessi byggingarein- kunn er mjög góð á 4ra vetra fola og nú er að sjá hvort hún heldur þegar hesturinn eldist. Galgopi frá Ilóli II sonur Gusts frá Hóli II og Sunnu frá Gili fékk 7,98 fyrir byggingu. Hann er brúnskjóttur. Þetta er fyrsta aflcvæmi Gusts frá Hóli II sem komið hefur í dóm. Draumur frá Bringu undan Hó- síasi frá Kvíabekk og Kolku frá Kolkuósi fékk 7,75 og Klængur frá Gerðum undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Rán frá Dæli fékk 7,50. Útkoman í þessari sýningu verður að teljast slök þar sem aðeins fjórir hestar voru með einkunn yfir 7,75, gamla ætt- bókarlágmarkinu. Yngri hest- arnir eiga þó að geta bætt sig er stundir líða. Dómarar voru Kristinn Ilugason hrossaræktarráðu- nautur og Jóhann Magnússon búfræðikandidat.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.