Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 1
v M^k 1 4 Verð í lausasölu 150 kr. ^ Fimmtudagur 22. maí 1997 -80. og 81. árgangur 93. tölublað Blað og 81. argangur ! 7 Fréttir og þjóðmál Óiafsfjörður Hrapaði í klettum Sautján ára piltur var hætt kominn í fyrrakvöld þegar hann hrapaði úr klettum í sjó fram skammt frá Ólafsfirði. Tal- ið er að það hafi orðið honum tD lífs að flóð var þegar slysið varð, en fallið er 15-20 metrar. Það var um kl. 20.00 í fyrra- kvöld sem lögreglunni var tilkynnt um atvikið í Drangsgili, um 800 metra fyrir norðan gangamunnann, Ólafsfjarðar- megin. Drengurinn var að tína egg ásamt bróður sínum og þriðja manni þegar óhappið varð en honum tókst að komast af sjálfsdáðum úr sjónum upp á grjótnibbu með brotna hnéskel og eitthvað skorinn. Félagar hans létu lögregluna vita og fóru hjálparsveitarmenn á slöngubát á slysstað. Tók nokkurn tíma að koma bátnum af stað og var drengurinn kald- ur þegar honum var bjargað. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- firði hjálpaði til við björgunina að kyrrt var í veðri en hefði annars orðið að síga eftir piltin- um. BÞ Reykjavík Þungu fargi er létt af eiginkonum íslensku fjallamannanna, sem stigu á tind Everestfjalls í gærmorgun, lega ferð. en eru nú á leið niður fjallið eftir erfiða og hættu- Mynd: Hilmar Trúarbrögð Búdda í Kópavoginn Búddamusteri kann að rísa á Vatnsenda í landi Kópavogs, en Bessastaðahrepp- ur neitaði að leyfa byggingu þess. Samkvæmt heimildum Dags-Tímans hafa yfirvöld í Kópavogi rætt möguleika á að leyfa byggingu musteris búddista á Vatnsenda, eða í Hnoðraholti. Eins og kunnugt er hætti sveitarstjórn Bessastaðahrepps við að veita leyfi til musteris- byggingar í hreppnum vegna þess að forseti íslands og for- sætisráðuneytið lögðu að henni að gera það ekki. f bréfi forsætisráðherra til Bls. 5 sveitarstjórnar segir að ráðu- neytið geri ekki athuga- semdir við staðsetningu búddahofs í hreppnum „af trúarlegum eða samskipta- legum ástæð- um." „Forseta- embættið hef- ur á hinn bóg- inn vakið at- hygli ráðuneytisins miðum sem varða Munu búddistar fá lóð við Vatnsenda? a sjonar- afstöðu til þjóðhöfðingjasetursins á Bessa- stöðum og tengsl musterisins við þjóðhöfðingjaembætti í er- lendu ríki," segir í bréfinu, en prinsessan af Tælandi er vernd- ari musterisins. „Er því talið meira við hæfi að musteri þessu verði valinn staður í öðru sveit- arfélagi en því sem forsetasetr- ið er þungamiðja í," segir að lokum. Kornelíus Sigmundsson for- setaritari sagði í gær að emb- ættið hefði ekkert um málið að segja utan það sem kæmi fram í bréfi forsætisráðherra. Boltinn hjá Kópavogsbúum „Ég held að búddistar hafi leit- að vítt og breitt um svæðið eftir byggingalóð, þar á meðal til okkar. Einhvern tíma sendu þeir inn umsókn um lóð, en ekkert orðið úr neinu. Ef hægt er að finna heppilegan stað fyr- ir þetta sé ég ekkert því til fyrirstöðu að slik bygging komi í bæinn. Við erum vel settir með trúfélög hér í bæ," sagði Gunn- ar Birgisson, verkfræðingur og formaður bæjarráðs, í gær. Þar í bæ stendur fyrir dyrum bygg- ing musteris Baháí safnaðarins frá ísrael, sem rísa mun á næstu árum á Nónhæð. Gunnar vUdi ekki staðfesta neitt um lóðaleit búddista í Vatnsenda eða Hnoðraholti, né heldur hver afgreiðsla bæjar- stjórnar á slíku erindi yrði, sjálf- ur væri hann jákvæður. -JBP Geðheilbrigðismál Hundruð barna án meðferðar? Valgerður Baldursdóttir, yfir- læknir á barna- og unghnga- geðdeild Landspítalans, segir að ófremdarástand rfld í málefnum geðfatlaðra barna hérlendis og hún telji enga von um að úr ræt- ist. Af þessum sökum aðallega hafi hún sótt um ársfrí frá störf- um. Valgerður segir hundruð vegalausra barna í íslensku samfélagi, aðeins sé sinnt broti af þeim sem þurfi á hjálp að halda. Skýringin sé m.a. skipu- lagsleysi og þarft sé að samnýta ráðuneyti í þessu samhengi. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir það valda vonbrigðum að þrátt fyrir aukin fjárframlög til barna- og ung- lingageðdeildarinnar, hafi ár- angur af því starfi ekki skilað neinu og verði orsakir þess skoðaðar. Hún telur málefni geðfatlaðra barna vera brýnt úrlausnarefni, en þó þokist í rétta átt með úrræðum ríkis- stjórnarinnar. BÞ - Sjá ItanMeU um málll hls.e-7

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.