Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 2
íDitgur-®mrátJt 2 - Fimmtudagur 22. maí 1997 Heiti Potturinn w Ipottinum var verið að ræða um sérkennilegt orðalag hjá Halldóri Blöndal samgöngu- ráðherra. Tekið var dæmi af því að hann var á fundi í Borgar- nesi fyrir nokkrum dögum og varð tíðrætt um göngin undir Hvalfjörð. Það væri ekki í frá- sögur færandi nema fyrir það að ráðherra talaði jafnan um göngin sem brúna undir Hval- fjörð.... Enn er mikið spáð í hugs- anlega uppstokkun í ríkis- stjórninni. Sjálfstæðismenn í pottinum telja sig sjá fjölmörg merki þess að Geir Haarde sé á leiðinni í fjármálaráðuneytið, en það sjáist ekki síst á því að átökin séu þegar hafin milli þingkvenna flokksins um þing- flokksformennskuna. Sérstak- lega eru það Lára Margrét og Sólveig Pétursdóttir sem telja sig eiga rétt á stöðunni, en sú sem ekki fær mun þá væntan- lega verða fomaður utanríkis- málanefndar...... w Ipottinum ræða menn nú þróun mála í biskupsslagn- um, en sá slagur hefur nokkuð fallið í skugga Everestfara og verkfallsátaka. Kirkjuræknir segja að forskot sr. Karls sé mikið og hann sé að §umu leyti í svipaðri stöðu hvað það varðar og Ólafur Ragnar Grímsson var í forsetakosning- unum i fyrra sumar. Það getur verið vandasamt að halda slíku forskoti og nú benda menn á að Einar Karl Haraldsson sé sérlegur ráðgjafi Karls, jafnvel óopinber kosningastjóri, en Einar Karl var sem kunnugt er einn af aðal hugmyndafræð- ingunum í kosningabaráttu Ól- afs Ragnars. Þeir Einar Karl og Karl eru auk þess miklir vinir úr safnaðarstarfi Hallgrímskirkju og búa auk þess saman í tví- býlishúsi við Þórsgötuna... F R É T T I R ——— Vallakirkja endurbyggð Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir króna og hefur sóknarnefnd til ráðstöfunar liðlega 7 milljóna króna vá- tryggingarfé, en skuldir eru að fullu greiddar. Aðalsafhaðarfundur Valla- sóknar í Svarfaðardal, sem haldinn var nýverið, samþykkti að endurreisa Valla- kirkju sem brann aðfaranótt 1. nóvember sl., en endurbygg- ingu kirkjunnar hafði þá verið lokið nóttina áður. Kirkjan skemmdist mjög mikið, af sum- um talin ónýt. Húsafriðunar- sjóður hefur samþykkt að veita 900 þúsund króna styrk til end- urbyggingarinnar og fylgdi út- hlutuninni að um lokastyrk væri að ræða, því kirkjan yrði tekin af skrá Húsafriðunarsjóðs yfir friðaðar kirkjur. Sótt hefur verið um styrk til endurbygg- ingarinnar úr Jöfnunarsjóði sókna og standa vonir til að einhver styrkur fáist þaðan. Ætlað er að endurreisa kirkj- una í sömu mynd. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem fyrir liggur kostar 15 millj- ónir króna að endurbyggja kirkjxma, en sóknarnefnd hefur til ráðstöfunar vátryggingarfé að upphæð liðlega 7 milljónir króna sem nægja á til að gera kirkjuna fokhelda. Skuldir sem mynduðust við endurbyggingu kirkjunnar á árinu 1996 hafa verið að fullu greiddar, og nægði innbústrygging til að greiða þær skuldir. Ehnborg Gunnarsdóttir á Læk, formaður sóknarnefndar, segist vona að kostnaður við kirkjumuni verði ekki mikill, velunnarar kirkjunnar muni þar koma til skjalanna með gjöfum. Ehnborg segir að eng- inn hafi Ijáð máls á því að rífa kirkjuna, heldur yrði hún end- urbyggð og stefnt að því að Ijúka því verki fyrir 1000 ára afmæh kristnitöku á íslandi ár- ið 2000. í Vallasókn eru um 90 manns, þar af um 50 gjaldend- ur. GG Gámar falla alloft af skipum á sjó Það er alvarlegt mál þegar gámar eru á reki á sigl- ingaleið, og við gerum allt sem stendur í okkar valdi til að koma þeim burtu. Nú er ekki vitað hvort þessir gámar sem talað er um eru af Dísarfellinu. Það er svo oft á tíðum að gámar faUa í hafið frá skipum. Við er- um með góða krana á okkar skipum og reynum að taka þessa gáma um borð ef hægt er,“ sagði Hafsteinn Hafsteins- son, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, í gær. Rætt er um að skipskaði við Færeyjar kunni að stafa af árekstri við gám úr Dís- arfelli. Hafsteinn segir að reynt hafi verið að sökkva gámum frá Dís- arfelli strax eftir að skipið sökk djúpt suður af landinu í síðasta mánuði. „Gámarnir voru margir og tómir, við reyndum að skjóta þá niður, en það var mikið flot í þeim, þannig að það tókst ekki,“ sagði Hafsteinn. Hann sagði að á þessum tíma hefði verið á allra vitorði að hætta var á ferðum vegna gámanna og aðvörun gefin út til sjófar- enda á þessum slóðum. „Við höfum ekki orðið varir við gáma á reki á þessum slóð- um lengi, og engar tilkynningar komið til okkar um slíkt,“ sagði Hafsteinn. -JBP FRETTAVIÐTALIÐ ■ ■ Ogmundur Jónasson formaður BSRB Sjálftökuliðið með samvisku. Upplýsingar um laun bœjarstjóra hafa áhrif á kröfugerðir. Upplýsingalög um launamarkaðinn - / krafti upplýsingalaga hafa fengist upplgsingar um launakjör helstu bœjarstjóra landsins. Hvernig met- urðu það? „BSRB hefur lagt mjög ríka áherslu á það að um öll laun og kjör sé upplýst og þar sé ekkert á huldu. Ég lagði t.d. mjög þunga áherslu á það í þinginu þegar þessi upplýsingalög voru þar til umíjöllunar. Með þeim var stigið mjög jákvætt skref og þarf að stíga fleiri slík. Þarna kemur í ljós hversu mikill launamunur er við lýði. Það er hins- vegar mjög gott að þetta sé uppá borði. Það sem þyrfti að gera er að fá upplýs- ingar um launamarkaðinn allan. Lögin ættu í rauninni að taka til alls launa- markaðarins. Það er vegna þess að launakjör hvort sem menn starfa hjá hinu opinbera eða einkafyrirtækjum eiga ekki að vera neitt einkamál. Þetta er allt spurning um skiptingu sameig- inlegra verðmæta þjóðarinnar." - Hefurðu einhverja skýringu á því að afhverju menn hafa regnt að fela þessi launakjör? „Samviskan. í hjarta sínu finnst mönnum ekki rétt að vera borga sjálf- um sér mörg hundruð þúsund krónur í laun á mánuði á meðan fullvinnandi fólk á lægstu launum dregur ekki fram lífið af sínum.“ - Hvaða áhrif heldurðu að þessar upplýsingar um launakjör bœjar- stjóra muni hafa? „Þetta mun hafa tvennskonar lang- tímaáhrif. Annarsvegar held ég að kjósendur séu almennt á því að vilja hafa sæmilegt samræmi í launakjörum starfsmanna bæjarfélaganna. Það þýð- ir að fólk vill ekki að það sé einhver djúp og breið gjá á milli bæjarstjóra og annarra starfsmanna. Hinsvegar mun þetta hafa áhrif á kröfugerðir manna næst þegar þær verða mótaðar." - Hefur þessi launagjá ekki bœði verið að dýpka og breikka? „Já, kjaramisréttið hefur verið að aukast í þjóðfélaginu. Það er því geysi- lega mikilvægt að við náum að hækka þá lægst launuðu umfram þessa toppa. Margir þeirra eru nánast í sjálftöku aðstöðu sem er mjög óeðlilegt. Hins- vegar tel ég að það muni draga úr þessu um leið og þessi launakjör eru dregin fram í dagsljósið." - í aðdraganda að nýgerðum samningum einkenndist gkkar bar- átta m.a. gegn því að launakjörin grðu ekki enn frekar falin undir borðum? „Það er rétt. Við leggjum nefnilega ofurkapp á að allar launagreiðslur og öll kjör séu samkvæmt skýrum reglum og að um þær sé samið á félagslegum grunni. Þetta er okkar höfuðkrafa, enda höfum við algjörlega hafnað geð- þótta launakerfi sem launakjör bæjar- stjóra bera nokkuð keim af.“ - Verður ekki bregtt rekstrarform ríkisbanka ávísun á feluleik með laun bankastjóra? „Að sjálfsögðu. Eitt af markmiðun- um með því að gera opinberar stofn- anir að hlutafélögum er að koma öllu á bak við tjöldin og ofan í skúffur. Það er algjörlega á skjön við upplýst lýðræðis- þjóðfélag og er gamaldagssjónarmið." -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.