Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 5
JDagur-'ðlmtmn • 'TTx1 .. . fifi" Fimmtudaqur 22. maí 1997 - 5 ’-nrU' V(' V Mæðgurnar Dagbjört Inga Olsen og Kristín Olsen verða æ hræddari um öryggi sitt eftir að hafa fengið hótanir frá sjötugum nágranna þeirra. Þær halda því fram að maður- inn hafi hótað Dagbjörtu lífláti í gaer. „Pú verður næst“ Dagbjört Inga Olsen bar fyrir lög- reglu í gær að hún hefði fengið morðhótun frá nágranna sínum, sjötugum karlmanni að Neðstaleiti 1 í Reykjavík. Maðurinn er grunaður um likamsárás gagnvart Dagbjörtu og að hafa banað hundi hennar að loknum misþyrmingum sl. föstudag. Áralangar erjur sem tengjast veru púðluhunds í fjölbýlishúsinu virðast hafa farið á nýtt og alvarlegra stig í gær. Krist- ín Olsen öryrki, sem býr með Dagbjörtu dóttur sinni, segir að Dagbjört hafi farið að henda rusli í hádeginu og haft með sér kökukefli sem liún ber jafnan af ótta við nágrannann. Vissi hún ekki fyrr en maðurinn stóð ógnandi fyrir framan hana, benti á hana og sagði: „Þú verður næst.“ Dagbjört varð mjög mið- ur sín og hrædd og hljóp upp í eigin íbúð og hafði samband við lögmann. Staðið hafði til að Dag- björt gæfí skýrslu vegna fyrri mála til lögreglu og gerði hún það en lagði jafnframt fram nýja ákæru vegna þessa atviks sem hún telur óvefengjanlega morðhótun. Að sögn móður hennar taldi lögregl- an þó ekki ástæðu til að veita mæðgun- um fulla vernd en lögreglumenn munu hafa reynt að heimsækja manninn og hringt í hann, en hann ekki svarað þeim, frekar en fjölmiðlamönnum síð- ustu daga. „Sem betur fer var stúlka hjá okkur sem er vitni í málinu, en þetta var ekk- ert annað er hrein og klár morðhótun. Ástandið er skelfílegt í húsinu, það eru allir hræddir og ekki bara innanhúss heldur æ fleiri í hverfinu. Hverju tekur þessi brjálæðingur upp á næst?“segir Kristín. Þess má geta að maðurinn, sem er verkfræðingur að mennt og formaður húsfélagsins, mun hafa sent hótunarbréf fyrir um hálfum mánuði til mæðgnanna vegna hundsins. Hann var aðeins búinn að búa í nokkra mánuði í húsinu þegar hundurinn kom í heimsóknina ör- lagaríku en áður var búið að úrskurða að hann gæti ekki búið þar en nyti „umgengnisréttar". Mæðgurnar vonast til að koma manninum úr húsinu innan skamms tíma og telja atvik gær- dagsins fá miklu um það ráðið. BÞ Hundaerjur í fjölbýlis- húsi komnar á nýtt og alvariegra stig? Suðurnes Atvinnulífið hafnar fólki yfir fimmtugt Atvinnuleysi hjá 50 ára og eldri virðist fara hlutfallslega vaxandi á Suðurnesjum miðað við þá yngri. í það minnsta bendir aldurssamsetning á atvinnuleysiskrá Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis til þess að æ erfiðara sé fyrir fólk á þessum aldri að fá sér vinnu. „Eldra fólkið virðist sitja meira eftir, því miður,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður félagsins. Hann segir að reynsla þessa fólks, ráðdeild og þekking sé ekki metin sem skyldi af atvinnurek- endum. Þar fyrir utan telja þeir fólk á þessum aldri ekki jafn sprækt tfí líkam- legrar vinnu og aldurshópurinn á milli 20-30 ára. í yfirliti vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins um atvinnuástandið í Reynsla, ráðdeild og þekking þeirra eldri ekki metin af atvinnu- rekendum. Líkamlegt atgervi ræður miklu. sl. mánuði kemur fram að atvinnuleysið jókst hlutfallslega mest á Suðurnesjum. Fyrir utan hækkandi aldur atvinnu- lausra á svæðinu íjölgaði fólki í hluta- störfum á skrá. Þar fyrir utan gætti þar sveiflna í vinnuframboði í sjávarútvegi á milli mars og apríl að mati heima- manna. Þetta gerði að það að verkum að at- vinnuleysi á svæðinu jókst um 15,9% á milli mars og aprfl. Sem dæmi þá fjölg- aði atvinnulausum konum að meðaltali um 31 og körlum um 15. Heildaríjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum var að jafnaði um 326 manns, eða 4,3% af áætluðum mannafla. Það er aukning um 0,5% frá marsmánuði. -grh Stutt & laggott Styrkja íslenskan dans íslenski dansflokkurinn hefur fengið 4 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna uppfærslu á verkunum „Ein“ og „La Cabina 26“ eftir Jochen Ulrich, sem frumsýnd voru í Borgarleikhúsinu í vetur. Þetta er stærsti og lfldega eini styrkurinn sem Evrópusambandið hefur veitt íslenskri sviðslistastofnun og þykir mikil viðurkenning fyrir dansflokkinn. Styrkurinn kemur frá Kaleidoscope áætlun- inni, sem ætlað er að stuðla að útbreiðslu evrópskrar menn- ingar. Til þess að fá styrk þurfa a.m.k 3 aðilar frá 3 Evrópu- löndum að taka þátt í verkefninu, en íslenski dansflokkur- inn vann með Tanz-Forum í Köln, Agence Artistique í París og Leikfélagi Reykjavíkur. Vegagerðin skoði beygju „Ég fór þarna í hádeginu. Þarna eru kannski ekki skemmti- legustu gatnamót í heimi í augum leikmanns, en ekki er ég verkfræðingur. Ég held að Vegagerðin hljóti þó að skoða þetta. Auðvitað má segja almennt að umferðarhraði í Iand- inu er of mikill, enda þótt ég vilji ekki eða geti ekki dæmt neitt um þetta ákveðna tilvik," sagði Sigurður Helgason hjá Umferðarráði í gær, þegar hann var spurður um tvö slys í röð þar sem stórir og þungir flutningabflar velta á vegamót- um Suðurlands- og Vesturlandsvega. Tvisvar á stuttum tíma hafa stórir flutningabflar oltið á mótum Vesturlands- og Suðurlandsvegar, þjóðvegi í þéttbýli Reykjavíkur. Óhöpp þessi hafa ekki leitt til slysa á fólki, en augljóst er að þeir sem yrðu fyrir svo stórum bflum í veltu, þyrftu vart um sárt að binda. Ekki náðist í gær í talsmenn Vegagerðarinnar. -JBP Fjármögnun næstum tryggð Colombía fyrirtækið hefur tekið tilboði ING Bank Interna- tional í Hollandi og Banque Paribas Frakklandi í íjármögnun álvers á Grundartanga. Bankarnir tveir buðu saman í fjár- mögnunina, en alls bárust 5 tilboð frá 4 bankasamstæðum, sem kepptu um að fá að fjármagna verkið. Þetta eru stórir bankar á alþjóðalegan mæhkvarða og hafa mikla reynslu af fjármögnun af þessu tagi. ING á Baringsbankann í London, sem er einn þeirra banka sem fjármögnuðu Hvalfjarðar- göngin. Fulltrúar bankanna kynntu sér aðstæður á Grundar- tanga í vikunni. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði lagt fyrir lánanefndir bankanna til endanlegs samþykkis í Iok þessa mánaðar. Fyrsta áfanga lóðarundirbúnings á Grundatanga er lokið og verið að undirbúa steypuvinnu. Búið er að opna tilboð í yfirbyggingu kerskála og eru þau í athugun. Vatnsveitan viðurkennd Vatnsveita Reykjavíkur hefur fengið viðurkenningu fyrir innra eftirht sem á að tryggja gæði, öryggi og hollustu vatns- ins. Samkvæmt reglugerð um matvælaeftirht og hohustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvara frá 1994 eru vatnsveit- ur landsins skilgreindar sem matvælafyrirtæki og ber því að starfrækja svona innra eftirlit. Það var Rögnvaldur Ingólfs- son, yfirmaður matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem veitti viðurkenninguna og Loftur Reimar Gissuarson gæðastjóri tók við fyrir hönd Vatnsveitunnar. Hún er fyrsta vatnsveitan hér á landi sem fær slíka viðurkenningu. Vélstjórar samþykkja Nýgerður kjarasamningur Vélstjórafélags íslands vegna vél- stjóra í frystihúsum og öðrum verksmiðjum hefur verið samþykktur. Þetta var póstatkvæðagreiðsla og var samning- urinn samþykktur með 73% greiddra atkvæða. Hann gildir til 1. nóvember árið 2000. Félagar í Starfsmannafélagi hafa einnig samþykkt sinn kjarasamning við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg. Já sögðu rúm 77%, nei sögðu tæp 22%, en auðir og ógildir seðlar voru 1,48%. Atkvæði greiddi innan við helmingur þeirra tæplega 4300 sem eru í SFR.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.