Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 7
.©iTgur-SÍTOmw Vonbrigði að er e.t.v. tímanna tákn að Ingibjörg Páímadóttir heilbrigð- isráðherra varði lunganum úr viðtalstíma sínum í gærdag í að ræða við foreldra geðfatl- aðra barna. Ingibjörg tekur undir þau sjónarmið að knýj- andi nauðsyn sé á frekari að- gerðum en hún hefði líka vilj- að sjá meiri árangur af auka- fjárveitingum. Samræming innan ráðuneyta virðist einnig brýn. „Við tókum þennan mála- flokk sérstaklega fyrir í fyrra vegna þess að við vildum láta þessi börn njóta forgangs. Fyrst lagði ríkisstjórnin til 12 millj- óna kr. aukaijárveitingu til að fjölga starfsfólki og síðan var aftur um síðustu jól veitt þrem- ur milljón- um auka- lega úr sjóð- um heil- brigðisráðu- neytisins. Á þessu ári hafa síðan aftur 12 milljónir verið festar í sessi til að freista þess að fá aukinn starfskraft og við töld- um að með því væri hægt að fá fimm starfs- menn til við- bótar barna- unglinga- geðdeildina. Allt þetta var gert til að minnka biðina í þessa bráð- nauðsynlegu þjónustu deildarinn- ar,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra. Vantar lækna Hún segir vandann m.a. vera þann að þrátt fyrir þetta vanti fleiri barnageðlækna. Það að Valgerður Baldursdóttir sé að fara í frí, bæti heldur ekki stöð- una en hitt veki líka vonir að fjórir íslenskir læknar séu nú við nám í barnageðlækningum erlendis. „Við höfum lagt sér- staka áherslu á úrbætin- í barna- og unglingageðdeild og þess vegna veldur það okkur mklum vonbrigðum að þetta hafi ekki neitt að segja. Ég ræddi við stjórnendur Ríkisspít- alanna í gær um þetta mál og nú er verið að skoða hvernig stendur á þessu.“ Allt of mörg börn fá ekki meðferð En burtséð frá því hvernig pen- ingum er varið og hvort þeir gætu nýst betur virðist ljóst að ekki sé nóg að gert. Ingibjörg staðfestir það en ítrekar von- brigði þess að sjá ekki töluverð- an mun vegna fyrrgreindra aukaíjárveitinga. „Það ber knýj- andi nauðsyn að taka fastar á þessu. Af samtölum mínum við foreldra barna er Ijósí ao ailt of mörg börn fá ekki meðferð og ég var síðast í dag að ræða við Ijölmarga foreldra sem eiga í erfiðleikum. Það er einmitt vegna þessa sem ég hef tekið þetta mál upp og fengið auka- íjárveitingar." Ný skref stigin Ráðherra er að öðru leyti sam- mála yfirlækni barna- og ung- lingageðdeildar að samfélagið ætti að beina sjónum meir að vanda barna og fyrr en gert er. Ráðuneytið sitji þó ekki að- gerðalaust. „í fyrravetur voru héraðslæknarnir styrktir sér- staklega til að vekja athygli á nauðsyn þess að greina vand- ann á byrjunarstigi og hafa þeir flestir haldið námskeið með heilsugæslunni í sínum héruð- um í þessu skyni. Einnig er áformað að sameina vinnu ráðuneyta sem koma að mál- efnum barna og með þeirri vinnu er e.t.v. hægt að ná auk- inni hagræðingu og betri skil- virkni. Starfshópar frá þremur ráðuneytum, menntamála-, fé- lagsmála- og heilbrigðisráðu- neyti eru nú að vinna að sam- ræmingu og það er jákvætt skref. Núna fer t.d. hluti með- ferðar fram í gegnum mennta- kerfið sbr. skólasálfræðingana, annar hluti fer í gegnum félags- málaráðuneytið og sá þriðji í gegnum lieilbrigðiskerfið. Þess- ir hlekkir verða allir að mynda heilsteypta keðju.“ „Leikur að tölum“ Áf sömu ástæðu, þ.e.a.s. dreif- ingu þjónustu meðal ráðuneyta, telur Ingibjörg að taka eigi samanburðartölur um þjón- ustuþörf barna varlega. Þjón- ustan komi úr þremur kerfum, menntamála, félagsmála og heilbrigðis. „Eins og þessu er nú háttað er því ekki mjög auð- velt að leika sér með tölur.“ Ráðherra sagðist að lokum ekki kannast við neina reglu- gerð sem skerti starfssvið sál- fræðinga í skólum. BÞ Aukafjárveitingar virðast ekki skila sér sem skyldi innan barna- og unglingageðdeildar. Það veldur Ingibjörgu Pálmadóttur vonbrigðum og er nú verið að skoða hvernig á því stendur. Fimmtudagur 22. maí 1997 - 7 E R L K N D A R F R 1 T T I It Argentína Fundinn hlekkur milli fugla og risaeðlu? IArgentínu hafa fundist steingerðar leifar af bein- um dýrs, sem virðist vera millistig milli fugla og risaeðlu. Dýrið hefur verið um 1.20 m á hæð og um 2.20 m langt og hef- ur gengið upprétt á tveimur fót- um. Fernando E. Novas í Nátt- úrgripasafninu í Buenos Aires og félagi hans Pablo F. Puerta gáfu dýrinu nafnið Unenlagia comahuensis, sem útleggst „hálffugl frá norðuvestur Pat- agoniu" á latínu og á máli Mapuche indíána. Margir vísindamenn telja að risaeðlur hafi þróast í fugla og byggist það á því hversu margt er líkt með beinabyggingu þess- ara tveggja dýrategunda, svo sem hinum skæða Deinonychus og hinum forna fugli Archae- opteryx. En það hafa aldrei fyrr fundist steingervingar sem styðja þessar tillögur. „Þessi uppgötvun svarar mörgum spurningum," segir Mark Norell hjá American Museum of Nat- ural History í New York. „Nú er gaman að vera á risaeðluveið- um,“ bætir hann við. Unenlagi- an hefur sérkennileg axlabein, ólflc risaeðlubeinum. Axlir þess eru framstæðar, sem orsakar að það hefur getað hreyft fram- fætur líkt og vængi, til að halda jafnvægi á ferð. Novas bendir á, að dýrið geti þó ekki verið beinn afkomandi risaeðla, þar sem það lifði fyrir aðeins 90 milljónum ára, um 55 milljónum ára yngra en elsti fugl sem vitað er um, en stein- gerðar leifar hans voru upp- götvaðar í Þýskalandi um 1860. Alan Feduccia, forstöðumað- ur líffræðideildar Norður Karól- ínuháskóla, segir að þessi beinafundur sé líklegur til að verða aðlflátursefni aldarinnar í fornleifafræði. Það séu engar líkur til að skyldleikinn sé slík- ur sem ætla má, þó svo að fugl- ar séu að mörgu leyti ekki ósvipaðir risaeðlum. Novas er ósáttur við þetta og svarar með því að hann hafi hvergi séð sannanir þess að þessar tvær dýrategundir séu óskyldar. „Komdu með sannan- ir,“ segir hann „og ég skal skipta um skoðun með það sarna." Kongó Almcnn eftirvænting Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnar- manna og sjálfkjörinn forseti, kom til Kinsasa höfuðborgar Kongó, áður Za- ire, á þriðjudagsnótt. Honum var vel fagnað af íbúunum, þrátt fyrir óstöðugt ástand og pólitíska spennu. Vonast var eftir tilkynningu um stjórnarmyndun en sú von brást. Paul Kabongo sagði að forsetinn væri ákaflega upptekinn og mætti ekki vera að því að sinna því nú. Kabila fór frá höfuðborginni í fylgd hermanna sinna, í gegnum mannfjölda sem hvatti hann og hyllti. Mikil eftirvænting rfldr í borginni, þrátt fyrir uppnámið, og vonast menn eftir betra ástandi, enda búið að gefa fyrirheit um frjálsar kosningar. Hersveitum Kabila tókst á sjö mánuðum að gera það sem hinni formlegu stjórnar- andstöðu hafði ekki tekist á sjö árum. Þeim tókst að koma Mobutu og hans spilltu stjórn frá völdum. Mobutu hefur arðrænt þjóðina og haldið 46 milljón manns í fátækt og beitt hvers kyns ráðum til að halda völdum. Margir af hæst settu mönnum úr stjórn og herráði Mobutus hafa flúið borgina eftir að hermenn Kabila komu. Að öðru leyti má segja að þessi uppreisn hafi ekki haft mikil áhrif á foréttindastéttina. Frá því eru þó undantekningar, eins og t.d. Bemba Saolona, einn af ríkustu viðskiptamönnum landsins, sem varð fyrir því að stjórnarliðar réðust á hann, neyddu hann til að leggjast á jörðina, með því að beina að honum byssu og rændu svo miklum ijármunum og vopnabúri frá heimili hans. Mobutu, fallinn einræðisherra. Vísindi Eru stökkbreytt gen orsök astma? ATristan Da Cunha, smá- eyju í sunnanverðu Atl- antshafinu, búa um 300 manns. Af þeim er helmingur með astma. Nú hefur það verið uppgötvað að einn af fyrstu íbú- unum hafði að líkindum ætt- gengan astmasjúkdóm sem hef- ur svo verið viðloðandi síðan vegna mikils skyldleika fólks á eyjunni. Genið sem sjúkdómn- um veldur, hefur verið uppgötv- að og þeir sem að rannsóknun- um stóðu vilja meina að þetta muni gjörbreyta öllum hug- myndum um sjúkdóminn og lækningu hans. Um 15 milljónir Bandaríkjamanna eru með astma og 5-10% þeirra virðast vera með ættgeng afbrigði. Og þó svo að um mörg afbrigði gena sé að ræða, er sjúkdómur- inn svo algengur og þó svo dul- arfullur, að bara það að finna eitt þessara gena er meiri hátt- ar afrek.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.