Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 22. maí 1997 íOagm-Cíntxnn Stórleikur á Skaganum Það er skammt stórra högga á milli hjá Skaga- mönnum í boltanum. í annarri umferðinni, sem verður leikin í kvöld, mæta þeir Leiftri á heimavelli sínum á Skagan- um. Bæði þessi lið, sem ætla sér ekkert annað en meistaratitil- inn í haust, máttu bíta í það súra epli að vera niðurlægð af andstæðingum sínum í 1. um- ferðinni. Sigur Skallanna á Leiftri, 3-0, í Borgarnesi verður lengi í minnum hafður og ljóst að Kristinn Björnsson gerir allt sem hann getur til að ná í stig í kvöld. Allir fimm leikir kvölds- ins heijast kl. 20 og spá Dags- Tímans er þessi: ÍA-Leiftur 2 Grindavík-KR 2 Fram-ÍBV 1 Stjarnan-Keflavík x Skallagrímur-Valur 1 Spádómur blaðsins reyndist hin versta falsspá síðast, aðeins 2 leikir réttir, Skallagrímssigur- inn og sigur ÍBV á ÍA. gþö Leiftursmenn leika tvo fyrstu leiki á Vesturlandi. Eftir tapið í Borgarnesi verður fróðlegt að sjá hvernig þeim reiðir af á Akranesi. KNATTSPYRNA Skallagrímur og KR komu mestáóvartí f. umferðinni Hörður Hilmarsson, fyrr- um þjálfari Vals og FH, hafði ákveðna skoðun á upphafi knattspyrnuvertíðar- innar þegar hann var spurður að því hvernig honum litist á byrjunina. „Það er bara mjög gaman að þessu. Það er tvennt sem kem- ur á óvart, sigur nýliða Skalla- gríms á Leiftri, sem spáð hafði verið velgengni í sumar og síð- an kom það mér á óvart að KR skildi ekki ná að vinna Stjörn- una. Skagamenn unnu ekki í Eyjum í fyrra svo þeir hafa ekki tapað neinum stigum frá því þá. Það er vitað að Eyjamenn verða mjög sterkir á heimavelli í sum- ar og erfiðir á útivöllum líka. Þetta verður erfitt ár hjá Skagamönnum. Þeir eru með mikla reynslujaxla en líka með nýjan mann í brúnni og hann er með annars konar áherslur en menn eiga að venjast þarna upp frá. Ég hef ekki séð þessa Júgóslava sem hann kom með Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 sér en ef þeir eru ekki betri en þeir sem fyrir eru þá finnst mér það ekki rétt stefna að flytja þá inn. Það eru mjög góðir menn eins og Kári Steinn og Jóhannes Harðarson sem sátu á bekknum fyrir þessa ágætu útlendinga og annar þeirra var rétt nýlentur hér þegar hann leikur fyrsta leikinn. Ég á eftir að sjá þá leika til að geta metið hvort þessi stefna sé rétt. Tímabilið í fyrra var Skagamönnum erfitt en þeir kláruðu það með mikl- um karakter og dugnaði og geta gert það aftur." Um Val og Grindavík sagði Hörður: „Mér fannst Valsmenn- að vekur óneitanlega at- hygli að sjá hvað dómarar í Sjóvá-Almennradeildinni koma illa undirbúnir til leiks. Guðmundur Stefán Maríasson var ekki sannfærandi í leik Skalllagríms og Leifturs og að- stoðarmenn hans hafa senni- lega haldið að þeir væru í sum- arfríi. Þeir voru allt of seinir og fylgdu sóknum liðanna ekki nógu vel eftir. Þá var Eyjólfur Ólafsson afar slakur í leik KR og Stjörnunnar enda fékk hann oft að heyra það frá stuðnings- mönnum liðanna. Seinni hálf- leikurinn einkenndist nánast af mistökum á mistök ofan sem bitnuðu mun meira á KR-ingum og máttu þeir þó illa við því. Ari Þórðarson, aðstoðardómari Eyj- ólfs, var í sama gæðaflokki og aðaldómarinn. irnir þokkalegir, ekkert meira en það. Ég var þó ánægður eftir að Hörður Magnússon kom inná. Þá voru þarna tveir sprækir, annar ungur og mjög efnilegur og hinn með mikla reynslu og nef fyrir netmöskv- unum. Ég held að Valsmenn geti orðið skeinuhættir með þá Hörð og Arnar í fremstu víghnu og Porca fyrir aftan þá. Þeir spila fast og ákveðið. Hvorki Valur eða Grindavík spiluðu áferðar- fallegan fótbolta en leikurinn var ekki lakari en hjá þessum sömu liðum í fyrra.“ gþö Það verður að gera þá kröfu til dómara að þeir séu sæmilega á sig komnir þegar þeir mæta til leiks. Það er lítilsvirðing við íþróttina að sjá suma dómara dragnast áfram af athyglissýki einrn saman. Leikmenn æfa mjög stíft frá áramótum til vors til að koma sér í viðunandi form og sömu kröfur á að gera til dómara. Það vita allir hve vanþakklátt dómarastarfið er og að það þarf sterk bein til að þola tuðið í leikmönnum og hlusta á sví- virðingar stuðningsmanna. Þess vegna verða dómarar að hafa metnað til að mæta til leiks í topp formi. Annars eiga þeir tuðið skilið en aldrei svívirðing- arnar. gþö KNATTSPYRNA Dómarahomið Lazorik ekki með Aðeins einn hinna þriggja erlendu leikmanna hjá Leiftri, mun leika með liðnu í kvöld, þegar liðið mætir íslandsmeisturum ÍA. Sem kunnugt er fékk Hajrudin Card- aklija, markvörður liðsins, að sjá rauða spjaldið í leiknum gegn Skallagrími og fer því sjálfkrafa í leikbann. Reglur KSÍ kveða á um að þau lið sem eru með fleiri en tvo erlenda leikmenn, þurfi að tilkynna það með viku fyrir- vara, hvaða tveir leikmenn Ieiki með liðinu og Leiftursmenn höfðu þegar tilkynnt það fyrir Ieikinn gegn Skallagrími, að þeir Slobodan Milisic og Card- aklija yrðu í Iiðinu gegn ÍA. Ljóst er því að liðið getur ekki notað sóknarmanninn Rastislav Lazorik í leiknum. Að sögn stjórnarmanns í Leiftri sem rætt var við í gær, hefur knatt- spyrnudeild félagsins ekki ákveðið hvað gera skuli í þeim vanda að geta ekki teflt fram hinum þremur erlendu leik- mönnum sínum samtímis. Tveir í leikbann Aganefnd KSÍ kom saman í fyrsta sinn frá því íslandsmótið byrjaði í gærmorgun. Nefndin úrskurðaði Hilmar Hákonarson, leikmann Skallagríms, í tveggja leikja bann vegna brottreksturs í leiknum gegn Leiftri, en Hajrudin Cardaklija slapp með eins leiks bann. GOLF • íslenska mótaröðin Olöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson sigruðu á fyrsta stiga- mÓtí árSÍnS. Mynd.fe Björgvin og Ólöf Nlaria bestí Eyjum Björgvin Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sigruðu á fyrsta mótinu í íslensku mótaröðinni, sem haldið var í vindasömu veðri í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Leiknar voru 36 holur á laugardaginn og margir meistaraílokkskylfingar voru búnir að fá nóg eftir fyrri átján holurnar, eins og svo berlega sást á skori kylfinganna síðar um daginn. Þórður Emil Ólafsson úr Leyni hafði forystuna eftir fyrri átján holurnar þegar hann lék á 71 höggi, en hann missti af lestinni þegar í öðrum hring, þegar lítið gekk upp hjá honum. Aðeins fimm konur tóku þátt í mótinu, þrátt fyrir að lág- marksforgjöf á mótið væri 20. Ólöf María Jónsdóttir hafði mikla yfirburði á mótinu. Helstu úrslit urðu þessi. Karlaflokkur: 232 Björgvin Sigurbergss., GK ' 77 77 78 233 Þorst. Hallgrímss., GR 83 79 71 234 Sigurður Hafsteinss., GR 80 79 75 235 Örn Æ. Hjartarson, GS 75 83 77 239 Sveinn Sigurbergss., GK 79 88 72 240 Þórður E. Ólafss., GL 71 88 81 240 Örn Sölvi Halldórss., GR 79 83 78 241 Friðbjörn Oddsson, GK 79 84 78 241 Guðm. R. Hallgrímss., GS 77 87 77 Kvennaflokkur: 238 ÓlöfM. Jónsdóttir, GK 80 78 80 252 Ragnhildur Sigurðard., GR 85 83 84 266 Þórdís Geirsdóttir, GK 86 90 90 283 Kolbrún Ingólfsdóttir, GV 98 92 93 Staðan í stigakeppni karla: 288 Þorsteinn Hallgrímsson, GR 273 Björgvin Sigurbergsson, GK 265 Björgvin Þorsteinsson, GA 262 Þórður E. Ólafsson, GL 249 Sigurður Hafsteinsson, GR 235 Örn Ævar Hjartarson, GS Staðan í stigakeppni kvenna: 219 Ólöf María Jónsdóttir, GK 183 Herborg Arnarsdóttir, GR 144 Þórdís Geirsdóttir, GK 108 Ragnhildur Sigurðard., GR

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.