Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA Sjönýirleik- menntílÍBA Sjö leikmenn eru þessa dagana að ganga frá fé- lagaskiptum yfir til ÍBA og ljóst er að liðið mætir sterkara til leiks í 1. deild kvenna, en almennt var búist við. Liðið byrjaði seint að æfa og gekk erfið- lega að fá inni í íþróttahús- um í vetur. Nýju leikmennirnir koma víðs vegar að, en þekktastar eru þær Lára Eymundsdóttir og Steinunn Jóhannsdóttir sem leikið hafa með Stjörnunni, en einnig koma til liðsins leik- menn frá Dalvík og Vopna- firði svo eitthvað sé nefnt. Þjálfarar á einu máli um að spá Breiðablik toppsætínu jálfarar 1. deildarinnar eru á einu máli um að Breiðblik muni standa uppi sem sigurvegari í haust, ef marka má spá sem Lengjan lét gera á meðal þjálfara deildar- innar. Hver þjálfari var beðinn um að raða liðunum niður eftir því hvernig þeir teldu að öðrum liðum en þeirra eigin vegnaði. Allir settu þeir Breiðablik efst á blað og Prótti var spáð 2. sæt- inu og þar með sæti í úrvals- deildinni á næsta keppnistíma- bili. Liðum af landsbyggðinni er ekki spáð góðu gengi í sumar og ef spá þjálfaranna rætist, þá munu tvö þeirra, nýliðar Dal- víkur og Reynis Sandgerði, kveðja deildina í haust. En spá þjálfaranna lítur þannig út: 1. deild karla: 1. Breiðablik 81 stig 2. Þróttur 71 stig 3. Fylkir 65 stig 4. FH 56 stig 5. KA 51 stig 6. Þór 36 stig 7. Víkingur 34 8. ÍR 29 stig 9. Dalvík 17 stig 10. Reynir S. 10 stig Fyrstu leikir deildarinnar fara fram á föstudagskvöldið. Þá leika Dalvík-KA, Breiðablik-FH og Þróttur-Víkingur. Á laugar- daginn mætir ÍR Fylki og Reynir leikur gegn Þórsurum. Sú viður- eign fer fram í Sandgerði vegna bágra vallaraðstæðna á Akur- eyri. Vonir standa til að allir leikirnir fari fram á grasi, en það er ennþá óvíst með hvort af því verður á Dalvík. iDctgur-CEmitmt Veðrið í dag lilflj Fimmtudagur 22. maí 1997 Reykjavík Stykkishólmur Fðs Lau Sun Mán mm Bolungarvík Blönduós Akureyri :A A A A: Egilsstaðir :a A A A: Kirkjubæjarklaustur F°s Lau Sun Mán f Stórhöfði V kæli- og frystiskápar 3- — -15 -10 3- 5 J = SSV3 SS V4 SS ■« V5 Sl VS V - 5 - 0 3 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Hæg breytileg átt eða hafgola. Þurrt verður um land allt og víða léttskýjað, einna síst þó úti við sjóinn suðvestan- og vestanlands, og eins verður lengst af skýjað á annesjum norðanlands. Hiti yfirleitt á bihnu 5-10 stig yfir daginn, en sums staðar vægt næturfrost í innsveitum. Hjón þjálfa knattspymulið í efstu deild Það er sjaldgæft að hjón stýri saman knattspyrnuliði, en sú er raunin með úrvalsdeildarlið kvenna hjá ÍBA. Nýlega tóku hjónin Sigurður Pálsson og Þórunn Sigurðardóttir við þjálfun Akureyrarliðsins, sem hefur leik á íslands- mótinu á sunnudaginn. Myn&.ta KNATTSPYRNA Dean Martin verður líklega ekkimeðKA Litlar líkur eru á því að Dean Martin, Eng- lendingurinn sem leikið hefur með KA sl. tvö sumur, verði hjá liðinu í sumar. Martin hefur í vetur alltaf gefið KA-mönnum skýr svör um að hann muni ekki leika með liðinu, fari svo að honum verði boðinn góður samningur í Hong Kong, þar sem hann hefur leikið í vetur. Hann mun að öllum líkindum undirrita samning við þarlent lið í dag. Martin, semhefur leikið með liðinu Happy Valley í vetur, gengur líklega til liðs við Uhlsport Rangers, en bæði þessi lið leika í 1. deildinni í Hong Kong. Viðbúið er að þrátt fyrir samninginn, muni Martin koma til Akureyrar í sumar, þar sem hann á unn- ustu, en eins og staðan er í dag, bendir ekki margt til að hann leiki með liðinu, þó að stjórnarmenn hjá KA hafi enn ekki gefið upp alla von. HANDBOLTI • HM Sigurhjá Japan Gestgjafar heimsmeistaramótsins í Kumam- oto, Japanir, kræktu sér í sín fyrstu stig í A- riðlinum í gær, þegar liðið lagði Saudi-Ar- abíu að velli 23:20. í B-riðlinum gerðu ítalir og Norðmenn jafntefli 19:19, þar sem Norðmenn jöfnuðu metin í lokin Þá sigruðu Frakkar Argent- ínu, 24:20 og eru komnir upp að hlið Svía í riðlin- um, en hafa leikið einum leik fleira. I C-riðli lagði Spánn Brasilíu 32:11 og Túnis sigraði Portúgal 19:18. Rússland lagði Marokkó 30:13 í D-riðli og Ungverjaland sigraði Kúbu 22:21. KNATTSPYRNA • 1. deild karla Verð frá kr. 34.100 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.