Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Blaðsíða 1
 Verð í lausasölu 150 kr. ^^^ FÖStudagur 23. maí 1997-80. og 81. árgangur 94. tölublað Blað og 81. argangur t 1 Fréttir og þjóðmál Jarðhræringar „Suðurlands- skjálfti" á Norðurlandi Nánast sömu líkur eru á stórum Norðurlands- jarðskjálfta og Suðurlands- skjálfta á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttaviðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í Degi-Túnanum í dag. „Það eru nánast sömu líkur á að stór skjálfti komi við norðurströnd- ina og á Suðurlandsundirlend- inu. Tölfræðilega er eilítill mun- ur á en hann er innan skekkju- marka," segir Ragnar. Hann segir jarðskjálftafræð- inga hafa í þessu sambandi mestar áhyggjur af Húsavíkur- svæðinu, þ.e.a.s. svæðinu í kringum Skjálfanda. Þar sé virk sprunga og hafi síðast komið þar stór skjálfti árið 1872, vafa- laust ekki minni en 6,5 á Richt- er. Nú er verið að setja upp net jarðskjálftamæla undan Norð- urlandi, í þeim tilgangi að bæta jarðskjálftaspár. RÞ - Sjá bls. 2. Akureyri Akureyringar urðu felmtri slegnir í gær þegar mikinn reyk lagði frá flugvellinum. Eflaust hefur þeim létt þegar í Ijós kom að Skódabifreið í flugvélarlíki hafði orðið fyrir barðinu á slökkviliðsmönnum sem voru að sviðsetja bruna. Engum sögum fer af því hvernig æfingin heppnaðist. Myndkas Sakamál Ekkí skilyrði til endurupp- töku Geirfinnsmálsins Ragnar Hall, settur ríkis- saksóknari vegna hugs- anlegrar endurupptöku svokallaðs Geirfinns- og Guð- mundarmáls, skilaði áliti sínu í gær og kemst þar að þeirri niðurstöðu að ekki séu skil- yrði til að endurupptaka mál- ið. Rökstuðningurinn fer til Hæstaréttar og sagði Ragnar hann ekki til umf jöllunar af sinni hálfu fyrir fjölmiðlum á meðan málið væri í gangi í Hæstaréttf. Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður og réttargæslumaður Sævars Ciesielskis, útbjó ítar- lega greinargerð eftir gagna- söfnun Sævars og komst að þeirri niðurstöðu að ótvíræð skilyrði væru til endurupptöku málsins. Skilaði hann greinar- gerðinni til ... Ragnars Hall í febrúar og ligg- ur mikil vinna að baki áliti Ragnars Hall, að hans sögn. Hann sagðist hafa unnið sjálfstætt að álitinu, aðrir ===== hefðu ekki komið þar að. Eftir heimildamynd Sigur- steins Mássonar, sem nýverið var sýnd í Sjónvarpinu um Geir- „Margvíslegur rök- stuðningur í greinar- gerð Ragnars Aðal- steinssonar. Ég tel hann þó ekki leiða til endurupptöku." finns- og Guðmundarmáhð, hef- ur þrýstingur vaxið í þjóðfélag- inu um að ástæða væri til að taka málið upp fyrir dómstólum . upp á nýtt. Ragnar Hall vildi ekkert um það segja. Spurður hvort ákvörðunin nú hafi verið vandasöm, sagði Ragnar: „Allar svona ======= ákvarðanir eru byggðar á þeim gögnum sem liggja fyrir. Þetta mál var flókið og yfirgripsmikið." Greinargerð Ragnars Aðal- Ragnar Hall, settur saksóknari ( Geirfinnsmálinu. steinssonar var um 190 blaðsíð- ur en Ragnar Hall vildi ekki svara því beinlínis hvort hann teldi eitthvað nýtt hafa komið fram. „í greinargerðinni er margvíslegur rökstuðningur en ég tel hann þó ekki þess efnis að hann leiði tU endurupptöku málsins." Hann sagði einnig að þrátt fyrir ofangreinda niður- stöðu væri hann ekki að leggja blessun sína yfir málsmeðferð- ina sem Sævar og fjölmargir að- ilar málsins hlutu. „Það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt samasemmerki þar á mUU. Það var búið að dæma um málsmeð- ferðina á sínum tíma." RÞ Bls. 3 Lífið í land Hnndverkfaeri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.