Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 23. maí 1997 (®agur-'3Iimrtm F R É T T I R Husavík Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti á fundi sínum 50 þúsund kr. launahækkun til tveggja starfsmanna. Tillaga um 84.000 króna lágmarkslaun Heiti Potturinn Ipottinum var verið að segja sögur úr þinginu á síðustu dögum fyrir sumarfrí. M.a. var verið að segja að Kristján Páls- son, þingmaður Reyknesinga, virtist sérstaklega mikill auglýs- ingamaður þegar kemur að honum sjálfum. Þetta fer nokk- uð í pirrurnar á nokkrum koll- egum hans sem fullyrða að hann gangi jafnan fyrir ræðu- stólinn í Alþingi í upphafi þing- fundar á daginn til þess eins að hann sjáist í útsendingu sjón- varps frá þingfundi - hann sé að stimpla sig inn hjá kjósend- um. Þessir pirruðu voru síðan að segja að daginn sem Good Morning America var sent út frá Austurvelli hafi Kristján mætt í þingið með saxófón og sést vera að labþa fyrir mynda- vélarnar úti á Austurvelli. g meira úr þinginu. Nú hefur heyrst að tölvupósti rigni yfir þingmenn frá Banda- ríkjunum frá virðulegum eldri konum sem eiga kjölturakka. Hóta þær að hætta að kaupa íslenskar vörur ef maðurinn sem drap hundinn Lady Queen verði ekki strax settur í tugt- hús. Þingmenn eru nú farnir að tala um Lady Queen málið sem „Hvalamálið hið nýja“.... að er almælt í pottinum að hvítasunnuhátíð R-listans í Reykjavík hafi tekist vonum framar. Hins vegar þótti það nokkrum tíðindum sæta að þingmenn Framsóknar í Reykjavík létu ekki sjá sig á há- tíðinni og varð fjarvera þeirra nokkuð áberandi ekki síst í Ijósi þess að búist hafði verið við þeim á svæðið. Á móti kom að mikill fjöldi almennra framsókn- armanna var á svæðinu auk þess sem Páil Pétursson fé- lagsmálaráðherra kom, en Páll er sem kunnugt er kvæntur Sigrúnu Magnúsdóttur, pólit- ískum oddvita R-listans... Tveir starfsmenn fá 50.000 króna launahækkun. Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti á fundi í vik- unni 50.000 króna launa- hækkun til tveggja starfsmanna bæjarins, félagsmálastjóra og bæjarritara. Þegar hin almenna launahækkun upp á 4,7% bæt- ist við, verður launahækkun þessara starfsmanna nær 60 þúsund krónum á mánuði. Málið hefur verið til umfjöll- unar í nokkrar vikur og mjög umdeilt. Reyndar voru bæjar- fulltrúar flestir á því að bæjar- ritari hefði alltof lengi setið eft- ir í launum miðað við aðra yfir- menn og starfssvið félagsmála- stjóra og ábyrgð vaxið veru- lega, og því ekki óeðlilegt að laun þeirra hækkuðu, en þessi mikla hækkun á einu bretti fór fyrir brjóstið á minnihlutanum þar sem þrír sátu hjá við af- geiðslu málsins en einn greiddi atkvæði gegn launahækkun. Á þessum sama fundi þegar almennir kjarasamningar bæj- arstarfsmanna voru samþykkt- ir, lagði minnihlutinn fram til- lögu um að lægstu laun bæjar- starfsmanna frá 1. júní nk. yrðu kr. 84.565 og frá 1. jan. 1998 kr. 91.879. Þarna er um veru- lega hækkun að ræða frá aðal- kjarasamningi, en þeir sem lægst hafa launin hjá bænum nú eru með 67 þúsund króna mánaðarlaun. Flutningsmenn tillögunnar bentu á að fyrst bæjarstjórn væri tilbúin að gera svo vel við toppana og hækka þá um 50.000, þá væri ekki óeðlilegt að umbuna þeim lægst launuðu einnig. Tillögunni var vísað til umijöllunar í bæjar- ráði. Og sömuleiðis tillögu frá fulltrúa Alþýðuflokksins, þess efnis að Húsavíkurbær segði upp umboði Launanefndar sveitarfélaganna til að fara með kjarasamningagerð fyrir hönd Húsavíkurkaupstaðar. js Vinnumálasambandið Ólafur nýr formaður Olafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, var á aðalfundi í gær kjörinn stjórnarformaður Vinnumálasambandsins. Ólafur tók við af Sigurði Jóhannessyni, aðalfulltrúa' hjá KEA. Aðrir að- almenn í stjórn voru kjörnir: Benedikt Sveinsson forstjóri ÍS, Geir Magnússon forstjóri Olíu- félagsins, Pálmi Guðmundsson kaupfélagsstjóri KASK, Sigurð- ur Jóhannesson aðalfulltrúi KEA, Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri KÁ og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaup- félags Skagfirðinga. A.-Húnavatnssýsla Um 130 nemar í tónlist Tónlistarskóla Austur-Húna- vatnssýslu var slitið fyrir skömmu en um 130 nemendur stunduðu nám við skólann í vet- ur og fór kennsla fram á þrem- ur stöðum, Skagaströnd, Blönduósi og að Húnavöllum. Nemendatónleikar voru haldnir í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þar lék m.a. lúðrasveit sem samanstendur af nemendum, bæði úr Vestiu-- og Austur- Húnavatnssýslu, og mun hljóm- sveitin taka þátt í landsmóti skólalúðrasveita sem fram fer í Grafarvogi í Reykjavík í lok maímánaðar. Tónlistarskólinn er rekinn af Héraðsnefnd Aust- ur-Húnavatnssýslu og er for- maður skólanefndar Steindór Haraldsson á Skagaströnd en skólastjóri Skarphéðinn Einars- son. GG FRETTAVIÐTALIÐ Ragnar Stefánsson jarðeðlisfrœöingur 22 jarðslgálftamælum hefur undanfarið verið komið fyrir á hafsbotni fyrir Norður- landl Ná þeirfrá Öxg,rfirði og vestur í rnynni Skaga- fjarðar og norður að Kol- beinsey. Mestar áhyggjur af Húsavíkursvæðinu - Hvert er markmiðið með þessu? „Það er að skilja betur brotahreyf- ingar á þessu svæði. Það er mjög ijöl- breytilegt, þarna er háhitasvæði og gos hafa komið upp á sögulegum tíma. Meginmarkmiðið er að bæta við gögnum til að draga úr hættu sem getur stafað af jarðskjálftum svo og að skilja betur eðli þessa svæðis. Þarna er ansi stór hluti íslands undir sjó og það er mjög athyglisvert." - Áður er búið að setja upp net af jarðskjálftamœlum á NorðurlandL „Já, við erum með mjög fullkomið mælanet á Norðurlandi til að fylgjast með breytingum. Þetta er hluti af SIL- netinu okkar svokallaða og er nú ver- ið að kortleggja allt svæðið út frá þeim mælingum. Þessar hafsbotns- mælingar gefa svo aftur enn nákvæm- ari mynd.“ - Hverjar eru líkurnar á stórum skjálfta norðanlands, - t.d. miðað við líkurnar á Suðurlandsskjáljta? „Líkurnar eru svipaðar ef miðað er við norðurströndina, kannski eilítið minni tölfræðilega en á Suðurlands- undirlendinu. Það svæði sem við höf- um mestar áhyggjur af er Húsavík og svæðið í kringum Skjálfanda. Þarna er virk jarðskjálftasprunga og vafalaust hafa orðið þarna skjálftar á 18. og 19. öld upp á 6,5 á Richter. Það sem er já- kvætt er að þá komu minni skjálftar á undan þessum stórskjálftum og það gefur vissar vonir um að þetta yrði ekki án fyrirvara.“ - Ættu Almannavarnir og t.d. sveitarstjórnir á Norðurlandi að beina auknum krafti í að bregðast við þessari hugsanlegu hœttu? „Já, ég held að það sé mjög gagn- legt að hafa það í huga að stórskjálfti getur orðið og menn ættu að undirbúa sig fyrir það með ýmsu móti. Auðvitað er það þegar gert að einhverju leyti en rannsóknir eru hér mjög mikilvæg- ar og þær þarf að auka. Þessir hlutir voru ræddir í nefnd í fyrra og stjórn- völd eru að fara í gegnum það álit núna. Væntanlega verða í framhald- inu teknar einhverjar ákvarðanir en auðvitað er gott að fólk sé vakandi sjálft. Eitt af því sem við ætlum nú að kanna er að athuga hvort það myndi ekki bæta stöðu okkar verulega að setja upp jarðskjálftastöð nálægt Húsavík. En þetta er alltaf spurning um peninga.“ - Er niðursetning þessara nýju mœla hlekkur íþeirri rannsókn? „Já. Við settum niður töluvert af mælum beinlínis til að fá nákvæma mynd af Húsavíkursprungunni." - Hefur jarðskjálftaspám almennt fleygt jram á síðustu árum? „Við getum alltaf aukið líkurnar á að varast jarðskjálfta en með slíkri spá er ekki bara átt við hvenær skjálftinn verður heldur hvar sprung- an kemur upp á yfirborðið og hve hreyflngin verður mikil. Þekkingu er smám saman að fieygja fram.“ - Er hœgt að ímynda sér að í framtíðinni verði alltaf hœgt að sjá jarðskjálfta fyrir ef fullkomin mæli- tœki eru til staðar? „Við höfum ákveðnar vonir um það. Draumur manna er að alltaf verði hægt að veita einhverja skammtíma- viðvörun." BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.