Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Blaðsíða 10
HANDBOLTI • HM í Kumamoto Valdimar Grímsson hefur skorað 28 mörk í fyrstu þremur leikjum íslands á heimsmeistaramótinu, eða rúmlega níu mörk að meðaltali. Spenna i flestum riðlunum Um helgina lýkur riðla- keppninni á heimsmeist- aramótinu í Kumamoto. Eins og staðan er núna bendir flest til þess að ísland hafni í 1. eða 2. sætinu í A-riðlinum og að liðið mæti því ekki Svíum, sem virðast standa vel að vígi í topp- sæti B- riðilsins. Annars er erf- itt að spá en staðan er þessi í riðlakeppninni. A-RIÐILL Litháen-Alsír ...............19:19 Ísland-Júgóslavía ...........27:18 Mörk íslands: Valdimar 12/3, Patrek- ur 4, Dagur 4, Ólafur 3, Geir 1, Björgvin 1, Róbert Julian 1, Gústaf 1. Varin skot: Bergsveinn 18. Staðan er þessi: I'sland .............3 2 1 0 78:65 5 Alsír................3 1 2 0 65:60 4 Júgóslavía ..........3 2 0 1 69:67 4 Litháen .............3 1 1 1 67:66 3 Japan................3 1 0 2 62:66 4 S. Arabi'a ..........3 0 0 3 52:69 0 Laugardagur 24. maí: S. Arabía-Júgóslavía, Alsír-Japan, Litháen-ísland (kl. 10 að ísl. tíma). Sunnudagur 25. maí: S. Arabía-Ísland (kl. 06:00), Japan- Litháen, Júgóslavía-Alsír. B-RIÐILL Argentína-Ítalía.............15:21 Svíþjóð-S-Kórea..............36:21 Staðan er þcssi: Svíþjóð..............3 3 0 0 96:55 6 Frakkland............3 2 0 1 75:68 4 Ítalía ..............3 111 61:59 3 S-Kórea ............3 1 1 1 69:83 3 Noregur ............3 0 2 1 57:64 2 Argentína ..........3 0 0 3 52:81 0 Laugardagur 24. maí: S-Kórea-Argentína, Noregur-Frakk- land, Svíþjóð-ltab'a. Sunnudagur 25. maí: ítab'a-S.Kórea, Noregur-Argentína, Frakkland-Svíþjóð. C-RIÐILL Egyptaland-Túnis .............24:17 Tékkland-Portúgal ............28:24 Staðan er þessi: Egyptaland .........3 2 1 0 67:58 5 Spánn ..............3 2 1 0 83:51 5 Tékkland ...........3 2 0 1 74:58 4 Portúgal............3 1 0 2 68:65 2 Túnis ..............3 1 0 2 57:74 2 Brasilía ...........3 0 0 3 39:82 0 Laugardagur 24. maí: Brasib'a-Egyptaland, Tékkland-Túnis, Portúgal-Spánn. Sunnudagur 25. maí: Túnis-Brasilía, Portúgal-Egyptaland, Spánn-Tékkland. D-RIÐILL Kúba-Kína ....................32:21 Ungverjaland-Króatía .........23:20 Staðan er þessi: Ungverjaland........3 3 0 0 70:60 6 Rússland............3 3 0 0 95:45 6 Króatía ............3 2 0 1 80:61 4 Kúba ...............3 1 0 2 70: 74 2 Marokkó ............3 0 0 3 49: 81 0 Kína.................3 0 0 3 57:100 0 Laugardagur 24. maí: Marokkó-Kína, Króatía-Kúba, Ung- verjaland-Rússland. Sunnudagur 25. maí: Kúba-Marokkó, Ungverjaland-Kína, UM HELGINA Rússland-Króatía. Sextán liða úrslitin hefjast á þriðju- daginn og þá mætast eftirtalin lið: 1A-4B, 3B-2A, 3A-2B, 1B-4A - 1C- 4D, 3D-2C, 3C-2D og 1D-4C. Kefíavík með fultt hús stíga Keflvíkingar eru eina lið Sjóvá-Almennar deildar- innar með fullt hús stiga. Önnur umferðin var leikin í gærkvöldi og urðu úrslit leikjanna þessi. Stjarnan-Keflavík (0:2) 1:3 Gauti Laxdal - Gunnar Odds- son, Jóhann Guðmundsson, Haukur Ingi Guðnason. Grindavík-KR (0:0) 1:1 Vignir Helgason - Ríkharður Daðason. Skallagr.-Valur (0:0) 0:2 - Bjarki Stefánsson, - ívar Ingimarsson. Fram-ÍBV (1:0) 1:1 Pétur Arnþórsson - Ingi Sigurðsson. ÍA-Leiftur (0:0) 0:0 Okkur hafði tekist að skapa mjög góða stemmningu í hópnum fyrir þennan leik. Ég held að þó sumir hafi haft trú á sigri, þá held ég að enginn haíi búist við níu marka sigri. Margir voru búnir að af- skrifa okkur fyrir leikinn og hér var almennt talað um það af fjöl miðlamönn utri að Júgóslavía mundi vinna okkur með sjö til átta mörkum. Þannig að ég býst fastlega við því að einhverjir í Kumamoto haldi að lokatölurn- ar séu prentvilla,“ sagði Geir Sveinsson fyrirliði eftir frækinn sigur íslenska landsliðsins á Júgóslövum, 27:18 á heims- meistaramótinu í Kumamoto í gærmorgun. „Það sýnir sig að vörn og markvarsla helst í hendur og hún gerði það í þessum leik. Bergsveinn var ánægður með vörnina í byrjun og fékk aukið sjálfstraust. Það kom hins vegar greinilega í ljós að stjörnurnar í júgóslavneska liðinu voru ekki ánægðar með mótspyrnuna. Þegar við vorum að taka á þeim í vörninni, urðu þeir fúlir og hreyttu í okkur fúkyrðum,“ sagði Geir. Aðspurður hvort ekki væri hætta á spennufalli í næsta leik liðsins, gegn Litháen, svaraði Geir: „Við höfum einn frídag til að ná okkur niður. Það er ekki óeðlilegt að menn misstígi sig í svona keppni og Júgóslavía gerði það líklega í dag og ég veit að Júgóslavarnir koma sterkir í næstu leiki. Við þurfum að gera það líka, því það sem við áunnum í dag, getur glatast í næsta leik.“ Mjög ánægður „Ég er mjög ánægður með leik- inn í heild sinni. Það sannaðist enn einu sinni að leikir vinnast á góðum varnarleik. Með því að KNATTSPYRNA . 1. deiíd karla Öldungar Æfingar fyrir Pollamót hefjast þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30 á íþróttasvæði Þórs. 10 - Föstudagur 23. maí 1997 ,Hagur-(Dmhm Óvænt en auðvelt gegn Júgósbnriu Býst fastlega við því að einhverjir haldi að lokatölurnar séu prentvilla, sagði Geir Sveinsson. Knattspyrna FÖSTUDAGUR 1. deild karla: Dalvík-KA kl. 20 Breiðablik-FH kl. 20 Þróttur-Víkingur kl. 20 2. deild karla: Víðir-Fjölnir kl. 20 Leiknir-HK kl. 20 Ægir-Selfoss kl. 20 LAUGARDAGUR 1. deild karla: Reynir S.-Þór kl. 14 ÍR-Fylkir kl. 14 2. deild karla: Völsungur-Þróttur N kl. 14 KVA-Sindri kl. 14 SUNNUDAGUR Úrvalsdeildin: ÍA-Fram kl. 16 Valur-Leiftur kl. 16 ÍBV-Stjarnan kl. 20 Keflavík-Grindavi'k kl. 20 KR-Skallagrímur kl. 20 Úrvalsdeild kvenna: Stjarnan-ÍBA kl. 14 Frjálsar íþróttir Vormót Kópavogs fer fram á sunnudaginn á Kópavogsvellin- um og hefst kl. 14. Mótið er vígslumót vallarins. vinna vel í vörninni náðum við upp góðri markvörslu og hraða- upphlaupum í framhaldi af því. Þetta voru margir þættir sem smullu saman og skópu þennan sigur sem var miklu stærri en ég þorði að vona,“ sagði Þor- björn Jensson. „Júgóslavar eiga erfiðara með að spila á móti framstæðri vörn og ég beitti henni í byrjun til að reyna að eyðileggja þeirra sóknarmunstur. Það gekk mjög vel og eins og þjálfari þeirra sagði sjálfur á blaðamanna- fundinum, þá þoldu stjörnurnar hans ekki svona mikið mótlæti. Hann sagði að þeir hefðu gleymt að spila handbolta, en Islendingar hafi haldið áfram allan tímann,“ sagði Þorbjörn. Mikið magn af harðfiski íslenski landsliðshópurinn tók með sér 30 klló af harðfiski til Japan og leik- menn hafa verið gæða sér á fisknum í ferðinni. Sér- kennilega lykt hefur lagt um ganginn á hótelinu þar sem liðið býr og nú er svo komið að fáir aðrir en ís- lendingarnir, hætta sér á hæðina, nema eiga þangað mjög brýnt erindi. Valdimar skákaði öllum öðrum íslenski hópurinn hefur gert sér ýmislegt til dund- urs og meðal annars hefur verið haldið skákmót og mót í keilu. Valdimar Grímsson hafði vinninginn í skákmótinu, en Konráð Olavson felldi flestu keil- urnar. Góður stuðningur Um tólf hundruð manna hópur barnaskólanemenda studdi íslenska liðið í leikn- um gegn Júgóslövum í gær. Um var að ræða barna- skóla sem íslenska liðið heilsaði uppá í ferðinni. ís- lenska liðið fékk síðan óvænta hjálp frá öðrum hóp, sem hafði hugsað sér að styðja Júgóslava. Illa gekk að finna þjóðfána landsins, en þeim var þá réttur stærðarinnar ís- lenskur fáni og það dugði til að fá stuðning frá þeim í leiknum. Tvær breytingar Tvær breytingar voru gerð- ar á íslenska hópnum, frá leikjunum gegn Japan og Alsír. Björgvin Björgvins- son og Róbert Sighvatsson komu inn í hópinn í stað þeirra Jasons Ólafssonar og Konráðs Olavsonar. Bjarki Sigurðsson er enn ekki heill og hann hvíldi sem fyrr ásamt Reyni Þór Reynissyni. HANDBOLTI. HM í Kumamoto Leikið á grasi á Dalvík Dalvíkingar leika sinn fyrsta leik i' næst efstu deild í kvöld, þegar liðið tekur á móti nágrönnum sínum úr KA og er það einn þriggja leikja í 1. deild karla sem fram fara í kvöld. Dalvík sendi fyrst lið á íslandsmótið árið 1982 og hefur níu síðustu árin leikið í 3. deildinni. Á mynd- inni sjást Dalvíkingar fagna marki gegn Víði í fyrra.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.