Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 1
-4- LGARUTGAFA —-^^ ^^^^^^M0 Verð í lausasölu 150 kr. '"%' ¦:¦ Laugardagur 24. maí 1997 - 80. og 81. árgangur 95. tölublað Blílð 1 Fréttir og þjóðmál Reykjavík Mótmæla mengun Ibúar við Miklubraut í Reykjavík tóku sig til og lok- uðu götunni og stöðvuðu umferð á mótum Miklubrautar og LönguMíðar í gær. Með þessu vildu þeir mótmæla óþol- andi hávaða og loftmengun frá umferðinni og leggja áherslu á kröfur sínar um úrbætur. Fjöl- menni mætti á staðinn og settist fólkið jafnvel fyrir bflana, svo enginn komst lönd eða strönd. Löng röð myndaðist af bflum á leið í vestur, en lögreglan lokaði Miklubrautinni við Snorrabraut og beindi ökumönnum annað svo ekki myndaðist nein teppa í austurátt. Ekki kunnu allir öku- menn að meta þetta framtak íbúanna og flautuðu og öskruðu sem mest þeir máttu. Lögregla reyndi að fá fólkið burt um leið og það byrjaði að safnast sam- an, enda hafði verið tilkynnt fyrirfram að þetta stæði til. Ekki kom til alvarlegra handa- lögmála en nokkuð var um pústra eins og myndin sýnir. Mynd: E.Ól. Akureyri Nýtt mál barnaníðings tíl ríkissaksóknara Ný ákæra í burðar- liðnum gagnvart dæmdum kynferðis- afbrotamanni? Lögreglan uppvís að mistökum. Sýslumaðurinn á Akureyri, Björn Jósef Arnviðarson, hefur látið gera rannsókn á því hvernig Roy Shannon, dæmdur barnaníðingur, hafði efni undir höndum sem gæti flokkast undir barnaklám eftir að hann hóf afplánun í fanga- geymslu á Akureyri. Tölvudisk- ur með efninu barst í hendur fjölmiðla á dögunum og hefur Dagur-Tíminn krafist opinberr- 'ar rannsóknar á hvernig á þessu standi og hver ábyrgð lögreglunnar sé í málinu. Nið- urstaða sýslumanns er að vísa þessu máli til ríkissaksóknara sem mun taka afstöðu til af- greiðslu þessa þáttar málsins. Það er 210. gr. hegningarlag- anna sem hér ræðir um fyrst og fremst. Refsivert er að eiga efni sem inniheldur barnaklám sem og vitaskuld að dreifa því. Um algjörlega einstætt tilvik er að ræða þar sem grunur er um að bro.tið sé framið innan fangels- isveggjanna. Mistök lögreglu Lögreglan á Akureyri leyfði Roy að eiga diskinn og hafa í fang- elsinu eftir að hún átti að vera búin að skoða efnið. Lögregl- an gaf einnig leyfi fyrir því að Shannon sendi út gögn til fjöl- miðla, þar sem sagði að til- gangurinn væri að fá umfjöllun um hans mál og því sendi hann út auða diska fyrir utan þenn- an eina. Varð- andi þetta at- riði segir sýslu- Roy Shannon, lengst til hægri, í fylgd lögreglumanna eftir að hafa verið dæmdur f fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn börnum. Lögreglan er uppvís að mistökum f tengslum við mál Shannon, en ósagt skal látið hvort lögreglumennirnir á myndinni eiga þar nokkra sök. «>¦'«/¦ œ maður að við rannsókn á sínum tíma hafi 1200 diskettur verið skoðaðar og reynt að grisja úr saknæmt efni. En mistök hafi ljóslega átt sér stað. „Af einhverjum ástæðum þá hefur mönnum hreinlega yfirsést þessi lesning. Því miður, en það er ekki hægt að áfellast einn eða neinn fyrir það. Þarna er um óhemjumagn að ræða og það voru alls 173 diskar gerðir upptækir. Eftir að dómur geng- ur eiga menn rétt á að fá eigur sínar aftur, þær sem ekki eru gerðar upptækar þ.e.a.s., og þarna hafa leynst þessar sögur. Þetta eru mistök sem verða hjá okkur í lestri í upphafi," sagði Björn Jósef í samtali við Dag- Tímann í gær. BÞ Lífið í landinu Eitt bréf á leiðihni! Bls. 4 Óstjórn ú barna- geðdeiid

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.