Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 24. maí 1997 JDtagur-'CEmrám F R E T T I R Bæjarmála- punktar ■ Hafnarnefnd Sigluíjarðar hef- ur móttekið bréf frá sportbáta- mönnum um að fá leyfi að byggja steypta braut til þess að taka upp báta sína. Verkið er á áætlun Hafnarmálastofnunar á árinu 1998 og verður beiðnin rædd við stofnunina. Hafnar- nefnd er hlynnt framkvæmd verksins. ■ Slysavarnafélagið Vörn hefur gefið höfninni þrjú neyðarsím- tæki og hefur fyrsta símtækið verið sett upp á suðurgafl vigt- arskúrs. Næsta símtæki verður sett á Sunnubragganum og það þriðja á nýju loðnulöndunar- bryggjuna. ■ Heilbrigðisnefnd hefur veitt Sigurbjörgu Bjarnadóttur starfsleyfi til 6 ára vegna ferða- þjónustu á Bjarnargili, Fljótum. Einnig var Ástu Júlíu Kristjáns- dóttur veitt starfsleyfi fyrir Siglufjarðarapótek til jafnlengd- ar. Rætt var um drög að starfs- leyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju SR-mjöls á Sigufirði og heil- brigðisfulltrúa fabð að fara yfir drögin og gera athugasemdir. ■ Skólanefnd hefur samþykkt að greiða 15 þúsund króna húsaleigustyrk til kennara næsta skólaár sem er sama upphæð og á síðasta ári. Athug- að verði hvernig best verði staðið að þessum málum í nán- ustu framtíð. Aðstoðarskóla- stjóri Eyjólfur Sturlaugsson og Jónína Magnúsdóttir hafa lýst áhuga sínum á því að að fara í námsferðalag skólastjórnenda á Norðurlandi vestra til Dan- merkur á komandi sumri. Nefn- in samþykkti að senda fulltrúa í ferðina. GG Siglufjörður Heilbrigðismál Langvarandi stjomunarvandi innan bamageðdeildar í athugun hvort hús- næðið að Dalbraut sé óheppilegt vegna ein- angrunar. Eg er búinn að vera hér í tvö ár og mér sýnist að á bama- og unghngageð- deild Landspítalans að Dalbraut hafi verið langvarandi stjórnun- arvandi," segir Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson, lækningafor- stjóri Landspítalans. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði í Degi-Tímanum í fyrra- dag að það ylli henni vonbrigð- um að þrátt fyrir auknar íjár- veitingar virtist sem peningarn- ir skiluðu sér ekki í bættu starfi barna- og unglingageðdeildar. Síðasta ár hefur Valgerður Baldursdóttir verið yfirlæknir en hún hefur nú fengið ársfrí vegna þess ófremdarástands sem hún segir ríkja í málefnum geðfatlaðra barna. „Vandamál- ið er ekki núna beinn fjárskort- ur til barnageðdeildarinnar. Þótt við fengjum meira fé í augnablikinu þá tekur það nokkurn tíma að finna rétta fólkið og koma hlutunum í gang,“ segir Porvaldur Veigar. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi erlendir aðilar verið fengnir til að gera úttekt á deildinni. Unnið hafi verið að breytingum og hluti þess hafi verið að ráða Valgerði fyrir ári. „Vandinn leysist heldur ekki bara með því að skipta um yfir- lækni. Það er mikil óánægja hjá fagaðilum yfirleitt með hve Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri Landspítalans. barnageðhjálp er lítil. Barna- geðdeild getur aldrei sinnt öll- um málum og sérhæfður spítali á fyrst og fremst að taka á erf- iðari hlutum," segir lækninga- forstjóri en tekur fram að af- köst hjá göngudeild hafi vissu- lega aukist að undanförnu. Barnageðdeildin er staðsett Qarri spítalanum og veldur slíkt ýmsum erfiðleikum að sögn Þorvalds Veigars. Hann segir í skoðun hvort breytt deildin verði flutt. Varðandi skort á læknum segir hann að til greina komi að fá heimilislækna eða barnalækna án sérmenntunar á sviði geðheilbrigðismála inn á deildina. „Geðhjálp barna er miklu stærra vandamál en að- eins innan þessarar deildar. Það virtist einfaldlega of lítil geðhjálp úti í þjóðfélaginu og þess vegna er nánast öllum málum vísað hingað, stórum sem smáum.“ segir Þorvaldur Veigar. BÞ Vestmannaeyjar Fólksfækk- un könnuð Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að láta kanna ástæður þess að um 500 manns hafa flutt úr bænum á sl. 6-7 árum. Tillaga þess efnis var borin upp af Guð- mundi Þ. B. Ólafssyni, fulltrúa minnihlutans. -grh Saltfiskur Sparisjóðsstjóri - Akureyri - Fyrirhuguð er sameining Sparisjóðs Akureyrar og Arn- arneshrepps og Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps, en báðir sjóðirnir hafa aðsetur á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi frá og með 1. júlí 1997, en starfsemin verður sameinuð í nýju húsnæði við Skipa- götu 9 í október 1997. Leitað er að sparisjóðsstjóra fyrir hinn sameinaða sjóð, bæði tii að taka þátt í undirbúningi við að sameina starfsemi sjóðanna og til þess að annast reksturinn eft- ir að sameiningu er lokið. Kröfur um hæfni Viðkomandi þarf að hafa metnað og vilja til þess að takast á við krefjandi starf sem meðal annars snýr að samskiptum við viðskiptavini, markaðsmálum, starfs- mannastjórnun og samskiptum við aðrar lánastofnanir. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði við- skipta og rekstrar fyrirtækja auk reynslu á sviði fjár- mála og stjórnunar. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Jónsson í síma 565 1233. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllum umsókn- um verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Endurskoðunar hf., fyrir 13. júní 1997. RAÐNiNGAR KPMG Endurskoðun hf. löggiltir endurskoðendur Bæjarhrauni 12, 220 Hafnarfirði • Sími 565 1233 • Fax 565 1212 Endurskoðun • Skattaráðgjöf • Rekstrarráðgjöf • Bókhald Gæðaráð SÍF ásamt Kjartani Kárasyni frá Vottun hf. Frá vinstri: Róbert B. Agnarsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri, Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Ásbjörn Björnsson, sölu- og markaðsstjóri, Sigríður Ragn- arsdóttir, gæðastjóri og fulltrúi framkvæmdastjóra, Kjartan Kárason frá Vottun hf. og Brynjar Þórsson fjármála- stjóri. SÍF fær vottun samkvæmt eftirsóttum ISO-staðli Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda hefur fengið vottun á gæðakerfi sínu, hinn eftirsótta ISO 9001 staðal. Slíkt vottun skiptir miklu máli, ekki síst gagnvart nýjum við- skiptavinum. „Það má segja að við höfum unnið að þessum málum í eitt- hvað á þriðja ár. Það má segja að algjör naflaskoðun hafi farið af stað hjá okkur. Allir starfs- menn okkar hafa tekið þátt í verkinu, allt skrifað niður sem gert er innan fyrirtækisis, jafn- vel í smáatriðum," sagði Róbert B. Agnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÍF, í samtali við Dag-Tímann. „Inni í okkar gæðakerfi eru framleiðsluleiðbeiningar, sem er sú „biblía“ sem framleiðend- ur okkar fara eftir. Við erum með eigið eftirlitsmannakerfi. Menn frá okkur fara og leið- beina eftir því sem þörf krefur hjá framleiðendum um allt land,“ sagði Róbert. „Auðvitað hefur SÍF selt úr- vals saltfisk um áratuga skeið, það vita viðskiptavinir okkar. En það skiptir miklu að fá al- þjóðlegan staðal sem þennan, hann þekkja menn í faginu og treysta honum,“ sagði Róbert. ISO staðlar eru gefnir út af evrópska staðlaráðinu, einskon- ar staðfesting á að það skipulag og það kerfi sem unnið er eftir í fyrirtæki uppfylli allar kröfur. Vottun hf. var vottunaraðili staðalráðsins en Hagvangur annaðist um ráðgjöf við vinn- una. Vottun hf. hefur vottað ISO staðal til 14 fyrirtækja hér á landi. Fyrirtækið mun hafa eft- irlit með gæðakerfinu á 6 mán- aða fresti, en SÍF er sjálft með eigið innra eftirlit starfsmanna með gæðum og þjónustu. Gæða- ráð SÍF undir stjórn Gunnars Arnar Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra fer yfir alla ferla á mánaðarlegum fundum topp- manna í fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands hefur útflutn- ingur á saltfiski frá íslandi auk- ist um 25,47% fyrstu þrjá mán- uði ársins 1997 miðað við sama tímabil ársins 1996. Þar af nam útflutningur þurrkaðs saltfisks 48,42%, blautverkaðs saltfisks 31,97% og saltfiskflaka og bita 1,11%. Samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar (Statistisk Sentralbyrá) minnkaði útflutn- ingur Norðmanna af söltuðum þorski úr 19.699 lestum á tíma- bilinu janúar til mars 1996 í 12.269 lestir á sama tímabili árið 1997. Sáralítið er saltað af þorski í Færeyjum enda mun vaxandi hluta af aíla færeyskra fiskiskipa vera landað óunnum erlendis. Þessar upplýsingar ganga þvert á fullyrðingar útflutnings- hóps Félags ísl. stórkaupmanna að afnám línutvöföldunar hefði haft í för með sér að íslending- ar hefðu misst markaðshlut- deild fyrir saltfisk til Norð- manna og Færeyinga. -JBP/GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.