Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 24. maí 1997 F R E T T I R ílagur-®tmmrt Akureyrl Fer „Skjaldarvík“ í Kjamalund? Akureyrarbasr hefur viðr- að þær hugmyndir við stjórn Náttúrulækninga- félags Akureyrar að bygging fé- lagsins í Kjarnaskógi, Kjarna- lundur, yrði leigð undir starf- semi dvalarheimilis aldraðra sem er í Skjaldarvík. Framtíð dvalarheimilisins að Skjaldar- vík er afar óljós, þar sem Eldvarnaeftirlit ríkisins og fleiri stofnanir hafa haft uppi mjög stífar kröfur um úrbætur á húsnæðinu. Ekki þykir fýsi- legur kostur að gera Skjaldar- víkurhúsið upp því áfram yrði þar rekin ________________ „gamaldags" dvalarstofnun og því ljóst að sú aðgerð kostaði ekki undir 100 milljónum króna. Einnig hefur verið rætt að auka heimaþjón- ustu á kostnað stofnanaþjón- ustu, þannig að á Akureyri yrði rekin 30 manna stofnun í stað 50 manna stofnunar að Skjald- arvík. í Kjarnalundi eru 46 her- bergi og því ljóst að það hús gæti hýst starfsemina. Hótel Harpa hefur Kjarnalund á leigu til 10. september árið 2001 en uppsagnar- ákvæði kunna að stytta þann tíma í 15 mánuði og dvalar- heimilið flytjist þang- að haustið 1998. Hótel Harpa hefur leigt Kjarnalund undanfarin ár og rekið þar hótel á sumrin en í gildi er fimm ára leigusamning- ur sem undirritaður var haustið 1996 og gildir til 10. september árið 2001. í samningum eru ákveðin uppsagnarákvæði og er hægt að fresta uppsögn í 15 ______________ mánuði. Kjarnalundur sem stofnun liggur nær uppphaflegu markmiði Nátt- úrulækningafé- lags Akureyrar þegar ráðist var í byggingu hússins, en að reka þar hótel eins og er í dag. Uppsagn- arákvæðið var ——— sett inn til þess að auðvelda Náttúrulækninga- félaginu að hefja rekstur í hús- inu á svipuðum nótum og heilsuhæli Náttúrulækningafé- lags fslands í Hveragerði, kæmi það til greina. í sumar verður boðið upp á heilsufæði í Hótel Hörpu í Kjarnalundi í stað kjöts og grænmetis, en bókanir hafa ekki aukist milli ára eins og vissar vonir stóðu til að yrðu. Hótel Harpa, Kjarnalundi. Verður þar dvalarheimili fyrir aldraða? Björn Þórlindsson, deildar- stjóri búsetudeildar félagsmála- sviðs Akureyrarbajar, segir að ef ekki náist samkomulag við Náttúrulækningafélagið um leigu á Kjarnalundi, sé Akur- eyrarbær í verulega vondum málum því segja þurfi samingn- um við Hótel Hörpu upp í byrj- un júnímánaðar, eigi að gera það á annað borð, til þess að hann taki gildi haustið 1998, þ.e. eftir ferðamannatímabilið það sumar. Annars má búast við að Eldvarnaeftirlitið gangi harðar eftir efndum um úrbæt- ur í Skjaldarvík. GG AusturEand Frá Egilsstöðum. Egilsstaðir 50 ára s Idag, 24. maí, eru liðin 10 ár frá því að Egilsstaða- bær fékk kaupstaðarrétt- indi og 50 ár frá því að lög um stofnun sveitarfélagsins voru samþykkt á Alþingi. Eg- ilsstaðir eru annað fjölmenn- asta byggðarlag fjórðungsins, með 1.650 íbúa, en með fyr- irhugaðri sameiningu við þrjá nágrannahreppa verður það stærsta sveitarfélag Austurlands. Aðdragandi þéttbýlismyndunar á Egils- stöðum er rakinn til félags- legrar vakningar bænda á Iléraði. Helgi Halldórsson, bæjarstjóri, segir að í tilefni dagsins komi út saga Egils- staða sem heitir „Egilsstaða- bók - frá býli til bæjar“, sem Björn Vigfússon, mennta- skólakennari, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi, hefur rit- stýrt, en þar er saga bæjarins rakin í smáu og stóru í 496 blaðsíðna riti. Samkoma verður í félagsheimilinu Vala- skjálf þar sem forseti bæjar- stjórnar, Þuríður Backman, flytur ávarp og minnist tíma- mótanna og sögunefnd Egils- staða mun formlega afhenda Saga Egilsstaða „Egilsstaðabók - frá býli til bæjar“ kemur út í dag og verða lesnir kaflar úr henni á samkomunni. Bæjarbúum boðið til kaffisamsætis. bókina og verða lesnir kaflar úr henni. Margt fleira verður til fróðleiks og skemmtunar, m.a. tónlistaratriði. Öllum bæjarbúum er boðið á sam- komuna þar sem boðið verð- ur upp á kaffi og tertur. Á sunnudeginum verða opnað- ar sögusýningar í Safnahús- inu og ljósmyndasýning í Héraðsbókasafninu sem spannar þetta hálfrar aldar tímabii auk sýningar á skjöl- um sem tengjast sögu sveit- arfélagsins. í Minjasafninu verður opnuð sýning á tækj- um og áhöldum Þorsteins Sigurðssonar, héraðslæknis, sem lést 18. maí sl. Sýning- arnar standa til 31. ágúst nk. Hátíðardagskrá fer svo fram 27.-29. júní og mun Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú, þá heim- sækja Egilsstaði en dagskráin miðast við að vekja upp gamla Egilsstaðastemmningu og frumflutt verður tónverk eftir Keith Reed, söngkenn- ara, í Egilsstaðakirkju auk fleiri atriða. GG Alþýðubandalagið Þingað um Evrópu Alþýðubandalagið heldur opna ráðstefnu um Evr- ópumálin í dag. Fram- söguerindi flytja m.a. Þórir íb- sen og Björn Friðfinnsson. Jó- hannes Geirdal, formaður mið- stjórnar flokksins, segir ráð- stefnuna fyrst og fremst hugs- aða til að fræða fólk, en ekki standi til að álykta um Evrópu- málin. Á miðstjórnarfundi flokksins í ársbyrjun boðaði for- maðurinn, Margrét Frímanns- dóttir, að endurmeta þyrfti stefnu ílokksins í utanríkismál- um, t.d. afstöðuna til Nato og skoða alla þætti Evrópumálsins, þ.m.t. hugsanlega aðildarum- sókn. Ráðstefnan er hluti af mið- stjórnarfundi Alþýðubandalags- ins sem hófst í gær, en megin- efni hans eru sjávarútvegsmál- in. Mjög skiptar skoðanir eru um sjávarútvegsstefnuna meðal Alþýðubandalagsmanna, líkt og í öðrum flokkum. Starfshópur undir forystu Jóhanns Ársæls- sonar hefur unnið að því að móta tillögur, en ekki er gert ráð fyrir að miðstjórn álykti um málið, enda verður það tekið fyrir á landsfundi flokksins í haust. Jyllandsposten Vanhæfismál Stærsta dagblað Danmerk- ur, JyUandsposten, íjallaði um síðustu helgi um ákær- ur lögmanna á hendur Pétri Kr. Hafstein um vanhæfi sem hæstaréttardómari í nokkrum málum. Blaðið hefur rætt við Pál Vilhjálmsson, ritstjóra Helg- arpóstsins, Hrein Loftsson, lög- mann Vífilfells, sem kallað er „tapperi" eða átöppunarverk- smiðja fyrir Coca Cola, Harald Henrýsson, forseta Hæstaréttar, Sigurð Árna Jónsson, trillukarl og lögmann hans, Jón Oddsson. Jyllandsposten ræðir líka við lektor í refsirétti, Jörn Vest- ergaard, sem metur málið svo að íslenskt réttarkerfi eigi á hættu að upplifa enn eitt áfallið. „Grunurinn einn um spill- ingu veldur vantrausti. Það kann vel að vera að dómarinn sé ekki undir neinum þrýstingi af því hver greitt hefur til kosn- ingabaráttu hans. En það er þekkt meginregla að réttvísin ein út af fyrir sig skal hafin yfir allan efa. Það verður að gerast á þann hátt að fólk hafi traust á kerfinu," sagði Jörn Vesterga- ard. Álit Evu Smith, sem er pró- fessor í refsirétti: „Þegar dóm- ari tekur þátt í kosningabaráttu verður hann svo flæktur í hið pólitíska líf að ekki er lengur um að ræða eðlilegan aðskilnað milli hinna þriggja þátta stjórn- kerfisins.“ Prófessorinn bendir á fyrri árekstra íslenska réttarfars- kerfisins, sem Mannréttinda- dómstóllinn lagfærði á sínum tíma, þ.e. að íslendingar sættu því lengi vel að ákærandi og dómari í máli gat verið einn og sami maðurinn. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.