Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 9
jOagur-Œínmm RITSTJÓRNARSPJALL Laugardagur 24. maí 1997 - 9 Stuldur stjómmálastefna Birgir Guðmundsson skrifar sveitarstjórnarstigi eða í lands- málum. En það er tiltölulega nýtt að góður kosningaárangur í stórum ríkjum sé beinlínis út- skýrður með því að mönnum hafi tekist að „stela“ góðum málum frá sínum pólitíska and- stæðingi. Þetta hefur þó gerst bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum hjá þeim Clinton og Blair. Ýmsir fræðimenn og stjórn- málaskýrendur, sem íjallað hafa um stjórnmál þessara tveggja leiðtoga upp á síðkastið hafa einmitt bent á þetta sem lykil að velgengni þeirra. Hinar pólitísku markalínur eru m.ö.o. mun óskýrari en ætla hefði mátt miðað við forsöguna. Það er kannski ekki þar með sagt að enginn munur sé á Blair og Major eða Clinton og Bush. Hann er vissulega fyrir hendi en er ekki eins afger- andi og fyrr. Þetta er nánast að verða eins í íþróttum þar sem vel- gengni og framtíð félaga veltur á því að geta „stolið“ til sín (eða keypt) góða Ieikmenn í upphafi myndar varðandi sameiningu sundraðra íslenskra jafnaðar- mannafylkinga. Augljóslega þarf að koma til talsverð „hentistefna" eða sveigjanleiki af hálfu gróinna pólitískra and- stæðinga sem kenna sig við jafnaðarmennsku, ef þeir ætla að fara að vinna saman í flokki. Menn verða þá að losa sig við gömul stefnuprinsipp sem vissulega hafa til þessa staðið í mönnum. Persónur skipta auð- vitað miklu máh en stefnan hef- ur líka verið ólík á mikilvægum sviðum. Það er því athyglisvert stjórnarmál ekki endilega fylgt flokkshnum eins og þær eru í landsmálapólitíkinni, en þá hafa menn jafnan komið sér saman um einhvern kosninga- stefnugrundvöll sem sameinar betur en flokksböndin ein og sér. í Reykjavík er R-listinn gott dæmi um samstarf skyldra afla utan um ákveðin grund- vallar stefnumið og framtíðarsýn byggða á sam- blandi af áhersla sem framboð sjálfstæð- ismanna fékk þá var talsvert óvænt og náði ekki að verða trúverðug fyrir kosningarnar. Það var í raun ekki von því menn reyndu fram í rauðan dauðann að láta sem engin stefnubreyting hefði orðið. Steinsteypupólitík undangeng- inna ára með tilheyrandi minnismerkjabyggingum virt- ist skyndilega aldrei hafa verið til. Stefnugrundvöllur- inn varð m.ö.o. spurning um taktík, kosningatækni, sem beitt var samhliða öðrum tæknilegum útfærslum í kosningabaráttunni. Ballið að byrja Nú er kosningaballið að byrja aftur í Reykjavík og ýmislegt bendir til að sjálfstæðismenn ætli enn að festast í tæknilegu fari, sem hefur sáralítið með sjálfstæða framtíðarsýn eða stefnu að gera. Umræðan um fjármál borgarinnar síðustu daga bendir eindregið til þessa. Stjórnarandstaðan í borgar- stjórn snýst mest um tæknileg- ar útfærslur á bókhaldsatriðum sem eiga að sýna að fjármála- stjórnin sé ekki alveg eins góð og menn vilji vera láta. Sjálfstæðismenn eru ekki að bjóða upp á stefnulegan valkost varðandi fjármál borgarinnar t.d. í sumum útgjaldafrekustu rekstrar- liðunum, s.s. dagvist, öldr- unarþjónustunni, félagsað- stoð, o.fl. Það stefnir sem sé « í að lyklakippustíllinn verði áfram á þessu hjá sjálfstæð- ismönnum í Reykjavík. Þeir bjóði borgarbúum ekki upp á sjálfstæðan stefnugrund- völl eða valkost heldur reyni - eins og síðast - að telja kjósendum trú um að þeir séu betur til þess falln- ir að gera það sem Reykja- víkurlistinn ætlar að gera samkvæmt sínu prógrammi. Mjög ótrúlegt er að slíkt muni virka. Aháskólaárum mínum í Kanada var hluti af kennsluskyldunni sem ég þar hafði að fara yfir ritgerðir nema á fyrsta og öðru ári í stjórnmálafræði. Fæstar hafa þessar ritgerðir reynst minnis- stæðar. Þó festist ritgerð eftir ungan Kanadamann mér öðr- um frekar í minni. Hann hafði valið sér að skrifa hvað pólitísk- ur frambjóðandi þyrfti að hafa og gera til þess að eiga mögu- Ieika á að verða kosinn í kjör- dæmi sínu. Ritgerðin fjallaði um þetta í löngu og ítarlegu máli. Pilturinn, sem lesið hafði ein- hverjar bækur um kosninga- tækni, gerði skilmerkilega grein fyrir því hvað hann hélt að myndi gagnast frambjóðandan- um og sleppti hvorki brosi hans eða klæðaburði né því hvernig skipuleggja ætti kosningaskrif- stofuna í smáatriðum. Þarna voru líka útskýringar á ræðulist sem hann átti að nota og auglýsingagerð. Allt var þetta gott og blessað og fleytti nemandanum eitt- hvað áfram hvað einkunn varðaði. Stóri gallinn Hins vegar var stóri gallinn á þessari miklu ritsmíð sá að frambjóðandann vantaði alveg stefnu, baráttumál, eða hugmyndafræði. Þegar ég spurði piltinn eftir að hafa farið yfir ritgerðina hvort hann teldi stefnumál frambjóðandans ekki vera atriði í þessu dæmi, þá hafði hann ekki leitt hug- ann sérstaklega að því og taldi það kannski ekki skipta miklu máli. í fram- haldinu ræddum við þetta betur og komumst að því að jafnvel þótt tími hinna stóru og miklu hugmyndafræði- kerfa væri liðinn og tími hinnar praktísku pólitíkur löngu kominn, þá væri eig- inlega nauðsynlegt, svona almennt, fyrir pólitíska frambjóðendur að hafa stefnugrundvöll til að standa á. Að minnsta kosti einhverja kosningastefnu- skrá sem lagt væri upp með. Nemandinn féllst á þetta sjónarmið og fór heim sáttur við að hafa ekki fengið eins háa einkunn og hann hafði vonað. Rúmum áratug síðar er ég hins vegar farinn að efast um að einkunnagjöfin hafi verið sanngjörn. í vaxandi byr virð- umst við vera að sigla inn í tímabil stefnulausra stjórn- mála. Inn í tímabil hentistefn- unnar sem að hljómar vel í kosningastefnuskrám, en prinsipp og sannfæring eru nánast afgangsstærð. Clinton og Blair Kosningatækni og snilld í kosn- ingabaráttu hefur auðvitað alla tíð skipt gríðarlegu máli í stjórnmálum, hvort heldur er á keppnistímabils. Það á einmitt að hafa verið snilli Blairs að hafa „stolið" frá íhaldsmönnum málum sem voru líkleg til vin- sælda, m.a. með því að afneita og yfirgefa ýmislegt af því sem Verkamannaflokkurinn hefur lengi staðið fyrir. En hvort sem menn hafa nú áhyggjur af þess- ari tegund „hentistefnu“ stjórn- mála eða ekki, þá er greinilegt að hún virkar ef annað er í lagi. Sameining jafnaðarmanna Þessu hafa margir íslenskir jafnaðarmenn svo sannarlega tekið eftir og horfa nú mjög til Bretlands og Blairs sem fyrir- út af fyrir sig, að stóri vandi ís- lenskra jafnaðarmanna skuli vera að þeir eru enn of miklir prinsippmenn með of mikinn sannfæringarkraft til að leggjast í sameiningu! Þegar maður hugsar til þess, dregur úr efanum um að kanadíski námsmaðurinn hafi fengið ósanngjarna einkunn. R-listi En fastheldni á stefnumál eða stuldur á stefnumálum and- stæðinga er þó betur þekktur á sveitarstjórnarstiginu, enda er það í eðli sínu „praktískara" hvað pólitísk úrlausnarefni varðar. Lengi vel hafa sveitar- nútímlegri stjórnunartækni og félagslegum sjónarmiðum. Þessi samfylkingarblanda með vinsælum foringja gekk vel upp og borgarbúar keyptu pakkann. Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar lenti í ógöngum í aðdraganda kosninganna og skipti m.a. um leitoga í miðju straumvatni. Árni Sigfússon kom vissulega fram með nýja kosningastefnu - tíu lykla að betri borg. „Lykla- kippa" Árna þótti hins vegar bera mikinn keim af því sem R- listaflokkarnir höfu verið að berjast fyrir enda varð fljótlega viðurkennt að sjálfstæðismenn hefðu einfaldlega reynt að „stela" málum R-listans og gera þau að sínum. Sú félagslega Stefna skiptir máli Ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir allt þá skiptir stefnumörkunin miklu máli í póhtíkinni og það er hún sem gefur henni gildi. Hentistefna þeirra Chntons og Blairs virkaði vissulega vel, en hún risti hins vegar ekki dýpra en svo að heil- mikið var eftir af þeim Clin- ton og Blair í pólitíkinni. Þar að auki er trúlegt að á íslandi sóu menn ekki eins um- burðarlyndir gagnvart henti- stefnu og menn eru í Bretlandi svo ekki sé talað um Bandarík- in. Því hefur það dugað mér vel til að sefa efann um sanngirni einkunnargjafarinnar í Kand- ada forðum daga, að hugsa til þessara tveggja hluta: Að stefnuleysi sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ekki skilað þeim völdum annars vegar. Hins vegar þess að eldmóður sannfæringarinnar og skortur á „Blairískri" hentistefnu stendur sameiningu íslenskra jafnaðar- manna fyrir þrifum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.