Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 11
Jlagur-XEímmn ÞJÓÐMÁL Laugardagur 24. maí 1997 -11 Nýtt öflugt sveitar- félag við Eyjaíjörð Svanfríður Jónasdóttir Bœjarfulltrúi á Dal- vík og þingmaður fgrir Norðurland, eystra skrifar S Aundanförnum árum hafa miklar breytingar orðið á verkefnum sveitarfélaga. Ákvarðanir um ýmislegt sem skiptir okkur miklu máli í dag- legu li'fi hafa færst frá ríkinu til sveitarfélaganna eða heim í hérað eins og stundum er sagt. Þessi nýju verkefni, og þar ber skólamálin hæst, kalla á nýja þekkingu í öflugum sveitar- stjórnum því heimamenn taka bæði ákvarðanir um fagleg og íjárhagslcg málefni leik- og grunnskóla. Sama mun fljótlega eiga við um málefni fatlaðra og aldraðra sem nú þegar eru að hluta verkefni sveitarfélaga. Ný verkefni - nýjar að- stæður Þetta er þróun sem ekki verður stöðvuð. Verkefnin færast í auknum mæli til sveitarstjórn- anna, til þeirra sem við eiga að búa og þá er það okkar að búa svo í haginn að við getum leyst verkefnin með þeim sóma sem þau kreflast. Við erum að tala um viðfangsefni sem geta ráðið úrslitum um það hvort fjöl- skylda vill búa hér á okkar svæði eða hvort hún færir sig um set, þangað sem mönnum hefur auðnast að leysa þau verkefni sem snúa að þjónustu við fjölskylduna með betri og ódýrari hætti. En hvernig búum við þá svo í haginn að sveitar- stjórnirnar geti rækt verkefni sín svo sem best verður á kosið. Það gerum við m.a. með því að stækka sveitarfélögin og stefna þannig saman okkar hæfasta fóki í eðlilega samvinnu um þau Göngugata á ný Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Framsóknarfélags Akureyrar skrifar Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti síðast liðinn þriðjudag tillögu Jakobs Björnssonar bæjarstjóra um að tilraun með umferð um göngu- götuna verði ekki framlengd. Þessi samþykkt þýðir að Akur- eyringar hafa fengið göngugöt- una sína á ný. Tilraun með tak- markaða bflaumferð á hluta Hafnarstrætis og Ráðhústorgs var samþykkt í nóvember 1996 eftir ítrekaðar óskir kaupmanna á þessu svæði. Helstu rökin fyrir tilraun þessari voru þau að bfla- umferðin gæfi götunni líf og leiddi til aukinnar sölu í versl- unum. Skiptar skoðanir voru um ágæti tilraunarinnar og þá ekki síður þær ráðstafanir sem gerðar voru til að hafa hemil á bflunum. Steypustólparnir hafa verið þyrnar í augum margra og gárungarnir hafa gefið þeim „viðeigandi" nafn sem ekki verður tíundað hér. Foreldrar hafa kvartað yfir að ekki sé lengur óhætt að fara með börn- in í bæinn því þeim sé stór hætta búin í „göngugötunni". En hver varð árangurinn? Að mati flestra þeirra sem ég lief rætt við hefur líf í miðbæn- um síður en svo aukist þessa síðustu mánuði. Miklu fremur hefur fólk veigrað sér við að vera á rölti í miðbænum vegna tillitsleysis margra bflstjóra auk þeirrar mengunar sem stafar frá bflaumferð í þröngri götu. Þá virðast skiptar skoðanir meðal kaupmanna um það hvort og þá hve mikið sala hefur aukist. Þeir sem enn eru fylgjandi bflaumferð um Hafnarstræti og Ráðhústorg halda því fram að tilraunin sé ekki marktæk vegna þess hve illa hafi verið staðið að framkvæmdum. Ef farið hefði verið eftir ítrustu óskum um framkvæmdir vegna tilraunar- innar hefði kostnaður numið á þriðja tug milljóna króna. Alls óvíst var þó um meiri árangur. Meirihluti bæjarstjórnar Akur- eyrar taldi þeim íjármunum betur varið í varanlegar fram- kvæmdir í umhverfismálum. Þannig á ábyrg ijármálastjórn- un að vera. Nú er svigrúm til að gera göngugötuna og Ráðhús- torg enn meira aðlaðandi og vistvænna fyrir Akureyringa og gesti þeirra. Kynslóðaskipti í Hafnarstræti í frétt Dags-Tímans laugardag- inn 17. maí var sagt frá „kyn- slóðaskiptum við Laugaveg“. I fréttinni var m.a. rætt við for- mann Laugavegssamtakanna sem sagði frá þeim kynslóða- skiptum sem eiga sér stað í verslunum í miðbæ Reykjavíkur. Slflc kynslóðaskipti eiga sér ekki síður stað í miðbæ Akureyrar. Verslunarrekstri í gömlum og grónum versiunum, eins og Vöruhúsi KEA, Amaro og versl- unum í París, hefur nú verið hætt og nýir eigendur með ann- ars konar verslanir tekið við. Nýjar hugmyndir fylgja alla jafna nýjum mönnum og því ættu bæjarbúar að geta gert sér vonir um íjölbroytileika og ferskleika í verslunarrekstri í miðbænum. Kaupmenn í miðbæ Reykjavíkur hafa verið iðnir við að bjóða upp á ýmsar nýjungar og skemmtanir á góðum sumar- dögum og vonandi verður slíkt hið sama uppi á teningnum hjá nýrri kynslóð kaupmanna í mið- bæ Akureyrar. Ánægðir Akureyringar Að mínu mati var þessi tilraun með takmarkaða bflaumferð um Hafnarstræti og Ráðhústorg vel þess virði að gera hana. Helsta niðurstaða tilraunarinnar er tví- mælalaust sú að Akureyringar vilja hafa það frjálsræði sem fylgir því að vera lausir við bfla á afmörkuðum svæðum. Segja má að bæjarbúar hafi nú loks- ins lært að meta göngugötuna. verkefni sem nú eru leyst á vettvangi sveitarstjórnanna eða bíða úrlausnar. Fyrirtæki, sparisjóðir og sveitarfélög sameinast Undanfarin ár hefur viðamikil samvinna þróast milli sveitarfé- laga, fyrirtækja og einstaklinga við utanverðan Eyjafjörð; Ár- skógshrepps, Dalvíkur, Hríseyj- arhrepps og Svarfaðardals. Þar má sem dæmi nefna skólamál- in, heilsugæslu, menningarmál og hafnasamlag. Þá vil ég nefna farsæla sameiningu sparisjóð- anna á svæðinu og fyrirtækja í sjávarútvegi. Til samvinnu eða sameiningar hafa menn gripið til að styrkja stöðu viðkomandi verkefnis eða málaflokks, vit- andi það að saman og öflug stöndum við betur að vígi til að taka við nýjum verkefnum og til að leysa önnur betur. Menn velta því gjarnan fyrir sér hvað við munum græða á því að sameina sveitarfélögin. í beinhörðum peningum e.t.v. ekki mikið alveg strax. Það eru þó þekkt sannindi að því fleiri sem standa að verkefni því minna þarf hver að greiða. Það mun skila sér í lægri útsvörum og gjöldum í framtíðinni en ella hefði orðið. Stjórnsýslan verður betri og þjónustan. Það er gróði. Stærsti gróðinn verður þó sá að við getum búið betur í haginn fyrir íjölskyldurnar á svæðinu, hvort sem þær eru ungar með börn eða eldri. Ánægðir íbúar á öllum aldri, sem geta treyst því að fá þá þjónustu sem þeir þurfa hverjar svo sem aðstæður þeirra eru, er hinn raunverulegi gróði af sam- einingu sveitarfélaganna. Erum við að biðja um annað? AKUREYRARBÆR Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 31. maí nk. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 26,- 30. maí nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjar- lægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúarðhúsa- lóðum og sett er í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga. Mánudag 26. maí: Þriðjudag 27. maí: Miðvikudag 28. maí: Fimmtudag 29. maí: Föstudag 30. maí: Innbær og suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Lundahverfi og Gerðahverfi. Miðbær, Oddeyri og ytri- brekka norðan Þingvalla- strætis og austan Mýrarveg- ar. Hlíðahverfi og Holtahverfi. Síðuhverfi og Giljahverfi. Nánari upplýsingar varðandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, Gránufé- lagsgötu 6, sími 462 4431. Umráðamenn fyrirtækja eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu, raða snyrtilega upp heillegum hlutum og henda því sem ónýtt er. Gámar fyrir rusl (ekki tað) verða staðsettir í hest- húsahverfunum í Breiðholti og við Lögmannshlíð þessa viku. Hestamenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun með álímingarmiða. Sérstaklega er minnt á að Vinabæjamót verður á Akureyri 23.- 27. júní. Sýnum gestum okkar hvað bærinn okkar getur verið snyrtilegur. Heilbrigðisfulltrúi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.