Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 2
- Þriðjudagur 27. maíl997 YT Jlagur-Clltmmn Heiti Potturinn Það vakti talsverða at- hygli í heita pottinum að fjármálaráðuneytið var að auglýsa eftir starfskrafti í mötuneyti. Sagt var að æskilegt væri að viðkom- andi kynni eitthvað fyrir sér í matargerð..... Og nú eru menn hættir að velta því fyrir sér hvort Jón Baldvin sé að hætta í pólitík eða ekki - það virðast allir vera vissir um að svo sé. í pottinum var haft eftir einum sjálf- stæðisráðherranum í pottin- um að þetta væri nú ein- kennilegt með kratana og forustumálin hjá þeim. Árum saman hafi þeir búið við stormasamt samstarf Jóns B. og Jóhönnu, sem síðan hafi blessunarlega endað í skilnaði. Nú þurfi Jón að fara alla leið til Washington til að vera ekki fyrir þegar Jóhanna kemur aftir í Al- þýðuflokkinn.... Sameining jafnaðar- manna er nú komin á nýtt stig eftir opinbera and- látstilkynningu á Þjóðvaka. Það var sem kunnugt er Svanfríður Jónasdóttir sem tilkynnti um andlátið og sagði að ekki yrði snúið aft- ur með sameiningu jafnað- armanna og því ætti Þjóð- vaki ekki lengur erindi. Jó- hanna Sigurðardóttir er sögð hafa verið á annarri skoðun og ekki alveg tilbúin til að viðurkenna dauða flokksins síns og óbreyttir flokksmenn vita nú ekki sitt rjúkandi ráð - er flokkurinn lifandi eða dauður? í pottin- um trúa menn á að Jóhanna verði ofan á og segja að líf sé eftir dauðann.... F R E T T I R Tíska Pils og toppur úr rekaviði Egill Kalevi Karlsson sigraði í hönnunar- keppni Smirnoff um síðustu helgi. Hann var með pils og topp úr rekaviði norðan af Skagaströnd. Vinkona mömmu sendi mér nokkra drumba sem búið var að þurrka. Ég sagaði þá í sundur og kíkti inn 1' þá, límdi svo saman til að ná stærri fleti og tálgaði svo út úr drumb- unum og utan af þeim. Ég tók gifsmót af módelinu mínu og mátaði svo gifsmótið þegar ég var að smíða,“ segir Egill Kalevi Karlsson en hann bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Smirn- off um síðustu helgi og verður því fulltrúi íslands í Smirnoff- keppni erlendis síðar á árinu. Egill var með búning, pils og topp, úr rekaviði af Skagaströnd ásamt skóm. Hvert stykki var í tveimur einingum og því var hvor flík boltuð saman á hliðun- um með þotuboltum. Einingarn- ar voru límdar saman í smiðju Fjölbrautaskólans í Breiðholti en að öðru leyti var búningurinn unninn heima. Þá smíðaði Egill skó úr viði á tveimur hæðum með gúmmífóðringum á milli þannig að þeir eru stillanlegir og dúa. Svo skemmtilega vOl til að unnusta hans, Brynja Emilsdótt- ir, tók einnig þátt í keppninni með kjól úr flskroði og lenti hún í fimmta sæti. Karlkyns keppendur voru tveir og er það reyndar Egill K. Karlsson með búninginn, sem bar sigur úr býtum í fatahönnunar- keppni Smirnoff. Búningurinn er í tveimur hlutum, pils og toppur úr reka- viði. Flíkurnar eru boltaðar saman með þotuboltum. Mynd: Hilmar Þór í fyrsta sinn sem karlmenn taka þátt í keppninni. -GHS Stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir. Hlutverki Þjóðvaka lokið Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, vill ekki tjá sig um ummæli varaformanns flokksins um að hlutverki hans sé lokið. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður og varaformaður Þjóðvaka, sagði í þættinum í Vikulokin í Útvarpinu um helgina að hún teldi að hlutverki flokks- ins í íslenskri pólitík væri lokið og kannanir sýndu að kjósendur væru henni sammála um það. Fylgi flokksins hefur sem kunn- ugt er mælst innan við 1 prósent í hverri könnuninni fætur ann- arri. Svanfríður sagðist sannfærð um að jafnaðarmenn byðu fram sameiginlega í næstu kosningum. Jóhanna hefur til þessa ekki viljað útOoka að Þjóðvaki bjóði fram aftur í næstu kosningum, ef ekki náist samstaða um sameig- inlegt framboð félagshyggju- flokka. Hún vildi ekki tjá sig um ummæli Svanfríðar, þegar Dag- ur-Tíminn spurði hana í gær og bendir það tO þess að yfirlýsing varaformannsins hafl komið for- manninum á óvart. -vj Akureyri Lýst eftir vitnum Lögreglan á Akureyri lýstir eft- ir vitnum að ákeyrslu við Tjarnarlund á sunnudag. Keyrt var á kyrrstæða bifreið, R-65103, gráa Toyotu milli kl. 13.45 og 14.00 og eru skemmdir töluverð- ar. Þeir sem hafi upplýsingar snúi sér tO lögreglu. FRETTAVIÐTALIÐ Stefán Konráðsson framkvœmdastjóri Smáþjóðaleikanna Það er stutt í setningu Smá- þjóðaleikanna, stœrsta verk- efnis sem íþróttahreyfingin hefur tekið að sér til þessa. Blátt blóð við setninguna „Já, þetta er ansi stórt mót og það hefst með setningarathöfn á mánu- dagskvöldið þann 2. júní kl. 18.30 á Laugardalsvelli. Viðstaddir verða þjóð- höfðingjar og vonandi þúsundir íslend- inga. Hingað koma margir góðir gestir, meðal annars tignir gestir með „blátt blóð“, eins og Albert Mónakóprins, Henrí af Lúxembúrg og fleiri, að ekki sé talað um forseta íslands og nokkra ráðherra okkar. Þá mun Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, verða viðstaddur setningu leikanna. Hér verða gestir frá einum 50 til 60 þjóðlöndum." - Og auðvitað allt tilbúið til að hejja keppni? „Já, það er núna verið að leggja lokahönd á Laugardalsvöllinn. Frábær- ar endurbætur hafa verið gerðar á Laugardalslauginni. Hún hefur verið snikkuð til og mér skilst að borgin hafi lagt einar 20 til 22 milljónir í þær end- urbætur á tveim árum. Við erum auð- vitað þakklátir fyrir það. Almennt séð held ég að mannvirkin verði okkur til sórna." - Þetta er stór biti fyrir litla íþróttahreyfingu að halda leika sem þessa. „Þetta er 95 milljóna króna heildar- fjárhagsáætlun. Þjóðirnar borga um 40 mfiljónir fyrir gistinguna, en við borg- um á móti þeim fæðiskostnað. En nettó mun dæmið nema 50-55 milljónum króna. Við höfum fengið afskaplega góðan stuðning frá því opinbera, 20 miUjónir króna frá Alþingi, 6 mOljónir frá Reykjavíkurborg, auk þess sem íþróttasambandið, Ólympíunefnd ís- lands og Alþjóðaólympíunefndin leggja fram fé. Þá erum við með níu góða styrktaraðila.“ - Hvað er von á mörgu fólki frá þessum smáþjóðum? „Keppendur frá þessum átta þjóð- um með íslandi, eru um 830 í dag, metþátttaka. Þessum keppendum fylgja meira en 400 manns. Pakkinn er upp á 1.250 til 1.300 manns erlendis frá. Við erum að gæla við að það verði allt að 1.750 til 1.850 manns sem að mótinu koma á einn eða annan hátt, meðal þeirra um 500 sjálfboðaliðar." - Eru ekki ýmsar nýstárlegar keppnisgreinar sem íslendingar kunna lítil skil á? „Við þekkjum tO þeirra allra. En til dæmis höfum við ekki haldið svona stórt siglingamót fyrr hér á landi. Það mót verður haldið á Skerjafirði. Við er- um að fá eina 50 seglbáta með Eim- skip í dag eða morgun. Skotfimin er skemmtileg keppni, keppt í leirdúfu- skotfimi. Miklir athafnamenn í Reykja- nesbæ hafa byggt uppi í heiðinni við Ilafnir frábæra skotaðstöðu, mikla palla sem stinga talsvert í stúf við landslagið, sem er nánast eins og á tunglinu.“ -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.