Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 3
Jlagur-'ðltmtrat Þriðjudagur 27. maí 1997 - 3 F R É T T I R Forsetaframboðið 1996 Barnageðdeild Ólafur Ragnar skuldar Rassvasa- pólitík? enn sautján miHjónir að mundi ekki Engin uppgjöf að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar. „Tekur tíma að Ijúka svona málum.“ Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta ís- lands skuldar 17 milljónir króna. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sagði í gær að hann vissi ekki betur en að ijármálin væru í stakasta lagi og vissi ekki af skuldum í óreiðu. „Við sem tókum að okkur að stýra þessu framboði teljum okkur náttúrlega hafa einhver skilyrði til að ljúka þessu. En Ólafur hefur lagt fé í þetta sjálf- ur og sett eignir sínar að veði,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður í gær. Sigurður sagði að framboðið hefði kostað um 35 milljónir króna. Stuðningsmenn höfðu safnað 12 milljónum króna um það leyti sem kosið var fyrir einu ári. Síðan var farið út í bókaútgáfu og sölu á myndum. Fullur rekstur hefði verið á framboðinu eftir forsetakjörið Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar kostaði um 35 milljónir króna. Enn vantar 17 milljónir upp á að endar nái saman. og verið er að selja bæði bækur og myndir. „Pað er enga uppgjöf á okk- ur að finna. Við þurfum að ldára þetta og gerum það, en það tekur sinn tíma að ljúka svona málum,“ sagði Sigurður. „Fjölmiðlar fjalla alltaf um styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna og forseta- framboða sem einskonar gjafa- fé, ekki út frá því að þarna sé verið að styrkja lýðræðið í land- inu,“ sagði Sigurður. Fulltrúar flestra framboð- anna óskuðu eftir því við fjár- laganefnd Alþingis að ríkissjóð- ur léti niðurfalla virðisauka- skatt vegna kostnaðar við fram- boðin. Á það var ekki fallist. „Það. er aldrei hlustað á svona nokkuð á Alþingi, frekar ef á að búa til nýtt embætti fyrir ráðherra, eða hækka laun þing- manna. Það er alveg ljóst að enginn hefur grætt annað eins á forsetakjörinu og einmitt rík- issjóður,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson. - JBP leysa þenn- an vanda. Þetta er sér- grein en hún situr stundum undir því að aðrir telja Valgerður Baldurs- sig geta haft dóttir- yfidæknir. hana í rassavasanum," segir Valgerður Baldursdóttir, yfir- læknir barnageðdeildar Land- spítalans, um hugmyndir um að fá barna- eða heimilislækna án menntunar á sviði geðheilbrigð- ismála til starfa á barna- og unglingadeildinni að Dalbraut 9. Valgerður hefur sagt upp vegna orða heilbrigðisráðherra og aðstoðarmanns hans um að auknar ijárveitingar til deildar- innar skiluðu sér ekki í bættu starfi. Hún var á leiðinni í ársfrí frá störfum, aðallega vegna óánægju með aðbúnað geðfatl- aðra barna, að hennar sögn, þegar þetta kom fram. „Ég sá mér ekki fært að starfa áfram eftir þessi orð. Þetta leit þannig út fyrir mér sem verið væri að lýsa yfir van- trausti á mig,“ segir Valgerður. Heilbrigðisráðherra og Val- gerður hafa hist nýverið og skv. heimildum Dags-Tímans er ver- ið að skoða innan ráðuneytisins hvort grundvöllur sé á e.k. samkomulagi. BÞ Sjávarútvegur Brynjar Brynjarsson var að gera klárt fyrir málun Torfunefsbryggju í gær. Það er liður í fegrun umhverfis fyrir sjómannadaginn en á Vestfjörðum kann flotinn að stöðvast fyrir sjómannadaginn. Mynd: jhf Flotinn í hættu Vestfirski fiotinn gæti stöðvast um næstu helgi, hafi ekki samist fyrir sjómannadag. Svo kann að fara að vestfirski togaraflotinn stöðvist um næstu helgi þegar hann kemur í land vegna sjómannadagsins. Þótt skipin þurfi ekki að fara til heimahafnar er óvíst hvort þau fái löndun í öðr- um höfnum hafi ekki samist fyrir þann tíma. Samninganefndir at- vinnurekenda og launafólks á Vestfjörðum fengu bæjar- leyfi úr Karphúsinu um miðjan dag í gær. Búist var við að þeir mundu halda áfram óformlegum viðræð- um fram eftir kvöldi. Þá benti ekkert til þess að í far- vatninu væri sáttatillaga fyrir samninganefndirnar eða miðlunartillaga sem fé- lagsmenn verða greiða at- kvæði um. „Við ætlum að athuga hvort þeir séu traustsins verðir,“ sagði Trausti Ágústsson verkfallsvörður í gær. Þá hættu verkamenn að vakta Bessann í Súðavík- urhöfn eftir að þeir höfðu fengið vilyrði frá Frosta hf. að ekki yrði landað úr skip- inu. -grh Reykjahverfí Gífurlegur ávinningur fyrir Þingeyinga Ef rétt verður spilað úr þessu þá er þarna um gíf- urlegan ávinning að ræða fyrir Húsvíkinga og Þingey- inga,“ segir Hreinn Hjartarson, bæjarvekfræðingur og veitu- stjóri á Húsavík, eftir að gríðar- legt magn af heitu vatni fannst á Hveravöllum í Reykjahverfi við borun fyrr í vikunni. Jarðboranir önnuðust bor- arnir fyrir Húsavíkurbæ á þessu svæði en aðeins var farið að bera á vatnsskorti yfir há- veturinn á Húsavík og því ákveðið að heíja leit að meira vatni á svæðinu. Gamla holan sem dugað hefur Húsvíkingum um árabil skilar 44 sek.l. af heitu vatni og er mjög öflug. En nýja holan, sem er um 60 metr- um frá, skilar 100 sek.l. af sjálf- rennandi vatni 130-140 gráðu heitu. „Þetta er tvöföldun á ís- landsmeti miðað við lághita- svæði og miðað við orku telst þetta raunar mikið fyrir háhita- svæði, því holan skilar 50-60 megawöttum," segir Hreinn. Hann segir að enginn hefði átt von á þessum árangri. „Við þurftum að bæta við okkur svona 10 sek.l. þannig að þetta er tíföld þörfin, og menn hefðu verið mjög ánægðir með 20-50 sek.l.“ Þessi orka ætti að duga til að anna þörfum 10.000 manna byggðar, en á Húsavik búa nú 2.500 manns. Að sögn jarðfræðinga er svæðið við Hveravelli jafnstórt og Reykjahlíðarsvæðið í Mos- fellssveit sem talið hefur verið stærsta lághitasvæði í heimi og sá m.a. fyrir 60-70% af þörf Reykvíkinga áður en Nesjavellir komu til sögunnar. „Þetta er það mikið magn að okkur ber skylda til að reyna nýta okkur það og koma í verð, leita til ijárfesta og kanna at- vinnuppbyggingu sem nýtir þessa miklu orku. Það tekur væntanlega nokkur ár, en við þurfum að fara að skoða þau mál í fullri alvöru," sagði Hreinn Hjartarson. js Fáskrúðsfjörður Nýr meirihluti íBúðahreppi Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Búðahreppi á Fáskrúðsfirði. Meiri- hluti var áður skipaður fulltrú- um Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks, en nýr meirihluti er skipaður einum fulltrúa Sjálf- stæðisflokks, Alberti Kemp, sem jafnframt er oddviti; fulltrúa Al- þýðubandalags, Magnúsi Stef- ánssyni og tveimur fulltrúum óháðra, Eiríki Stefánssyni og Eiði Sveinssyni. Minnihlutann skipa framsóknarmennirnir Lars Gunnarsson, Guðmundur Þorsteinsson og Unnsteinn Kárason. Á fyrsta fundi hrepps- ráðs á fimmtudag var Eiríkur Stefánsson kjörinn formaður; varaformaður Magnús Stefáns- son en Lars Gunnarsson situr í hreppsráði sem fulltrúi minni- hluta. Albert Kemp segir að síðustu mánuði hafi farið fram mál- efnavinna milli sjálfstæðis- manna, alþýðubandalagsmanna og óháðra um sameiginlegt framboð, og þegar þeirri mál- efnavinnu lauk nýverið voru að- ilar sammála um að eðlilegt væri að samstarfið hæfist nú þegar einhver reynsla væri komin á það þegar gengið yrði til kosninga í hreppsnefnd vorið 1998. Sveitarstjóri er Steinþór Pétursson. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.