Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 2
|Dagur-®tmrttit 2 - Miðvikudagur 28. maí 1997 Heiti Potturinn Fullyrt er í heita pottinum að forsvarsmönnum nýju tímaritanna Allt, Heimsmyndar og Lífstíls hafi sárnað mjög umfjöllun keppinautanna í nýjasta Mannlífi. Þar er ekki verið að fjalla um tímaritin sem slík eða þá sem að þeim standa, en í blaðinu er ítar- leg grein um fjölmiðlaveldi Jóns Ólafssonar. I einni setningu er talið upp hversu víða í íslenskri fjölmiðlun veldi Jóns teygir sig og nýju tímaritunum skellt með í þeirri upptalningu. Jón Ól- afsson og félagar á Stöð 2 eiga hins vegar ekki krónu í útgáfufyrirtæki nýju tímarit- anna og forsvarsmönnum þeirra þykir ekki gott að vera bendlaðir við fjöl- miðlarisann, enda séu þeir frjálsir og engum háðir. Framkvæmdastjórastað- an í Kísiliðjunni í Mý- vatnssveit barst í tal í heita pottinum, en hún losnaði óvænt þegar Bjarni Bjarna- son var ráðinn fram- kvæmdastjóri Járnblendis- ins á Grundartanga. Ekki þykir ólíklegt að stjórn Kís- iliðjunnar fari nú á stúfana og leiti að góðum manni í stað Bjarna, fremur en að staðan verði auglýst. Þannig hreppti Bjarni víst hnossið segja pottormar. Stjórn Járnblendisins leitaði til hans og bauð honum starfið, án þess að Bjarni hefði neitt frumkvæði í þeim efnum. Þótt deilur hafi gjarnan sett svip sinn á fréttir úr Mývatnssveit, hlýtur framkvæmdastjóra- staðan í Kísiliðjunni að vera með þeim eftirsóttari enda fyrirtækið stórt og stönd- ugt. F R É T T I R Samkeppnisstofnun Bleikt og blátt undir borðið Samkeppnisstofnun og aug- lýsinganefnd ráðgjafa- nefndar samkeppnisráðs hafa snúið sér til Kaupmanna- samtaka fslands og óskað eftir að samtökin komi því á fram- færi við kaupmenn að tímaritið Bleikt og blátt blasi ekki við börnum og ungmennum í versl- unum. Stofnunin bendir á, af gefnu tilefni, að „útstilling tímarits í verslun telst auglýsing" og að í 22. grein samkeppnislaga segi: „Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt mis- bjóða þeim.“ Óskað er eftir að kaupmenn sjái svo um að tímaritum sé ekki stillt út þannig að þau séu í augnhæð ungra barna - ef for- síður þeirra kunna að misbjóða þeim. - JBP - tld Ársins í h»n*iboit* og kðrfytíattx Siguröur Húsnæðiskerfið Yfirklór og kattarþvottur ✓ g vil ekki sitja undir því að vera kallaður falsari eða vera sakaður um að vilja eyðileggja félagslega hús- næðiskerfið," segir Páll Péturs- son, félagsmálaráðherra, sem segir að lítill munur sé á svör- um sínum á þingi um félags- lega kerfið og svörum Ríkis- endurskoðunar um sama mál. Síðasta dag þingsins sakaði Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Jafnaðarmanna, Pál um að gefa rangar upplýsingar um kostnað í félagslega kerlinu í þeim tilgangi að sverta kerfið. Vitnaði Jóhanna í svör Ríkis- endurskoðunar við spurningum sínum. Á blaðamannafundi í vikunni lagði Páll hins vegar fram bréf frá Ríkiendurskoðun, þar sem fram kemur að spurn- ingar þær sem Jóhanna lagði fyrir hana og félagsmálaráð- herra hafi aðeins að hluta til verið þær sömu og þess vegna ekki hægt að bera þær saman. Páll segir að svör Ríkisend- urskoðunar staðfesti sitt mál í öllum meginatriðinn, þótt efnis- tök og viðmiðanir séu mismun- andi í örfáum tilvikum. Pingflokkur Jafnaðarmanna situr hins vegar við sinn keip. í fréttatilkynningu frá honum í gær segir að skýringar ráð- herrans séu aumkunarvert yfir- klór og kattarvottur. Vinnu- brögð ráðherrans eru átalin og því lofað að málið verði tekið upp aftur á Alþingi í haust. -vj Perlan Vel sóttir Bygginga- dagar Um 15.000 manns heimsóttu fyrirtæki á Byggingadögum 1997, sem efnt var til í Perlunni í Reykjavík um helgina. Auk þessa sóttu þúsundir heim þau fyrirtæki sem voru með opið hús, víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu. Byggingadagar voru uð þessu sinni haldnir undir kjörorðunum Hús skulu standa, en þetta var í fyrsta sinn sem efnt var til sameiginlegrar sýn- ingar byggingafyrirtækja. Víðsvegar á höfuðborgarsvæð- inu gátu gestir síðan af eigin raun séð hvernig byggingavör- ur verða til, skoðað íbúðir og hús á ýmsum byggingastigum og fengið ráðgjöf á ýmsum svið- um. Skatturinn Nær helm- ingur í vanskilum Nærri 100 einstakhngar og fyrirtæki hafa fengið að skuldbreyta skattaskuldum sín- um undanfarin 8 ár og námu þær samtals um 369 milljónum króna. Samþykkt var á Álþingi 1988 að heimila fjármálaráð- herra að semja um greiðslur á skattaskuldum, ef hægt væri að tryggja skuldina þannig og ljóst þætti að hún myndi ella tapast. Ríkisendurskoðun ber að gefa umsögn um samninga af þessu tagi og jafnframt að skila. Alls hafa verið gefin út 101 skulda- bréf síðan og eru 51 uppgreidd, 10 í skilum en 40 í vanskilum. Af þeim er búið að afskrifa 22 að fullu eða öllu leyti. Undanfarin ár hefur þeim farið fækkandi sem fengið hafa skuldbreytingu og í fyrra voru þeir aðeins 4 og skuldir þeirra samtals að íjárhæð um 9,5 milljónir króna. Árið 1995 sömdu sex um skuldir að ijár- hæð rúmar 16b milljónir króna, en 1994 voru þeir 14 og skuld- irnar um 48 milljónir króna. Tilkynningaskyldan Metí sjósókn Um 900 skip og bátar tilkynntu sig til tilkynninga- skyldunnar í fyrradag. Það er einn sá mesti fjöldi sem verið hefur sjó á einum og sama deg- inum á þessu ári. í gær var ekki eins gott veð- ur til sjósóknar fyrir smærri bátana og því mun færri sem réru til fiskjar. Um hádegisbil í gær voru um 350 skip og bátar á sjó. -grh TRÉTTAVIÐTALIB Tölur Hafró raska ekki heildarmynd af hagvexti Björn Rúnar Guðmundsson hagfrœðingur hjá Þjóðhagsstofnun Ráðleggingar Hafró um legfi- legan hámarksafla á nœsta Jiskveiðiári koma Þjóðhags- stofnun ekki á óvart, enda eru þter á því róli sem sérfrœðingar stofnunarinnar bjuggust við. Ekki er talið líklegt að þœr kalli á endurskoðun þjóðhagsspár. „Já, þessar tölur eru nálægt því sem við reiknuðum með við gerð þjóðhags- áætlunar síðasta haust. í fljótu bragði gefa tölur þessar frá Hafrannsóknar- stofnun ekki tilefni til þess að við tök- um spána upp og endurskoðum. Auð- vitað getur alltaf skeikað einhverju til eða frá í einstökum fiskitegundum, en tölur Hafró eru ekki á þeim nótum að heildarmyndin í okkar áætlunum rask- ist. Við höfum í langtímaspám einnig gert ráð fyrir 2,5% aukningu í útflutn- ingi sjávarafurða á hverju ári, frá 1998 og fram til ársins 2001. Ég sé á þess- um tímapunkti fátt sem ætti að breyta þeirri spá, þótt forsendur geti auðvitað alltaf breyst." - En nú eru enn ekki komnar tölur um hver verður heildarkvóti á nœstu loðnuvertíð. Geta þœr ekki eitthvað raskað myndinni? „Við höfum nú viljað láta þá óvissu liggja á milli hluta. í sjávarútvegi er alltaf ákveðinn sveigjanleiki, þannig að ef við erum nærri lagi með einhverja heildartölu þá kemur ekki stórlega að sök þótt ráðgjöf Hafró og ákvörðun ráðherra í einstökum fiskitegundum sé alltaf eitthvað lítið eitt minni eða meiri en okkar áætlanir hafa gert ráð fyrir.“ - Þannig að þjóðhagsspá verður ekki endurskoðuð að fengnum tillög- um Hafró? „Ég ætla svo sem ekkert að útiloka það, þótt ég geti ekki svarað því beint. En einsog ég segi þá er þetta nærri því sem við reiknuðum með og þarna kemur ekkert á óvart.“ - En hvernig er útlitið í þjóðar- hagnum að öðru leyti? „Ef við lítum á innflutning og út- flutning þá hefur verið þar viss óróleiki að undanförnu. Strand Vikartinds á Háfsfjöru setti til dæmis innflutnings- statistikina talsvert úr skorðum og það hefur greinilega komið fram í hagtöl- um. Þá höfðu verkföll í vetur sitt að segja í þessu sambandi. Um tekjur af ferðamönnum er erfitt að segja, einsog alltaf er þá hafa þeir verið fáir nú á fyrstu mánuðum ársins. En í ferða- mannageiranum eru ákveðnir óvissu- þættir þessa stundina, efnahagsástand í Þýskalandi hefur oft verið betra en nú og það getur haft áhrif. Þá gerðum við verðbólguspár í vetur þegar nýir kjarasamningar tóku gildi og útkoman þar hefur verið heldur betri en við reiknuðum með. Verðbólgan er núna um 2,0%, en við áttum jafnvel von á því að hún yrði meiri. Er eitthvað megineinkenni í þjóð- arbúskapnum um þessar mundir? „Núna leika stóriðjuframkvæmdir mjög stórt hlutverk í öllum þjóðarbú- skapnum. Pær framkvæmdir eru lykil- atriði og gefa mikla inntekt inn í allt hagkerfið." -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.