Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 28. maí 1997 iDctgur-Œímimt Akureyri Heifbrigðismál Reyksvœði!!!! Reykingamenn kvarta gjarnan um að sífellt sé verið að þrengja að þeim og fækka þeim stöðum sem þeir mega reykja á. í innbænum á Akureyri hefur þessi reykingamaður fundið sér kyrrlátan stað til reykinga, og þar truflar hann enginn - nema Ijósmyndari Dags-Tímans sem átti leið framhjá. Myn&.jHF Starfsfólk með yfirlýsingu Starfsfólk á barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans er óhresst með ummæli heil- brigðisráðherra og aðstoðar- manns hennar í Degi-Tímanum annars vegar og í Morgunblað- inu hins vegar, en liér í blaðinu sagðist ráðherra m.a. hafa orðið fyrir vonbrigðum með- að auka- fjárveitingar til deildarinnar virtust ekki hafa skilað eins miklum umbótum og vonast var til. Starfsfólkið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem því er vísað á bug að aukn- ar íjárveitingar hafi ekki skilað sér. „Þessi málflutningur byggir ekki á staðreyndum og er alvar- legur vegna þess að hann rýrir mjög traust almennings á starfs- mönnum BUGL og starfseminni þar. Hér er einnig alvarlega veg- ið að starfsheiðri okkar af yfir- mönnum okkar í heilbrigðis- ráðuneytinu. Starfsemi BUGL á nú þegar undir högg að sækja vegna aðstöðuleysis og skorts á mannafla og ijármagni.... Þjónustan batnar ekki með órökstuddum ásökunum og full- yrðingum um slæm afköst og skort á gæðum í störfum starfsmanna BUGL,“ segir m.a. í yfirlýsingu starfsmanna. Akranes Hagnaður HB 207 millj. kr. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi var rekið með 207,6 milljóna króna hagnaði á sl. ári. ekstrartekjur námu 3,5 milljörðum króna og rekstrargjöld 2,9 millj- örðum króna og nam hagnaður fyrir afskriftir 590,9 milljónum króna. Á aðalfundi HB sl. laug- ardag var sameining Miðness hf. við Harald Böðvarsson hf. samþykkt og miðast sameining- in við 1. janúar 1997. Hlutafé HB jókst við sameininguna um 304 milljónir króna og nemur nú 1,1 milljarði króna. Öldungar Æfingar íyrir Pollamót hefjast þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30 á íþróttasvæði Þórs. Fyrirtækið rekur tvo frysti- togara, þrjá ísfisktogara, þrjú nótaskip, einn vertíðarbát, tvö frystihús, fiskimjölsverksmiðju, saltfiskverkun og aðra fiskverk- un, auk stoðdeilda á Akranesi og í Sandgerði. Fiskveiðiheim- ildir hins sameinaða félags nema um 24 þúsund þorskígild- um. Hagnaður fyrirtækisins fyrstu þrjá mánuði ársins 1997 var 293,3 milljónir króna og er áætlað að hagnaður ársins Hagnaður fyrstu þrjá mánuði ársins nam 293 milljónum króna og eigin- fjárhlutfallið jókst úr 32,6% í 35,2% á sama tíma. Kvótaeign er 24 þúsund þorskígildistonn. 1997 verði 230 milljónir króna. Eiginíjárhlutfall félagsins í árs- lok var 35,2% og hafði aukist úr 32,6% samkvæmt stofnefna- hagsreikningi 1. janúar 1997. Stjórnarformaður er Eyjólfur Sveinsson, varaformaður Ólafur B. Ólafsson og ritari Matthea Kr. Sturlaugsdóttir. Fram- kvæmdastjóri er Haraldur Stur- laugsson. GG Verslanir verða af viðskiptum við fiski- skip. Ódýrari vörur og minni innkaup. Ekkert verslað í Hnífsdal. Pað hefur aukist í verkfall- inu að fólk hefur óskað eftir því að fá lánað. En við gerum það helst ekki,“ segir Benedikt Kristjánsson, formað- ur Kaupmannasamtaka íslands og kaupmaður í Vöruvali á ísa- firði. Á síðustu dögum hafa kaup- menn þar vestra tekið eftir því að fólk er farið að kaupa mun ódýrari vörur en áður. Þá hafa innkaupin verið í minna mæli en venjulega hjá þeim sem eru í verkfalli. Það bendir til þess að fólk sé farið að hafa varann á sér með kortaviðskiptin vegna óvissu um að geta borgað út- tektirnar um næstu mánaða- mót. Kaupmenn hafa hinsvegar ekki áhyggjur af kortaviðskipt- um kúnnanna vegna þess að bankarnir ábyrgjast greiðslurn- ar. Áhrif verkfalls Alþýðusam- bands Vestfjarða sem staðið hefur á sjöttu viku hafa komið sér afar illa við kaupmenn þar vestra. Þar munar mest um við- skiptin við fiskskipaflotann sem hafa engin verið frá því verk- fallið hófst. í venjulegu árferði er einatt mikið um viðskipti með kost við rækjuskip og önn- ur fiskiskip sem koma til hafnar á ísafirði. Hinsvegar gætir áhrifa verkfallsins ekki í vöru- framboðinu vegna þess að obb- inn af öllum vörum kemur með vöruflutningabílum. Sem dæmi um áhrif verk- fallsins hefur verslun nær alveg dottið niður í útibúi Vöruvals í Hnífsdal. Benedikt Kristjánsson segir að það hafi hvarflað að sér að loka búðinni. í Hnífsdal eru starfrækt þrjú fiskvinnslu- fyrirtæki og hafa þau verið lok- uð í nær sex vikur vegna verk- falls landverkafólks. -grh Benedikt Kristjánsson í Vöruvali: Lánum helst ekki. ísafjörður Ásókn í að fá lánað í búðum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.