Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 5
'<nm ».Q H«.rv«V%».4V..Í.'«Vr _ Miðvikudagur 28. maí 1997 - 5 Stutt & laggott Með byssuna klára Lögreglan á Suðvesturlandi hóf átak á H-daginn svokallaða, sl. mánudag, gegn hraðakstri. Ökumenn reyndust býsna löghlýðnir og verður vonandi svo áfram. Átakið stendur yfir næstu daga og voru þeir vígalegir lögreglumennirnir sem munduðu radarbyssuna í gær fyrir ljósmyndara Dags-Tím- anS. MyndE.ÓI. Mosfellingar fá ódýrara í strætó með SVR Mosfellingar eiga von á glaðningi, - flest bendir til að SVR muni taka við strætisvagnaþjónustu til bæjarins. Verði af því, munu fargjöld lækka til muna og skiptimiðakerfl SVR gagnast Mosfellingum auk sérfargjalda sem SVR býður en AV ekki. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, staðfesti í gærkvöld, að viðræður færu fram um að SVR tæki við af Almennings- vögnum á þessari akstursleið. Málið væri hins vegar ekki frágengið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og borgarstjórn Reykjavíkur. Niðurstöður eiga að liggja fyrir bráðlega. „Þetta er út af fyrir sig ekki stór viðbót fyrir SVR, sem ek- ur 16-18 þúsund kílómetra á dag. Landfræðilega liggur Mosfellsbær betur við SVR en AV vegna þess að leiðakerfí AV að Mosfellsbæ undanskildum er hér í bæjunum fyrir sunnan og tengist aldrei," sagði Lilja. Fargjald með SVR til Mosfellsbæjar mun verða hið sama og innan Reykjavíkur og til muna lægra en hjá AV. Skiptimiða- kerfið nær þá til farþega úr Mosfellsbæ þeim til mikilla hags- bóta. Einnig unglingafargjöld á hálfvirði, en AV tekur fullt gjald fyrir 12 ára og eldri, einnig býður SVR öryrkjafargjöld. Enn frekari útvíkkun leiðakerfis SVR verður síðan þegar og ef Reykjavík og Kjalarnes sameinast. -JBP Geðdeild Landspítalans níræð Haldið var upp á 90 ára afmæli geðdeildar Landspítalans í Reykjavík í gær. Tómas Helgason geðlæknir var meðal þeirra sem héldu erindi en margir komu saman af þessu til- efni og þar á meðal Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra. MyndE.ói. Árlegur ráðherrafundur OECD Dagana 26.-27. maí var haldinn í París árlegur ráðherra- fundur Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Fund- inn sátu utanríkis- og viðskiptaráðherrar, ásamt efnahags- og fjármálaráðherrum stofnunarinnar. Af íslands hálfu sátu fundinn Ilalldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og Friðrik Sophusson, ijármálaráðherra. Á fundinum var rætt um alþjóðaviðskipta- og fjárfesting- armálefni, samskiptin við ríki utan OECD, stækkun þess, framtíðarhlutverk OECD og efnahags- og atvinnumál. Ráðherrarnir áréttuðu að alþjóðaviðskipti og fjárfesting- ar gegna lykilhlutverki við að skapa ný störf, auka fram- leiðni og bæta lífskjör. OECD hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. Ráðherrarnir lýstu yfir ætlun sinni að ljúka fjölþjóðlegum fjárfestingarsáttmála fyrir ráðherrafund OECD 1998. í þessu sambandi lagði utanríkisráðherra m.a. áherslu á mikilvægi sáttmálans fyrir ísland og þess að dregið verði úr ijárfestingarívilnunum þannig að þær verði ekki misnotaðar og hafi þannig áhrif á eðlilega samkeppni. Einnig lagði hann áherslu á að varkárni yrði að sýna varðandi fjárfest- ingar og umhverfismál. Ekki mætti misnota umhverfisvernd í alþjóðaviðskiptum og fjárfestingum. Kópavogur Stúpur búddista eru mikilfengleg- ar byggingar og setja svip á um- hverfið. En Kópa- vogsbúar eru já- kvæðir fyrir nýj- um straumum í byggingarlist. WBaSimÍ! *ssfi : «r j æL. Búddahof í miðjiim bæ? Tveir staðir í Kópavogi koma til greina fyrir Búddahof, - Vatnsendi og svokaliaður Eilífsreitur við Ný- býlaveg, skammt innan við Toyota-mn- boðið, miðsvæðis í bænum. Búddamunk- urinn Phra Bhammananbo Bhikkliu og starfshópur Búddistafélags íslands áttu fund í gær með skipulagsmönnum Kópa- vogs um lóð fyrir lítið hof sem á að rísa í sumar. „Mér finnst þetta spennandi verkefni,“ sagði Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogs í gær. „Mér fmnst þetta falleg bygging og held þetta verði skrautfjöður Búddistar ræða enn við Kópavog og nú um 38 fermetra byggingu með 17 metra turn- spíru. fyrir bæinn og hið besta krydd.“ Búddahofið sem fyrirhugað er að reisa er 38 fermetra bygging á einni hæð með 17 metra hárri og grannri turnspíru. Birgir sagðist ekki hafa mætt nokkr- um manni í Kópavogi sem setti sig á móti byggingu musteris Búdda þar í bæ. Þvert á móti væru menn afar áhuga- samir um framgang málsins. Bæjar- stjórn hefur tekið mjög jákvætt í málið eins og fyrr hefur komið fram í blaðinu. Rætt verður um hofið á fundi bæjarráðs á morgun. -JBP Húsnæði Allt á einum stað Upplýsingaskrifstofa húsnæðismála I haust. Persónu- leg ráðgjöf við húsnæðisleit. ✓ hausti komanda geta borgarbúar í húsnæðis- leit fengið allar upplýs- ingar um helstu leiðir við út- vegun húsnæðis hjá Upplýs- ingaskrifstofu húsnæðismála. Þessi skrifstofa er samstarfs- verkefni Húsnæðisnefndar og Félagsmálastofnunar og er eitt af tilraunaverkefnum borgar- innar sem reynslusveitarfélags. Meðal verkefna skrifstofunn- ar er að veita borgarbúum ítar- legar upplýsingar um leigu- og sölmbúðir á vegum borgarinn- ar, veita upplýsingar um íbúðir fyrir aldraða, öryrkja, náms- menn og um almenn kjör og Ijármögnunarleiðir við útvegun húsnæðis. Síðast en ekki síst mun starfsfólk upplýsingaskrif- stofunnar veita borgarbúum persónulega ráðgjöf um úrræði í húsnæðisvanda með hliðsjón af íjárhagslegum og félagsleg- um forsendum. Þar mun jafn- framt fara fram greiðslumat hjá þeim sem sækja um eigna- eða kaupleiguíbúðir. -grh Styrkur Úthlutun úr Málræktarsjóði Uthlutað hefur verið úr Mál- ræktarsjóði í þriðja sinn. Eftirtaldir umsækjendur fengu styrk: Byggingaverkfræðideild Verkfræðingafél. íslands 400.000 kr, til íðorðasafns byggingaverkfræðinga, Orða- nefnd rafmagnsverkfræðinga- deildar VÍ 400.000 kr. til að greiða fyrir aðstoð íslensku- fræðings, Jón Hilmar Jónsson 400.000 kr. til að gefa út Orða- skrá um stærðfræði, Skýrslu- tæknifélag íslands 500.000 til að gefa út endurskoðað Tölvu- orðasafn, Nefnd um fram- kvæmd í landskeppni í upplestri 200.000 kr. til að gera mynd- band um vandaðan upplestur í skólum, íslensk málstöð kr. 400.000 til færslu orðasafna milli tölvukerfa og gerð orða- skráa vegna undirbúnings staf- setningarorðabókar og Mál og menning kr. 300.000 til endur- vinnslu íðorðaþáttar íslenskrar orðabókar. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.