Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 8
P ■- ^PSS \vm. ^ '"inn\»i-A \;\ (m, „„ 8 - Miðvikudagur 28. mai 1997 MJfpmlD-sípiTU « JUagur-CLtmmn ÞJÓÐMÁL 3Dagur-©tmmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Atvinnuleysi r fyrsta lagi Pað er rétt að taka undir áminningu BSRB um að gleyma ekki atvinnuleysi. Þrátt fyrir uppgang og auk- in tækifæri fyrir vinnufúsar hendur mælist atvinnu- leysi of hátt. Fyrirtækin hafa lært að hagræða og bregðast ekki við betri tíð með að ráða fleira fólk. Svört atvinnustarfsemi jókst án efa í efnahagslægð- inni - og heldur áfram af fullu afli neðanjarðar. Yfir- völd eiga að skera upp herör gegn svartri starfsemi, að hætti Norðmanna, og mun það án efa skapa heil- brigðara umhverfi fyrir vinnuafl og fyrirtæki en nú er - og sýna okkur hvert raunverulegt atvinnuleysi er. í öðru lagi Þá þarf að skilgreina vandann út frá þörfum tiltek- inna hópa, en ekki sem meðaltal meðaltalanna. Stór- ir hópar ungmenna fá ekki nauðsynlega ögun og þjálfun vinnumarkaðarins og því er hætta á að þau verði aldrei vinnuhæf. Tekið skal undir með félags- málaráðherra sem segir hér í blaðinu að þarna þurfi að taka sérstaklega á. Einnig er hlutfallslega stór hópur kvenna atvinnulaus. í báðum tilvikum þarf markvisst að skipuleggja starfsþjálfun og endur- menntun. í raun á ekki að líða langtímaatvinnuleysi - hvorki einstaklingnum að gera ekkert í sínum mál- um, né þjóðfélaginu að koma ekki til móts við hann. þriðja lagi Þá er staðreynd að höfuðborgin virðist vera orðin skjól atvinnulausra hvaðanæva af landsbyggðinni. Þó víða um land sé vinnu að fá, leiða aðrar aðstæður til þess að fólk kýs borgina. Það er hluti af byggðastefnu ríkisvaldsins að knýja borgina til að halda atvinnu- skapandi nýframkvæmdum innan við tiltekið mark - þrátt fyrir að margir borgarbúar séu án vinnu. Á sama tíma taka útlendingar við störfum sem hinir skilja eftir. Grófgerð þjóðfélagsverkfræði af þessu tagi getur leitt okkur í miklar ógöngur. Er það framtíðar- sýnin að vinnuafl frá láglaunalöndum knýji verstöðv- arnar, en atvinnuleysisdraugurinn með sínum félags- legu vandamálavofum ríði röftum í höfuðborginni? Stefán Jón Hafstein. lngAÍtió Á að fara að ráðgjöf Hafró um leyfilegan hámarksafla næsta fiskveiðiár? Bjarni Hafþór Helgason framkv.stj. Útvegsmannafélags Norðurlands S Eg held að mjög eðli- legt sé almennt að fylgja ráðgjöf Hafró í stórum dráttum. Aðrir en starfsmenn stofnunarinnar hafa ekki betri heildarsýn yfir ástand fiskistofna - og vinna þeirra undanfarin ár, ásamt farsælli fiskveiði- stjórnun, virðist vera að skila okkur árangri inn í framtíðina. Magnús Helgason framkv.stj. Gunnarstinds hf. á Stöðvarjirði Það tel ég að eigi að gera, við sjáum hvaða árangur hefur náðst síðustu ár undir leið- sögn Hafró. Hins vegar finnst mér að rækjukvóti hefði mátt vera 5.000 tonn- um minni, miðað við hve mikið hefur veiðst af smá- rækju að undanförnu. Það eru einu athugasemdir mínar. Að vísu er allsstaðar mikil þorskgengd en við verðum að vænta að út- reikningar fiskifræðinga séu réttir. ♦ -♦ Friðrik Guðmundsson framkv.stj. Tanga hf. á Vopnafirði Sjálfsagt er það skyn- samlegt í öllum aðal- atriðum. Hins vegar hefur veiði á til dæmis ufsa verið aðeins helmingur af úthlutuðum kvóta. bæði í fyrra og í ár. En samt er kvótinn skorinn niður, enda þótt náttúruleg friðun hafi átt sér stað. Hið sama má segja um grálúðuna, þótt veiði á henni haíi glæðst að undanförnu. Já, það á að gera. Það hefur sýnt sig að ráð- gjöf fiskifræðinga Haf- ró er réttmæt og gott eftir henni að fara. Sé eitthvað meiri fiskur í sjónum en mælingar leiða f ljós er hægt að veiða hann seinna. Það er allavega betra að veiða minna en meira nú og vera varkár, sé horft til framtíðar. Tímaeyðsla „Ég fer í bíó á tveggja ára fresti og vil engum svo illt að eyða tímanum í slíka fyrirmunun." - Jóhannes Kristjánsson í Vikublaðinu. Offlókið „Þeir sem eru við stjórnvölinn átta sig ekki á hvernig kerfið virkar, það er jú flókið.“ - Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í Al- þýðublaðinu í gær. Mœlirinn fullur „Ég get ekki setið undir því þegjandi að einhver heiðarleg- asti, grandvarasti og réttsýnasti embættismaður Háskóla íslands sé úthrópaður sem hinn versti skúrkur.“ - María Anna Þorsteinsdóttir í Mbl. í gær. Hrópandi rödd „Ég hef í gegnum árin verið eins og hrópandi rödd í eyði- mörkinni í andstöðu minni við kvótann en nú sýnist mér að skilningur á málinu hafi vaxið og við munum fara alveg út úr kvótakerfinu og fara inn í afla- marks- eða stýrikerfi.“ - Jóhann Ársælsson f Vikublaðinu. Kvóti í maga „Ég kannaði það í fyrrasumar hvað ég mætti veiða. Mér var þá sagt að ég mætti veiða það sem fjölskyldan gæti étið.“ - Sigurður Brynjólfsson í DV í gær. Skyldi Jeltsin verða fullur? Bandarísk sjónvarpsstöð sýndi um daginn þátt frá íslandi í ríkissjón- varpinu okkar. Frést hefur að út- sendingin hafi einnig verið send út í Am- eríku. Uppistaðan í prógramminu var fólk sem er viðloðandi varnarliðið, hvernig það skemmti sér á íslandi og kveðjur til ættingjanna heima. Hráslaga- legt blátt lón og bæklingafróðleikur um víkinga var einnig vel kynnt í ríkissjón- varpinu af amerískum fréttamönnum. Einna bitastæðastur var fróðleikur um íslendingaþætti Dags-Tímans og minn- ingagreinaskrif íslenskra blaða og svo auðvitað um okkar sérstæðu símaskrá. Búið var að safna talsverðu efni um íslenska menningu en þegar til kom var hún ekki áhugaverð í augum þátta- stjórnenda. -Þessi þáttur var hvorki verri né betri en urmull slíks sjónvarpsefnis sem sí- fellt er verið að skutla upp í ljósvakann um víða veröld. En hann gefur svolitla innsýn í hvernig upplýsingar eru mat- reiddar í öflugustu íjölmiðlum heims. Ríkissjónvarpið tvísýndi hvaða augum íjölskyidur varnarliðsmanna h'ta ísland og nú vita nokkrar milljónir Ameríkana að þær hafa það nokkuð gott hérna hjá okkur og að það er gott og gaman að baða sig í Bláa lóninu. Þetta er kölluð ómetanleg íslandskynning. Skömmtuð heimsmynd Heimsfréttirnar svokölluðu beinast ein- lægt að einhverju tilteknu efni eða landi hverju sinni og á meðan gerist ekkert annað markvert í veröldinni. f gær voru Rússar teknir undir verndarvæng Nató og skrifað var upp á samninga um gagn- kvæma öryggisgæslu til þess að nokkur fyrrverandi komma- ríki fái að gerast með- limir án þess að gömlu heimsvaldasinnarnir ærist og hóti stríði. Munu allir ljúka upp einum munni að þetta séu merk tíðindi. Hins vegar berast stopular fréttir af því að Natóríkið Tyrkland hefur gert innrás í ríki utan áhrifasvæðis Nató og er komið með vel vopnað herlið hundr- uð km inn í landið. Þar herja þeir á Kúrda sem Bandaríkjamenn vernda með lofther sínum fyrir árásum íraks- hers. En sú vernd nær ekki til herhlaups Natóríkisins inn í írak. Af þessu hefur ekki nokkur Natóleið- togi áhyggjur en fagna samningum við Rússa í skálaglaumi Parísarborgar. Þar verða „heimsfréttamennirnir“ líka og munu fylgjast grannt með því hvort Jelt- sín drekkur sig fullan eða hvort karhnn er kominn í bindindi. Upplýsingaskömmtun Engin tíðindi berast úr Austurlöndum nær nema af ósamkomulagi Palestínu- manna og ísraela en þaðan eru óspektir götustráka tíundaðar óspart, hvað þá aðrar uppákomur. f Róm- önsku Ameríku er spilaður fótbolti og þar viðrar misjafnlega á kaffibaunir. í Afríku gefur Mandela yfir- lýsingar, sem öllum ber saman um að séu stórfenglegar, og lönd eru hreinsuð af þjóðflokkum og einn tyraninn tekur við af öðrum. í Afganistan duttu strangtrúaðir Talebanar ofan úr skýjunum og hafa nú allt landið á sfnu valdi og eru farnir að ógna fyrrum sovétlýðveldum. Stórveldi Asíu deila hart um eyjar og landamerki og kommarnir í Norður-Kóreu eru á góðri leið með að svelta þjóðina í hel. Þeir eru sannarlega verðugir arftakar hungurmeistaranna Stalíns og Maós, sem löngum hafa verið mikils metnir af intel- ígensíum Vesturlanda. Þær heimsmyndir sem streyma stöð- ugt um upplýsingaþjóðfélögin eru yfir- leitt einhliða og oftar en ekki varla ann- að en túlkanir fréttahauka stórveldanna á þeim atburðum sem þeim þóknast að heiðra með nærveru sinni. Borgarastríð í Týrklandi og innrás Tyrkjahers í annað ríki telst ekki til tíðinda á þeim bæjum. Á meðan leiðtogar Natóríkja og þeirra nýjustu bandamenn, Rússar, skála og dáðst að eigin stjórnvisku, hafa þeir eng- ar áhyggjur af því að eitt meðhmaríkja hefur gert innrás í illa þokkað araba- land. Það er kannski skiljanlegt að pólit- íkusar leiði shk smáatriði hjá sér. Hitt er undarlegra að fréttamiðlar gera það líka. Stundum veltir maður fyrir sér hvaða upplýsingar það eru sem upp- lýsingaþjóðfélögin miðla. Kannski síst þær sem mestu máli skipta. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.