Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 9
 PJÓÐMÁL -Miðuikudagur 28. maí 1997 - 9 ' -> vc Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar fólks í atvinnuleit, telur að róttækra úrbóta sé þörf til að stemma stigu við atvinnuleysi. MyndE. ói. Skýlaus réttur allra að hafa atvinnu Björn Þorláksson skrifar Idag er evrópskur baráttu- dagur gegn atvinnuleysi þar sem verkalýðshreyf- ingin í allri Evrópu sameinast um eina kröfu: Að baráttan gegn atvinnuleysi verði eitt af meginmarkmiðum ríkis- stjórna álfunnar. Sigríður Kristjánsdóttir er fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar fólks í atvinnuleit en henni finnst míða hægt til úrbóta. „Það þarf að taka mun markvissar á þessu vandamáli og finna sértækar úrlausnir til að allir geti fengið vinnu við sitt hæfi. Sá er réttur fólks skv. mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna og það myndi t.d. hjálpa til að lækka vinnuvikuna niður í 36 tíma,“ segir Sigríður. Konurnar útundan Ekki hefur verið staðið við að minnka atvinnuleysið jafnmikið og um var rætt að mati Sigríðar. í apríl í fyrra var atvinnuleysi 5% á landsvísu en er 4,7% í dag. „Þetta er ekki stórkostleg breyting. Á höfuðborgarsvæð- inu er atvinnuleysi 5,2% núna og töluvert langtímaatvinnu- leysi. Þá má einnig benda á að atvinnuleysi ungs fólks er ekki alltaf mælanlegt, þar sem margt ungt fólk er ekki á skrá.“ Sigríður er ennfremur ósátt við hve lítið er talað um þetta vandamál og telur fyrirhugaðar framkvæmdir í atvinnusköpun vera einkum körlum til góðs. „Hér á höfuðborgarsvæðinu er um 6,6% atvinnuleysi hjá kon- um á móti 4,1% karla, hlutföllin hafa breyst mikið á imdanförn- um árum. Eldri konur eru margar án vinnu og fólk, aðeins um fimmtugt og eldra, segir okkur að það sé vonlítið að finna sér vinnu.“ Engin leti Sigríður segir engan vafa á því að atvinnulausir vilji vinna, en stundum heyrast raddir í þjóð- félaginu sem draga slíkt í efa. „Ég skil ekki ef einhver breyt- ing hefur átt sér stað á sl. 5-6 árum þannig að íslendingar séu orðnir svo latir að þeir nenni ekki að vinna. Við vorum þekkt fyrir að vinna allan sólarhring- inn þegar þensla á vinnumark- aði var hvað mest. í öllum þjóð- félögum sem bjóða upp á fé- lagslega þjónustu fyrir atvinnu- lausa er rætt um að um 0,5- 0,7% nýti sér þetta kerfi og það eru einmitt tölurnar sem voru hér fyrir utan árstíðabundið at- vinnuleysi. En það er ansi harkalegt að álíta að um 6% þjóðarinnar nenni ekki að vinna.“ Fólk brotnar niður Burtséð frá því hvaða tæki stjórnvöld hafa til að auka at- vinnu þá finnst Sigríði sem lítið sé hlúð að þeim sem eru án vinnu. „Hér þarf stórátak til, því fólk missir oft gjörsamlega sjálfstraustið. Við sjáum það t.d. oft hér að ýmisskonar nám- skeið geta verið fyrsta skrefið til að fá fólk út á meðal al- mennings og hafa mjög mikið að segja. Margir hafa ekkert við að vera á daginn, vinirnir eru að vinna og fólk framkvæmir ekkert af því sem menn gera t.d. í fríum. Hér finnst mér vanta reglugerðir um hvernig hægt væri að vinna upp sjálfs- traust þessa fólks. Sjálfsstyrk- ingarnámskeið hafa haft ótrú- lega þýðingu fyrir fólk. Sumir þurfa að fara til fagfólks en það er dýrt, kostar t.d. rúmlega 4000 kr. hjá sálfræðingi." Allir í kaffi Störf skrifstofunnar eru einkum að taka á móti fólki og veita ýmsa ráðgjöf. Einnig eru haldin námskeið sem fyrr segir, bæði bókleg og verkleg og tekið á móti fólki með ýmis vandamál og þá reynt að vísa þeim til fag- aðila er á þurfa að halda. „Eg vil hvetja alla þá sem lesa Dag- Tímann að koma í dag og kynna sér starfsemi okkar. Hér alltaf heitt á könnunni og góður andi,“ sagði Sigríður að lokum. Ráðstefna í dag ✓ Itilefni dagsins mun Al- þýðusamband fslands boða til ráðstefnu um starf ASÍ að alþjóðamálum í húsi ASÍ að Grensásvegi 16A og stendur stefnan frá kl. 9.00 í dag til hádegis. Þar mun Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, m.a. svara spurningum vegna baráttudagsins og eru allir velkomnir. BÞ Skortur á vinnu- aíli um allt land Páll Pétursson félagsmálaráð- herra: Atvinnuleysi fer blessunar- lega minnkandi. Upp úr 1990 óx atvinnu- leysi verulega og komst upp f um 7% þegar mest var. Heldur hefur dregið úr að undanförnu og er Páll Pétursson félagsmálaráð- herra þokkalega sáttur við þróunina og hvernig félags- legi geirinn sinnir þessum málafiokki. Hann bendir á ný- breytni eins og vinnuklúbba í félagi við Reykjavíkurborg, átaksverkefni og fleira sem hafi gefið góða raun en ráð- herra telur einnig að skortur sé á vinnuafli um allt land. „Sem betur fer hefur at- vinnuleysið farið minnkandi á undanförnum mánuðum og horfurnar eru bjartari en fyrr. Skráð atvinnuleysi er þó allt of mikið en það verður að hafa í huga að í þeim tölum eru líka þeir sem fá hlutabætur. Það er ekki gerður greinarmunur á þeim sem eru alveg atvinnu- lausir og hinum sem eru í hlutastarfi sem eru í kringum 1000 alls,“ segir Páll. Hann bendir jafnframt á að mjög mikil eftirsókn sé þessar vikurnar í að flytja inn vinnuafl, jafnt á landsbyggðinni sem og höfuðborgarsvæðinu. „Það virð- ist þannig um allt land að skortur sé á vinnuafli.“ Útlendingum fjölgar Fram til þessa hefur erlent vinnuafl fyrst og fremst nýst í fiskvinnslu hérlendis en margt bendir til að fólk frá t.d. Skand- inavíu sé nú að sækja í t.d. ferðaþjónustu og hafa hótel í Reykjavík nýverið auglýst í Sví- þjóð eftir vinnuafli. Um þetta segir félagsmálaráðherra að íbúar á Evrópska efnahags- svæðinu þurfi ekki atvinnuleyfi heldur hafi þeir sama rétt til vinnu og hér. „Ef við áætlum að núna séu um 4.500 manns al- veg án vinnu þá koma senni- Iega á móti um 2000 útlending- ar sem eru að störfum. Upp undir 1500 hafa fengið leyfi frá félagsmálaráðuneytinu og til viðbótar koma þeir sem eru frá Evrópska efnahagssvæðinu." Unga fólkinu sinnt En hjá hvaða hópum stingur at- vinnuleysi sér niður? Er t.d. at- vinnuleysi meðal menntaðs fólks viðvarandi á íslandi? „Ég hef ekki nákvæma sýn yfir það. Mesta áhyggjuefnið er atvinnu- leysi ungs fólks sem er nokkurt. Hugmyndin með nýrri löggjöf um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnuleysistryggingar er að koma nú sérstaklega til móts við þennan hóp og reyna að rjúfa þann vítahring sem lang- tímaatvinnuleysi er. Ákvæðin hljóða upp á að þeir sem eru búnir að vera 10 vikur á bótum fái svokallaða starfsleitar-, menntunar- eða þjálfunaráætl- un og verður þá borgað fyrir að leita sér að vinnu, þjálfa sig til starfa eða mennta sig.“ Páll vill ekki segja til um úr hvaða um- hverfi eða hvernig hinn dæmi- gerði atvinnulausi einstaklingur sé, en segir þó að verulega stór hluti þessa fólks hafi aðeins klárað grunnskóla. „í nágrannalöndun- um myndu þeir ekki tala um þetta sem atvinnuleysi.“ Góðir miðað við hin löndin Þrátt fyrir að ýmislegt bendi til að skráð atvinnuleysi upp á 4- 6% sé komið til að vera þá met- ur félagsmálaráðherra sem svo að íslendingar séu nokl ð vel settir. „Ef við berum okkur saman við löndin í kringum okkur þá stöndum við mjög vel. Á Evrópska efnahagssvæðinu myndu þeir ekki tala um þessar tölur sem atvinnuleysi og í Evr- ópusambandinu er meðalat- vinnuleysi um 10-12%. Finnar eru t.d. með 25% atvinnuleysi.“ - Hvernig ætlar Páll að verja baráttudeginum gegn atvinnu- leysi í dag? Hann gerir ráð fyrir að vinna eitthvað í ráðuneytinu eins og hann orðar það en ætl- ar hann að rétta atvinnuleys- ingjum dúsu í tilefni dagsins? „Ég hef hana ekki handbæra.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.