Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 10
rno r O €’ * 10 - Miðvikudagur 28. maí 1997 HaguÆimtmt Klárhestar efstír í ötíum fíokkum stóðhesta HESTA- MÓT Kári Arnórsson Héraðssýning kynbóta- hrossa í Kjalarnesþingi fór fram um síðustu helgi. Dómar höfðu staðið yflr frá þriðjudegi. Alls hlutu fulln- aðardóm 25 stóðhestar og 1342 hryssur. Auk þess voru allmörg kynbótahross dæmd fyrir sköpulag og nokkrir geldingar komu í dóm sem afkvæmi. Fjórir stóðhestar 6 vetra og eldri náðu yfir 8 og þar af fékk Kappi frá Hörgshóli 8,35 í aðal- einkunn. Kappi er undan Mími Hervarssyni frá Ytra-Skörðugili og Baldursbrá frá Hörgshóli sem komin er út af Baldri frá Syðri-Brekkum. Þetta er skín- andi fallegur hestur enda með 8,33 fyrir byggingu og enga ein- kunn undir 8. Mímir faðir hans fékk slaka einkunn fyrir fóta- gerð en Kappi hiýtur þar 8 og hefur hækkað um einn heilan frá því hann var 5 v og einnig hækkað fyrir réttieika. Fyrir hæfiieika hlaut Kappi 8,37 skeiðlaus, sem er mjög góð ein- kunn. Hann fékk 9,5 fyrir stökk og 9 fyrir töft, viija og fegurð í reið. Þetta er afskaplega álitleg- ur hestur. Annar í röð var Ferill frá Hafsteinsstöðum undan Otri frá Sauðárkróki og Litlu-Toppu frá Hafsteinsstöðum. Þarna er á ferðinni mikill ganghestur með 8,59 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir stökk og vilja. Byggingin er síðri en þar fær hann 7,73; að- aleinkunn 8,16. Hann hefur hækkað mikið frá því hann var dæmdur 5 v gamall en þá fékk hann 7,55 fyrir byggingu og 8,19 fyrir hæfileika. Þriðji hesturinn var Sjóli frá Þverá undan Sólon frá Hóli og Dimmalimm frá Sleitustöðum. Hann lækkar nú verulega fyrir byggingu úr 8,13 í fyrra í 7,80 nú. Réttleikinn lækkar úr 8,5 niður í 7,5 og hófar úr 9.2 niður í 8. Fyrir hæfileika fær Sjóli 8,49. Þar af 9,5 fyrir stökk og 9 fyrir skeið og vilja; aðaleinkunn 8,14. Otkell frá Tóftum var íjórði í röðinni með 8,13 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir fótagerð og 7,87 fyrir hæfileika. Hann er undan Otri frá Sauðárkróki og Fagur- jörp frá Tóftum sem á ættir að rekja til Laugarvatns. I aðalein- kunn hlaut Otkell 8,00. Með sömu byggingareinkunn var Stígandi frá Síðu sem er undan Klið Þáttarsyni frá Miðsitju og Aldísi frá Kýrholti. Fyrir hæfi- leika fékk Stígandi 7,64; aðal- einkunn 7,88. Glæsir frá Litlu- Sandvík sonur Gusts frá Sauð- árkróki og Kátínu frá Stóra-Hofi er ágætur klárhestur með 7,98 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir bak og lend og 7,77 fyrir hæfi- leika skeiðlaus; aðaleinkunn 7,87. ísak frá Eyjólfsstöðum bætti stöðu sína ekkert, fékk í Hestagullið Kringla frá Kringlumýri. Knapi Sigurður Sigurðarson. aðaleinkunn 7,87. Talsvert mis- vægi var í einkunn hjá mörgum hestunum. Sumir fengu góða byggingareinkunn en lélega hæfileikaeinkunn og svo öfugt svo aðaleinkunn var lág. Toppur með tvo góða syni í 5 vetra flokknum var efstur klárhestur eins og í 6 v flokkn- um. Þar fór með sigur af hólmi Stirnir frá Syðra-Fjalli í Aðal- dal. Hann hlaut 8,10 fyrir bæði sköpulag og hæfileika. Hann fékk 9 fyrir hófa og 9 fyrir tölt. Þetta er velgerður hestur und- an Safír frá Viðvík og Árdísi frá Árbakka sem er dóttir Sokka frá Kolkuósi. Þetta er annar hesturinn undan Safír sem fær 9 fyrir tölt á þessu vori. Geisli frá Reykjavík undan Toppi frá Eyjólfsstöðum og Mánadís frá Reykjavík var annar og fékk 7,85 fyrir byggingu og 8,35 fyrir hæfileika; þar af 9 fyr- ir stökk; aðaleinkunn 8,09. Geisli er sammæðra gæðingshryssunni Hrafndísi frá Reykjavík sem stóð næst efst á landsmótinu 1994. Sindri frá Högnastöðum und- an Orra frá Þúfu og Gerplu frá Högnastöðum hlaut jafnar eink- unnir, 8 fyrir sköpulag og 8,11 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 8,06. Þetta er nokkuð vel gerður hestur en heldur þungur fram. Einn hestur í viðbót náði yfir 8 en það var annar Toppssonur Tónn frá Torfunesi í S-Þing. Móðir hans er Dís frá Hólum undan Þætti frá Kirkjubæ. Þessi hestur hlaut 8,23 fyrir byggingu og þar af 9 fyrir bak og lend og samræmi. Fyrir hæfileika fékk hann 7,83 skeiðlaus; aðalein- kunn 8,03. Toppur virðist nú vera að sanna gildi sitt. Hann átti líka eina góða hryssu í dómi. Skúmur frá Mosfellsbæ fékk 8,06 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir vilja en bygging hans er afleit 7,43 og virðist hann sækja hana mikið í móður sína Lömbu Flosa- dóttur frá Lamleiksstöðum. í þessum flokki voru 6 hestar byggingadæmdir og náði eng- inn sérstakri einkunn. Afburðagóð hæfileikaeinkunn f flokki 4ra vetra stóðhesta var í fyrsta sæti Huginn frá Bæ í Strandasýslu. Huginn er undan Otri frá Sauðárkróki og Fiðlu frá Kirkjubæ sem er undan Öngli og Brúnkollu frá Kirkjubæ. Hann hlaut í einkunn fyrir hæfileika 8,24 skeiðlaus sem er feiknagóð einkunn hjá 4ra vetra fola. Fyrir tölt, brokk og vilja hlaut hann 9. Þetta er afar rúmur hestur og með þróttlegar hreyfingar. Bygg- ingin er hins vegar ansi slöpp en þar fékk hann 7,60 og það gróft höfuð og mikill háls sem dregur hann niður svo og slök fótaeink- unn. Þessi foli á þó vafalaust eft- ir að bæta sig í byggingu eins og mörg Otursafkvæmi gera með auknum þroska eins og dæmið hér að framan sýnir með Feril frá Hafsteinstöðum. Markús frá Langholtsparti undan Orra frá Þúfu var í öðru sæti. Hann hlaut í bygg- ingu 8,05 og fyrir hæfileika 7,69, þar af 9 fyrir stökk. Þetta er lítið taminn foli og nær skeiðlaus ennþá. Móðir hans er Von frá Bjarnastöðum og því er Mark- ús mikið skyld- leikaræktaður því Von er und- an Hraunari Hrafnkötlusyni frá Sauðárkróki og Orri undan Otri hálfbróður Hraxmars. í þessum flokki voru 11 folar byggingadæmdir og stóð þar efstur Seifur frá Efra-Apavatni með 8,40 fyrir byggingu, þar af 9,5 fyrir höfuð og 9 fyrir háls og herðar og fyrir bak og lend. Sveifur er stórættaður, undan Stíg frá Kjartansstöðum og móð- irin er Freyja frá Efra-Apavatni Kjarvalsdóttir og Hrafnhetta móðir hennar undan Hrafni frá Holtsmúla. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Sveifi gengur að halda þessari einkunn með auknum þroska. Annar hestur líka stór ættaður, Kor- mákur frá Kjarnholtum, sonur Svarts frá Unalæk og Glókollu frá Kjarnholtum hlaut hka góðan byggingadóm 8,20 allt jafnar einkunnir. Þetta er annar fjög- urra vetra folinn sem kemur til dóms undan Svarti í vor og fær góða byggingareinkunn. Það lof- ar góðu. Þriðji folinn sem fékk 8 fyrir byggingu var Loki frá Hofi í Áustur-Skaft. Hann er undan Gný frá Hrepp- hólum og Þokkadís frá Hala sem er dóttir Þokka frá Garði. Hann hefur eins og Kormákur jafn- ar einkunnir. Sex hestar til viðbótar fengu þokkalega einkunn. Heillaði menn upp úr skónum Af hryssunum voru tvær efstar og jafnar Son- netta frá Sveinatungu og Hátíð frá Hóli II. Báðar þessar hryssur voru með svipaðar einkunnir, Sonnetta með 7,93 fyrir bygg- ingu og 8,27 fyrir hæfileika. Allt jafnar einkunnir; aðaleinkunn 8,10 og Hátíð með 7,95 fyrir byggingu og 8,24 fyrir hæfileika, þar af 9,5- fyrir skeið; aðaleink- unn 8,10. Sonnetta er undan Mars frá Litlabergi Borgljörðssyni og Fúgu frá Sveinatungu sem er undan Gusti frá Sauðárkróki. Hátíð er undan Glað frá Sauðár- króki og Drífu frá Stóra-Sand- felli. Þriðja hryssan var Kringla frá Kringlumýri í Skagafirði dótt- ir Feykis frá Hafsteinsstöðum og Snældu frá Kringlumýri. Kringla er orðin 10 vetra gömul en var þó það hross á þessari sýningu sem heillaði fólk hvað mest. Hún er klárhryssa með 8,59 fyrir hæfileika og aðeins tvær klár- hryssur sem fengið hafa hærri einkunn, Alísa frá Vatnsleysu 8,60 og Kórína frá Tjarnarlandi 8,61. Kringla fék 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9 fyrir brokk, stökk, og vilja. Fyrir geðslag fékk hún 8,5 en hærri einkunn er ekki gefin þar. Maður hafði það á til- finningunni að hvergi væri ofgef- ið. Byggingareinkunnin er hins vegar slök. Fótagerðin er slök og samræmið. Aðaleinkunn Kringlu er 8,09. Ösp frá Strönd á Rang- árvöllum undan Degi frá Mos- fellsbæ og Skessu frá Strönd er prýðisgóð hryssa með 8 fyrir byggingu og 8,09 fyrir hæfileika skeiðlaus, þar af 9 fyrir stökk og vilja; aðaleinkunn 8,04. Tinna frá Akureyri undan Garði frá Litla- Garði og Von frá Akureyri fékk 8,02 í aðaleinkunn, 7,65 fyrir byggingu og 8,39 fyrir hæfileika, allt jafnar einkunnir. Sex hryssur til viðbótar fengu yfir 7,90, Pæja frá Stóru-Ásgeirsá undan Eldi frá Stóra-Hofi með 7,98, Perla frá Ölvaldsstöðum á Mýrum und- an Kjarval með 7,98, Syrpa frá Litla- Bergi undan Baug frá Fjalli með 7,96 þar af 9 fyrir vilja, Orða frá Víðvöllum fremri undan Orra frá Þúfu með 7,96 þar af 9,5 fyrir hófa og 9 fyrir fegurð í reið, Hylling frá Korpúlfsstöðum undan Hrafni frá Hrafnhólum með 7,94 og Gáta frá Þingnesi undan Oríon frá Litla-Bergi með 7,91 þar af 9 fyrir vilja og fegurð í reið. Alls voru fulldæmdar 98 hryssur í þessum flokki. Einstök fegurð í reið í 5 vetra flokknum fór aðeins ein hryssa yfir 8 en það var Gnótt frá Dallandi. Hún er undan Orra frá Þúfu og Grósku frá Sauðár- króki sem er dóttir Gnóttar frá Sauðárkróki og Feykis frá Haf- steinsstöðum. Fyrir byggingu fékk Gnótt 8,30 þar af 9 fyrir hófa og fyrir hæfileika 7,89 skeiðlaus. Fyrir fegurð í reið fékk hún 9,5 og nánast að manni fyndist hún eiga að fá 10 svo fal- lega bar hún sig. Næst henni var svo Isbjörg frá Ólafsvík undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Rjúpu frá Steðja með 7,63 fyrir byggingu og 8,23 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,93. í þriðja sæti var Von frá Mýrdal II á Snæfells- nesi líka undan Kolfinni með 7,91 í aðaleinkunn. Móðir henn- ar er Nellý frá Mýrdal. Fjórða hryssan Dimma frá Kollugerði er undan Toppi frá Eyjólfsstöðum hryssa með jafnar og góðar ein- kunnir; aðaleinkunn 7,86 skeið- laus en með 8 fyrir byggingu. Duld frá Víðivöllum fremri und- an Otri og Maddonnu fékk í að- aleinkunn 7,84 þar af 7,97 fyrir hæfileika skeiðlaus og 9 fyrir fegurð í reið. Aðrar hryssur voru fyrir neðan 7,80 en Toppur átti þar allgóða hryssu Bylgju frá Skollagróf með 7,79 í aðaleink- unn. Fulldæmdar í þessum flokki voru 25 hryssur og voru 14 eða 56% sem ekki náðu 7,50 sem er lélegt. Sjö hryssur voru bygg- ingadæmdar og stóð þar efst Þokkadís frá Laugavöllum í Borgarfirði með 7,95. Margar hefðu mátt bíða í 4ra vetra hópnum náði engin hryssa yfir 7,90. Efst var Nótt frá Hlemmiskeiði undan Orra frá Þúfu með 8,21 fyrir hæfileika en byggingin afleit 7,55; aðaleink- unn 7,88. Gæska frá Fitjum í Kjós sem er undan Stíg frá Kjart- ansstöðum fékk 8,13 fyrir bygg- ingu en 7,43 fyrir hæfileika; að- aleinkunn 7,78. Þriðja varð Spóla frá Stóra- Ármóti undan Tigli Glúmssyni frá Kirkjubæ með 8 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir bak og lend en fyrir hæfileika 7,53; aðaleinkunn 7,76. f þessum flokki voru fulldæmdar 9 hryssur og innan við helmingur þeirra náði yfir 7,50. Flestum þessara hryssna lá ekkert á í dóm. Sex hryssur voru byggingadæmdar og fékk þar hæsta einkunn Gola frá Miðengi í Grímsnesi undan Boða frá Gerðum, einkunn 7,75. Miðað við sýninguna í fyrra þá eru einkunnir ekki mjög frá- brugðnar en hrossin voru þá fleiri einkum í elsta flokki, enda fjórðungsmót þá á Suðurlandi. Fullnaðardóm fengu nú 157 hross og til viðbótar voru 45 hross byggingardæmd. Dómar- ar voru Kristinn Hugason og Guðlaugur Antonsson. Að lokum er spurt: Hvenær kemur að því að sýningarmenn kynbótahrossa verði skyldaðir til að nota hjálm. Eru menn búnir að gleyma því sem gerðist á Gaddstaðaflötum í fyrra? Stimir frá Syðra-Fjalli, úrvals klárhestur. Knapi Sigurð- ur V. Matthíasson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.