Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 12
T Ilagnr-CLtmmn Veðrið í dag mmmmmmi^^m^mmmmmmmm Miðvikudagur 28. maí 1997 mmm mm kæli- og frystiskápar Verð frá kr. 34.100 , 2 KAUPLAND KAURANGI Sími 462 3565 ■ Fax 461 1829 0 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfm- á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Suðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða súld um vestanvert landið, en þurrt að mestu um landið austanvert. Síðdegis bætir heldur í vind vestanlands. Hiti 6-15 stig. I Þ R 0 T T I R HANDBOLTI • HM í Kumamoto Róbert Julian Duranona sýndi og sannaði að hann á nóg inni þegar mikið liggur við. Á lokakaflanum gegn Norðmönnum var hann hreint stórkostlegur. Mynd: BG Frábær innkoma Guð- mundar og Duranona Breyttur varnarleikur og frábær inn- koma Guðmundar Hrafnkelssonar og Róberts Julian Duranona áttu stóran þátt í sigri íslenska landsliðsins á Norð- mönnum í gærmorgun. Það tók íslenska lið- ið fjörti'u mínútur að finna svar við frískum Norðmönnum, en eftir það var aldrei spurning hvort liðið átti skilið sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Patrekur Jóhannesson átti skínandi dag í sókninni í fyrri hálfleik, en eftir að íslenska vörnin færði sig aftar byrjaði að ganga betur hjá liðinu og Guðmundur varði meistaralega. Duranona hrökk í gang í lokin, en greinilegt var að aukin mótspyrna íslenska hðsins dró allar vígtennurnar úr norska liðinu. Leikurinn í gærmorgun var ekki sérlega vel leikinn, mistökin hjá íslenska liðinu voru mýmörg framan af og vörnin virtist mjög stöð á meðan að Norðmenn fengu að trítla óáreittir um línuna og í hornunum. Það virtist taka íslensku leikmennina lang- an tíma að átta sig á sóknarkerfum Norð- manna, en þegar þeir kveiktu á perunni, fóru leikmenn að ganga inn í sendingar og ná hraðaupphlaupum. Lokatölurnar urðu 32:28, semsagt góður sigur þrátt fyrir mikið basl framan af. Norska liðið fékk slæma gagnrýni „Grjótkastararnir frá eldljallaeyjunni tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum með góðum síðari hálfleik, þar sem leikur norska liðsins hrundi,“ sagði norska Aften- bladet um leik fslands og Noregs, þar sem ísland tryggði sér sigurinn með því að skora átta af síðustu tólf mörkum leiksins og tryggja sér sigurinn. „Fyrstu fjörutíu mínúturnar af þessum ótrúlega leik spilaði norska liðið vel, en gamlar syndir sáu til þess að hðið kastaði frá sér öruggu þriggja marka forskoti, Tæknifeilar, staðnað kerfisspil í sókninni og veik vörn veldur því að liðið þarf að taka fyrsta flug heim,“ sagði Aftenbladet og þjálfari Norðmanna, Harald Madsen, fær á baukinn hjá blaðinu. Sagt að hann hafi ver- ið alveg ráðlaus og bent er á það að tvívegis þegar íslensku leikmennirnir voru færri á vellinum, hafi þeim gengið betur að skora en Norðmönnum. Ráðning þjálfarans, sem er með samning til aldamóta, hafi ráðist af vinatengslum hans innan norsku hand- boltaforystunnar. I lokin er sagt frá því að innan Ijórtán daga verði það gleymt að „litla ísland“ með sína 270 þúsund íbúa og miklu minni efna- hagsúrræði, hafi verið oíjarl norska liðsins á flestum sviðum. Gamlir félagar Tveir leikmenn íslenska landsliðsins, þeir Róbert Julian Duranona og Björgvin Björg- vinsson, mæta gömlum félögum í leiknum gegn Ungverjalandi á morgun. Tveir lykil- manna ungverska liðsins eru þeir Zoltan Vergendi og Joseph Eles sem léku með Fo- tex Vesprém, sem lagði KA-menn að velli í Evrópukeppni bikarhafa í vetur. Búast má við því að róðurinn verði erfiður hjá ís- lenska liðinu, en möguleikar á sæti í undan- úrslitunum eru vissulega vel fyrir hendi. HANDBOLTI • HM í Kumamoto Árangur íslands sjaldanbetri Islenska landsliðið á góða möguleika á að ná sínum besta árangri frá upphafi. Sigri liðið Ungverja kemst liðið í hóp fjögurra bestu þjóða heims, en tap þýðir að íslenska liðið leikur um 5.-8. sætið í keppninni. Besti árangur íslands frá upphafi er 6. sæti, en það náðist 1961 og 1986. Árangur íslands er þessi á heimsmeistaramótum. 1958 Komst ekki í lokakeppnina 1961 6. sæti 1964 Komst ekki í lokakeppnina 1970 11. sæti 1974 Komst ekki í lokakeppnina 1978 Komst ekki í lokakeppnina 1986 6. sæti 1990 10. sæti 1993 8. sæti 1995 13.-16. sæti 1997 ?? (1.-8. sæti) Gott gengi gegn Ungverjum Islenska landsliðið í handknattleik hefur leikið 21 landsleik gegn Ungverjalandi frá því liðin mættust fyrst árið 1958. Ungverjar hafa sigrað í ellefu viðureignum, íslending- ar í átta en tveimur leikjum hefur lyktað með jafntefh. ísland hefur sigrað í fjórum síðustu viðureignum liðanna, en þjóðirnar mættust síðast á HM 1995, þar sem ísland hafði sigur 23:20 Valdimar í hóp markahæstu Valdimar Grímsson er næst markahæsti leikmaðurinn á HM í Japan, að afloknum 16-hða úrshtunum. Valdimar hefur skorað 45 mörk, þremur mörkum minna en Carlos Reinaldo, stórskytta Kúbumanna, sem féllu út úr keppninni í gærmorgun. Kóreumaður- inn Yung Shin Yoon hefur skorað 44 mörk og einnig Júgóslavinn Nenad Perunicic. ísland eitt eftir úrA-riðlinum Liðin þrjú sem komust upp úr A-riðlinum, ásamt íslandi féllu öll úr keppni í 16-liða úrslitunum í fyrrinótt, en úrslit urðu þessi: Ísland-Noregur Spánn-Króatía S.Kórea-Júgóslavía Kúba-Egyptaland Litháen-Svíþjóð T ékkland-Ungverj aland Frakkland-Japan Rússland-Túnis 32:28 31:25 37:33 20:24 20:32 19:20 22:21 20:14 Eftirtalin lið mætast keppninnar í fyrramálið: í 8-liða úrslitum 1. Ísland-Ungverjaland kl. 9:00 2. Spánn-Svíþjóð kl. 9:00 3. S.Kórea-Rússland kl. 11:00 4. Egyptaland-Frakkland kl. 11:00 Sigurliðin úr leikjum 1 og 2 mætast í undanúrslitum og sigurliðin úr leikjum 3 og A

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.