Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 1
'SoMflV H^ /^^"^MP^ Verð 'lausasölu 150 kr- JHJagur-Qlímmn \ N-;---- ^^^ Fimmtudagur 29. maí 1997 - 80. og 81. árgangur 98. tölublað BlCLöJL. Fréttir og þjóðmál Bítlatónleikar Georg Martin í Háskólabíó? Töluverð líkindi eru talin vera fyrir því að Georg Martin, útsetjari og upptöku- stjóri Bítlanna, komi hingað til lands í tengslum við Bítlatón- leikana í Háskólabíói í næstu viku. Það skýrist hinsvegar ekki fyrr en í lok vikunnar. Gísli Örn, einn af aðstand- endum tónleikanna, segir að menn hafi öll spjót úti til að fá einhvern af þremur eftirlifandi Bítlum til landsins. Meðal ann- ars hafi þetta verið rætt per- sónulega við Ringo Starr hvort hann sé ekki tilkippilegur að koma aftur til íslands. Jafnframt hafa menn notið liðveislu íslendinga í námi í tón- listarskóla Paul McCartney's í Liverpool til að komast í sam- band við þennan fyrrum bassa- leikara í hljómsveit John Lenn- ons. Hinsvegar hefur verið dýpra á Georg Harrison þótt skrifstofa hans hafi tekið vel í óskir íslendinganna. Þetta skýr- ist frekar á blaðamannafundi sem haldinn verður í dag á Hótel Sögu. Þegar er búið að selja 2000 af 3700 miðum sem í boði eru. -grh Verkfall Verkfallsvörðum frá Vestfjörðum tókst að koma í veg fyrir að landað yrði úr rækjuskipinu Aldey IS í gær. Myndin er tekin þegar skipið lét úr höfn á Sauðárkróki í gær. Sjá itarumfjöllun á bls. 6-7. Mynd: GS Sjálfsagt þrýst á „sátta 6* Ríkissáttasemjari leggur í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilunni á Vest- fjörðum. Mér finnst ekkert um það," sagði Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarðar, þegar Dagur-Tíminn spurði hann í gær um miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Hún verður lögð fram í dag og atkvæði greidd um hana á morgun. „Þetta er auðvitað hans réttur samkvæmt lögum. Hann hefur sjálfsagt orðið fyrir þrýstingi einhvers staðar frá að gera þetta. Við getum ekkert við því gert. Við verðum bara að bíða og vona að hún innihaldi eitthvað," seg- ir Pétur og vill ekki kannast við að miðlunartillaga sé eini möguleikinn í stöðunni. „Okkar tilgangur hefur alltaf verið sá að reyna að fá vinnu- veitendur til þess að ræða við okkur í fullri alvöru en það hafa þeir aldrei gert. Þeir eru eins strengjabrúður hjá Vinnuveit- endasambandinu." Pétur vill engu spá um hvernig tillögu ríkissáttasemj- ara verði tekið. „Þetta er víst orðið eitt lengsta verkfall sög- unnar og hefur verið erfitt. Það virðast vera opnar allar gáttir fyrir útgerðina til að stunda sína starfsemi óáreitt. Félagar okkar hafa ekki hjálpað okkur við þetta og við ekki nógu mörg til að stöðva þetta." Verkfallsbrot fordæmd Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands fordæmir tilraunir at- vinnurekenda til að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall Miðstjórn ASI fordæmdi á fundi sínum i brjóta niður verkfall á Vestfjörðum. verkafólks á Vestfjörðum með verkfallsbrotum. Hún telur að samningaviðræður séu vænlegri til lausnar en ögranir og verk- fallsbrot. í ályktun miðstjórnarfundar gær tilraunir atvinnurekenda til að ASÍ er jafnframt lýst yfir furðu að samtök atvinnurekenda skuli véfengja rétt stéttarfélaga til að grípa til samúðaraðgerða með verkfólki í vinnudeilum. -vj/grh Sandgerði Tíu ára fangelsi fyrir manndráp Sigurgeir Bergsson, 20 ára gamall, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 10 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að bana sambýlismanni móður sinnar á nýársnótt í Sandgerði. Sigurgeir stakk manninn í brjóstið á heim- ih þeirra með byssusting og blæddi honum út. í við- tali við Dag-Tímann fyrir skömmu, þegar Sigurgeir sat í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, sagði hann siha sögu og bjóst þá við að fá þungan dóm. BÞ Lífið í landinu

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.