Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 5
1 !| FlMíAtmngú'ir 2V:'YÚM'T99f'-í? F R E T T I R Þórshöfn/Vopnafjörður Reynt að sætta menn Fiskvinnslufólk að störfum á Þórshöfn. Hluthafar í útgerðar- fyrirtækinu Skálum freista þess nú að sætta stjórnarfor- mann fyrirtækisins og framkvæmdastjóra hraðfrystihússins á Þórshöfn. Hluthafafundi í útgerðar- fyrirtækinu Skálum, sem átti að halda á Þórshöfn fyrr í mánuðinum, var frestað að beiðni tveggja hluthafa, Sjó- vá-AImennra og OLÍS, til að freista þess að ná sáttum milli stjórnarformanns, Friðriks Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Tangans á Vopnaflrði, og Jó- hanns A. Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Fundurinn verður haldinn í næstu viku. Ágreining- ur reis út af kaupum á nóta- skipinu Bjarna ðlafssyni frá Akranesi, nú Neptúnus ÞH, sem stjórnarformaðurinn segist ekki hafa vitað af. Friðrik segist mjög ósáttur við það. „Við kaupin á skipinu var gengið fram hjá stjórnarfor- manni og eimrni stjórnarmanni sem nánast er eins og uppsögn. Svona vinnubrögð gerast ekki á árinu 1997 í nútímaþjóðfélagi, en ég á ekki von á því að félagið leysist upp. Ég vona að fram- hald verði á þessu samstarfi í útgerð milli Vopnfirðinga og Þórshafnarbúa," sagði hann. Jóhann segir að rædd hafi verið og mörkuð sú stefna að bæta við skipi á aðalfundi Skála í desember, enda séu veiðiheim- ildir fyrirtækisins ríflegar fyrir 1 skip og náist ekki nema sigla ávallt stystu leið til hafnar á vertíðinni. „Helmingur fulltrúa Vopn- firðinga studdi þessa stefnu en hinir tjáðu sig ekki. Bjarni Ól- afsson hafði verið til sölu í sex mánuði í framhaldi af kaupum á nýju skipi. Verðið var hins vegar allt of hátt, og höfðu Básafell á ísafirði og Loðnu- Vopnfirðingar vildu ekki kaupa Neptúnus, heldur fara út úr Skálum með kvótann og setja hann á Sunnubergið sem Tangi á, segir Jóhann A. Jónsson á Þórs- höfn. vinnslan á Fáskrúðsfirði kannað alvarlega að kaupa skipið fyrir 250 milljónir króna. Við vissum að tíminn til að selja skipið var að renna út, og því var reynt að ná samkomulagi við seljandann, Runólf Hallfreðsson, eftir útttekt á skipinu, og það gekk eftir á um 180 milljónir króna. Á því var fyrirvari um fjármögnun og samþykki stjórnar. Við vissum að Friðrik og fleiri á Vopnafirði vildu ekki kaupa skipið, heldur fara út úr Skálum með loðnukvóta sem settur yrði á Sunnubergið. Það er enginn grundvöllur fyrir því eftir kaup- in. Friðrik hefur setið fyrir kaupum á loðnukvóta rnn allt land, ekki sem stjórnarformað- ur Skála heldin- sem fram- kvæmdastjóri Tanga, og því ljóst hvert hann lenti, yrði talað við stjórnarformanninn. Við vissum einnig að Básafell og Loðnu- vinnslan gætu orðið hættulegir keppninautar um bátinn, á allt öðru verði,“ sagði Jóhann A. Jónsson. Hefurðu trú á því að Vopn- firðingar dragi sig út úr félag- inu? „Ég hef ekki trú á því að þeir æth sér að vera í þessu sam- starfi með óbreytta stefnu. Þeir eiga 23% í félaginu, sem er með 3,5% loðnukvótans.“ GG Reykjavík Hópur krakka úr Reykjavík hljóp boðhlaup á milli 9 skóla til að minna á boðskap alþjóðlega friðarhlaupsins, sem er að friðurinn byrji hjá hverjum einstaklingi. Myn&.E.ói. Krakkar tálfriðs ✓ Afjórða hundrað krakkar á aldrinum 8 til 12 ára úr 9 skólum í Reykjavík hlupu friðarboðhlaup í gær. Byrjað var Austurbæjar- og Fossvogsskóla árla morguns og hlaupið milli skóla og endað í Laugarnesskóla. Alþjóðlega friðarhlaupið fagnar 10 ára af- mæli á þessu ári. Þetta er al- þjóðlegt kyndilboðhlaup sem hlaupið er í yfir 70 löndum og öllum heimsálfum og haldið annað hvert ár. Á þessu ári er hlaupið samtals 80 þúsund kfló- metra. Rúmlega ein milljón hef- ur tekið þátt frá upphafi. Hlaupið byrjað hjá höfuðstöðv- um Sameinuðu Þjóðanna 19. aprfl síðastliðinn. Boðskapur þessa lengsta boðhlaups heims er einfaldur: Friður byrjar hjá hverjum einstaklingi. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum til friðar. Reykjavlk Milljarð á ári til skólabygginga Allir grunnskólar borgarinnar einsetnir eftir fimm ár. Sam- felldur vinnudagur nemenda. egar við höfum náð þessu markmiði okkar um alda- mótin verður gjörbreyting á högum Ijölskyldunnar hvað varðar festun og ögun,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamálaráðs. Borgarráð hefur samþykkt samhljóða fimm ára áætlun um einsetningu allra grunnskóla borgarinnar, eða til ársins 2001. Á þessu tímabili verður varið um einum milljarði króna á ári til skólabygginga, ýmist til nýbygginga eða viðbygginga við eldri skóla. Einsetinn grunn- skóli og samfelldur 6-7 stunda vinnudagur nemenda er hluti af grunnskólastarfi nýrrar aldar. í haust verða 18 af 29 grunnskólum borgarinnar ein- setnir. Til marks um uppbygg- inguna þá voru 4 grunnskólar einsetnir skólaárið 1993-1994 og 8 skólar haustið 1994. Áætlun borgaryfirvalda, sem verður endurskoðuð árlega við gerð fj árhagsáætlu n ar tekur mið af niðurstöðum um rýmis- þörf skólanna og mannfjölda- spá. Samkvæmt því fá þeir skól- ar forgang sem eru mjög að- þrengdir með pláss, fækkun nemenda ekki fyrirsjáanleg og þar sem hægt er að einsetja með tiltölulega litlum kostnaði. -grh Hagvísar Fleiri bflar á götuna Mun fleiri bflar voru flutt- ir inn í aprfl síðastliðn- um en í marsmánuði. Alls voru skráðir 1335 nýir bíl- ar í aprfl en einungis 740 í mars. Þetta kemur fram í nýj- ustu Hagvísum Þjóðhagsstofn- unar. Miklar árstíðasveiflur eru í nýskráningu bifreiða og á undanförnum árum hafa flestir bflar verið skráðir í júní. Bfla- innflutningur hefur vaxið jafnt og þétt frá 1995 og stefnir í um 13 þúsund bfla á þessu ári. Tollar á bxla voru lækkaðir í kjölfar kjarasamninga 1987 og jókst innflutningur þá verulega. Það varð hins vegar til þess að mun minna var flutt inn af bfl- um næstu árin á eftir. Nú er innflutningur aftur að aukast með batnandi þjóðarhag. ) •

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.