Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 29. maí 1997 ^lcigur-CEíttmm íþrótta- POTTURINN Betra að þegja? Mikla athygli vakti þegar Kristinn Jakobsson, knatt- spyrnudómari hjá KR og einn fremsti dómari landsins á undanförnum árum, baðst af- sökunar á vítaspyrnunni sem hann dæmdi á Skagamenn í Eyjum. Kristinn hefur fengið lof í íjölmiðlum fyrir að viður- kenna mistök sín opinber- lega, en það eru ekki allir á sama máli. Aðrir knatt- spyrnudómarar í deildinni eru margir hverjir óánægðir með þetta uppátæki Kristins. Pað hefur verið þegjandi samkomulag á milli dómara að viðurkenna ekki mistök sín, enda gæti það ært óstöð- ugan ef dómarar færu að tí- unda öll sín mistök á knatt- spyrnuvellinum. Rautt og ekki rautt... Öðru máli gegnir hins vegar xun, þegar dómarar útskýra aðgerðir sínar út frá knatt- spyrnureglunum, eins og Guðmundur Stefán Marías- son, gerði í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur Stefán rak markvörð Leifturs af velli fyr- ir brot innan teigs, en gerði það ekki þegar markvörður ÍA braut á sóknarmanni Fram. Guðmundur réttlætti þessa tvo mismunandi dóma á því að í síðara skiptið hefði sóknarmaðurinn ekki verið rændur marktækifæri, þar sem hann hefði misst knött- inn of langt frá sér. Atlð vill fá Vergendi til KA Atli Hilmarsson, þjálfari handknattleiksliðs KA, hefur ekki setið auðum höndum síðan hann kom til Kumam- oto í fyrradag. Leit að örv- hentri skyttu í gegn um um- boðsmenn hefur engan ár- angur borið og því var lítið annað að gera fyrir þjálfar- ann, en að fara utan. Til- raunir hans til þessa hafa ekki borið árangur. Atli ræddi við tvo tékklenska leikmenn og Norðmanninn, Lauridsen sem leikur með Viking frá Stavangri. Þá kannaði Ath stöðuna hjá landsliði Kubu- manna, en þar eru allir leik- menn með tíu ára samning, sem ekki fæst rift. Þjálfarinn hefur hug á því að ræða við Zoltan Vergendi, markahæsta leikmann Ungverja, um að koma til KA en sagðist fyrir- fram ekki gera sér miklar vonir um að af því verði. Góður í 3. umferð! Rastislav Lazorik, framherji hjá knattspyrnuliði Leifturs- manna, skoraði sex mörk fyr- ir Leiftursmenn á fslands- mótinu í fyrra, þar af var helmingur þeirra skoraður í 3. umferðinni, þegar Leifturs- menn unnu ÍA 4:3. Lazorik hélt uppteknum hætti á þessu íslandsmóti, því hann skoraði þrennu gegn Val í 3. umferð úeildarinnar. Nú velta Ólafs- firðingar því fyrir sér hvort hann hafi hálfklárað kvótann á þessu íslandsmóti. Því má bæta við að Lazorik var einnig á skotskónum 1995 í 3. umferðinni. Hann skoraði þá tvö mörk fyrir Breiðablik í 2:3 sigri í Eyjum. HANDBOLTI * HM í Kumamoto Að duga eða drepast ísland og Ungverja- land leika um sæti á meðal fjögurra bestu þjóða veraldar s sland leikur við Ungverjaland klukkan níu í dag og sigurlið- ið skipar sér í sæti á meðal fjögurra bestu þjóða veraldar, en ísland hefur aldrei átt lið svo ofarlega í heimsmeistarakeppni. „Við eigum ágætis tækifæri á sigri, en við þurfum að spila Þorbjörn Jensson er búinn að skila góðu dagsverki í Japan en mikið vill meira og vissulega væri sætt að sigra Ungverjana í dag. skynsamlega. Ungverjar eru með sterkar skyttur fyrir utan og þeir eru mjög hættulegir í hraðaupphlaupum," sagði Þor- björn Jensson, landsliðsþjálfari, í gær, en hann hefur undanfarna daga legið yfir myndböndum af viðureignum Ungverja við Tékka, Rússa og Króata á heimsmeistaramótinu. Ungverska liðið er að mestu skipað leikmönnum frá Fotex Vészprém, en tólf leikmenn frá þessu félagsliði eru í landsliðs- hópnum, þar af útiskytturnar þrjár, Joséph Elés, Zoltan Verg- endi og Lazslo Sotonyi, og Þor- björn sagðist ekki vera í vafa um að ungverska liðið væri sterkara en norska liðið, sem ísland lagði að velli í 16-liða úrslitum móts- ins. Spáir Svíum sigri Sex önnur Uð verða í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í dag og Þorbjörn spáir Svíum, Egyptum og Rússum áfram í undanúrslit- in og ef sú spá gengur eftir þá mun sigurliðið úr íslandsleikn- um mæta Svíum í undanúrslit- unum á laugardaginn. „Svíar hafa alltaf verið með gott tak á Spánverjum. Mér finnst spánska liðið hafa verið að dala í síðustu leikjum og það kann að vera að þeir séu uppi á vitlausum tíma,“ sagði Þorbjörn. Þorbjörn taldi Egyptaland og Rússland eiga nokkuð greiða leið í undanúrslitin. „Frakkar hafa verið afburðaslakir á þessu móti og ég held að það hafi verið dómaramistök, sem tryggðu þeim sigurinn gegn Japan. Eg- yptar hljóta því að verða mun sigurstranglegri og ég spái því að þeir leiki gegn Rússum í und- anúrslitunum. Mér finnst Rúss- arnir vera með jafnasta liðið í mótinu, af þeim hðum sem ég hef séð og mér finnst hklegt að þeir slái Suður-Kóreu út úr keppninni,“ sagði Þorbjörn. HANDBOLTI • HM í Kumamoto Fhmntánþús. kr. fyrir markið Eimskipafélagið hefur ákveðið að heita á ís- lenska liðið í leiknum gegn Ungverjum. Eimskip hyggst greiða HSÍ 15 þúsund krón- ur fyrir hvert mark sem lið- ið skorar og 200 þúsund krónur til viðbótar, ef liðð fer með sigur af hólmi. Visa ísland mun einnig styrkja HSÍ um 5.000,- kr. á hvert mark í leiknum í dag. Spáir íslenskum sigri Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna, er nú staddur í Kumamoto og hann segist vera sannfærður um ís- lenskan sigur í dag. „Ég held við vinnum Ungverja. Þeir voru heppnir að vinna Tékka og ég held að liðið geti hentað okkur ágætlega. Þetta er vissulega hörkulið, en óg hef trú á íslenskum sigri. Mótið hefur verið mjög gott og það þarf ekki mikið að bæta til þess að þetta verði frábært." KNATTSPYRNA Ný Kefíavikurhraðlest? Fjórða umferð Sjóvá-Al- mennra deildarinnar verð- ur leikin í kvöld og góð staða Keflvíkinga kemur eflaust mest á óvart á íslandsmótinu og þá er döpur staða Fram aldeilis ekki það sem við var búist. Dag- ur-Tíminn ræddi við Gunnar Oddsson, þjálfara Keflvíkinga, og Ásgeir Elíasson, þjálfara Fram, um stöðu liðanna. „Við settum okkur það mark- mið að ná níu til tíu stigum út úr fyrstu fimm umferðunum. Nú má segja að því sé náð,“ sagði Gunn- ar Oddsson. „Ég átti alveg eins von á þessu eins og hverju öðru. Liðið er mjög efnilegt og sam- stætt. Strákarnir eru allir hérna af svæðinu og þeir standa vel saman. Þeir voru í tómu basli í fyrra og eru ekki tilbúnir tO þess aftur. Þeir vita hvað það er að vera í kjallaranum. Þess vegna leggja þeir mikið á sig til að losna við þá reynslu aftur." Um leikinn við Skallagrím í kvöld sagði Gunnar: „Við mætum í þann leik eins og alla aðra. Við getum ekkert vanmetið þá. Við getum gert góða hluti ef við berj- umst fyrir því og tökum almenni- lega á en ef við fóllum í þá gryfju að halda að þeir séu með lélegt hð þá er voðinn vís.“ Ásgeir Ehas- son var ekki síður brattur þó hans lið vermi nú ann- að botnsæti deildarinnar. „Við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera með fleiri en eitt stig eftir 3 umferðir. Við vissum reyndar að þetta yrði erf- itt prógram hjá okkur þessir fyrstu leikir og alveg hugsanlegt að við yrðum ekki með mjög mörg stig.“ Um liðið sagði Ásgeir: „Við höfum verið sjálfum okkur verstir. Það vantaði svolítið upp á sóknarleikinn í fyrsta leiknum í Keflavík. Þótt við værum talsvert með boltann sköpuðum við okk- ur ekki færi og við vorum ekki að spila alveg rétt. Vestmannaeyja- leikurinn var náttúrulega erfiður, sérstaklega seinni hálfleikurinn. En fyrri hálfleikurinn var góður og við gátum hugsanlega verið yfir í leikhléi en við máttum svo reyndar þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Skagaleikurinn er sér kapítuli. Við vorum stanslaust í því að setja upp fyrir þá færin allan fyrri hálfleikinn. Við lékum betur í seinni hálfleik og hættum ahavega að setja upp færin fyrir þá. Þegar við hættum að tapa boltanum aftarlega eða á miðjunni varð allt strax skap- legra og í þokkalegu lagi þó hlutirnir hafi ekki gengið eftir eins og við vUdum. Nú erum við búnir að tapa 8 stigum sem er a.m.k 4 stigum meira en við hefðum vilj- að.“ Leiftursmenn koma örugglega til með að hugsa Frömurum þegjandi þörfina á Dalvík í kvöld. „Vafalaust gera þeir það. Við erum búnir að vera spila undir miklu álagi núna. Þegar um það var að ræða að byrja mótið fyrr, sem við vildum gjarnan til þess að hhfa leikmönnum við álagi, þá voru lið eins og Leiftur sem hent- aði ekki að byrja þá vegna þess að þeir höfðu ekki haft leikmenn- ina nógu mikið saman. Þeir vildu byrja eins seint og mögulegt var. Við teljum það henta okkur að spila þennan útUeik núna en ekki heima. Þannig hggur í því.“ gþö Staðan 1 Keflavík Fj U J T M S 3 0 0 0 5-09 2 ÍBV 3 110 9-27 3 KR 3 1 2 0 5-1 5 4 Leiftur 3 1115-34 5 ÍA 3 1114-54 6 Valur 3 1112-54 7 Skallag. 3 1 0 2 3-6 3 8 Grindavík 30 111-3 2 9 Fram 3 0 1 2 3-5 1 10 Stjarnan 3 00 1 1-8 1 Leikir kvöldsins Skallagrímur-Keflavík í Borgarnesi Valur-KR á Valsvelli Grindavík-ÍBV í Grindavík Stjarnan-ÍA í Garðabæ Leiftur-Fram á Dalvík* Ólafsfj arðarvöllur er ekki kominn í leikhæft ástand ennþá. Þess vegna fóru for- ráðamenn Leifturs þess á leit við Fram að víxla heima- leikjum liðanna. Því neituðu Framarar og KSÍ neitaði Leiftri einnig um frestun á leiknum. Því brugðu Ólafs- firðingar á það ráð að færa leikinn til Dalvíkur þó svo að völlurinn þar sé vart boðleg- ur í efstu deild. Ásgeir Elíasson. Gunnar Oddsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.