Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 3
 iDítgurÆmrám F R É T T Föstudagur 30. maí 1997 - 3 Vestfirðir Þetta eru uppgjafar- skilmálar að sunnan Sigríður Bragadóttir, verkfallsvörður, og félagar greiða atkvæði um miðl- unartillöguna í dag. Mynd: GS Gildistími til ársloka 2000. 5,2% upphafs- hækkun. 12 þús. kr. eingreiðsla. Atvinnu- rekendur stóla á þreytu verkafólks. etta eru uppgjafarskilmál- ar og engin rniölun," segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestíjaröa, um miðlunartillögu ríkissátta- semjara. Hann sagðist ekki ætla að mæla með samþykkt hennar á kynningarfundi í Alþýðuhús- inu í gær. Vestíirskt verkafólk í verk- falli greiðir atkvæði um miðlun- artillögu ríkisáttasemjara í dag. Miðað við viðbrögð forystu- manna verkafólks þykir liklegt að hún verði felld. Lágmarks- laun verða rúmlega 70 þúsund kr. en ekki 100 þúsund eins og ASV hefur barist fyrir. Um 350 manns eru á kjörskrá hjá Verkalýðsfélaginu Baldri á ísa- firði sem er fjölmennasta félag- ið. Samtals er svipaður fjöldi á kjörskrá hjá hinum félögunum. Atkvæði verða síðan talin syðra hjá ríkissáttasemjara á morg- un, laugardag. Þótt vestfirskir atvinnurek- endur séu ekkert of sælir með þann útgjaldaauka sem tillagan hefur í för með sér fyrir þá, ætla þeir að ljá henni samþykki sitt. Þeir binda einnig vonir við að verkafólk sé orðið þreytt á verkfallinu og samþykki þrátt fyrir neikvæðar undirtektir for- ystumanna þess. Helstu atriðin í miðlunartil- lögu ríkissáttasemjara er að upphafshækkun launa er 5,2%, 4% í ársbyrjun 1998, 3,65% 1. jan. 1999 og 3,5% 1. mars árið 2000 en gildistími samningsins er út það ár. í sumar fá menn 12 þúsund króna eingreiðslu og kauptryggingu eftir tveggja mánaða starf. Að öðru leyti mundi samningur á grundvelli miðlunartillögunnar verða álíka og þeir sem gerðir voru við að- ildarfélög Verkamannasam- bandsins. „Fljótt á litið sýnist mér að þetta sé um 200 króna hækkun á mánuði," sagði Trausti Ágústsson verkfallsvörður í gær. Hann sagði að fólk væri al- mennt mjög neikvætt út í tillög- una. Þá hefði verið hægt að skrifa undir álíka samning strax í fyrstu viku verkfallsins. Af þeim sökum hefðu menn get- að sparað sér allt undangengið erfiði og fórnir sem verkfallið hefur haft í för með sér. „Ef það gæti orðið til að leysa þennan ægilega hnút og þetta skelfingarástand, þá trúi ég ekki öðru en við munum sam- þykkja,“ segir Magnús Reynir Guðmundsson, varaformaður Vinnuveitendafélags Vestíjarða, -grh Brekkuskóii Mælt með Karli Meirihluti skólanefndar Ak- ureyrar hefur mælt með því að Karl Erlendsson, núver- andi skólastjóri Þelamerkur- skóla í Eyjafirði, verði ráðinn skólastjóri við sameinaðan skóla á Suðurbrekku, sem stundum er kallaður Brekku- skóli. Skólinn verður til við sameiningu Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. A fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að vísa ráðning- unni til afgreiðslu bæjarstjórn- ar. Einn skólanefndarmaður, Jón Ingi Cæsarsson, óskaði eftir bókun um að gríðarlegar kröfur þyrfti til hæfni og verkstjórnar- hæfileika hins nýja skólastjóra og umsækjendur stæðust ekki þær kröfur. Auk Karls Erlends- sonar, sótti Þóra Steinunn Gísladóttir, kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, um skólastjórastöðuna. Aðstoðarskólastjórar hins nýja skóla verða tveir, Birgir Sveinbjörnsson, sem verið hef- ur aðstoðarskólastjóri Barna- skólans, og Magnús Aðalbjörns- son, aðstoðarskólastjóri Gagn- fræðaskólans. Þeim var ekki sagt upp störfum. Skólastjórun- um, Benedikt Sigurðarsyni hjá BA og Baldvini J. Bjarnasyni hjá GA, var hins vegar sagt upp störfum og hætta báðir í sumar. Benedikt segir að uppsögnin hafi komið á óvart vegna þess að það sé góð venja í siðmennt- uðum samfélögum að leita sam- komulags við starfsmenn sem þurfi að breyta um starfsum- hverfi vegna hagræðingar. GG Smáþjóðaleikar Siglingakappar í Nauthólsvík í gær. F.v. Hafsteinn Ægir Geirsson, Martin Jónas Swift og Óttarr Hrafnkelsson. Mynd: Pjetur Skútur á imdanþágu íj ármálar áðuneytis Stórt og spennandi verkefni íslenskra siglingamanna í næstu viku. Tuttugu og tvær glæ- nýjar Lazer-seglskút- ur komu í Nauthólsvík í gærdag. Þarna er um að ræða skútur fyrir keppend- ur á Smáþjóðaleikunum, sem keppa í næstu viku á Skerjafirði. Sigurður Ágústsson í stjórn Siglingasambandsins hefur í þessari viku unnið hörðum höndum við að leysa út skúturnar, sem komu siglandi á einum Fossanna, vel pakkaðar og í gámum. Sigurður þurfti meðal annars að fá leyfi fjármálaráðuneytis til und- anþágu frá háum innflutn- ingsgjöldum, sem tókst. „Það verður ekki fyrr en á laugardag sem við tökum bátana úr gámunum. Fram- leiðandinn krefst þess að vera viðstaddur. Eg bara kíki inn í gámana núna til að yfirfara að allt sé örugg- lega á sínum stað,“ sagði Sigurður. „Þetta er langstærsta siglingakeppni sem fslend- ingar hafa staðið fyrir til þessa og spennandi verkefni fyrir okkur að glíma við það,“ sagði Sigurður í gær. -JBP Flateyri Lét bömin moka á snjóflóðasvæði Skóiastjóramálið á Flateyri tók nýja stefnu. etta hefur ekkert með pól- itík að gera. Það hefur verið leitað til mín sem hreppsnefndarmanns og odd- vita Flateyrarhrepps, síðan sem fræðslunefndarmanns og vara- forseta bæjarstjórnar út af skólastjórninni. Því miður eru það mistök mín að taka of seint á málinu. Skólastjórinn hefði átt að fá skriflegar viðvaranir fyrr, en munnlega hefur hann verið varaður við. Honum er vel kunnugt um hvað málið snýst,“ sagði Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í ísaijarðarbæ, í gærdag um málefni Björns Haf- berg, skólastjóra. „Því miður hefur loðað við skólann leiðindaástand í hart- nær þrjú ár. Skólastjórinn hefur ævinlega látið að því liggja að hann væri á förum, en af því liefur ekki orðið,“ sagði Magn- ea. Hún sagði að það sem hefði hjálpað skólanum væri gott kennaralið og sjálfur væri Björn síður en svo vanhæfur að öllu leyti. Magnea segir að það hafi verið fastmælum bundið við gerð starfslokasamnings skóla- stjórans að halda fullan trúnað og veita engar upplýsingar um hann. Óðinn Gestsson héldi það loforð, en Björn ekki. En hverjar eru ávirðingarnar á Björn Hafberg. Um hvað snýst þetta mál? „Þessar alvarlegu ásakanir á Björn hafa ekkert að gera með líkamsárásir eða þvíumlíkt. Björn hefur viðurkennt opin- berlega að hafa tuskað til nem- endur. En mega menn það? En í þessu tilviki sem slíku var þetta alvarlegt mál. Við höfum búið við mikla snjóflóðahættu hér á Flateyri gegnum árin. Eft- ir snjóflóðið í Súðavík ríkti hér hættuástand. Þá sendi Björn nemendur til að moka frá húsi sem var inni á svæði þar sem ekki var búið að aflýsa hættu- ástandi. Einn drengur mótmælti þessari aðgerð. Við það að hann neit- aði, tók skólastjór- inn í hálsmálið á honum. Þetta varð mikið mál, en var leyst góðfúslega af foreldrum og skólastjóra. Þetta var alvarlegt fyrir drenginn, sem síð- ar lenti í snjóflóð- inu hérna ásamt allri ijölskyldu sinni sem komst blessunarlega af úr flóðinu," sagði Magnea. Hún sagði að það væri mat foreldra og margra kennara að skólastjórinn ætti erfitt ineð að umgangast börn og einkum þó unglinga. Hann viðhefði afar óvandað orðbragð við unga fólkið, sem hann fengi síðan aftur til baka, unga fólkið svar- aði skólastjóra oft í sömu mynt eins og dæmi sýndu. -JBP Magnea Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi i ísafjarðarbæ (Flateyri) „Því miður eru það mistök mín að taka of seint á málinu. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.