Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 7
t T| Bandaríkin Helgarfrí breyttist í harmleik ✓ Los Angeles létust 2 litlar stúlkur og ungabarn á mánudag er þau sváfu í farangursgeymslu pickupbif- reiðar íjölskyldunnar. Foreldr- arnir töldu börnin sofa vært á hinni löngu leið, uppgefin af leikjum helgarinnar. En þegar þau komu heim um kl. 6 um morguninn, reyndist þeim ómögulegt að vekja börnin. Þau reyndu að hrista þau, gerðu svo lífgunartilraunir, en allt kom fyrir ekki. Yngsta barnið, hinn 20 mán. gamli Kevin, var orð- inn kaldur að sögn ættingja. Harmi þrungnir ættingjar kölluðu til sjúkraliða sem reyndu að ltfga börnin en þau voru úrskurðuð látin við komu á sjúkrahús. „Rolando, faðirinn, er ófær um að tala,“ sagði frændi hans, Omar Echaverry, einn margra ættingja sem kom til hjálpar og huggunar foreldrunum. Enn hefur ekki verið gefin út opinber orsök dauða þeirra, en læknir nokkur sagði orsökina vera kolsýringseitrun. Lögregla Los Angeles rannsakar nú bíl- inn í leit að bilun. Kolsýringur (CO) eða kol- mónoxíð er lyktarlaus og litlaus lofttegund og getur hafa lekið inn í bílinn vegna bilunar eða gats á útblástursröri eða jafnvel í gegnum opinn glugga að sögn Brian Humprey, blaðafulltrúa Slökkviliðsins. Vegna þess að kolsýringur á það til að leita upp á við og þar með inn um opna glugga bifreiða, ráðleggja slökkviliðsmenn fólki að hafa glugga bifreiða lokaða á ferð. „Opinn gluggi veitir falska ör- yggiskennd, þar sem þú virðist vera að hleypa fersku lofti inn, en í raun ertu að fá inn eitur- loft,“ segir Humprey. Hann lagði einnig áherslu á að láta börn ekki vera í farang- ursgeymslum bifreiða, þó svo gluggarnir séu lokaðir. Rann- sóknarmenn vita ekki enn hvort gluggarnir í þessum bíl voru opnir eða lokaðir. Börnin voru mestan hluta leiðarinnar í framhluta bifreiðarinnar, en þegar náttaði, sofnaði Kevin og var látinn í farangursgeymsluna til að betur færi um hann. Syst- ur hans vildu sömuleiðis sofna þar til að fá meira pláss. Móðir þeirra, Aguilar, var hjá þeim um stund og hún setti kodda í hlið- ar bílsins til öryggis. Þegar þau voru öll sofnuð fór hún frammí. Hún sagðist ekki finna fyrir neinum áhrifum eitursins, þó svo henni fyndist hún vera óvenju þung og slöpp, taldi það vera áhrif ofþreytu og álags. Frændi þeirra, Flores, sagð- ist hafa varað þau við því að hafa börnin í farangursgeymsl- unni, það væri ekki öruggt. Hann hefði boðið þeim Ford bif- reið sína til afnota þessa helgi, þar sem þau ætluðu svo langt, til San Francisco. En bifreið hans var ótryggð, svo þau not- uðu sína eigin. „Þetta er harm- leikur,“ sagði Flores. Jlagur-'ðlmmtn Föstudagur 30. maí 1997 - 7 VW Caravelle 2100 A/T ’89 beis ek. 45 þús. km. Húsbíll með öllu. Verð: 2.000.000,- VW LT 31 6 cyl. díesel ’83 gulur. Húsbíll, allur uppt.Verð: 2.000.000,- MMC L-200 díesel ’87 hvítur ek. 107 þús. Húsbíll, vel búinn. Verð: 1.700.000,- Bílasaia • Bílaskiptí MMC Lancer 4x4 HB 1800 i ’91 blár ek. 109 þús.Verð: 780.000,- BMW 318IA 1800i ’88 grásans. ek. 155 þús. sóll. Verð: 690.000,- Opel Omega GL 2000i ’88 grár 1 eig. ABS álf. ofl. Tilboð óskast. Bflasala • Bílaskiptí Vantar á skrá og á staðinn tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi öldur hf. BÍLASALA við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 3000 Nissan Patrol DT ’95 grænn ek. 45 þús. km 32“ álf.Verð: 3.100.000,- MMC Pajero 2500 DTi ’96 hvítur/beis ek. 30 þús. km 33“ áif. brk. stigbr. ofl. ofl. Verð: 2.950.000,- Ford Explorer Executive 4000i ’96 beis ek. 26 þús. álf. rafm. í öllu ofl. Verð: 3.100.000,- Afganistan íslendingtmum óhætt? Igær virtist búið að brjóta á bak aftur óeirðir Tali- bana í bænum Masar í norðurhluta Afganistan. Einn íslenskur sendifulltrúi Rauða krossins hefur verið þar að undanförnu en öryggi fulltrú- ans sem og annarra starfs- manna Rauða krossins var talið tryggt í gær skv. tals- mönnum íslandsdeildar Rauða krossins. Inga Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari hefur starfað í Masar frá því í des- ember við endur- hæfingu fólks. Rauði krossinn rekur þarna gervi- limaverkstæði sem Inga Margrét starfar við en hún er einmitt fyrsti sjúkraþjálfarinn sem sendur er á okkar vegum er- lendis. Talibanar framundan. „Eitt af því sem Al- þjóða rauði krossinn gerir er að gæta velferðar stríðsfanga og þeir eru íjölmargir núna á þessu svæði. Þarna hefur orðið mikið mannfall að undanförnu og ljöldamargir eru slasaðir. Núna virðist staðan í jafnvægi og okkar fólki borgið en ástand- ið þarna er hömulegt," sagði Garðar Guðjónsson. Um 15 manns eru alls frá Rauða kross- inum að störfum í Masar. Inga Margrét er ekki eini ís- Garðar Guðjónsson blaðafulltrúi RKÍ Þarna hefur orðið mikið mannfall að undanförnu og fjöldamargir eru slasaðir. tóku borgina um síðustu helgi og var um tíma óttast um afdrif Ingu Margrétar. Talibanar hafa nú misst borgina aftur eftir harða bardaga og segir Garðar Guðjónsson hjá Rauða krossin- um að hún og aðrir starfsmenn Alþjóða rauða krossins hefðu haldið kyrru fyrir á meðan bar- dagarnir stóðu en farið aftur um hádegi í gær að sinna störf- um sínum, enda mikið verk lenski starfsmaður Rauða krossins sem verið hefur á átákasvæðum að undanförnu, því í Sierra Leone, Freetown, var gerð stjórnarbylting nýverið en þar hefur geisað borgara- styrjöld síðustu ár. Rauði kross- inn hefur sinnt hefðbundinni starfsemi þar á átakasvæðum m. a. með dreifingu lyfja og þjálfun heilbrigðisstétta. ísland er nú með tvo sendifultrúa Óttast var um afdrif Ingu Margrétar Róbertsdóttur eftir að Talibanar tóku borgina Masar. þarna, Önnu Hildi Magnúsdótt- komin í eðlilegt horf aftur. ur og Þorkel Diego. Þar hefur Engir fulltrúar RK hafa fallið róast að undanförnu en störf í átökunum að undanförnu en skemmst er að minnast þess að Rauða krossins eru þó ekki 10 sjálfboðaliðar féllu í Zaire í bardögum í byrjun maí og þá voru sjö myrtir í Tétému í des- ember. bj Bflasala • Bflaskipti

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.