Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 9
35agu r-ZHmTÍrtn PJÓÐMÁL Fösludagur 30. máí 1997 - 9 Grunnskólinn Miðstýrt kerfi og elur á meðalmennsku Það hafa alltaf verið óskaplegar deilur og átök um samræmd próf hér á landi, segir Þórólfur Þórlindsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála. Valgerður Jóhannsdóttir skrifar „Þórólfur Þórlinds- son, forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og mennta- mála, segir brýnt að auka val og frelsi í grunn- og fram- haldsskólanum. Núverandi kerfi sé allt of miðstýrt og ósveigjanlegt. að hefur verið hart deilt um samræmt próf í stærð- fræði undanfarið og reyndar hefur verið óvenjumikil umræða um skólamál í vetur. Skömmum og stundum svívirð- ingum hefur rignt yfir þá sem sömdu stærðfræðiprófið og af umræðum hefur mátt ætla að þeir væru grunaðir um að reyna vísvitandi að að klekkja á krökkunum í prófum. Þórólfur Þórlindsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, segir að því fari auðvitað víðs íjarri. Próf- smiðir séu yfirleitt metnaðar- fullir kennarar sem vilji efla sitt fag sem mest. Það sé hins vegar vanþakklátt og erfitt starf að semja próf. Margir virðast halda að það séu starfsmenn Rannsóknar- stofnunarinnar sem semja próf- in en svo er ekki. Kennarafélög- in í viðkomandi greinum velja kennara sem taka þetta að sér. „Við eigum hins vegar að leggja mat á hvernig til hefur tekist og veita alla þá ráðgjöf sem við getum,“ segir Þórólfur. Ekki vont próf Eins og fram hefur komið í fréttum var meðaleinkunnin á stærðfræðiprófinu umdeilda litlu lægri en í fyrra, eða 5,1 en var 5,4 árið áður. Þórólfur segir að prófið hafi vissulega verið lengra en í fyrra og algebran hafi verið skylda í fyrsta sinn, en ekki val. „Ég held að prófið hafi verið þyngra en í fyrra, m.a. vegna þess og við sjáum að algebrudæmin standa í nem- endunum. En ég kem ekki öll- um látunum heim og saman við það sem ég sé þegar staðreynd- irnar eru skoðar. Þetta var rétt- mætt og áreiðanlegt próf. Það er ekki hægt að merkja að þetta hafi verið vont próf. Þvert á móti bendir allt til þess að þetta hafi verið gott próf. Það getur hafa verið þungt og langt, en ekki vont eða óréttlátt. En það á eftir að skoða þetta allt betur og það verður gert.“ Stöðug átök Deilurnar um stærðfræðiprófið eru ekkert einsdæmi hér, en þeir sem til þekkja í skólum í nágrannalöndunum kannast ekki við svona átök um grunn- skólapróf. Þetta hefur alltaf verið svona, segir Þórólfur. „Það hafa alltaf verið óskapleg átök um próf hér á landi. Landsprófið var lagt niður á sínum tíma vegna harðvítugra deilna um innihald og réttmæti þess. Þegar menntamálaráðu- neytið hafði umsjón með sam- ræmdu prófunum var tekist á um þau og einatt mikil læti. Það er meginástæða þess að þau voru færð hingað. Það varð t.d. allt vitlaust útaf stærðfræðipróf- inu 1992 og þáverandi mennta- málaráðherra fannst ótækt að ráðuneytið sæti undir þessum deilum og átökum alla tíð.“ Miklu meira stress En fleira kemur til. Þórólfur segir að áhrifamiklir skóla- menn hafi lengst aí' litla trú haft á prófum. Þegar Rannsóknar- stofnunin hafi tekið við prófun- um af menntamálaráðuneytinu 1993 hafi mikil andstaða verið við það í skólakerfinu. Lang- ílestir skólamenn hafi viljað leggja samræmdu prófin niður og byggja á skólaeinkunum. Síðan hafi þróunin orðið sú að framhaldsskólarnir hafi farið að treysta á samræmdu prófin sem inntökupróf, en hætt að vega og meta einkunnir frá skól- unum. Samræmdu prófin hefðu þannig fengið miklu sterkari stöðu en gert hefði verið ráð fyr- ir. „Þetta verður auðvitað til þess að tekist er meira á um prófin. Þau fara líka að stýra skólastarfinu meira. Þegar vægi prófanna vex og þau fá sterkari stöðu í þjóðfélaginu þá fara skólarnir að stfla meira inn á þau. Þeir vilja auðvitað að nem- endur sínir standi sig vel,“ segir Þórólfur. „Við þetta bætist að námsmarkmið í grunnskólanum eru mjög óljós, sem aftur þýðir að prófin verða enn meira ráð- andi, en þau hefðu ella orðið.“ Að auki er farið að birta nið- urstöður samræmdu prófanna opinberlega og það segir Þórólf- ur að auki enn álagið. „Stressið í kringum prófin hefur aldrei verið meira en það er í dag.“ Blekking Nýlega voru birtar niðurstöður úr alþjóðlegri könnun á frammi- stöðu grunnskólanema og ís- lendingar komu sem kunnugt er ekki vel út úr því. Frammistaða þeirra í stærðfræði og raun- greinum var ekki síst mikið áfall. „Stærðfræði og raungrein- ar hafa orðið útundan í íslensku skólakerfi, segir Þórólfur. „Við stöndum mjög illa að vígi í kennslu þessara greina í grunn- skólanum. Það er eitt brýnasta verkefnið í dag að bæta úr því.“ En það er ekki bara pottur brotinn í raungreinakennsl- unni, að mati Þórólfs. Fram- haldsskólinn sé sagður opinn fyrir alla, en sé það ekki í raun. „Framhaldsskólinn hefur verið mjög einhæfur. Ilann er f.o.f. fyrir bóknámsnemendur. Þetta er gamli menntaskólinn með nokkrum blæbrigðum. Það eru svo lítil tengsl á milli grunn- og framhaldsskólans. Tryggvi Gísl- asson, skólameistari á Akur- eyri, hefur verið að benda á þetta. Ilann hefur verið að skoða þetta og sýnt fram á að námsmat og kennsla í grunn- skólanum er ekki í neinum takti við framhaldsskólann.“ Þórólfur segist binda miklar vonir við það umbótastarf sem verið sé að vinna í mennta- málaráðuneytinu. Verið sé að endurskoða skólastarfið í grunnskólanum og skilgreina markmið þess og það hafi verið orðið löngu tímabært. Það sé hins vegar líka nauðsynlegt að endurskoða framhaldsskólann. Miðstýring og meðalmennska „Það er alltol' mikil miðstýring í íslensku skólakerfi í dag. Það þarf að auka frelsið bæði í grunnskólanum og framhalds- skólanum. Mér finnst að nem- endur í grunnskólum eigi að fá að velja meira. Þeir geti t.d. lagt meiri áherslu á sumar greinar en aðrar og lært meira í þeim. Það þyrfti þá m.a. að breyta samræmdu prófunum og mér finnst mjög eðlilegt að það sé komið á vali þar. Það má t.d. hugsa sér að hafa samræmd próf í 5 greinum og nemandinn fái að velja 3 af þeim.“ Við höfum hannað skólakerfi sem byggir á því að efla eigi nemandann þar sem hann er veikastur. Ef hann er slakur í stafsetningu er bætt við tímun- um þar og jafnvel dæmi um að fækkað sé á móti tímum í grein- um sem nemandinn er góður í. Þetta er kerfi sem elur á meðal- mennsku. Það bitnar á þeim sem eru bestir og þeim sem eru verstir. Við erum ekki að gera vel við nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða. Ef sveigjanleikinn væri meiri gæt- um við gert miklu betur við þá og hina sem eru bestir. Við eigum að leyfa nemand- anum að njóta sín þar sem hann er sterkastur. Ef hann hefur áhuga á og er góður í ís- lensku, þá á hann að fá að halda áfram þar og njóta sín þar. Þess vegna má gera minni kröfur til hans í öðru. Þetta þýðir auðvitað að það verður að vera meira val í framhaldsskól- anum og það þarf að tengja betur saman þessi 2 skólastig. Kerfið er ekki rétt hugsað og það sýnir þau stóru mistök sem voru gerð þegar ákveðið var að opna framhaldsskólann fyrir alla án þess að gera viðeigandi ráðstafanir, þ.e.a.s. bjóða upp á Ijölbreytt og sveigjanlegt nám. Breyttir tímar Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að skólastarf verð- ur að skoðast í víðara sam- hengi, segir Þórólfur. „Það er því miður ekki til fyrirmyndar hvernig við fslendingar búum að ungu fólki í dag. Við þurfum að hugsa miklu betur um ungt fólk en við gerum. Ungt fólk á íslandi í dag stendur frannui fyrir alþjóðlegri samkeppni, sem að auki byggir meira á skólanámi en áður. Það eru allt aðrar aðstæður í dag og heim- urinn miklu harðari en t.d. þeg- ar ég var að alast upp, segir Þórólfur. Hann nefnir sem dæmi að unglingar sem lentu í klandri í skóla fyrir 30 árum gátu farið að vinna og jafnvel komið aftur í skólann seinna þegar þeir voru tilbúnir. Þetta sé ekki hægt í dag. „Unglingur sem lendir í vanda og dettur út úr skóla í dag er miklu verr staddur en unglingur sem stóð í sönm spor- um fyrir 30 árum. Ilann á svo fáar leiðir út. Þess vegna verð- um við að skoða þessi mál öll í samhengi. Foreldrar verða lfka að líta í eigin barm og spyrja hvor þeir séu að taka rétt á þessum málum. Foreldrar gefa unglingum því miður of lítinn tíma í dag. Við þurfum að taka okkur á í þessu sambandi." Og Þórólfur er þrátt fyrir allt bjartsýnn á framhaldið. íslend- ingar hafi áður sýnt það að þeir geti tekið á og breytt því sem af- laga hafi farið. „Það höfum við svo oft sýnt. Og ég er þrátt fyrir allt bjartsýnn á það og sé ýmis merki þess að það verði gert.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.