Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Föstudagur 30. maí 1997 jDagm--©mhm TilGÞRAUT KNATTSPYRNA Leifturs- styrkjaSKB Leiftursmenn tóku þá ákvörðun fyrir keppnis- tímablið, að ef leikmaður í þeirra herbúðum fengi peningaupphæð fyrir að skora þrjú mörk í leik, þá mundi það fé renna óskipt til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Leift- ursmenn hafa nú staðið við orð sín, Rastislav Lazorik skoraði sem kunnugt er þrennu gegn Val og upp- skar 100 þúsund krónur að launum frá Lengjunni. Þaö fé færðu Leiftursmenn samtökunum í gærkvöld. Heil umferð i 1. deildinni Þriðja umferðin í 1. deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. KA tekur á móti Fylki og verður leik- ið á grasinu á KA-svæðinu, Breiðablik tekur á móti Þór og topplið Þróttar mætir botnliðinu Reyni Sand- gerði. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Umferðinni lýkur á morgun. Þá tekur IR á móti Víkingi klukkan 14 og tveimur tímum síðar, kl. 16, hefst á Dalvík leikur Dalvíkur og FH. Einn leikur fer fram í úrvalsdeild kvenna, Stofndeildinni um helgina. fslandsmeistarar Breiða- bliks taka á móti ÍBA og hefst leikurinn á Kópavogs- vellinum klukkan 14 á sunnudag. Hagnaður hjá SKÍ s Arsþing Skíðasambands- ins var haldið í Mý- vatnssveit um síðustu helgi. Fram kom á þinginu að sambandið var rekið með rúmlega einnar og hálfrar milljónar króna hagnaði á síðasta rekstrar- ári og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem sambandið skilar hagnaði, en velta þess var um tuttugu millj- ónir á sl. ári. Formaður SKÍ sl. þrjú ár, Benedikt Geirsson, var endurkjörinn formaður og þeir Sigurður Þ. Sigurðsson og Kristján Vilhelmsson voru endurkjörnir í stjórn. Landsliðsnefnd FRÍ valdi 44 keppendur Landsliðsnefnd Frjálsíþróttasambandsins hefur kynnt val sitt á þeim í'rjálsíþróttamönnum sem keppa á Smáþjóðaleikunum sem heflast á mánudaginn. Alls munu 44 íslenskir keppendur taka þátt í frjálsíþróttakeppninni og er hópurinn skipaður 26 körl- um og 18 konum, ekki verður keppt í spjótkasti kvenna vegna þátt- tökuleysis. Eftirtaldir munu taka þátt á leikunum. Keppnisgreinar í karlajlokki: 100 metra hlaup Jóhannes Már Marteinsson, Bjarni Þór Traustason 200 m hlaup Jón Arnar Magnússon, Jóhannes Már Marteinsson. 400 m hlaup Friðrik Arnarsson, Sveinn Þórarinsson. 800 m hlaup Sigurbjörn Arngrímsson, Jón Steinsson. 1500 m hlaup Smári Björn Guðmundsson, Sigurbjörn Arngrímsson. 5000 m hlaup Sigmar Gunnarsson, Sveinn Margeirsson. 10000 m hlaup Sigmar Gunnarsson, Sveinn Ernstsson. 110 m grindarhl. Jón Arnar Magnússon, Ólafur Guðmundsson. Stangarstökk Sigurður T. Sigurðsson, Kristján Gissurarson. Langstökk Jón Oddsson, Bjarni Þór Traustason. Þrístökk Jón Oddsson, Sigtryggur Aðalbjörnsson. Hástökk Einar Karl Hjartarson, Theódór Karlsson. Sleggjukast Jón A. Sigurjónsson, Bjarki Viðarsson. Spjótkast Sigurður Karlsson. Kúluvarp Pétur Guðmundsson, Magnús Aron Hallgrímsson. Kringlukast Pétur Guðmundsson, Magnús Aron Hallgrímsson. 4 X 100 m boðhlaup Jóhannes Már Marteinsson, Jón Arnar Magnús- son, Bjarni Þór Traustason, Ólafur Guðmundsson. 4 X 400 m boðhlaup Friðrik Arnarsson, Sveinn Þórarinsson, Ingi Þór Hauksson, Björn Traustason. Varam: Ólafur Guðmundsson. Keppnisgreinar kvenna: 100 m hlaup Guðný Eyþórsdóttir, Helga Halldórsdóttir. 200 m hlaup Guðrún Arnardóttir, Guðný Eyþórsdóttir. 400 m hlaup Guðrún Arnardóttir, Helga Halldórsdóttir. 800 m hlaup Birna Björnsdóttir, Guðrún Bára Skúladóttir. 1500 m hlaup Birna Björnsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir. 5000 m hlaup Bryndís Ernstdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir. 100 m grindarhl. Guðrún Arnardóttir, Helga Halldórsdóttir. Langstökk Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Helga Eggertsdóttir. Hástökk Guðbjörg Lilja Bragadóttir, Marianna Hansen. Þrístökk Sigríður A. Guðjónsdóttir, Rakel Tryggvadóttir. Kúluvarp Berglind Bragadóttir, Guðbjörg Viðarsdóttir. Kringlukast Hanna K. Ölafsdóttir, Guðbjörg Viðarsdóttir. Spjótkast Halldóra Jónasdóttir, Unnur Sigurðardóttir. 4 X 100 m boðhl. Guðný Eyþórsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Helga Halldórsdóttir. Jón Arnar keppir á stórmóti tugþrautarmanna í Götziz um helgina. Margir af þeim bestuíGötziz J On Arnar Magnússon tug- þrautarkappi verður á ferð og flugi á næstu dögum. Hann hélt til Austurríkis í gær þar sem hann mun keppa á stórmóti tugþrautarmanna í Götziz og eftir helgina kemur FATLAÐIR • Styrktarsamningur Islendingar hafa ávallt staðið sig mjög vel á alþjóðlegum íþróttamót- um fatlaðra. Á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta 1996 vann íslenski hópurinn til fimm gullverðlauna, fernra silfur- verðlauna og fimm bronsverðlauna, auk þess að setja mörg heims-, Ólymp- íu- og íslandsmet. Nú stefna fatlaðir á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 og ætla sér ekkert annað en að bæta ár- angur sinn frá Atlanta leikunum. íþróttasamband Fatlaðra leggur allan sinn metnað í að íþróttafólkið sé landi og þjóð til sóma. Til þess að ná sem bestum árangri hafa í þróttasamband Fatlaðra og Eimskip gert með sér samning um stuðning Eimskips við ÍF fram yfir Ólympíumótið í Sydney árið 2000. gþö Frá undirritun samnings ÍF og Eimskips. Steinunn Böðvarsdóttir, kynningarstjóri Eimskips, og Sveinn Aki Lúðvíksson undirrita samn- inginn. Með þeim á myndinni er Ólafur Magnússon, framkvæmda- stjóri ÍF. hann hingað til lands til að keppa á Smáþjóðaleikunum. „Ég veit ekki hvar ég stend og er ekkert farinn að spá í hvaða möguleika ég hef á þessu móti. Fyrst og fremst ætla ég mér að hafa gaman af þessu,“ sagði Jón Arnar. Margir af bestu tugþraut- armönnum heims eru á meðal keppenda, eins og Erki Nool, Thomas Dvorak, Eduard Ham- alainen og Ricky Barker, svo einverjir séu nefndir. Fáir kepp- endur koma frá Bandaríkjunum að þessu sinni vegna undirbún- ings fyrir meistaramótið þar í landi. Þá fer fram úrtökumót í Þýskalandi fyrir Evrópumótið í sumar og bestu Þjóðverjarnir eiga því ekki heimangengt. Jón Arnar var í æfingabúðum í Bandaríkjunum fyrir stuttu þar sem hann vann að tæknigrein- unum, stangarstökkinu, kringlu- kastinu og spjótkastinu. Hann sagðist búast við því að keppa á Smáþjóðaleikunum, það færi eft- ir því hvernig hann kæmist frá þrautinni um helgina. Keppnin hefst klukkan 8 í fyrramálið að íslenskum tíma. KA-menn og aðnir Akuneyningan athugið Fyrsti stórleikur sumarsins í knattspyrnu á Akureyri í 1. deild á KA-velli föstudaginn 30. maí kl. 30.00. Fjölmennum og hvetjum okkar liö - Áfnam KA! adidas jDagur-®tmhtn Höldur ehf. Landsbanki íslands FRJÁLSAR • Smáþjóðaleikarnir

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.