Dagur - Tíminn Reykjavík - 31.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 31.05.1997, Blaðsíða 7
|Dng«r-ffituTrun Laugardagur 31. maí 1997 - 7 ERLENDAR F R É T T I R Konur sem hylja sig, rústir, sandpokavirki - þetta er meðal þess sem mest ber á í borgum Afganistans. Stund milli stríða í Mazar-i-Sharif Baksvið Dagur Þorleifsson Fyrir fáeinum dögum tilkynntu fjölmiðlar að stríðinu í Afganistan, er staðið hefur í tæpa tvo áratugi, væri að ljúka með algerum sigri Talebana, einkar afskiptasamrar íslamskrar bókstafstrúarhreyf- ingar, er guðfræðinemar í hópi afganskra flóttamanna í Pakist- an stofnuðu. Þeirri sögu fylgdi að um 90% Afganistans væru á valdi Tale- bana og mætti því heita að land- ið væri sameinað undir einni stjórn, í fyrsta sinn frá því að stríðið hófst. í samræmi við það viðurkenndu Pakistan og Saúdi- Arabía Talebana sem hina einu lögmætu valdhafa Afganistans. Úsbekar, Pústúnar, Tadsjíkar Helsti andstæðingur Talebana hefur lengi verið stríðsherra að nafni Abdul Rashid Dostum (einnig ritað Dustam). Hann var áður herstjóri hinnar sovétsinn- uðu Kabúlstjórnar, en sveik hana og hefur síðan skipt um banda- menn eftir hentugleikum í ófriði þessum, sem eftir brottför sov- éska hersins varð eingöngu borgarastríð. Dostum er Usbeki og hefur í nokkur ár stjómað landsvæði því í Norður-Afganist- an, sem er mikið til byggt Úsbek- um, sem óháður ríkisleiðtogi í raun og haft til þess stuðning Rússlands og Úsbekistans. Talebanar eru flestir Pústún- ar, sem eru fjölmennasta þjóð Afganistans og hafa jafnan ráðið þar mestu. Andstæðingar Tale- bana hafa undanfarið verið í bandalagi gegn þeim, en helstir þeirra eru auk Úsbeka norður- landsins ríkisstjórn Burhanudd- ins Rabbani forseta, sem Tale- banar stökktu frá Kabúl og enn ræður landskikum nokkrum norðaustanlands, og sjítaflokkur einn sem helst mun hafa fótfestu í fjalllendinu í miðju landi. Rabb- ani styðst einkum við Tadsjíka, þjóð sem ÍJölmennust er norð- austanlands og býr einnig í fyrr- verandi sovétlýðveldinu Tad- sjíkistan. Hefndarskylda Allir aðilar Afganistansstríðsins eru múslímar og flestir meira að segja í strangara lagi, en það dugir skammt til sátta, því að hollusta við þjóðir, sem berjast um völd og landsgæði, gildir þar meira en sameiginlegur átrún- aður. En sennilegt er raunar að margt í svokallaðri bókstafstrú Afgana sé fremur úr landshefð- um fornum, meira eða minna óskyldum íslam, en úr ritningum þeirra trúarbragða. En allt er það auðvitað þarlendis kallað fyrirmyndaríslam. Aðalástæðan til óvænts og skyndilegs sigurs Talebana var að Abdul Malik, einn helstu ráðamanna með Dostum og einskonar utanríkisráðherra hans, brá trúnaði við hann, fékk mestan hluta hers hans, sem í eru 40-50.000 manns, í Uð með sér og gekk Talebönum á hönd. Sem snöggvast leit út fyrir að stríðinu í Afg- anistan værí að Ijúka með sigrí Talebana, en sá sigur virðist hafa reynst þeim sýnd veiði en ekki gefin. Bróðir Maliks var myrtur í fyrra og nú fyrir skömmu náinn vinur þeirra bræðra. Grunað er að Dostum hafi verið ráðbani þeirra. Taldi Malik sér skylt að hefna á honum bróður síns og vinar, því fremur sem Malik mun hafa óttast að röðin kæmi að honum næst, svo nærri honum sem hafði verið höggvið. Dostum flýði land í óðafári og til Tyrklands, en Rabbani forseti bandamaður hans til þjóðbræðra sinna í Tadsjíkistan. Talebanar sendu mikið lið til Mazar-i-Sha- rif, um 200.000 manna borgar sem var höfuðstaður ríkis Dost- ums. En fyrr en varði kom í ljós að fyrir þá var þetta sýnd veiði en ekki gefin. Tóku þeir þegar til við að skipa þar málum að sín- um sið. Körlum var fyrirskipað að rækta á sér skegg, væru þeir h'tt eða ekki skeggjaðir fyrir. Stúlkur skyldu láta af skólagöngu, þar til kvennaskólar hefðu verið stofnaðir fyrir þær, konur ekki vinna úti og yfirhöfuð ekki láta sjá sig utandyra nema í fylgd karlmanns. Myndbönd voru bönnuð og veraldleg tónhst og að sumra sögn bæði útvarp og sjónvarp. í Mazar-i-Sharif hefur bragurinn verið nokkuð frjálslegur á þarlendan mæli- kvarða. f háskóla þar er drjúgur hluti nemenda konur og vín hef- ur verið haft þar um hönd. Panjshir-ljónið enn ósigrað En upp úr sauð milh þessara nýju bandamanna er Talebanar fóru að afvopna sjítahermenn nokkra sem voru í bandalagi við Malik. Það tóku MaUk og hans menn ekki í mál og varð úr hálfs annars sólarhrings orrusta, sem lauk með því að Talebanar urðu að hörfa úr borginni, enda að sögn óvanir götubardögum. Afg- anskir Úsbekar hafa í stríðinu fengið orð á sig fyrir að vera með afbrigðum grimmir og harðvítugir hermenn. Létu Tale- banar hundruð manna faUna og fjöhnargir af þeim voru teknir tfl fanga. Þegar þetta er ritað er sem sé hreint ekki víst að sú spá stand- ist að friður sé loksins að komast á í Afganistan. Þótt mjög sé af Uði Rabbanis dregið heldur Ah- med Shah Masoud, hermálaráð- herra hans, enn velh í norðan- verðum Panjshir-dal, sem verið hefur aðalvígi hans lengst af í öllu stríðinu. Sovéski herinn gerði á hendur honum þar fleiri sóknir en nokkur man lengur, en Masoud hratt þeim öllum, hlaut af því auknefnið „Panjshir-ljón- ið“ og varð frægur um allan hinn vestræna heim sem hetja gegn kommúnismanum. Á stöðunni í Afganistan virð- ast ekki hafa orðið aðrar meiri- háttar breytingar en sú að Ús- bekar þar hafa skipt um for- ingja. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 Netfang: isr@rvk.is ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir til- boðum í viðhald á lyftum í ýmsum fasteignum borgarsjóðs. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 12. júní 1997 kl. 14:00 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í stöðvar- húskrana fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á tveimur krönum í raf- stöðvarbyggingu Nesjavallavirkjunar. Annar krananna með 16,7 m burðarhaf skal hafa 32 tonna vindu og 5 tonna vindu. Hinn kraninn með 6 m burðarhaf skal hafa 2,0 tonna vindu. Krana skal afhenda uppsetta í síðasta lagi 10.3. 1998. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 4. júní n.k. Opnun tilboða: miðvikudaginn 2. júlí 1997 kl. 11:00 á sama stað. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Innritun nemenda í fram- haldsskóla í Reykjavík fer fram í Menntaskólanum í Hamrahlíð dagana 2. og 3. júnífrá kl. 9-18. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Menntaskólanum við Hamrahlíð innritunardagana. Menntamálaráðuneytið, 27. maf 1997. ORÐ DAGSINS 462 1840 K_____________r Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Hallgilsstöðum, Brekkugötu 29, lést þann 29. maí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Stefán Jónsson, Jósefína Stefánsdóttir, Birgir Stefánsson, Sigrún Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Finnur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar okkar og bróður, ÁRNAPÉTURSLUND, Urriðakvísl 21, Reykjavík. Maríus Lund, Ásdís Karlsdóttir, Bergþór Lund, Karl Lund.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.