Dagur - Tíminn Reykjavík - 31.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 31.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 31. maí 1997 íDagur-Œœröm PJÓÐMÁL JOagnr- Híramn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavik og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Sjómannadagurmn í fyrsta lagi Sjómannadagurinn, sérstakur hátíðisdagur sjó- manna, hefur um langt árabil verið landsmönnum tilefni til að íhuga stöðu sjómannastéttarinnar samhliða því að menn gera sér glaðan dag, fara í koddaslag og kappróðra, stakkasund og reiptog. Vegur sjómannadagsins hefur vaxið verulega á síð- ustu árum eftir að hann varð lögboðinn frídagur sjómanna og skip urðu að sigla í land til að vera í höfn á sjómannadaginn. Sjósóknin almennt hefur orðið að taka mið af þessum degi og sjómannadag- urinn er þannig orðinn að botnfastri siglingabauju sem öll útgerð þarf að sigla eftir. Á sjómannadegi að þessu sinni dvelur hugur manna venju fremur við hættur hafsins og trygg- ingalega stöðu sjómanna og aðstandenda þeirra ef slys ber að höndum. Tilefni hefur því miður gefíst til slíkrar umræðu eftir að Tryggingastofnun hafn- aði að greiða ekknabætur til ekkna tveggja skip- verja af Dísarfellinu. Ásteitingarsteinninn er út- flöggun íslenskra skipa, að þau eru skráð undir hentifána. Nánast allur farskipaflotinn siglir nú undir erlendum fána sem og fjölmargir togarar. Það eru því hundruð íslenskra sjómanna í þeirri stöðu að sigla um höfin blá meira og minna ótryggðir. í þriðja lagi Það kemur á óvart hvað málið kemur á óvart. Hentifánaútgerð er ekki nýtt fyrirbæri, síður en svo. Útgerðarmenn, sjómannasamtökin, stjórn- málamenn, og tryggingakerfið virðast öll jafn hissa hver á öðru. Allir eru að hrópast á. Það sem hins vegar skiptir mestu er að kippa þessum málum í lag, fljótt. Útgerðir eru að spara með því að skrá skipin erlendis en lögin gera ekki ráð fyrir íslensk- erlendum útgerðum. En það eru sjómenn sem gjalda fyrir og búa við óvissuna, ekki þeir sem í raun ættu að bera kostnaðinn, Tryggingastofnun, útgerðirnar eða bæði. Sjómenn, til hamingju með sjómannadaginn! Birgir Guðmundsson. Eiga Vestfirðingar að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara? Þórarinn V. Þórarinsson framkvœmdastjóri VSÍ Já og það er löngu tímabært að almenn- ir félagsmenn fái að taka afstöðu til málsins. Tillagan gefur þeim færi á því og að ljúka þessari deilu og í annan stað fær- ir hún Vestfirðingum meiri launahækkanir en öðrum. En tillaga bætir ekki tjönið sem hlotist hefur af verkfallinu, en lengra verkfall nú niyndi ennþá síður gera það og væri líklegast til að veikja byggðirnar vestra enn meira en orðið er. Hervar Gunnarsson form. Verkalýðsfél. Akraness og 2. varaforseti ASÍ S Eg held að það hijóti alltaf að vera mat samningsaðila þeg- ar miðlunartillaga er sett saman af ríkissáttasemj- ara hvort hún nægi til að Ieysa deiluna. Þar af leið- andi ætla ég vestfirsku verkafólki sjálfu að meta málið. ♦ ♦ Arnar Sigurmundsson form. Samtaka Jiskvinnslustöðva Þessi tilaga er fyrir báða aðila skásti kost- urinn í stöðunni. Búið er að marka launastefnuna í landinu og vestfirsk fisk- vinnslufyritæki eiga enga möguleika að auka launa- kostnað umfram önnur fyr- irtæki. Ég tel eðlilegt að báðir aðilar samþykki þessa miðlunartillögu svo hjól at- vinnulífs vestra fari að snú- ast á ný. Ég hef áhyggjur vegna þess tjóns sem orðið hefur vegna þessa og getur orðið tvísýnt um framtíðar- rekstur sumra fyrirtækja af þessum sökum. Aðalsteinn Á. Baldursson form. fiskvinnslu- deildar VMSÍ S Eg treysti vestfirsku verkafólki sjálfu til að taka afstöðu í málinu og segi því „no comment" þegar þú spyrð um mína afstöðu í málinu. Neyslusýki „En við höldum áfram, vaðandi í villu og svíma, því ekkert með- ferðarúrræði hefur enn fundist við neyslusýkinni." - Jóhanna Þórdórsdóttir í Alþýðublað- inu í gær. Skál „Vinnusjúklingur með fartölvu er engu betri en drykkjusjúkl- ingur með ginflösku." - E. Jeffrey Hill í Mbl. í gær. Toppurinn „Við erum með bestu sjómenn í heimi og nýtum að jafnaði full- komnustu tæki sem völ er á við okkar fiskveiðar." - Finnbogi Jónsson í Alþýðublaðinu í gær. Nörd „Ég var töluvert mikill nörd þegar ég var yngri, svo mikill að meira að segja hundarnir í hverfinu hlupu undan mér þeg- ar ég reyndi að klappa þeim.“ - Ólafur Þór Jóelsson í Mbl. í gær. Snigilhœgt „Breytingar gerast nefnilega snigilhægt í heimi stjórnmál- anna, ekki einasta er flokka- kerfið frá dögum risaeðlanna heldur er utanríkisþjónustan með átjándualdarsniði þegar fjarlægðir á milli landa voru þvílíkar að nauðsynlegt reynd- ist að hafa sendimenn búsetta í hinum erlendu ríkjum til að tala máli heimalandsins og vera fulltrúi sinnar þjóðar.“ - Pétur Gunnarsson í DV í gær. Siðmenningm Orðið menning var á dagskrá þessa pistils um daginn og hlaut misjafnar undirtektir að vonum. En orðið menning er ekki eina orðið í bókinni sem pistilhöfundur á bágt með að skilja. Annað orð er siðmenning. En siðmenningin er hvorki meira né minna en hátíðarútgáfa af sjálfri menningunni og því ómaksins vert að helja hana til skýjanna. Siðmenningin er niðurstaða sam- tímans á sjálfum sér eftir stöðuga naflaskoðun á sálinni. Nokkurs konar endalaus þjóðfundur í beinni útsend- ingu með Stefáni Jóni á Rás tvö. En víst er að hver er sínum siðum líkur þó að Rás tvö sé aðeins til á íslandi að svo •komnu máli. f heimi siðmenntaða fólksins er fólk með aðra siði hins veg- ar ekki talið menntað og fólk með aðra menningu ekki talið siðað. Haft er fyrir satt að siðmenntað fólk noti siðmenninguna eins og hemil eða handbremsu á náttúru mannskepn- unnar í sjálfum sér og náunga sínum. Hún er hæfilega sterk blanda af guðs og manna lögum til að hemja móður náttúru í mannkyninu. Siðmenningin skilur því Abel frá Kain, Davíð frá Gol- íat og Nóa frá dýrunum í Örkinni. Siðmenningin greinir vel þóknan- legt fólk frá villtum mönnum og mörgum dýrum. Skilur líka betur kunnandi fólk greinilega frá fá- kunnandi mönnum innan sömu sið- menningar. Séra Jón frá Jóni og svo fram- vegis. í siðuðum heimi leiðir haltur blindan en ekki öfugt. Siðmenningin er því engin smáræðis skilvinda. En ekki veit pistlahöfundur hvenær mannkynið notaði orðið siðmenningu í fyrsta sinn til að heiðra sig og sína. Hvort það var með fyrri eða seinni skipunum. Fyrir eða eftir krossferðirnar, konvistador- ana og gömlu Sovétríkin. Fyrir er eftir Wounded Knee, Buchenwald og Mi Lai. Fyrir eða eftir hádegi. Enda má það einu gilda: Siðmenntur hluti heimsins hefur nefnilega aldrei ver- ið í vafa um að bæði siðir hans og menn- ing eru eini sann- leikurinn fyrir alla heimsbyggðina. Sumar þjóðir hafa jafnvel reynst bæði hofmannlegar og göfuglyndar við sið- Iaust fólk og leyft því að njóta menningar og siða með sér. Enn sinn er siðurinn í landi hverju og mannætur og villimenn telja siðleysið jafn góða mannasiði og siðmenntaðir telja siðmenninguna. Siðmenntað fólk hefur því stundum þurft að kynna sig fyrir siðlausu fólki með handafli. Siðmenningin náði þannig að stinga sig niður víða um heimsbyggðina og þess bera menn sár í dag. Til Jórsala fór hún eins og logi um akur með krossförum Páfagarð. Norður-Ameríku náði hún seinna með þrælaskipum Hans hátignar og Suður-Ámeríku með gulldrengjum Spánarkonungs. Sið- menningin tók lfka hús á frumbyggjum Ástralíu í tæka tíð og blessuð sé minn- ing þeirra. í Austur-Evrópu breiddist siðmenn- ingin svo út eins og eldur í sinu með kommisörum frá gamal Sovétinu. í Flóabardaga gekk sameinuð menning Norður-Atlantshafsins í ljósum logum um forna Mesopotamiu á leið sinni til að frelsa Kuwait frá írökum. Og fleiri kyndilbera siðmenningar mætti vissu- lega telja á meðan fingur og tær endast. Hætt or við að fólagarnir Gengis Khan og Atli Húnakonungur verði undir í þeim mannjöfnuði. Ásgeir Hannes. (lógevt Manneó

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.