Dagur - Tíminn Reykjavík - 31.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 31.05.1997, Blaðsíða 9
ÍOagur-Œhtrtmt Laugardagur 31. maí 1997 - 9 RITSTJORNARSPJALL Nýsköpunarmenning kallar á breytt hugarfar þar sem tvinnast saman atvinnustefna, menningar- og menntastefna. sköpunarmenningu. Nýlendu- staða og síðar pólitíski einok- urnarlénsveldiskapítalisminn örvaði aldrei framtaksmenn- ingu. Og gerir ekki enn. Kapítal- istar okkar hafa brotist til auðs með því að hreppa úthlutuð gæði: vinnu fyrir Kanann, nið- urgreidd lán, kvóta, umboð, erfa pabba og rotta sig saman með strákunum. Með glæstum undantekningum hefur þeim aldrei þurft að detta neitt í hug og aldrei þurft að lúta aga ígrundaðrar áhættu; við erum á túndru alheims þegar spurt er um framtak. Þótt við séum Jjandanum duglegri. Að moka upp því sem að okkur er rétt. Hlutverk stjórnvalda Framsýn stjórnvöld játa strax að við verðum að skapa hér nýja menningu. Nýja atvinnumenn- ingu. Menning verður ekki til fyrir tilviljun. Menning sprettur úr jarðvegi við kringumstæður. Við eigum ótrúlegan íjölda skák- meistara miðað við höfðatölu af því við fóstrum skákhstina. Sama með bókmenntirnar; þrátt fyrir sjóðavolið erum við þeim góð. Er hægt að skapa nýsköp- unarmenningu? Já. Segir Evr- ópusambandið í nýrri skýrslu: Green paper on innovation, eða Grænbók um nýsköpun. í nýrri áætlun til nýsköpunar í Evrópu er lögð megináhersla á að þekk- ing og framtak skapi vöxt og viðgang á vinnumarkaði. Þetta er áhersla sem er í fullkomnu samræmi við meginstrauma í vestrænum hagkerfum, og al- gjörlega andstæð áherslu þróun- arríkja eða landa sem eru rík af náttúrugæðum. Eins og okkar. Markmiðin í skýrslunni eru einkum: - að fóstra nýsköpunarmenn- ingu - skapa hagrænan, lagalegan og pólitískan ramma sem hvetur til nýsköpunar - hvetja til rannsókna og þró- unar. Markmiðið er sem sagt ekki að stofna fyrirtæki (Byggða- stofnun?) eða koma á heilu at- vinnuvegunum (laxeldi, loðdýr). Slík afskipti hafa komið óorði á allt sem heitir opinber afskipti. En opinberra afskipta er krafist í Grænbókinni, á allt annan hátt og í miklum mæli. Hlutverk stjórnvalda II Hvað er að gerast hjá okkur? í vikunni fréttum við af skýrslu sem sýndi „ísland sem há- stökkvara“ í heimi sem mælir frelsi á kvarða Qármagns. Það getur verið ágætis aðferð til að átta sig á hlutunum. Hlutum sem við vissum, t.d. að hér hef- ur stórlega verið dregið úr ríkis- afskiptum í atvinnulífinu - og að mörgu leyti til bóta. Og svo fréttum við af öðru sem við viss- um ekki: að allt talið um að hér sé einhver útkjálki pólskrar kommúnista hagstjórnar af því að hér er Ríkisútvarp og jafn- rétti til heilbrigðis (?) er tómt bull; einungis fjögur EVRÓPU- RÍKI eru með lausbeislaðra hagkerfi en við. Mikil breyting á 10 árum. En hefur sú breyting orðið hluti af breyttum þanka- gangi? Nýsköpun og framtaki? Að sumu leyti, vissulega. En meginþungi íjármagns leitar þessi árin beint inn í „arðsem- ina í sjávarútvegsfyrirtækjun- um“. Það er bóla sem á eftir að springa illa á frumstæðum hlutabréfamarkaði sem hegðar sér nákvæmlega eftir forskrift veiðimannasamfélags; í stað þess að ausa upp .fiski ausa menn upp hlutabréfum í fiski. Á sama tíma fer öll athygli hins opinbera í raforkusölu. Megin- þungi hagkerfisins er á náttúru- auðlindastefnu. Sem segir mér að við getum ekki treyst mark- aðnum fyrir öðru en skyndi- gróða, þar sem hann er að fá. Menningarleg skilyrði II: Björk Gagnstæður straumur er hjá peninga-, eigna- og veðlausa fólkinu. Unga fólkinu sem á ekkert nema áræðið, hugmynd- irnar og löngunina til að verða fyrirsæta, förðunarmeistari, poppstjarna, fatahönnuður, líf- rænn bóndi (selt á Þýskaland) eða húsgagnasmiður (sérsmíð- að); þetta fólk er sprottið upp úr Bjarkarmenningunni. Það er fóstrað af alþjóðlegum menn- ingarstraumum og er sam- keppnishæft hvar sem er, og það er mun áhugaverðara fyrir- brigði fyrir þróun íslands næstu 100 ár en hinn lokaði kvóta- heimur hefðbundinna atvinnu- greina. Popp, vídeó, lista- og skemmtanaheimurinn er að skapa fjölda starfa og tækifæra án þess að nokkur hafi hugsað út í það eða planað. Sem segir að við erum opin fyrir breyttum háttum og snögg að notfæra okkur tækifæri sem gefast. Hlutverk stjórnvalda III Er þá ekki best að stjórnvöld komi hvergi nærri til að hugsa eða skipuleggja? Nei, segir enn í Grænbók Evrópusambandsins. Stjórnvöld gegna stóru hlut- verki í að efla menntun, skapa menningarleg skilyrði með markvissum aðgerðum sem miða að þekkingarframleiðslu, rannsóknum og þróun. Þau þurfa að efla skólastarf, en skólastarf þarf að taka til gagn- rýnnar endurskoðunar til að það kenni og hvetji til nýsköp- unar og framtakssemi. Stjórn- völd þurfa að efla alþjóðlegt samstarf (af því njótum við góðs nú þegar og þurfum meira); og stjórnvöld eiga að tryggja að starfsemi í þekkingar- og upp- lýsingaiðnaði verði æ stærri hluti af þjóðarframleiðslu. ísland í dag II Rifrildið um hvort hér sé lagt nægilegt fé til menntunar er fá- fengilegt, og í raun hættulegt. Er endilega víst að meira fé til nú- verandi skólakerfis skili okkur betri og frjórri einstaklingum? Er endilega víst að mun hærri framlög til „lista og menningar" skili okkur nýsköpun sem okkur skortir svo sárlega í andlegum efnum? Fáum við ekki bara meira af því sama? Mun frjórra umræðuefni er: hvað þurfum við að gera til að umskapa menn- ingarleg skiiyrði til nýsköpunar og framtaks? Atvinnustefna, menntastefna og menningarstefna eru órofa heild ef við ætlum að vera rík, upplýst og vinnandi þjóð í fram- tíðinni. Sem þýðir að við verð- um að vera öðruvísi hugsandi þjóð en við nú erum. Það er hérna sem ég sé að pólitísk leiðsögn eigi að koma til sög- unnar: þvinga, hvetja, örva og skapa skilyrði sem eru forsenda fyrir breyttum hugsunar- og menningarháttum. Með áherslu á breytingu. Annars verðum við bara eins og fólkið sem neitaði að vinna við annað en fisk sem ekki fékkst. Og hélt dauðahaldi í að taka ekki þátt í því eina sem var lffsmark: „svona vit- leysu“. Dauðahaldi. Stefán Jón Hafstein skrifar S Eg kom í lítið sjávarþorp í fyrrasumar, sem ég hafði aldrei heimsótt. Með þeim minnstu á landinu, þekkt fyrir harmaljóð við ysta haf - nema þá sjaldan að einfaldasta teg- und af fiskverkun gefur af sér arð. Þarna er atvinnulíf á blá- brún og mannlíf dregur dám af því. Fyrir utan merkissafn til að skoða var þarna eitt afdrep fyr- ir ferðamenn (bensínstöð ótal- in); það var nýuppgert timbur- hús með kaffistofu og vinaleg- um minjagripum og íslenskum mat. Þetta var eini vottur ný- sköpunar á staðnum fyrir utan safnið góða. Einn þorpsbúi hafði framtakskraft til að brjót-' ast úr viðjum fiskverkunarvan- ans; þegar konuna vantaði að- stoð við afgreiðslu fékkst eng- inn í þorpinu í vinnu „við svona vitleysu". Svo hún varð að flytja inn aðstoðarkonu 15 kílómetra leið, úr frændgarði sínum. Þarna hefur verið langvarandi atvinnuleysi. ísland í dag? Safnið og kaffihúsið voru einu merkin um líf á staðnum. Þekk- ing og nýsköpun. Á mælikvarða hefðbundinnar bankahagfræði voru þetta verðlausar eignir. Verðmætið bjó einvörðungu í hugvitinu, að raða upp gömlum hlutum á aðlaðandi og fræðandi hátt, að gera upp hús svo fögur þættu, að hella uppá og kjafta við gesti svo skemmtun væri að. Starfsemi utan við „skilning stjórnvalda" og handan við „lánshæfi" banka; starfsemi sem er vaxtarbroddurinn í hag- kerfi Vesturlanda. Dæmi: 10 milljónir nýrra starfa voru sköpuð í Bandaríkj- unum á síðustu fjórum árum. Tveir þriðju hlutar þeirra voru í stjórn og tækni, og einn þriðji þeirra í smáfyrirtækjum sem sinna hátækni. Ilvað á þessi há- þróaði tæknigeiri sammerkt með lífsmarkinu í fiskiþorpinu? Að byggjast algjörlega á þekk- ingu og framtakssemi - EKKI á íjármagni, fasteignum eða nátt- úrulegum auðlindum. Sem sagt ekki á neinu því sem hefðbund- ið atvinnuháttavæl á íslandi í dag gengur út á. Menningarleg skilyrði íslendingar eru á heimsmæli- kvarða í: a) inniíþróttinni hand- bolta sem hentar líkamsburðum okkar; b) inniíþróttunum skák og brids, sem henta löngum vetrarkvöldum; c) bókmenntum sem eiga rætur í 1100 ára frá- sagnarlist (og eru inniíþrótt sem hentar löngum vetrarkvöldum) og svo d) erum við heimsmeist- arar í fiskveiðum og vinnslu hráefnis fyrir aðra að matbúa. Harðlynd en gjöful náttúra hef- ur aldrei fóstrað með okkur ný-

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.