Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 7
|Dagur-'3Iaramt Föstudagur 27. júní 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR „t»á yngri langaði á diskó“ Baksvið Dagur Þorleifsson egar þetta er ritað er hermt að Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna í Kamb- ódíu og einn illræmdustu íjölda- morðingja sögunnar, hafl verið handtekinn af sjálfs sín mönn- um og muni brátt framseldur Kambódíustjórn. Sennilegt sé að honum verði stefnt fyrir alþjóð- legan dómstól, hliðstæðan þeim sem settir hafa verið á stofn af tilefni illvirkja framinna í stríð- unum í Bosníu og Rúanda. Pot Pot, sem kominn er undir stjötugt, hefur verið yfirforingi flokks síns síðan 1963, var rík- isleiðtogi Kambódíu frá 1975 til áramótanna 1978-79, er víet- namskur innrásarher rak hann frá völdum og hefur síðan, í tæpa tvo áratugi, hafst við í frumskógum í vestur- og norð- urhéruðum lands síns og stjórnað skæruhernaði Rauðra kmera, fyrst gegn víetnömsku hernámsliði og Kambódíustjórn á vegum þess og síðan gegn Kambódíustjórn sem mynduð var að loknum kosningum und- ir eftirliti Sameinuðu þjóðanna 1993. Bróðir númer eitt Ileimildum ber ekki saman um hve mörgum landa sinna Rauð- ir kmerar hafi orðið að bana meðan þeir ríktu yfir Kambód- íu. Oft sést því haldið fram að tala látinna af völdum þeirra þá hafi orðið um tvær millj- ónir. Flestir dóu úr hungri, ofþreytu og sjúkdómum í þrælkun en tugþúsundir a.m.k. voru teknar af lífi, margir að und- angengnum hroðalegum pyntingum. „Bróður númer eitt,“ eins og Pol Pot var stundum kallaður, tókst eftir ósigur sinn fyrir Víet- nömum að hagnýta sér kalda stríðið. Bandaríkin, Kína og Ta- fland reyndu eftir föngum að bregða fæti fyrir Víetnam, skjól- stæðing Sovétríkjanna, og hjálpuðu því með ýmsu móti upp á Pol Pot. En að kalda stríðinu loknu tóku heldur að aukast vandræðin fyrir þessum skuggasveini alþjóðastjórnmál- anna. Eftir kosningarnar 1993 urðu Rauðir kmerar, sem þá réðu enn allstórum svæðum við landamærin að Taílandi, að íjármagna sitt stríð sjálfir. Það gerðu þeir með því að selja taí- lenskum herforingjum gim- steina og við af dýrum tegund- um, sem mikið er af á yfirráða- svæðum þeirra. Þau viðskipti munu í orði kveðnu hafa verið á laun. Hugsjóna- og heilsubrestur í liði Rauðra kmera tók nú að gæta mjög þreytu á stríði þessu, sem engan enda virtist ætla að taka. „Þá eldri fór að Ianga heim á akrana sína, þá yngri á diskó,“ skrifaði Raoul Jennar, belgískur Kambódíufræðingur. Erfitt varð að útvega nýliða. Stríðsþreytan smitaði frá sér upp í forystuna og ýmsir í henni fóru að linast í hugsjóninni. Þeir voru og teknir fast að eld- ast og útilegumannslífið var álag nokkurt fyrir heilsuna. Pol Pot hefur lengi verið veikur af malaríu og Ieng Sary, einn helstu samstarfsmanna hans, er veill fyrir hjarta. Þeir hafa báðir legið á sjúkrahúsum í Bangkok undir vernd taflenskra herforingja, sem er annt um þessa viðskiptavini sína. Ýmsir foringjar Rauðra kmera keyptu sér villur í Taflandi og fj árfestu þar í hótelum og bensínstöðv- um. Ieng Sary gaf sínum mönn- um leyfi til atvinnureksturs þarlendis, stofnaði sjálfur markað og leigði þar sölumönn- um aðstöðu. f fyrra reyndi Pol Pot að sögn að herða agann á ný, en það ieiddi til þess eins að menn hans struku unnvörpum undan merkjum, þ.á m. Ieng Sary. Þessi upplausn Rauðra kmera hefur síðan haldið áfram, og svo er nú að sjá að hún sé að fullkomnast með handtöku Pols Pot. Haft er eftir félögum hans að hann hafi þegar beðið um að fá að játa á sig mistök. Kambódíustjórn hefur veitt sakaruppgjöf öllum þeim Rauð- um kmerum, sem gengið hafa henni á hönd. Svo virðist sem þar í landi og í heiminum yfir- leitt hafi náðst þegjandi sam- komulag um að Pol Pot einn skuli svara til saka fyrir gíf- urleg illvirki þeirra félaga. Sem yfirforingi Rauðra kmera var hann ábyrgari fyrir gerðum þeirra en nokkur ann- ar, en fjölmarg- ir aðrir í því liði, hærri og lægri, munu hafa verið engu síður ákafir til þeirra verka. Konungssinnar og Víetnamkommar Ein af ástæðunum til umræddra sinnaskipta margra Rauðra kmera er að lfldndum að þeir telji vænlegra til árangurs fyrir sig að taka þátt í kambódískum stjórnmálum á friðsamlegan hátt en að halda hernaði áfram. Milli tveggja helstu stjórnmála- flokka landsins, konungssinna undir stjórn Ranariddhs prins, sonar Sihanouks konungs, og Alþýðuflokksins undir forystu Iluns Sen, er slíkur fjandskapur að liggur við nýju borgarastríði. Síðarnefndi flokkurinn er lið gömlu stjórnarinnar sem var á snærum Víetnams. Þeir Rana- riddh og Hun Sen eru báðir for- sætisráðherrar. Báðum er þeim kappsmál að fá fyrrverandi (?) Rauða kmera í lið með sér, í von um að það ríði baggamun- inn. í gegnum það tafl gætu Rauðir kmerar átt eftir að kom- ast til valda á ný. En þeir hafa þóst vita að stjórnarflokkarnir tækju þá ekki í sátt að fullu nema þeir fórnuðu Pol Pot. Enn Rauðir kmerar láta af hernaði gegn stjórn Kambódíu og hyggjast í staðinn taka þátt í valda- taflinu innan hennar. Til þess að það gangi verða þeir að fórna Pol Pot. Það sem Pol Pot og Rauðir kmerar eru þekktastir fyrir: Fjöldagröf með beinum fólks sem þeir drápu. heyrast að vísu grunsemdir urn að handtakan sé bara plat, til þess ætlað að láta heiminn halda að Pol Pot sé úr sögunni. Hann verði látinn hverfa og muni síðan bíða síns tíma til að birtast aftur. Áður hefur nokkr- um sinnum frést frá mönnum hans að hann væri látinn. Bflasala • Bflaskipti Volkswagen Golf 3.d. 1400 Grand ’95 grænn ek. 30 þús. km. álf. CD ofl. V: 1.100.000,- Toyota Corolla 4.d. 1600 XLI ’94 grænn ek. 38 þús. km.V: 1.150.000,- MMC Space Wagon 4x4 2000 GLXIA/T '93 blár/grár ek. 92 þús. km. V: 1.480.000,- Volkswagen Golf 5.d. 1800 A/T ’93 hvít- ur ek. 42 þús. km. álf. sóll. airbag.ofl. V: 1.150.000,- Honda Civic 3.d. 1400 16v ’90 grár ek. 85 þús. km. álf. ofl. V: 660.000,- Toyota Carina E 4.d. 2000 GLI ’96 hvítur ek. 18 þús. km. álf. spoi. airbag. V: 1.850.000,- Bilasala • Bflaskipti MMC L-200 4.d. dísel turbo ’97 grænn/beis ek. 2 þús. km. V: 2.500.000,- Toyota 4Runner V-6 3000 A/T ’91 hvítur ek. 70 þús. km. spoilerar sóll. ofl. ofl. V: 1.980.000,- MMC L-200 4.d. dísel turbo ’95 grænn ek. 49 þús. km. m/hús upph. álf. brk. ofl. V: 1.890.000,- Vantar bíla á skrá og á staðinn strax MfBÍLASALINbL öldur hf B í L A S A L / við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 300;

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.