Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Blaðsíða 1
Fréttir og þjóðmál Hafrtarfjörður Húsavík Tjúttar Magnús? Menningarmálanefnd Hafn- arijarðar auglýsti á dögun- um lausa til umsóknar stöðu umsjónarmanns listamiðstöðv- arinnar í Straumi. Formaður menningarmála- nefndar Hafnarfjarðarbæjar, Magnús Kjartansson, er skrifað- ur undir auglýsinguna ásamt símanúmeri í þeim tilgangi að veita upplýsingar um starfið. Magnús Kjartansson mun hins vegar vera staddur erlendis og er ætlun hans að koma aftur til landsins þann 3. júlí. Umsóknar- frestur um stöðuna rennur út 1. júh' þannig að það er úr vöndu að ráða fyrir áhugasama. Sverrir Ólafsson, núverandi umsjónar- maður í Straumi, segir þetta týp- ískt fyrir vinnubrögð Magnúsar Kjartanssonar í menningarmála- nefnd. „Magnús er ekki á réttum stað. Hann væri miklu betur kominn spilandi í Trúbrot heldur en í menningarmálaráði. Pað væri eðlilegast að starfsmanna- stjóri Hafnarfjarðarbæjar hefði þetta á sinni könnu. Pað er merkilegt að Magnús skuli voga sér að ætla sitja fyrir svörum og fari svo bara að tjútta eitthvað í Ameríku. Magnús virðist sam- nefnari fyrir vesaldóminn.“ rm Hermann Bjarnason frá Húsavík var vígalegur með garðklippurnar þegar Ijósmyndari Dags-Tímans rakst á hann í vikunni. ísl. útvarpsféiagið » Gengiö Sj ónvarpsútsending aJlan sólarhringmn Bylting er að verða í framboði sjónvarps- efnis frá íslenskum aðilum sem vonast til að auka enn áhorf þjóðarinnar á sjónvarp. Islenska útvarpsfélagið er með áætlanir um að starf- rækja þrjár sjónvarpsstöðv- ar til vibótar Stöð 2. Um ræðir stöð með barnaefni, íþróttarás og kvikmyndarás. Jón Ólafsson, stjórnarformaður ÍÚ, segir að aðspurður um markaðshorfur. kvikmyndir allan sólarhringinn nú sé beðið afgreiðslu útvarps réttarnefndar. Hann er bjartsýnn á leyfisveitingu og ef hún fæst mun fyrsta nýja rásin væntanlega fara í loftið strax í haust. Það yrði að hkind- um kvikmyndarás. „Það var enginn grundvöllur talinn fyrir Stöð 2 á sín- um tíma. Oft er Um byltingu er að ræða í ís- Jón Ólafsson stjórnarformaður ÍÚ Framþróunin verður ekki stöðvuð og við verðum að lœra að þjóna markaðnum, þótt eitthvað annað víki. það þannig að markaður opn- lenskri sjónvarpssögu hvað ast fyrst þegar fólk sér það sem varðar útsendingartíma ef af í boði er. Þetta yrði viðbótar- verður. íslenska útvarpsfélagið þjónusta," segir Jón Ólafsson, áformar nefnilega að senda út og Jón sér einnig fyrir sér sama hátt hvað varðar íþróttarásina. Á hinn bóginn hefur ekki verið áformað hvenær og hve lengi sólarhringsins barnaefnið yrði á dagskrá. - En stæði ný kvikmyndarás ekki í beinni samkeppni við Sýn? „Sýn er bæði íþrótta- og kvikmyndarás og það er mögu- legt að þar skarist sviðin eitt- hvað. Hins vegar verður fram- þróunin ekki stöðvuð og við verðum að læra að þjóna mark- aðnum eins og hann vill, þótt eitthvað annað víki e.t.v. í þess stað,“ segir Jón. BÞ Krónan braggast Frá áramótum hefur gengi íslensku krónunnar styrkst um 1,4% og er nú hærra en það hefur verið frá miðju ári 1993. Þjóðhagsstofnun segir að Hagstofan hafl nýlega endur- skoðað jafnvirðismat á gengi krónunnar. Ljóst sé að varðandi landsframleiðslu á mann, hafi ísland verið í 5. sæti meðal OECD-ríkjanna. Hagvöxtur hafi verið mikill í fyrra, en næstu 2- 3 árin verði hann enn meiri. Einkaneysla á mann á íslandi var sú fjórða mesta í OECD- löndum. Umsvif í þjóðfélaginu má vel mæla með sementssölu. Hún hefur aukist um 6,7% fyrstu fimm mánuðina miðað við sömu mánuði í fyrra. Þó á sala á steinsteypu eftir að fara stór- lega vaxandi. JBP Bls. 6 íslendingaþættir fylgjá hláéinu íVfag /armQskípiar SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.