Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Síða 1
Helgi stýrir fréttum Um fátt hefur verið meira rætt í þjóðfélaginu und- anfarnar vikur en með- ferð útvarpsráðs og átök milli stjórnarílokkanna og jafnvel ráðherra, vegna ráðningar fréttastjóra ríkissjónvarpsins í eitt og hálft ár eða svo. Fram á síðustu stundu var búist við að Elín Hirst yrði ráðin en svo fór þó ekki. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsráði studdu hana, en Helgi H. Jónsson, studdur af fulltrúum allra hinna stjórnmálaflokkanna í ráðinu, fékk starfið. í því sam- bandi ber að geta þess að enn er eftir að ráða í stöðu fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins. Helgi H. Jónsson var að von- um ánægður með ráðninguna á skrifstofu sinni í gær en að sama skapi lýsti Elín Hirst yfir vonbrigðum. Sjá viðtöl við Helga og Elínu á bls. 5. Fréttir og þjóðmál 1 Sjónvarpið Mynd: Hilmar Misnotkun Martröð bamavemdar Marta Bergmann, félagsmálastjóri: „Þetta mál er á alla kanta martröð barnaverndarstarfsmanna. Við töldum þetta eitt sterkasta heimilið okkar." Myn&.E.ói. Fimm ára stúlka sem barnaverndaryfirvöld komu í fóstur, var þrí- vegis misnotuð af hús- ráðandanum á fóstur- heimilinu, sem barna- verndarnefnd taldi eitt það besta. Dæmt var í einstæðu kyn- ferðisafbrotamáli hjá Héraðsdómi Norðurlands á Akureyri í gær. 62ja ára bóndi, Karl Sigurðsson búsettur að Heiðarbraut í Reykdæla- hreppi S-Þingeyjarsýslu, hlaut 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í þrígang misnotað fjögurra ára stúlku- barn sem bjó tímabundið á heimili hans. Þar hafði stúlkan verið vistuð af barnaverndar- nefnd Hafnaríjarðar, eftir erfið- leika hjá íjölskyldu hennar. Brotin áttu sér stað í janúar í ár og játaði maðurinn brot sín. Engin fordæmi Ekki er vitað til að aðili sem barnaverndaryfirvöld velja til umönnunar skjólstæðinga sinna hafi áður verið dæmdur fyrir misnotkun gagnvart þeim. Marta Bergmann, félagsmála- fulltrúi í Hafnarfirði, fór sjálf á heimili dæmda og konu hans þegar grunur kom upp um af- brotin og var brugðist skjótt við. Þannig hðu aðeins sex dag- ar frá því að síðasta brot var framið og þangað til barnið var tekið úr umsjá Karls. Þessi heimili eru tekin út af viðkom- andi barnaverndarnefnd og við- komándi aðili sat sjálfur í þeirri nefnd. „Þetta mál er á alla kanta martröð barnaverndar- starfsmanna. Við töldum þetta eitt sterkasta heimilið okkar,“ segir Marta. Brást kerfið? Telpan var vistuð alls þrisvar sinnum hjá dæmda en fyrir síðustu vistun vaknaði grunur um að hún hefði verið misnotuð kyn- ferðislega ann- arsstaðar. Mál- ið var kært til RLR en látið niður falla, þar sem sannanir þóttu ófull- nægjandi. Tekið skal fram að bóndinn í Reykjadal er ekki tal- inn viðriðinn það mál en hitt vekur athygli að í dómnum í gær má lesa að yfirgnæfandi líkur bendi til að telpan hafi sannarlega orðið fyrir misnotk- un áður en hún var send í síð- asta skiptið norður á land. Hegðun hennar breyttist veru- lega. Úrræða er þörf Að sögn Mörtu er mjög óheppi- legt að ekki sé til sérstakt Barnaverndarhús sem geti vistað börn sem grunur leikur á að hafi verið misnotuð. Hún bendir jafnframt á að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem hafi sérstakt vistheimili fyrir skjól- stæðinga, önnur sveitarfélög hkt og Hafnaríjörður haíi ekki önnur úrræði en vistun á einka- heimilum. Dæmdi hefur ekki komist áður í kast við lögin og hefur þótt fyrirmyndarborgari á öll- um sviðum. BÞ Sjá bls.6 Lífið í landinu

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.