Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-'3Ifattmt Fimmtudagur 25. september 1997 - 3 F R E T T I R Sjávarútvegur Kvóti á kvótann Útburðarmál Deilt um hesta- leigu Laxnesbúið krefst þess að hestaleiga Þórarins Jónasson- ar fari af jörðinni Laxnesi II. Eigandinn vill fá jörð- ina sjálfur og forða henni frá frekari spjöllum. Laxnesbúið, sem Jón Bald- vinsson auglýsingastjóri stýrir, hefur höfðað útburð- armál til að koma hesta- leigunni Laxnesi af jörð sinni í Mosfellsdal. Hesta- leigan er umfangsmikill rekstur í höndum Pórarins „Póra“ Jónassonar. Jón Magnússon, lögfræð- ingur Laxnesbúsins, stað- festi í samtali við Dag-Tím- ann að eigendur jarðarinn- ar Laxness II vildu losna við hestaleiguna af jörð- inni. „Landeigandinn vill fá úr því skorið hvort hann fær einhverju ráðið um af- notin af sínu eigin landi eða ekki,“ segir Jón. Jón játaði aðspurður hvort landspjöll vegna ágangs hrossa væri stór þáttur í málinu. Það flækir málið að hesta- leigan er á tveimur jörð- um, Laxnesi II og Laxnesi I, og er uppi ágreiningur um landamerkin þar á milh. Síðarnefnda jörðin er í eigu Mosfellsbæjar, Wathne-systra og systur Þórarins. Starfshópur sjávarút- vegsráðherra vill að 8% þak verði sett á kvótaeign einstakra fyrirtækja. Verði það samþykkt kann það að hafa áhrif á sam- einingu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra skip- aði í upphafi árs starfshóp sem falið var að skoða hvernig hægt væri að tryggja sem dreifðasta eignaraðild í sjávarútvegi. Tíu stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækin ráða nú yfir um þriðjungi alls kvóta lands- manna og hefur talsvert verið rætt um hvort hann væri ekki farinn að safnast á hættulega fáar hendur. Starfshópurinn skilar af sér á næstu dögum og samkvæmt heimildum Dags-Tímans er samstaða um það að leggja til að fiskveiðistjórnarlögunum verði breytt og sett þak á kvóta- eign einstakra fyrirtækja. í til- lögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að ekkert fyrirtæki megi eiga meira en 8% heildarkvót- Skip Samherja hafa fiskað vel undanfarin ár og fyrirtækið á stærstan hlut í kvóta landsmanna, 7%. Nái tillögur starfshóps sjávarútvegsráðherra fram að ganga, getur Samherji ekki aukið hlut sinn mikið, því hópurinn vill setja 8% þak á kvótaeign einstakra fyrirtækja. ans. Ef hins vegar eignaraðUdin er dreifð mega fyrirtækin eiga 10%. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið innan nefndarinnar um hver prósentan ætti að vera og hugsanlegt að hún breytist áður en nefndin skUar endan- lega af sér. Samherji á Akureyri á stærst- an hlut í heildarkvóta lands- manna, tæp 7%. Ekkert fyrir- tæki mun þurfa að losa sig við kvóta, nái tUlögur starfshópsins fram að ganga, en hins vegar ljóst að stærstu fyrirtækin hafa ekki svigrúm tU að bæta miklu við sig. Það er því viðbúið að verði tUlögurnar samþykktar hafi það veruleg áhrif á samein- ingu fyrirtækja í sjávarútvegi. Nokkur fyrirtæki eiga einnig mjög mikinn kvóta í einstökum fisktegundum. Starfshópurinn hefur einnig skoðað hvort ekki sé rétt að setja þak á kvótann í einstökum tegundum, en sam- kvæmt heimUdum blaðsins Ugg- ur það ekki enn fyrir. -vj Stjórnarráðið Iðnaðarmennirnir í stjórnarráðinu voru hressir þegar Ijósmyndari Dags-Tímans leit við í gær. Mynd: bg Endurbætur langt konrnar Endurbótum á stjórnar- ráðshúsinu við Lækj- argötu verður væntan- lega að mestu lokið í lok nóvember og starfsemin þar komin að fullu í eðlilegt horf fyrir jól. Sem kunnugt er töfðust framkvæmdir við stjórnar- ráðshúsið þegar í ljós kom að ekki hafði verið sótt um tilskilin leyfi fyrir breyting- unum, en einnig komu í ljós minjar frá fyrri tíð þegar veggir og gólf voru rofin, sem kaUaði á sérstaka rann- sókn. Við þetta þurfti að endurhanna alla nýtingu hússins. Upphaflega áttu endurbæturnar að kosta rúmar 50 milljónir króna, en áætlanir hljóða nú upp á um 85 mUljónir eftir endur- hönnun. í breyttum forsend- um er stigi upp á efri hæð færður til og einnig er nú gert ráð fyrir aðgengi fatl- aðra, auk þess sem burðar- virki hafa verið styrkt. fþg Grunnskólar Fámennir og bestir Fámennir skólar koma ekki síður út úr samræmdum prófum en aðrir og tveir hæstu skólar lands- ins eru úr þeirra hópi. Samkvæmt ákvörðim tölvu- nefndar má ekki birta meðaltal einkunna úr sam- ræmdum prófum þar sem nem- endur í 10. bekk eru 10 eða færri. Slíkir skólar eru álfka margir og hinir og er umræða meðal skólamanna um hvort ekki sé hægt að finna leiðir tU að koma árangri þessara skóla tU skUa á annan hátt. Dagur-Tíminn hefur heinúld- ir fyrir því að tveir þessara skóla, Laugabakkaskóli og Stóru-Tjarnaskóli, hafi verið hæstir allra skóla á landinu með meðaleinkunn vel yfir 7, en meðaleinkunn í Hagaskóla sem var hæstur þeirra skóla sem sýnUegir voru, var 6,36. Rúnar Sigþórsson, formaður Samtaka fámennra skóla, segir að tUfinning sín og fleiri sé sú að fámennir skólar standi sig ekki síður á sam- ræmdum prófum og jafnvel betur. Hann segir umræðu uppi meðal forsvarsmanna fámennra skóla um að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla verði safnað saman, svo hægt verði að auka íjölbreytni kennslunnar. Hann segir að á þessu séu fleiri en ein hlið og þetta verði meðal þess sem verði rætt á ársþingi Samtaka fámennra skóla, sem verður haldið að Hallormstað um næstu helgi. HH Rúnar Sigþórsson form. Samtaka fámennra skóla Fámennir slcólar standa sig ekki síður á samrœmdum próf- um og jafnvel belur. Lögreglan Lýst eftir Frakka Leitin að Michael Leduc, 19 ára gömlum frönskum ferðamanni, hafði enn engan árangur borið í gær- kvöld. Síðast var vitað um ferð- ir hans með áætlunarbíl frá Reykjavík til Hvolsvallar 6. september sl. Þar fór hann úr bfinum og er ekkert vitað um ferðir hans eftir það. Michael Leduc er með dökkt stutt hár, 1.82 cm á hæð, grannvaxinn og gæti verið klæddur í rauða úlpu og brúna gönguskó. Hann er með grá- grænan bakpoka og dökkgrænt tjald. BÞ Michael Leduc.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.